Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 STÓRVIRKJANIR - STÓRIÐJA: FRIORIK: Stjórnin gafst upp á stefnumótun. HALLDÓR A.: Greinargerð um orkunýtingu þegar í haust. IIAI.LDÓR BLÖNDAL: Orkufrekan iðnað úti á landi. IIJÖRLEIFUR: Frumathugun lýkur á næsta vetri. MAGNÓS H.: Engin stefnu- mörkun. MATTIllAS: Orðum stjórnarliða ber ekki saman. ÁRNI: Þingmaður gegn framförum. EGGERT: Mótmæli með að sitja hjá. Hvenær kemur stefnumörkun í stóriðjumál- um og ákvörðun um næsta virkjunarkost? Svcrrir Hcrmann.sson oj? Maunús H. Majcnússon fluttu brcytinKartiIlöRU við stjórnar- frumvarp um raforkuver við þriðju umra-ðu þcss í ncðri deild AlþinRÍs, þcss efnis, að ríkis- stjórnin skuli nú þc^ar hcfja könnun á ok samninKa um stór- iðju í Rcyðarfirði, enda orkufrek- ur iðnaður á Austurlandi for- scnda Fljótsdalsvirkjunar. l>cssi tillaKa var fclld að viðhöfðu nafnakalli mcð 18 atkvæðum KCKn 17. Með tillöKunni Kreiddu atkvæði: BirRÍr ísleifur Gunnarsson (S), BKKert Haukdal (S), Friðrik Soph- usson (S), Geir Hallgrímsson (S), Halldór Blöndal (S), Jóhanna Sig- urðardóttir (A), Jósep Þorgeirsson (S), Karvel Pálmason (A), Magnús H. Magnússon (A), Matthías Bjarnason (S), Matthías Á. Math- iesen (S), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Steinþór Gestsson (S), Vil- mundur Gylfason (A), Albert Guðmundsson (S), Árni Gunn- arsson (A) og Sverrir Hermanns- son (S). Gegn tillögunni greiddu at- kvæði: Friðjón Þórðarson (S), Garðar Sigurðsson (Abl.), Guð- mundur J. Guðmundsson (Abl.), Guðmundur G. Þórarinsson (F), Guðrún Helgadóttir (Abl.), Hall- dór Ásgrímsson (F), Hjörleifur Guttormsson (Abl.), Jón I. Ing- varsson (F), Ólafur Þ. Þórðarson (F), Páll Pétursson (F), Pálmi Jónsson (S), Ragnar Arnalds (Abl.), Skúli Aiexandersson (Abl.), Stefán Valgeirsson (F), Stein- grímur Hermannsson (F), Svavar Gestsson (S), Þórarinn Sigur- jónsson (F) og Alexander Stef- ánsson (F). Greinargerð nokkurra þing- manna við at- kvæðagreiðslu Nokkrir þingmenn gerðu efnis- lega grein fyrir atkvæði sínu. ÁréttinK á for- sendu virkjunar Friðrik Sophusson (S) sagði efnislega: Ríkisstjórn og stjórnar- flokkar hafa gefizt upp við að koma fram hér á Alþingi stefnu- mótun í iðnaðarmálum, þ.á m. stóriðjumálum. Tillögur þar um hafa verið svæfðar í nefnd. Ekki virðist heldur gæfulegt, að heimila þessari ríkisstjórn að ráðast í stórvirkjanir án skilyrða um sölu- möguleika á orkunni. Ég tel því fulla ástæðu til þess að herða á í þessu efni, að öflun og afsetning orkunnar haldist í hendur. GreinarKerð í haust Halldór Ásgrímsson (F) sagði ríkisstjórninni gert að leggja fram, þegar í haust, greinargerð um þá möguleika, sem liggja fyrir um nýtingu orkunnar til orku- freks iðnaðar. Ég lít svo á, sagði Halldór, að samkomulag sé um það að vegna fyrri áfanga Fljóts- dalsvirkjunar verði gert ráð fyrir orkufrekum iðnaði á Austurlandi. I trausti þess að ríkisstjórnin standi við þau áform er ég hef getið um, tel ég ekki ástæðu til að lögfesta þetta ákvæði. Stefna í stóriðju- málum viðurkennd Ilalldór Blöndal (S) sagði það hafa komið fram þrásinnis hjá orkustjóra, að athuganir á virkj- unum, tengdum stóriðju, fari fram hér á suðvesturhorninu, Reyðar- firði og Eyjafirði. Ég sé ástæðu til þess að þrýsta á, að meiri ákveðni verði sett í þessar kannanir en verið hefur og legg mikið upp úr því að slík orkunýtingar- eða stóriðjustefna verði viðurkennd af Alþingi. Slík iðjuuppbygging er ekkert einkamál fólks á s/v-horn- inu en getur stutt heilbrigða byggðastefnu bæði eystra og nyrðra. Ég samþykki því tillög- una. Unnið að frumathugun Hjörlcifur Guttormsson (Abl.) sagði þegar unnið að frumathugun kísilmálmverksmiðju, magnesí- umvinnslu og pappírsverksmiðju. Skynsamlegt er talið, sagði ráð- herra, að staðsetja kísilmálmverk- smiðju „í landshluta eins og á Austurlandi", „nánar tiltekið Reyðarfirði". Áfangaálit mun liggja fyrir innan tíðar um þessa verksmiðju- hugmynd, og frumáætlun ásamt markaðsathugun á að Ijúka á næsta vetri. Ég sé því ekki ástæðu til að skilyrða um þessa virkjun. Engin stefnumörkun Magnús II. Magnússon (A) sagði m.a.: „I frumvarpi ríkis- stjórnarinnar er í reynd engin stefnumörkun, hvorki í stóriðju- málum né virkjunarmálum, og ég tel nauðsynlegt að