Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 25 Sjötíu ár eru nú liðin frá því að íslendingar eign- uðust eitíin háskóla. Há- skóli íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta, en hann var einn af aðalhvata- mönnunum að stofnun Iláskól- ans. Með stofnun Iláskóla ís- lands var stóru skrefi náð í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og töldu margir að þar væru mörkuð tímamót í þeim efnum. Eftir siðaskipti voru latínu- skólarnir gömlu í Skálholti og á Hólum og síðar Hólavallaskóli og Bessastaðaskóli æðstu menntastofnanir þjóðarinnar. Þeir voru sniðnir eftir sams konar skólum í Danmörku og höfðu einkum það hlutverk að búa menn undir prestsstarf og voru að því leyti vísir að sérskóla fyrir prestaefni. Mikið vantaði þó á að stúdentar úr þessum skólum hlytu þá menntun, er talist gæti sambærileg við menntun þeirra, sem, numið höfðu við háskóla. íslenskir stúdentar, sem komast vildu í bestu brauðin eða framast innan kirkjunnar, urðu því eftir sem áður að leita til háskólans í Kaupmannahöfn til frekara náms, og það urðu auðvitað allir að gera, sem leggja vildu stund á aðrar vísindagreinar. Það má því eiginlega segja að Kaupmanna- hafnarháskóli hafi verið hinn raunverulegi háskóli Islands fram að þeim tíma er Háskóli \ Islands var stofnaður árið 1911. Fyrsta frumvarpið um stofnun háskóla á íslandi var borið fram á Alþingi árið 1881 af Benedikt Sveinssyni. Frumvörp um stofn- un Háskóla íslands og laun háskólakennara voru samþykkt af Alþingi og afgreidd sem lög og staðfest af konungi þann 30. júlí hí m mm m v [>! hí r>; ei r.i i ■ v pi 70 ár frá slofnun Iláskóla Islands 3357 nemendur stunduðu nám í skólanum í vetur Björn M. ólsen fyrsti rektor Háskóla íslands. árið 1909. Það ákvæði var sett inn í lögin um stofnun háskóla, að hann skyldi ekki taka til starfa fyrr en fé væri veitt til hans á fjárlögum, og gátu lögin því ekki komið til framkvæmdar fyrst um sinn. Alþingi árið 1911 veitti fé til háskólans í fjárlög- um fyrir árin 1912 og 1913 og skaut þá inn í 5. gr. fjáraukalaga fyrir 1910—1911, lið þess efnis að Háskóli íslands skyldi settur 17. júní 1911 á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Háskólakennarar skyldu þó ekki taka laun fyrr en frá 1. október sama ár. Fyrsti rektor Háskóla íslands var kjörinn próf. dr. Björn M. Ólsen en fyrstu prófessorarnir voru settir Jón Helgason og Haraldur Níelsson í guðfræði- deild, Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson í lagadeild, Guðmundur Björns- son og Guðmundur Magnússon í læknadeild og dr. Björn M. Ólsen og Ágúst H. Bjarnason í heim- spekideild. Fyrsta starfsár Háskóla Is- lands, eða veturinn 1911—1912, störfuðu 11, fastir kennarar og 45 stúdentar. Skólaárið 1939— 1940 voru fastir kennarar 14 en stúdentar hins vegar orðnir 227 að tölu. Á því skólaári sem nú er að ljúka, þ.e.a.s. 1980—1981, voru 3357 stúdentar við nám í Há- skóla Islands og voru þá fastir kennarar orðnir um það bil 250 en auk þeirra störfuðu við kennslu um 500 stundakennarar. Húsnæði það, er hinn nýstofn- aði Háskóli Islands fékk til umráða haustið 1911 var á neðri hæð Alþingishússins. Töldu ma'rgir það húsnæði mjög ófull- nægjandi enda var það aðeins ætlað til bráðabirgða en varð þó samastaður Háskóla íslands í 29 ár. Árið 1932 voru lög um bygRÍnKii fyrir Háskóla íslands afgreidd frá Alþingi. Þann 17. júní árið 1940 var háskólabygg- ingin vígð við hátíðlega athöfn í nýjum hátíðarsal og voru á fjórða hundrað manns við- staddir vígsluna. Kennsla hófst í hinu nýja háskólahúsi um haust- ið 1940 og bætti mjög aðstöðu til athafna, jafnt fyrir nemendur sem kennara. Frá því sjálf há- skólabyggingin vár tekin í notk- un hefur húsakostur Háskóta Islands aukist verulega, og enn er verið að bæta við hann. Núverandi háskólarektor er Guðmundur Magnússon. Sjötíu ára afmælisins verður minnst sérstaklega í Háskólabíói þann 27. júní nk. en þá fer fram brautskráning kandídata frá Háskóla Islands. Núverandi háskólarektor, Guðmundur Magnússon, brautskráir sinn fyrsta kandidat, Árna Hermannsson, haustið 1979. Háskólaráð 1960—'61. Talið frá vinstri: Kristinn Stefánsson forseti læknadeildar, ólafur Björnsson forseti laga- og viðskiptadeildar, Magnús Már Lárusson forseti guðfræðideildar. Ármann Snævarr háskólarektor, Pétur Sigurðsson háskólaritari, Guðni Jónsson forseti heimspekideildar, Þorbjörn Sigurgeirsson forseti verkfræðideildar og Árni Grétar Finnsson fulltrúi stúdenta. 