Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 33 ímyndað mér að þróunin yrði fyrst í stað miðað við að lagaheimild laegi fyrir innan 2—3 ára til dæmis? Fyrsta skrefið yrði eflaust stofnun staðbundinna stöðva, fyrst hér á höfuðborgarsvæðinu, ein eða fleiri stöðvar, síðan vafa- laust fyrir Eyjafjarðarbyggðir og nærliggjandi héruð á Norðurlandi. Síðan víðar. Útsendingartími yrði að öllum líkindum nokkrar klukkustundir á dag framan af en myndi fljótlega lengjast á þéttbýl- issvæðunum, ef tii vill með eins konar næturútvarpi hér á höfuð- borgarsvæðinu. Létt tónlist yrði verulegur hluti dagskrárefnis en auk þess fréttir, almennt upplýs- ingarefni fyrir íbúa á svæðunum, menningarefni af einhverju tagi og auglýsingar. Ekki er ósennilegt að meðal þeirra áherzluatriða í dagskrárgerð, sem myndu greina frjálst, svæðisbundið útvarp frá hefðbundinni dagskrá Ríkisút- varpsins, eins og hún gerist nú, væru beinar útsendingar frá við- burðum innan svæðisins, íþrótt- um, umræðufundum um hags- munamál íbúa byggðarlagsins og listaviðburðum. Fréttasendingar yrðu væntanlega tíðari og styttri en við eigum að venjast í Ríkisút- varpinu. Umfjöllun um atburði innan svæðis eða héraðs yrðu mjög áberandi, lögreglufréttir, sveitarstjórnarmál, almennt fé- lagslíf, ýmis önnur dagleg mál- efni, sem Ríkisútvarpið, fjölmiðill allra landsmanna. leggur ekki mikla rækt við stöðu sinnar vegna. Að þessu leyti er Ríkisútvarpið í hálfgerðri hnappheldu. Það fer fyrir brjóstið á ýmsum hlustand- anum úti á landsbyggðinni þegar Jón Múli dásamar geislaflóð höf- uðborgarsólarinnar á morgnana, þó að okkur finnist það ósköp notalegt hér í Reykjavík. í ýmsum atriðum sakna íbúar byggðanna úti á landi, jafnt sem hér á höfuðborgarsvæðinu, margvís- legra, praktískra upplýsinga, t.d. um gang umferðar, ástand gatna og vega, félagsstarfsemi og fleira, sem Ríkisútvarpið veitir ekki í miklu magni né af mikilli ná- kvæmni, getur kannski lítillega um formsins vegna í fréttatíma kl. fjögur síðdegis, sem fáir hlusta á. Svæðisbundið útvarp myndi ein- beita sér að þeim málum líðandi stundar, sem nánast snerta hlust- endur þess. Það vekti máls á brýnum hagsmunamálum þeirra, sem menn eila heyrðu ef til vill ekki rædd að neinu marki. Með þessu sköpuðust meðal annars öflugri tengsl við næsta nágrenni, líf og starf heimabyggðarinnar svo fjölbreytt sem það oft getur verið. Þetta teldi ég tvímælalaust af hinu góða og sterkasta þáttinn í fari staðbundinna, frjálsra út- varpsstöðva. Þær vektu áhuga og gerðu fólk betur meðvitandi um stöðu mála í sinni byggð, myndu vafalaust auka skilning á þörfum fyrir dreifingu valds í þjóðfélag- inu og nauðsyn hinna smærri stjórnunareininga í landinu sem sveitarfélögin eru. Ekki er ég með þessu að halda því fram að frjálst, svæðisbundið útvarp sæi alls ekki út fyrir túnfótinn. Það er ákaflega líklegt að með útbreiðslu svæðisstöðva tækist samstarf á milli þeirra um sameiginlega fréttaöflun í nokkr- um mæli og gagnkvæma aðstoð í dagskrárgerð, í einu eða öðru formi. Samstarf við sjálfstæð dagskrárgerðarfyrirtæki yrði einnig fyrir hendi. Hvaðan eiga peningarnir aö koma „En góði maður. Hvaðan koma peningarnir til að standa undir þessu?" Vonlegt að menn velti fjármálalegu hliðinni fyrir sér. I þessu eins og öðrum greinum einkaframtaksins er það ágóða- von, sem mun reka menn áfram til átaka og áhuginn einnig. Það þarf hugvit, frjótt ímyndunarafl, áræði og útsjónarsemi til að standa í frjálsum útvarpsrekstri. Hann þarf að standa undir sér og gott betur. Hann verður ekki til lang- frama stundaður sem sjálfboða- liðastarf og einskær hugsjóna- mennska. Flutningur auglýsinga yrði að