Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Hvers vegna var Nýsköpunarstjómin mynduð? Jens B. Baldursson: Nýsköpunarstjórnin — aödrag- andi og upphaf Framlag 1979, 54 bls. Allar stjórnarmyndanir eru sögulegar, en sumar eru þó sögu- legri en aðrar. Enginn vafi er á því, að ein sögulegasta stjórnar- myndun á Islandi var myndun Nýsköpunarstjórnarinnar 1944. Þá var Sósíalistaflokkurinn tekinn í tölu samstarfshæfra flokka, og þá var mynduð meirihlutastjórn án Framsóknarflokksins, sem hafði áður verið í oddaaðstöðu. Hvernig varð ixysKöpunarstjórnin til? Og hvað gerði hún? Þessum spurningum reynir Jens B. Bald- »Eg nenniekkiað ræða um lýsingar höf- undar á „kapítalisma“, hann hefur bersýnilega aldrei lagt það á sig að lesa neitt eftir frjáls- hyggjuhugsuði og hefur því ekki vald á einföld- ustu stjórnmála- hugtökum /ie/rra.46 ursson að svara í prófritgerð sinni í sagnfræði í Háskóla íslands, sem „Fagkrítíska útgáfan Framlag" gaf út 1979, Nýsköpunarstjórn- inni — aðdraganda og upphafi. Tilraun hans tekst að vísu varla, en þrátt fyrir það er ritgerðin fróðleg og efnið þess virði, að um það sé farið örfáum orðum. I upphafi segir höfundur deili á stjórnmálaflokkunum fjórum, sem kepptu um hylli kjósenda. Hann er ekki laus við hleypidóma, sem vonlegt er, enda róttæklingur (þótt ætlazt hefði mátt til þess af prófdómurum hans, að þeir reyndu aö fá hann til að hugsa sig um). Hann segir t.d. að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi verið hinn „póli- tíski framvörður íslenskrar borg- arastéttar" (bls. 8) og haft „feiki- mikið kjörfylgi". En Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aldrei talið sig fulltrúa neinnar einnar stéttar, heldur skoðunar — þeirrar, að hag flestra eða allra sé bezt borgið í skipulagi atvinnufrelsis og einkaframtaks. Og sú skoðun skýrir hið mikla fylgi hans, þótt það sé fremur undrunarefni, að það hefur ekki verið meira (t.d. jafnmikið og brezka íhalds- flokksins eða Kristilega lýðræðis- flokksins í Vestur-Þýzkalandi) en það hefur þó verið um 40% kjósenda. Ég nenni ekki að ræða um lýsingar höfundar á „kapítal- isma“, hann hefur bersýnilega aldrei lagt það á sig að lesa neitt eftir frjálshyggjuhugsuði og hefur því ekki vald á einföldustu stjórn- málahugtökum jæirra. En ástæða er til að gera athugasemd við eina skoðun hans, því að hann er síður en svo einn um hana. Hún er um þá „staðreynd, að íslenskt einka- framtak skortir bolmagn til að standa i stórframkvæmdum" (bls. 5). Hún er hæpin. I fyrsta lagi hefði einkaframtakið á íslandi mikinn mátt, ef ekki væru lagðar á það drápsklyfjar skatta og verðbólgu. Eða búast menn við, að maður, sem ber þunga byrði, setji met í hlaupi? I öðru lagi sést samhyggjumönnum (sósíalistum) yfir einn kost, sem þó hefur stundum verið tekinn á Islandi, ef safna hefur átt saman fjármagni til framkvæmda. Hann er að stofna almenningshlutafélög. Eimskipafélag íslands er gott dæmi um það. Ótöldu fé hefði verið sóað, ef ríkisfyrirtæki hefði verið stofnað til að sinna þeim Olafur Thors lék miklu oftar á sameignarsinna en þeir á hann, og hann slapp úr gildru