53 rannsóknarieyfí til útlendinga: Rússar fá nú leyfi ÚIMMTÍIT U.;.'. .nn»nA1—n _ . FIMMTÍU og þrjú rannsókna leyfi hafa verið veitt á vegum Rannsóknarráðs rikisins til út- lendinga á þessu sumri. Fleiri hafa sótt um, en umsóknir þeirra ekki enn verið afgreiddar, nú liggja 5—6 leyfisbeiðnir óaf- greiddar hjá ráðinu. Afgreiddar leyfisveitingar eru flestar á tveimur sviðum, liffræðisviði og jarðfræðisviði. Fimm af þessum leyfum eru til Rússa, en á siðasta ári var Rússum neitað um rann- sóknarleyfi þar sem þeir höfðu ekki skilað fullnægjandi skýrsl- um og þeir íslendingar, sem áttu þá að starfa í samvinnu við þá töldu að sú samvinna hefði ein- göngu verið á pappirunum, að sögn Gunnars Björns Jónssonar hjá Rannsóknarráði rikisins. Gunnar Björn sagði í viðtali við Mbl., að Rússarnir væru nú búnir að skila fullnægjandi skýrslum frá fyrri rannsóknarleiðöngrum og hefðu því fengið rannsóknarleyfi á ný. Aðeins vantaði þýðingu á einni 5 leyfí til þeirra, þar sem þeir hafa gert skil á niðurstöðum fyrri leiðangra skýrslu og kæmi hún væntanlega í októbermánuði. „Allt starf þeirra verður nú í sumar unnið í náinni samvinnu við Islendinga og er það nú mun betur skilgreint og af- markaðra en áður var,“ sagði hann. Skipaðir samstafsmenn Rússanna hérlendis töldu, að sögn Gunnars, að áður hefðu þeir lítið sem ekkert unnið með Rússunum, en nú munu þeir eiga að fara á rannsóknarsvæðin með þeim og vinna þeir síðan sameiginlega að niðurstöðum rannsóknanna. Leyfin fimm, sem númeruð eru 35 til 39 eru til þriggja Rússa, en einn þeirra er með þrjú leyfi. Auk þess eru með þeim aðstoðarmenn. Gunnar sagði að sumir þeirra hefðu þegar hafið rannsóknir, aðrir kæmu síðar í sumar. Öll eru leyfin á sviði jarðvísinda. Leyfi númer 35 felst í því að kortleggja hluta af Vestfjörðum með tilliti til jarðlagaskipana. Aðstoðarmenn innlendir eru Leif- ur Símonarson og Kristján Al- bertsson á Raunvísindastofnun. Aðallega verður unnið í Selárdal, en einnig víðar. Leyfi 36, 37 og 38 eru til sama aðilans. Jón Eiríksson, Raunvís- indastofnun, er „kontaktmaður" á leyfi 36 en það felur i sér heimild til að athuga gerð og samsetningu gjóskubergslaga. Fyrirhugaður vettvangur er norðvestuhorn landsins, einnig í Selárdal, við Brjánslæk og víðar. Sveinn Jakobsson, Náttúru- fræðistofnun, eða Sigurður Steinþórsson, Raunvísindastofn- un, eru umsjónarmenn leyfis 37, en það felur í sér rannsóknir á ummyndun basalts. Hrefna Kristmundsdóttir hjá Orkustofnun sér síðan um leyfi 38, en það varðar athuganir á dreif- ingu og efnasamsetningu á um- myndun bergs á Eyjafjallasvæð- inu. Síðasta leyfið, nr. 39, er til þriðja Rússans. Hans starfsvett- vangur verður fyrir austan, í Breiðdalsvík og mun hann vinna að rannsóknum á bergfræði og skjálftafræði í nágrenni Breið- dalsvíkur. Að öðru leyti eru rannsóknar- leyfin svipuð og á undanförnum árum, að sögn Gunnars. Aðalhóp- arnir koma frá Bretlandi og skipt- ast þeir í raunverulega vísinda- leiðangra og talsvert stóra skóla- hópa. Skólahóparnir koma hingað á ný án þess að fá rannsóknarleyfi en höfð er umsjón með þeim. Litið er eftir hvert þeir fara, og séð til þess að tillit sé tekið til náttúruvernd- ar og annarra sjónarmiða. Gunnar sagði, að ekki væri um hert eftirlit að ræða frá fyrri árum, en þó væri orðið betra samband við leiðangrana þannig að unnt væri nú að koma þeim í samband við rétta aðila á frum- stigi, s.s. Náttúruverndarráð, við- komandi fógeta og einnig væri aflað áskilinna leyfa til að fara um rannsóknarsvæðin. Þá sagði Gunnar einnig, að ekki væri um neina stórleiðangra að ræða á þessu sumri, sumt af þessum leyfum væri til fram- haldsrannsókna en önnur til nýrra. Hann sagði í lokin, að þrátt fyrir þessar leyfisveitingar væru ætíð fjölmargir rannsóknaraðilar sem kæmu til landsins sem ferða- menn og stunduðu rannsóknir, án þess að fá til þess heimildir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.