sjálfsögðu tekjugrundvöllur hins frjálsa útvarps. Spurning: „Er ekki auglýsingamarkaður í þessu fámenna samfélagi á hjara ver- aldar þegar þurrmjólkaður?" Nei, eins og dæmin sanna. Hefur þessu ekki verið haldið fram í hvert skipti sem nýtt tímarit hefur hafið göngu sína, að maður tali nú ekki um dagblað? Frjálst, svæðis- bundið útvarp myndi verða viðbót á markaði útvarpsauglýsinga, þjóna ákveðnu sérsviði og ástæðu- laust að óttast um framtíð Ríkis- útvarpsins af þessum sökum. Gera verður ráð fyrir að eignar- hald á þessum stöðvum yrði breytilegt. I Bretlandi hafa verið sett lög um hámarkseignarhluta eins aðila 10—15% í útvarpsfyr- irtækjum. Ef til vill þætti eðlilegt að ákvarða eitthvað svipað hér á landi. Eðlilegasta leiðin er al- mennt hlutafjárútboð og þátttaka sem flestra íbúa viðkomandi svæðis. Bæjarfélög, atvinnufyrir- tæki, verkalýðsfélög og mennta- stofnanir gætu vissulega orðið aðilar að frjálsum útvarpsrekstri. Hressileg og fagleg samkeppni við Rikisútvarpið Þegar litið er yfir það sem nú er að gerast í fjölmiðlun, gjörbreytta tækni og miklu einfaldari og fyrirferðarminni en áður gerðist, útbreiðslu myndbyltingarinnar, samtengingu hundraða íbúða í fjölmennustu hverfum Reykjavík- ur og annarra byggðarlaga inn á „vídeókerfi", sem á sér stað hömlulaust, er maður eiginlega orðinn hálf gamaldags í þessum bollaleggingum um frjálst útvarp í þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin upp. En þróunin nú að undanförnu undirstrikar einmitt enn frekar þörfina á nýjum, skipu- lögðum fjölmiðlum, sem við höf- um stjórnun á og getum nýtt í þeim tilgangi að gera útvarps- fjölmiðlun meira fræðandi og hvetjandi og um leið ætlaða til skemmtunar og afþreyingar. Að þessu marki ber okkur að stefna með hressilegri, faglegri og kunn- áttusamlegri samkeppni við Ríkis- útvarpið — og „vídeóið". Sveinn H. Skúlason sama brunni. Skattaokið eykst. Er ekki tími til kominn að hið opinbera taki fólkið í landinu sér til fyrirmyndar og liti í „budduna" áður en eyðslan er ákveðin. Myndi það ekki skapa aukið aðhald gagn- vart þeim er með almannafé fara, að búa við þá vitneskju að um varasjóði í formi aukinna skatta sé ekki að ræða. Einn af menningarvitum Al- þýðubandalagsins Gunnar Karls- son, prófessor, reynir í Þjóðviljan- um hinn 11. júní sl., að færa rök fyrir því, að fólk vilji borga hærri skatta. Hann nefnir sem dæmi þar um og er sýnilega mjög óhresá, að einstaklingar sendi börnin sín í einkaskóla (tónlistarskóla, dansskóla, málaskóla o.fl.) og fái þar þjónustu sem hið opinbera gæti veitt ef skatttekjur þess væru meiri. Hann segir að ísland verði sér til skammar á alþjóðavett- vangi varðandi aðstoð við þró- unarlöndin, en hins vegar hlaupi fólk upp til handa og fóta þegar Rauði krossinn fer af stað með fjársöfnun. Gunnar kom með Fiskþurrkun við jarðhita eftir dr. Sigurð Pétursson Dýraprótein lífsnauðsyn Frumstæðasta og ódýrasta rot- varnaraðferðin við geymslu mat- væla er að þurrka þau. Hefur maðurinn notað sér þessa aðferð alla tíð, enda komin sjálfkrafa upp í hendur hans við það, að þornaðar matarleifar héldust ætar um nokkurt skeið. Korn, fiskur og kjöt, þessar þrjár aðaltegundir daglegrar fæðu, hafa allar upp- haflega verið rotvarðar með þurrkun, og ein þeirra, kornið, er enn þá eingöngu geymd þannig. Fiskur og kjöt, sem eru langsam- lega mikilvægustu próteingjafar alls mannkyns, henta ekki eins vel til þurrkunar. Hafa aðrar rotvarn- araðferðir komið þar til sögunnar, fyrst söltun og kæling og síðan frysting og niðursuða. Bæði frysting og niðursuða, sem eru öruggustu rotvarnaraðferðirn- ar við geymslu og flutninga á fiski og kjöti og afurðum