Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 15 Vorfræðsla forskólanema MEÐ HÆKKANDI sól eru ekki einungis skólar að hætta heldur einnÍK að hef jast. Vorfræðsla forskóianema nefnist skóli nokkur fyrir börn á aldrinum 5—6 ára, sem er í umsjá Guðrúnar Björgvinsdóttur og Gyðu Ragnarsdóttur, en vor- fræðslan er á vegum umferð- arráðs og lögreglunnar á hverj- um stað þar sem kennslan fer fram. Blaðamaður Morgunblaðsins tók þær stöllur Guðrúnu og Gyðu tali og spurði hvenær skólinn hefði verið stofnaður og hvenær þær hefðu byrjað í starfinu. Guðrún kvaðst hafa byrjað með skólann fyrir 14 árum, en Gyða hefur verið starfandi við hann í sex ár. Ástæðan fyrir því að skólinn var stofnaður var sá að umferðarfræðsla var aukin með tilkomu hægri handar um- ferðar og var þessi vorfræðsla einn liðurinn i aukinni umferð- arfræðslu. — Takið þið eingöngu nem- endur á Stór-Reykjavíkursvæð- inu? — Nei, við tökum einnig t.d. Suðurnesin og förum austur fyrir fjall, Akranes höfum við tekið, Akureyri og svo Vestfirð- ina í fyrra. — Hvernig hagið þið kennsl- unni, og hvað eru margir nem- endur í skólanum að jafnaði? — Að jafnaði eru í skólanum í kringum 100 börn. Við erum með tvo hópa í hverjum skóla, fimm og sex ára og erum við með hvern hóp í eina klukkustund tvisvar sinnum. Fyrri tímann kennum við þeim hver sé munurinn á gangstétt og akbraut og hvað gera eigi áður en farið sé yfir götu. Við kennum þeim einnig hvað á að gera ef engin gang- stétt er og hvernig á að fara yfir á ljósum. í lok tímans fá þau að sjá brúðuleikhús um umferð- armál sem við og lögreglan á hverjum stað stjórnum. í seinni tímanum aftur á móti eru leik- svæði tekin fyrir og áherzla lögð á að sitja í aftursæti. Þeim er einnig sýnd kvikmynd um um- ferðina, en í Iokin fá þau að sjá teiknimynd. Einnig er vert að geta þess að þau fá verkefni með sér heim svo foreldrarnir geti fylgst með því hvað er að gerast, en síðan koma þau með verkefn- in aftur daginn eftir. — En er þá ekki skortur á verklegri kennslu fyrir börnin, þ.e.a.s. að kenna þeim hvar þau eigi að hjóla o.s.frv? — Jú vissulega er brýn þörf á því, en það veitist okkur ómögu- legt þar sem aðsóknin er mikil og ekki nógur vinnukraftur til staðar. En það er brýn þörf á því. Við treystum bara á foreldr- ana í þessu efni. Þessi tíðu hjólreiðaslys valda okkur virki- legum áhyggjum og við vonum að foreldrarnir reyni að láta börnin sín vera sem minnst í umferðinni. — Hvernig hefur reynslan verið af þessum skóla? — Reynslan er góð og aðsókn- in hefur verið mjög mikil. Eftir fyrstu árin sýndi það sig að umferðarslysum fækkaði svo að við sáum ástæðu til að halda þessu áfram. Við treystum ekki börnunum einum í umferðinni og viljum kenna þeim að verða sjálfstæðir vegfarendur í um- ferðinni. — Hvað sækja að jafnaði margir skólann á ári? — Það er óhætt að segja að á síðasta ári hafi 5000 til 6000 börn sótt skólann. Núna voru t.a.m. um 1100 börn í skólanum einungis í lögdæmi Hafnarfjarð- arlögreglu. GERDIN Mismunandi gerðir og stærðir af glæsilegum sumarhúsum. Frá 22 ferm. upp i 50 ferm. Allt frá fokheldu til fullbúins með húsbúnaði, möguleiki á lóðum í skemmtilegu umhverfi. Mjög vandaður frágangur. KR SUMARMUS Kristinn Ragnarsson. húsasmiðameistari Kársnesbraut 128 simi 41077 Heimasimi 44777 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.