Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Á GRÁSLEPPU MEÐ ÍSFIRSKUM Grein og myndir: HRAFN SNORRASON Nýverið hjóiaði ég niður á höín í veðurblíð- unni og hitti þar fyrir Krásleppukarlana SÍRurð Finnbpgason og Ágúst Inga Ágústsson. Varð það úr, að ég bað þá að leyfa mér — landkrabb- anum — að koma með að draga við tækifæri. Var það auðsótt mál. Föstudagsmorguninn 5. júní mætti ég svo niður á höfn. Sólin var komin upp og bátarnir spegl- uðust í sjónum í logninu. Ég gekk niður að báti þeirra félaga, Einari, 6 tonna báti. í ljós kom að ég var aðeins á undan þeim, það hefur víst verið spennan að fá að fara með, en litlu síðar eða um kl. 7 birtust þeir félagar. Við buðum hver öðrum góðan dag, en síðan fór Ingi og ræsti vélina, en Siggi sagðist ætla að finna steina í færi, því þeir ætluðu að leggja eina trossu. Loks leystum við frá landi og Siggi sagði, að við yrðum um klukkutíma að sigla út í fyrstu netin. Á leið út var talað um daginn og veginn eins og gengur. Orrinn hafði jú verið að koma með 800 kassa af fiski og einhver hafði sagt að Víkingurinn væri búinn að fá 400 kassa en væri enn úti. Báðir þessir bátar leggja upp hjá Norðurtanganum. Ég spurði þá hve lengi grásleppuveiðarnar stæðu og Ingi sagði þær vera frá 19. apríl til 18. júlí, en eftir það hefðu þeir félagar alltaf farið á færi, en á veturna leggðu þeir bátnum og störfuðu í landi sem landmenn hjá línubátunum. Þeir sögðu að þessi bátur hefði nú verið á sjó allt árið hér í eina tíð. Það var þegar hann Hjörtur Stapi átti hann, þá var hann á rækju á honum, en það var nú í þá daga, þegar menn gátu stung- ið trollinu í strigapoka og farið með heim á kvöldin. Nú er þetta orðið svo stórt og óviðráðanlegt, nema með bómum. Við vorum nú komnir út undir Skarfasker en þar er sorp- brennslustöð Isafjarðar og ná- grannabyggða. Við sigldum ná- lægt landi og fer ekki hjá því, að Oshlíðin í sinni ægifegurð hafi áhrif á mann, er siglt er undir henni. Siggi tók til við að segja mér grjóthrunssögur. Algengt sé að grjótið úr hlíðinni steypist niður og jafnvel yfir veginn án þess að snerta hann. Og Siggi heldur á: „Það var nú ekki, hérna eitt sumarið, þá þekktum við bílinn sem var á veginum, það var sko „bleiserinn" hans Sverris Hermannssonar. Hann kom keyrandi utan úr Bolungarvík og við sjáum skriðu koma úr hlíð- inni, en Sverrir vissi ekkert um hana sko, hann rétt slapp undir hana og hélt áfram að keyra. Líklega hefur hann ekki haft hugmynd um lífshættuna sem hann var í þá stundina." „Og sjáðu þarna," benti Siggi, „sérðu brúna þarna?" Já, sagði ég. „Sérðu lækinn?" Jú, jú ég sé að hann kemur út úr fjallinu. „Þetta er hreint vatn og þarna fara margir að ná sér í vatn.“ En eins og alkunna er, þá er vatnið sem við Isfirðingar fáum, ekki böðunarhæft hvað þá drykkjar- hæft. Við erum nú að verða komnir útundir vitann í Bolungarvík, en þar eiga þeir félagar 3 trossur. Við sáum hvar Víkararnir voru að draga undir Stigahlíðinni. Ingi sagði við mig, og brosti í kampinn að Víkararnir væru á það stórum bátum, að þeir mættu ekki leggja net fyrir sgaði mér einnig að báturinn væri kvikur og væri það af því að þeir væru með 1 ‘A tonn af hvelju í lestinni, sem þeir ætluðu að landa á eftir í Bolungarvík. Nú vorum við komnir að fyrsta dublinu og byrjuðum að draga, allt gekk að óskum, nema hvað þeir bölvuðu rauðmaganum sem hafði sloppið úr netinu, því hann skilur eftir sig flækjur. En þeir luku fljótt 'við að draga trossurnar sjö og um kl. 14 héldum við til lands. Þeir töluðu um að skera bara við höfnina um leið og þeir lönduðu hveljunni í Bolungarvík. Við komum inn til Bolungar- víkur stuttu seinna og