þeim tengdum krefjast mikillar tæknivæðingar, vandaðra umbúða og mjög mikill- ar vinnu. Við það hækka þessi matvæli mjög í verði, og er það sérstaklega óhagstætt þar sem verð þeirra er hátt fyrir. Fiskur og kjöt verða þannig tiltölulega dýr- ar matvörur, sem fátækar þjóðir geta aðeins veitt sér af skornum skammti og stundum alls ekki. Hörmulegar afleiðingar þessara staðreynda sjást nú orðið daglega í fjölmiðlum, þar sem lýst er í máli og myndum ástandinu hjá sveltandi þjóðum og flóttafólki. Þarna er það dýraprótein, sem að allega vantar. Fólkið dregur fram lífið á grænmeti og ónógu korni, og börnin hrynja niður af pró- teinskorti. Prótein hefur verið kallað eggjahvítuefni, eggjahvíta eða bara hvíta á íslensku, dregið af hvítu í eggi. Þetta er vandræðaleg þýðing og því best að halda erlenda heitinu, en það er dregið af gríska orðinu „proteiros" og haft um þann sem er í fyrsta sæti, enda er prótein grundvallarefni í öllum lifandi frumum og ómiss- andi í fæðu allra dýra. Harðfiskur og skreið Vér íslendingar eigum því láni að fagna að eiga eitt af bestu próteinforðabúrum heimsins, en það eru fiskimiðin við strendur landsins. Fiskveiðar og kvikfjár- rækt hafa alla tíð verið aðalat- vinnuvegir þjóðarinnar, en frá því um síðustu aldamót hafa fiskveið- ar, fiskvinnsla og fiskútflutningur aukist hér svo mjög og efnahagur- inn blómgast, að á Islandi hefur nú skapast eitt af þessum svo- nefndu velferðarþjóðfélögum. Markaður fyrir fiskprótein fer stöðugt vaxandi í heiminum, óg á þeim markaði hafa Islendingar góða aðstöðu. Hraðfrystur fiskur frá tslandi, íslenskur saltfiskur og fleiri álíka skynsamleg rök og komst sem sagt að þeirri niður- stöðu að þetta sýndi að fólkið í landinu vildi borga meiri skatta. Þessi grein í Þjóðviljanum sannar einu sinni enn, að það er sama hvernig menn reyna að færa rök fyrir máli sínu, þeir komast alltaf að rangri niðurstöðu ef forsendurnar eru rangar í upp- hafi. Grundvöllurinn er og verður sá að fólk vill sjálft hafa stjórn á því, hvert fé þess rennur. Það vilí borga lágmarks skatta til nauð- synlegustu þjónustu í nútíma þjóðfélagi. Eins og Gunnar Karlsson, prófessor sýnir mjög skilmerkilega í grein sinni, þá hefur fólk og vit og vilja til að ákveða hvað gera skal við um- framfé. Það vill ekki ríkisforsjá. Það vill frjálst val, frelsi til orða og athafna. Íslandssíld, — alls staðar eru þessar matvörur taldar bera af um gæði. íslenska skreiðin er líka þekkt, og fer nú útflutningur á henni vaxandi. Af þessum fiskaf- urðum hefur skreiðin þá sérstöðu, að til hennar hefur minnstu verið kostað, í hana hefur engu verið bætt og ekkert úr henni tekið nema vatn. Hún er ómengað dýraprótein að viðbættum margs konar söltum, lífsnauðsynlegum í fæðu mannsins. Hún er því og hefur verið sannkallað bjargræði þeirra, sem lítil efni hafa, lika íslendinga meðan þeir voru fátæk- ir. Hertur fiskur alls konar, þar með taldir þorskhausar, hefur verið dagleg fæða íslendinga um aldir. Skreið var hér líka mjög eftirsótt útflutningsvara áður fyrr. Nam árlegur útflutningur á henni nokkrum hundruðum tonna Hungrað barn i Afríku á 17. og 18. öld, sem þótti mikið á þeirra tíma mælikvarða. Var þá mjög til verkunar skreiðarinnar vandað, eða svipað og ennþá gerist við verkun á islenskum harðfiski. í eina tíð var t.d. algengt að fiskur- inn væri kýldur í herðingunni. Var kýlingin í því fólgin, að hnakka- kúlurnar voru skornar frá og hertar sér. Þóttu þær mikið lost- æti enda seldar hærra verði en sjálf skreiðin. Fjölbreytni í hertum fiski var hér mjög mikil, og gætir hennar ennþá nokkuð. Sá eiginlegi harð- fiskur hefur allt.af verið talinn verkaður úr þorski