Fram- sóknarmanna með því að mynda Nýsköpunarstjórnina. Bókmennllr eftir HANNES H. GISSURARSON verkefnum, sem Eimskipafélagið leysir. Höfundur lýsir Sósialista- flokknum jafnónákvæmlega og Sjálfstæðisflokknum. Hann segir: „Ekkert bendir til þess að hann hafi á neinn hátt verið undir rússana seldur“ (bls. 11). Nei, ekkert nema allar tiltækar heim- ildir, hvort sem þær eru blöð, tímarit og bækur Sósíalistaflokks- ins sjálfs eða skjöl, sem aðrir gáfu út, t.d. bæklingurinn Þeirra eigin orð eða Rauða bókin. Það er einnig furðulegt, sem getur að líta í ritgerðinni, að höfundurinn hef- ur við samningu þessarar prófrit- gerðar í Háskóla Islands aflað upplýsinga hjá tveimur sam- hyggjumönnum, Einari Olgeirs- syni og Steingrími Aðalsteinssyni, en engum öðrum. Hvernig skýrir höfundurinn myndun Nýsköpunarstjórnarinn- ar? Hann hefur „þá kenningu að nýsköpunarstjórnin hafi fyrst og fremst verið hugsuð sem friður milli verkalýðs og atvinnurek- enda“ (bls. 54), þannig að endur- nýja mætti atvinnutækin, en það hafi verið hjartans mál Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar. Þessi orð eru fremur til vitnis um stéttabaráttuhugmyndir höfundar Nýsköpunarstjórnin hetur þótt góð stjórn, en hún var líklega sekari en flestar aðrar ríkisstjórnir um óskynsamlegar fjárfestingar. en veruleikann á íslandi. Höfund- ur hefur það og eftir Einari Olgeirssyni, að hann og Bjarni Benediktsson hefðu hist í afmælisveislu hjá Lárusi Blöndal bókaverði 1944, og þar hefði Bjarni boðist til að koma Einari í samband við Ólaf Thors. Upp frá því hefði sam- starf Ólafs og Einars verið mjög náið á meðan nýsköpun- arstjórnin sat að völdum (bls. 12). Þetta kann að vera rétt, en málið er þó allt miklu flóknara en svo, að geðþótti einstakra manna hafi ráðið mestu. Myndun Nýsköp- unarstjórnarinnar var umfram allt lausn stjórnarkreppu, sem verið hefði í hvorki meira né minna en tvö ár. Framsóknar- menn höfðu reiðzt mjög stjórn- arskrárbreytingunni 1942, er þeir misstu nokkur rangfengin þing- sæti, og reyndu eftir hana að sýna það og sanna, að meirihlutastjórn yrði ekki mynduð án þeirra og að þeir væru einir fulltrúar festu og stöðugs stjórnarfars. Stjórnar- myndunin var einnig lausn þess ágreinings, sem hlýtur að hafa verið um skiptingu stríðsgróðans, innistæðna íslenzku bankanna í útlöndum: Nýsköpunarstjórnin var fremur stjórn sjávarútvegsins en landbúnaðarins. En líta verður einnig á Nýsköpunarstjórnina í ljósi alþjóðamála. Kremlverjar voru árið 1944 bandamenn lýðræð- isþjóðanna í baráttunni við þjóð- ernis-samhyggjumenn, og víða voru sameignarsinnar því kallaðir til stjórnarsamstarfs á Vestur- löndum. Fleiri spurninga verður að spyrja en þeirrar, hvers vegna Nýsköpunarstjórnin var mynduð: Hvers vegna var „vinstri" stjórn ekki mynduð, þ.e. stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar og án Sjálfstæðisflokksins? Höfund- ur svarar, að Framsóknarflokkur- inn hafi verið óðfús að lækka kaup alþýðu og Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn því ekki getað starfað með honum. (Þetta hefur hann eftir Einari Olgeirssyni.) Þessi ástæða er ótrúleg. Margt annað hlýtur að hafa valdið, en ég nefni tvennt: að hörðustu and- kommúnistunum í Alþýðuflokkn- um hafi þótt Sjálfstæðismenn líklegri til að ráða við Sósíalista en Framsóknarmenn og að Sósíal- istar og Alþýðuflokksmenn, sem sóttu fylgi sitt til sjávarþorpa, hafi talið Framsóknarflokkinn, sem margir bændur fylgdu, verða of frekan til fjárins, sem lá ónotað í útlöndum og festa átti í atvinnu- tækjum (m.