lönduðum við hafnarkranann. Þeir fóru strax að skera grásleppuna og Siggi taldi grásleppurnar, sem þurfti til að fylla eina tunnu af hrognum og varð ánægður þegar hann komst að því að hann þurfti 30 stk. til þess. Hann sagði mér um leið og hann skar síðustu grásleppuna að það væru 5 milijónir einstaklinga í hrogn- um hverrar grásleppu. Ingi var kominn upp á bryggju og hífði hveljurnar upp og sagði að betra væri að selja þær í bræðslu en kasta þeim og jafnframt mun þrifalegra. Þegar við lögðum af stað frá Bolungarvík, sigldi inn bátur, sem Sammi Kára og Sævar eiga, og voru þeir að fara að landa hvelju líka. Þeir komu upp að okkur og Sammi heimtaði vindil af Sigga og sagði að hann yrði að fá hann, því að hann hefði nefnilega verið að hætta að reykja. Ingi rétti honum vindil- inn og Sammi þakkaði fyrir sig. Sævar bað okkur að segja Gumma Sveins að þeir yrðu um kl. 5 á Isafirði, en Guðmundur Sveinsson netagerðameistari tekur við hrognunum af þeim. Stefnan var nú tekin á Hnífs- dal og þeir höfðu orð á því að þar væri bölvað vindrassgat og lögðu eina trossu þar. Ég hafði orð á því að þeir leggðu mjög nálægt landi. Þá sagðist Siggi skyldu sýna mér svolítið og sagði mér að fylgjast með á dýptarmælin- um. Hann sagðist ætla að sigla yfir Vallabúðaskerin. Ég ein- blíndi á mælinn og sá þegar honum sló saman og leit þá út fyrir borðstokkinn. Sá ég þá þarabreiðu undir bátnum og hélt við værum bara komnir upp á sker, en þá hlógu þeir félagar og sögðu að þetta væri í lagi, því að þarinn plataði dýptarmælinn. Við sigldum nú í land og lögðumst að bryggju um kl. 16.30. Þar biðu Gummi Sveins og Við flotbryggjuna þar sem Einar liggur. að sagði Ingi mér, að þeir ættu 160 net í sjó og hefðu 5 net í trossu. Ráðuneytið leyfði 80 net í sjó á mann. Nú var báturinn farinn að velta og maginn í mér tók viðbragð. Siggi sagði að þetta væri bára út úr Jökulfjörð- unum og að hægara yrði við útfallið eftir um 3 tíma. Hann Óli á Árbæ sem tóku við hrogn- unum. Nú var ekkert eftir annað ’en að þrífa og kveðja þessa heiðursmenn sem höfðu þolað mig með sér í gráslepputúr. Ég var miklu nær um grásleppu- veiðar og töluvert hróðugur með mig, er ég rölti heim með þessa líka fínu rauðmaga í soðið. upp. Dublið náðist í fyrstu at- rennu og endinn af netinu var settur upp í spilið sem keyrt var áfram og netið innbyrt. Annar þeirra stjórnaði spilinu og tók netið inn meðan hinn var til- búinn að gogga i grásleppu, ef hún væri að sleppa úr netinu við skipshlið. Allt í einu fór Siggi nærri hálfur út fyrir borðstokk- inn og náði að gogga í eina grásleppu og sagði sigri hrós- andi: „Éin pylsa með öllu.“ (Að verðmæti)! Þeir voru fljótir að draga og sögðu, að það væri ekki vinnandi vegur að draga án þess að vera með spil. Næst drógu þeir netið yfir slá sem er á milli stýrishússins og mastursins og gerðu netið klárt til að fara í sjóinn aftur. Þeir létu reka á meðan, en Siggi fór fljótlega að huga að staðnum þar sem þeir tóku netið upp og sigldi þangað. Ingi kastaði baujunni og stein- unum út fyrir, Siggi gaf vélinni inn og netið drógst út. Þannig drógu þeir þessar þrjár trossur upp og stefnan var tekin á næstu 7 trossur sem voru undir Stiga- hlíð. Á meðan við sigldum þang- Ingi sker rauðmaga Hveljan hifð. „Með þessa líka fínu rauð- maga í soðið“ innan vitann. Við sáum líka skuttogarann Guðbjart koma inn Djúpið og í fjarska greindum við Bessann á sömu leið. Jæja, þá byrjaði ballið. Þeir voru komnir í sjógallann og búnir að sjá veifu sem þeir áttu. Siggi stýrði í átt að veifunni og Ingi bjó sig til að kraka hana Siggi við stýrið á landleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.