Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 23 Simamynd-AP. Mikill fjöldi dyjíífra stuAningsmanna ayatollah Khomeinis, trúarleiðtojfa írana. flykktist út á götur i Teheran á mánudag, til ad lýsa stuðningi við trúarleiðtogann i þeim átökum um völd sem nú eiga sér stað i landinu. Árásin á kjarnorkuver- ið undirbúin í 18 mánuði Tel Aviv, Kuwait, SameinuAu þjóAunum, 16. júní. AP. MENACHEM BEGIN, forsaetisráðherra ísrael, heimsótti í dag ásamt fleiri ráðherrum flugmennina sem sprengdu kjarnorku- ver íraka í loft upp fyrir rúmri viku. Sagt var, að ísraelsmenn væru reiðubúnir að sýna Bandaríkjamönnum leyniskjöl til sönnunar fullyrðingum um að írakar hafi ætlað að framleiða kjarnorkuvopn. Begin þakkaði flugmönnunum fyrir að „bjarga þjóðinni frá martröð sem hún hefur búið við í tvö ár“. Yehoshua Saguy, yfirmað- ur leyniþjónustu hersins, sagði, að ísraelar hefðu haft vitneskju um að Írakar hafi ætlað að taka kjarnorkuverið í notkun 17. júlí nk., á þjóðhátíðardegi sínum, en eftir það hefði verið mun hættu- legra fyrir ísraelsmenn að ráðast á verið. Saguy sagði, að ísraelsmenn væru viðbúnir þrenns konar hefndaraðgerðum Iraka: árás úr lofti, árás á landi eða aðgerða hryðjuverkamanna frá Palestínu sem hafa aðsetur í Bagdad. Flugmenn, sem tóku þátt í árásinni, sögðu í dag, að hún hefði verið í undirbúningi í 18 mánuði. Svo leynt var farið með áætlanirn- ar, að hvorki konur flugmannanna Raoul Wallenberg sagði: „Bandaríkjastjórn mun fá löglegan grundvöll fyrir eftir- grenslanir sínar um afdrif Wall- enbergs í Sovétríkjunum ef hann verður gerður að heiðursborgara í Bandaríkjunum." Hún bætti við, að herrarnir í Kreml gætu þá ekki lengur afgreitt fyrirspurnir Bandaríkjamanna með því að segja að þeir væru að skipta sér af málum sem þeim kæmu ekki við. né aðstoðarmenn þeirra á jörðu niðri höfðu hugmynd um þær. Fyrirliði sveitarinnar vissi ekki fyrr en deginum áður, hvenær ætti að láta til skarar skríða. „Vélarnar voru fullhlaðnar eldsneyti og sprengiefnum," sagði einn flugmannanna. „Aðrar vélar fylgdu árásarvélunum eftir og hefðu getað fælt óvinavélar frá, ef sést hefði til þeirra." Flugmaður sagði, að þeir hefðu helzt óttast, að Jórdaníumenn, Saudi-Arabar eða írakar sæju til vélanna. Hann sagði, að árásin hefði tekist af því að hún var mjög einföld í sniðum og vel undirbúin. „Þúsundum spurninga hefur verið svarað á einu og hálfu ári.“ Hann sagði, að reynt hafi verið að æfa árásina eins nákvæmlega og hægt var yfir ísrael. „Þegar við vorum loks á leiðarenda, hugsaði Khodos. (irikklandi. 16. júni. AP. LÖGREGLAN á grisku eyjunni Rhodos vann i dag að frekari rannsókn mikils hassfundar um helgina, en þá fundust nærri þrjú tonn af fíkniefninu i 77 bilslöng- um. Þrír Svíar og einn Dani hafa verið handteknir vegna þessa máls en að sögn lögreglunnar nemur söluverð eiturlyfjanna 53 milljónum dollara. Það var fiskimaður, sem fann fyrstu slönguna með hassinu, og lét lögregluna vita. Þegar hún fínkembdi ströndina nálægt fund- ég ekki um neitt. Ég kom á staðinn þar sem sprengjurnar áttu að faila. Ég studdi á hnappinn og síðan tók næsta vél við. Allt gekk eins og í sögu, mjög nákvæmlega