ö.o. að betta hafi verið valið um togarana eða dráttarvél- arnar). Nýsköpunarstjórnin hefur þótt góð stjórn. Það kemur engum á óvart. Það er auðveldara og lík- legra til vinsælda að semja óska- lista eins og hún gerði en greiða reikninga eins og sú gerði, sem tók við af henni. En ég held þó, að hún hafi verið sekari en flestar aðrar ríkisstjórnir Islendinga um óskynsamlegar fjárfestingar, höf- uðplágu atvinnusögu okkar. Og hún var engin frjálshyggjustjórn. Mjög bar á þeirri hugmynd í öllum yfirlýsingum hennar, að ríkið ætti að hafa frumkvæði að öllu, en hin hugmyndin týndist, að atvinnulíf- ið blómgaðist bezt, ef það væri látið afskiptalaust. Ekki var stefnt að hægum og öruggum vexti atvinnulífsins, heldur átti ríkið — þ.e. stjórnmálamennirnir — að semja fimm ára áætlanir um „nýsköpun íslenzks þjóðarbúskap- ar“. Einhverjum kann að þykja þess- ar athugasemdir úrtölur og svartagallsraus íhaldsmanns, sem sé á móti öllum framförum. En ágreiningurinn er ekki um mark- mið, heldur leiðir. Agreiningurinn er ekki um það, hvort endurnýja þurfti atvinnutækin eða tryggja öllum mannsæmandi afkomu, heldur um hitt, hvernig þetta átti að gera. Reynslan hefur sýnt það, og sterk hagfræðileg rök má einnig leiða að því, að atvinnurek- endur reki fyrirtæki betur en stjórnmálamenn (sbr. bæjarút- gerðirnar, sem urðu til á Nýsköp- unarárunum) og að einstaklingar séu dómbærari um þarfir sínar en stjórnmálamenn (sbr. höftin, sem gripið var til, eftir að Nýsköpun: arstjórnin hafði tæmt alla sjóði). í sjálfsævisögu sinni lýsir Stein- grímur Steinþórsson vinnubrögð- um Nýbyggingaráðs, sem hann var í og átti að stjórna fjárfesting- um, og er sú lýsing góð heimild um ókosti ríkisafskipta, þótt höfundur hafi alls ekki ætlað henni að vera það. En þrátt fyrir alla galla Ný- sköpunarstjórnarinnar var hún góð stjórn í þeim skilningi, að allar aðrar stjórnir, sem til greina komu, hefðu verið hálfu verri. Stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefði fjárfest enn frekar í landbúnaði en Ný- sköpunarstjórnin, þ.e. enn óskyn- samlegar, og stjórn Framsóknar- flokksins og hinna „vinstri" flokk- anna hefði þjóðnýtt útgerðina (en höfundur segir frá hinum sífelldu kröfum Tímans um það). í stjórn- málum verða menn stundum að leika varnarleik gegn verri kost- um, taka óþægilegan kost fram yfir óþolandi, eins og Edmund Burke komst að orði. Sjálfstæð- ismenn mega ekki gleyma því, að Ólafur Thors slapp úr þeirri gildru, sem Framsóknarmenn höfðu læst hann í, með því að mynda Nýsköpunarstjórnina, og líklega hefur hann miklu oftar leikið á sameignarsinna en þeir á hann, eins og glöggur lesandi getur ráðið af hinni nýútkomnu bók Einars