eingöngu, en margar aðrar fisktegundir voru líka hertar og á marga vegu. Má þar einkum nefna ýsu, löngu, lúðu, steinbít og grásleppu, að ógleymd- um þorskhausunum. Allt þótti þetta ágætis matur, enda bæði saðsamur og hollur. Nú er islenska skreiðin verkuð að norskri fyrirmynd. Stendur sú vara nokkuð að baki gömlu ís- lensku skreiðinni og harðfiskin- um, enda verkunarkostnaðurinn í algeru lágmarki. Þrátt fyrir það selst íslenska skreiðin og hertu þorskhausarnir fyrir gott verð í þróunarlöndunum þar sem pró- teinskorturinn er mestur. Er eng- inn vafi á því, að væri betur til íslensku skreiðarinnar vandað, myndi opnast fyrir hana miklu stærri og betri markaður, bæði í þeim heimshluta og víðar. Til greina kemur líka að mala skreið- ina og þorskhausana og pakka síðan sem mjöli eða pressa í kökur. Gerði Magnús Andrésson, útgerðarmaður, eftirtektarverðar tilraunir með slíka vinnslu fyrir nokkrum árum. Til þess að auka gæði íslensku skreiðarinnar liggur að sjálfsögðu fyrst fyrir að endurbæta verkun- araðferðina og þá sérstaklega sjálfa þurrkunina. Eins og er, þá er fiskurinn látinn hanga á trön- um úti á víðavangi í hvers konar veðri svo mánuðum skiptir. Er þetta augljóslega hin versta með- ferð, enda varan ekki alltaf vel -útlítandi að verkun lokinni. Hér þarf að verða breyting á. Þurrkun- in þarf að fara fram innanhúss, eins og gerist við saltfiskverkun, og til þurrkunarinnar á þá auðvit- að að nota jarðhita. Hvað þann orkugjafa varðar, eru íslendingar sérstaklega vel settir, ekki síður en með fiskpróteinið, svo að hér gefst alveg einstakt tækifæri til að hagnýta þessar auðlindir báðar saman. Gera verður hér samt þann fyrirvara, að þurrkunin má ekki vera svo hröð, að nauðsyn- legar efnabreytingar hafi ekki orðið í fiskinum áður en hann herðist. Getur reynst nauðsynlegt að geyma hráefnið eitthvað áður en þurrkun hefst eða þurrka hægt til að byrja með, til þess að gerð og bragð vörunnar verði eins og vera ber. Jarðhitinn kemur til sögunnar Tilraunir með þurrkun á skreið við jarðhita eru þegar hafnar hérlendis. Hafa þær einkum geng- ið út á þurrkun á kolmunna, en einnig hefur verið þurrkaður ann- ar smáfiskur og þorskhausar. Til- raunir hafa aðallega farið fram í Hveragerði, Þörungavinnslunni á Reykhólum og að Laugum í Þing- eyjarsýslu. Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins hefur verið aðili að þessum tilraunum og annast nauðsynlegar rannsóknir þar að lútandi. Er skýrt frá nokkrum athyglisverðum niðurstöðum þess- arar tilraunastarfsemi í Sjávar- fréttum 1. tbl. 1981 og í Ægi 4. tbl. 1981. Þar segir m.a., að í útreikn- ingum á framleiðslukostnaði fyrir kolmunnaskreið hafi niðursttklur orðið mjög jákva>ðar i þeim til- vikum sem heitt vatn er til staðar sem orkugjafi. og ennfremur, að það sé 7 sinnum odýrara að nota jarðhita en olíu til upphitunar á lofti fyrir þurrkunina leturbreyt- ingar S.P.). Þetta gerir gæfumuninn. Til þurrkunar á fiski innanhúss hefur hingað til aðeins verið notuð olía, sem nú er orðin mjög dýr, og í fiskimjölsverksmiðjum er það sama sagan. Ætti það þá að vera öllum Ijóst, að notkun jarðhita til fiskþurrkunar er mjög arðvænleg þar sem aðstæður leyfa. Langir flutningar á vatnsmiklu hráefni, eins og nýjum fiski, með bifreiðum eru auðvitað óhagstæð- ir, einkum vegna olíukostnaðar. Skilyrðin til fiskþurrkunar við harðhita eru því best þar sem jarðhitasvæði er að finna í nánd við stór fiskiver. Einn hentugasti staðurinn á landinu til slíkrar framleiðslu í stórum stíl eru Suðurnesin, nánar tiltekið Reykjanesið. Slægður kolmunni á þurrkgrindum. (R.F. Sjávarfréttir.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.