og með miklum hraða." Flug- mennirnir sögðu, að áætlanir hefðu verið fyrir hendi um björg- unarferðir, ef vélarnar hefðu verið skotnar niður. Dagblað í Kuwait segir í dag, að olíuframleiðendur í Miðaustur- löndum gætu gripið til olíusölu- banns á Bandaríkin ef þau neita að styðja aðgerðir gegn Israel vegna sprengjuárásarinnar. Oleg A. Troyanovsky, sendi- herra Sovétríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, sagðist á fundi Öryggisráðsins í dag efins um, að Bandaríkjamenn hafi ekki vitað um sprengjuárás ísraelsmanna með góðum fyrirvara. Ekki er vitað hvernig atkvæðagreiðsla um aðgerðir gegn ísrael fer í ráðinu. Níu atkvæða af fimmtán er þörf til að tillagan verði samþykkt, en þó svo fari þykir líklegt, að Bandaríkin beiti neitunarvaidi gegn tillögunni. arstaðnum komu aðrar 76 siöngur í ljós og nú hafa þrír Svíar og dönsk kona verið ákærð fyrir hasssmyglið. Þau eru öll farar- stjórar hjá dönsku ferðaskrifstof- unni Spies Rejser. Lögreglumenn á Florida í Bandaríkjunum lögðu í gær hald á 253 kg af kókaíni eftir gífurlegan eltingarleik í lofti sem á láði við flugmann frá Kaliforníu. Þetta er annar mesti kókaínfundur banda- rísku lögreglunnar og er söluverð eitursins talið vera 140 milljónir dollara. Marcos kjörinn Manila. Filippsryjum. 1B. júni. Al’. FERDINAND E. Marcos var endurkjörinn forseti Filippseyja með miklum yfirburðum í kosn- ingum nú um hclgina og mun þvi enn sitja í sex ár. Andsta'ðingar forsetans segja. að kosningarnar hafi verið skripaleikur einn og ekkert að marka yfirlýsingar Fjórir yfir- heyrðir á Ítalíu Róm. 16. júní. AP. FJÓRIR menn til viðbótar eiganda brunnsins, sem 6 ára drengur íórst í á Ítalíu um helgina, verða teknir til yfir- heyrslu um málið innan skamms. Meðal þeirra verða Franco Egidi, sem gróf brunninn og Elio Umbertini, sem sá um hreinsun sva>ðis- ins. Ekki var tilkynnt hverjir hinir mennirnir væru. Saksóknari bannaði öllum að eiga við brunninn og bað um að tæki, sem notuð voru við björgunartilraunina, yrðu ekki hreyfð. Beðið var um upptökur útvarps og sjónvarps frá björgunarstarfinu til að nota við rannsókn á málinu. Silki í kjól brúð- arinnar London. 16. júnl. AP. LAFÐI Diana Spencer mun klæðast silkikjól þegar hún giftist Karli Bretaprins í lok júlímánaðar. Kjóllinn vcrður saumaður úr brezku silki, framleiddu i Lullingston i Dor- sethéraði, en þar fer eina silki- framleiðslan á Bretlandi fram. íbúar Lullingston byrjuðu að safna móberjalaufum á síðasta ári, þegar fréttir bárust um væntanlegt brúðkaup. Fita varð silkiormana-vænlega, svo að nóg efni yrði til í kjól, ef eftir því yrði óskað. Drottningarmóðirin og Elísabet drottning hafa báð- ar borið Lullingston-silki við hátíðleg tækifæri. Krýningar- klæðnaður beggja var úr silki og brúðarkjóll drottningar. Ekki var tekið fram í yfirlýs- ingu frá höllinni, hversu mikið silki var pantað frá Lullingston eða í hvaða lit. Tízkugerðar- menn og fréttamenn mega ekk- ert um þau mál vita, svo að allur heimurinn verði ekki íklæddur „Diana-kjólum“, þegar lafðin giftir sig. En eins og vitað er, þá hefur hárgreiðsla hennar rutt sér til rúms víða um heim. Niðurdýfing endar með ósköpum Jóhannesarhorg. 