Olgeirssonar, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar. 550 stunduðu nám við Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur Ilússtjórnarskóla Reykjavíkur var slitið 25. maí sl. Við skólaslit lýsti skólastjórinn, Jakobína Guðmundsdóttir, starfsemi skól- ans síðasta skólaár.. Skólinn hefur starfað með svip- uðu móti og síðastliðin ár. Fyrri hluta vetrar voru starfrækt fjöldi námskeiða, mismunandi að lengd og með margvíslegu námsefni. Síðari hluta vetrar var starfrækt- ur 5 mánaða hússtjórnarskóli með heimavist og dag- og kvöldnám- skeið eftir því sem húsnæði hefur leyft. Skólinn starfar með sama fyrirkomulagi næsta skólaár. Alls stunduðu um 550 nemendur nám í skólanum í vetur. Við skólaslit var þremur nemendum afhent verðlaun fyrir góðan náms- árangur. Verðlaunin hlutu — Margrét Friðgeirsdóttir, Ragn- heiður Guðjónsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Fjórir árgangar eldri nemenda heimsóttu skólann sunnudaginn 19. maí. Þessir árgangar gáfu á sínum tíma skólanum málverk af fyrrverandi skólastjóra, frk. Katr- ínu Helgadóttur. Ófremdar- ástand MiAhúsum. 15. júní. MIKID ófremdarástand ríkir í verzlunarmálum Reykhólabúa, og er verzlunarhúsna/ði Kaupfc- lags Króksfjarðar á Reykhólum notað til að selja í því matvöru. Ileilbrigðiseftirlit virðist hafa gleymt tilvist þess. Sveitarstjórnarmenn hafa áhuga á að setja bót á gamla flík, þ.e. þeir hafa áhuga á því að mála, setja upp hillur og gera gólfið músahelt. Okkur er sagt, að þeir ráðleggi þetta SÍS-mennirnir fyrir sunnan. Hinn almenni kaupandi vill hafa mannsæmandi verzlunar- húsnæði og telur að stjórninni beri að fylgja eftir fundarsam- þykkt frá fundi sem þáverandi formaður Kaupfélags Króksfjarð- ar, Grímur Arnórsson boðaði til á Reykhólum í fyrra, en þar voru tveir valkostir nefndir. Fyrsta, að byggja nýtt verzlunarhús, og ann- að að gera þann hluta mjólkurbús- ins, sem kaupfélagið á, að verzlun- arhúsnæði. Öðrum hugmyndum var hafnað. Óánægja er því al- menn hér og í alvöru hefur verið rædd sú hugmynd, að koma á fót pöntunarfélagi til þess að leysa vandann. — Sveinn. Útlánsaukning um fimm þúsund bindi í ÁRSSKÝRSLU Bókasafns Sel- tjarnarness fyrir árið 1980 kemur fram að útlánsaukning var um 5 þús. bindi miðað við árið á undan. Bókaútlán voru um 20 bindi á hvern íbúa, sem er langhæsta útlánahlut- fall á landinu, og er það reyndar engin nýlunda, því undanfarin ár hafa Seltirningar notað bókasafn sitt meira, en íbúar annarra sveitar- félaga. Þess ber að geta að 15% almennra útlána safnsins fara til íbúa utan Seltjarnarnesskaupstaðar. Heildarbókaútlán safnsins voru 60.820 bindi, en bókakosturinn er um 21 þús. bindi. Útlán til nemenda og kennara Mýrarhúsaskóla voru 10.690 á árinu og er það svipað hlutfa.ll og áður. Efnisval viðskiptavina safnsins er svipað og á undanförnum árum. 75% lánaðra bóka eru barnabækur og þýddar skáldsögur. Síðan koma skáldverk íslenskra höfunda og ævisögur. Bókasafnið er opið til almennra útlána 31 klukkustund í viku, og að auki 15 stundir á viku yfir vetrar- mánuðina til skólaútlana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.