16. júnl. AP. BLAÐIÐ Rand Daily Mail I Suður-Afriku skýrði frá þvi i dag, að prcstur babtistasafnað- ar nokkurs. séra James Gaxele, hefði drukknað þcgar hann var að skira fjóra nýja safnaðar- meðlimi niðurdýfingarskirn i Silver Park-fljótinu. Annar prestur safnaðarins, séra Nelson Manamela, var viðstaddur þegar slysið átti sér stað og sagðist honum svo frá: „Fyrst fór ég út í ána og baðst fyrir í tvær mínútur og dreif mig svo upp úr. Þá óð sr. Gaxele út í fljótið, baðst fyrir og sagði: „Herra, ég er kominn til að skíra þetta fólk í nafni föðurins, son- arins og hins heilaga anda“ og þegar hann sagði „hins heilaga anda“ þá fór hann að sökkva í leðjuna. I fyrstunni héldum við, að hann væri enn að biðjast fyrir, en svo skildist okkur — um seinan, því miður — að hann var drukknaður." Reyndu að smygla 3 tonnum af hassi endur- forseti stjórnvalda um þa>r. Fólki var gert skylt að kjósa eða fara í fangelsi ella. Andstæðingar Marcosar höfðu hvatt fólk til að sitja heima en samkvæmt opinberum tölum. neyttu milli 80 og 90 af hundraði kosningaréttarins og höfðu 88% þeirra stutt Marcos. Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn bauð ekki fram í kosningunum en þó voru mótframbjóðendur Marcosar tólf, flestir lítt kunnir. Einn þeirra hafði það helst á stefnuskrá sinni að gera Filipps- eyjar að 51. fylkinu í Bandaríkjun- um. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Lögreglukona skotin á Spáni San Sobastian. Spáni. 16. júni. AP. LÖGREGLUKONA féll í dag á Norður-Spáni í skotbardaga við skæruliða Baska, ETA. Hún er fyrsta lögreglukonan, sem fellur í stríði yfirvaldanna við baskneska hryðjuverka- menn. Til bardagans kom þegar lögreglan umkringdi hús, sem talið var vera aðsetur hryðju- verkamanna. Skæruliðarnir notuðu jafnt skotvopn sem handsprengjur gegn lögregl- unni, en að lokum voru þrír menn handteknir. Konan sem féll er 28. fórnarlamb spánskra hryðjuverkamanna á þessu ári. Þýsk þota missir flugskeyti Munchen. 16. júní. AP. TALSMAÐUR vestur-þýska flughersins sagði í dag, að ein af þotum hans af gerðinni Phantom hefði misst Side- winder-flugskeyti á æfingum í Suður-Þýskalandi sl. mánudag. Flugskeytið hefur ekki enn fundist. Þotan var á æfingarflugi milli Núrnberg og Regensborg- ar þegar flugskeytið féll af og þrátt fyrir ákafa leit úr lofti og á landi hefði ekki tekist að finna það. Talsmaður flughers- ins taldi mjög ósennilegt, að flugmönnunum hefðu orðið á mistök, heldur væri tæknilegur galli líklegri skýring. Bruno Rudolf Kreisky Kirchschlager Kreisky og Kirchschlager á spítala Vín. lfi. júni. AP. BRUNO Kreisky, kanslari Austurríkis, og Rudolf Kirchschlager, forseti lands- ins, voru báðir lagðir inn á sjúkrahús í gær vegna veik- inda, að því er haft var eftir talsmanni stjórnarinnar. Kreisky, sem er sjötugur að aldri, var í dag sagður úr allri hættu, en að sögn lækna hafði mikið blóð safnast fyrir í lungum hans í kjölfar mjög aukins blóðþrýstings. Kirch- schlager, forseti Austurríkis, þjáðist í fæti og mátti rekja það til sára, sem hann fékk í síðari heimsstyrjöld. Hann er líka á batavegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.