bæta þar nokk- uð úr með samþykkt tillögu af þessu tagi, sem hér er nú til afgreiðslu." Ekki her þeim saman Matthías Á. Mathicscn (S) sagði að ekki bæri saman bókum þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Hjörleifs Guttormssonar um það, hvað samstaða væri um í þessu efni í stjórnarliðinu, það er hvað búið væri að semja um á þeim bæ. Þess vegna m.a. tel ég ástæðu til að samþykkja þessa breytingar- tillögu. Spurning til orkuráðherra — en svars er vant Steinþór Gestsson (S): Ég hefi fyrr í umræðu um þetta mál borið fram spurningu til orkuráðherra, svohljóðandi: „Hefur sú breyting, sem meirihlutinn gerir við frum- varpið, þá þýðingu, að menn geti treyst því að iðnaðarráðherra hafi skipt um skoðun varðandi það að þjóðhagsleg hagkvæmni virkjun- arleiða skuli ráða framkvæmda- röð en ekki ákvæði stjórnarsátt- málans? í öðru lagi , telur ráð- herra orkumála fært að leggja þá fjármuni fram sem þarf til stór- virkjunar á borð við Fljótsdals- virkjun, án þess að hafa áður eða samhliða tryggt kaupanda að orkunni sem þar verður fram- leidd? Þar sem ekki hafa fengizt svör, þrátt fyrir ítrekaðar eftir- leitanir, mun ég gera tilraun til að tryKKja raunhæfar framkvæmdir með því að samþykkja þessa tillögu. Samstaða Austfirðinga Árni Gunnarsson (A): „Aust- firðingar hafa sýnt virðingarverða samstöðu í orku- og atvinnumál- um. Þar ríkir ekki sú andstaða gegn framförum, sem m.a. þing- maður og fámennur hópur manna standa fyrir á Norðurlandi. Eg kann aö meta þessa samstöðu og eindrægni og vil styðja hana með því að samþykkja þessa tillögu. Er hér var komið sögu var frumvarpið samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 18 atkvæðum gegn 16. Albert Guðmundsson (S) greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en Eggert Haukdal (S) sat hjá og gerði eftirfarandi grein fyrir hjá- setu sinni. Er andvígur stefnu- leysi frumvarpsins Eggcrt Haukdal (S) sagði efn- islega: Frumvarpið hefur lagazt í meðförum deildarinnar, þó enn betur hefði mátt gera, ef breyt- ingartillögur sem fyrir lágu hefðu verið samþykktar. Nú er öllum virkjunarkostum gert jafnhátt undir höfði. Einnig er ríkisstjórn- inni gert að sýna stefnu sína um uppbyggingu orkufreks iðnaða. um leið og hún gerir tillögur um næstu virkjun. Þá eru ítök Lands- virkjunar efld. Allir eru sammála um nauðsyn þess að halda áfram virkjunar- rannsóknum og undirbúningi nýrra virkjana, svo og áframhald- andi framkvæmdum til að tryggja rekstur raforkuveranna á Þjórs- ársvæðinu. En ég er andvígur þeirri stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, að afla ekki nægjan- legs markaðar fyrir raforkuna, þannig að unnt sé að ráðast i allar þær virkjunarframkvæmdir sem frumvarpið nefnir á þessum ára- tug, og lýsi andstöðu minni við þann þátt mála með því að greiða ekki atkvæði um frumvarpið í heild. Þar sem svellkalid er mest: „50 til 80% af yfir- borði túna kalið“ Um mánaðamót mars-apríl sl. var Ijóst orðið að svcllkal yrði vcrulcgt þar scm svcllin voru þykkust og lágu Icngst, sagði Eggcrt Haukdal (S), er kvaddi scr hljóðs utan dagskrár á sið- asta starfsdegi þingsins. Eggcrt sagði liðinn vctur hafa vcrið óvcnju erfiðan sunnanlands, hita- far la-Kra cn í meðalári ok mcð ok mcð því alla-gsta á öldinni. Ilinn lagi hiti drcifðist jafnt á tímabil- ið októbcr— marz, samtímis og sctt hafi niður óvenjumikinn snjó. Um áramót hlotaði ok all- mikla hláku Kcrði 20. janúar sl. Við þcssa blota varð snjoaalagið að þykku svelli, sem lá yfir bæði sléttlcndi ok bratta og huldi tún fram í marzlok. Viðbiitarfóðurforði Eggert sagði svellkal mest í Árnessýslu og um mestan hluta Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Fyrstu varnaðar- orð hafi verið flutt í sjónvarpi 12. apríl sl., ásamt ábendingum um úrræði til öflunar viðbótarfóður- forða á komandi sumri. Eggert sagði formann Búnaðar- sambands Suðurlands hafa, ásamt ráðunautum, farið í yfirlitsflug um svæðið 23. maí sl. „Blasti þá við ömurlegri sjón en nokkur þeirra hafði gert ráð fyrir. Eftir- tektarvert er, hve öll tún taka seint við sér í hinni hagstæðu tíð, enda þótt þau virðist ekki dauð- kalin. Á flestum eða nær öllum bæjum voru áberandi kalskemmd- ir í túnum og er algengt að engin spilda hafi sloppið við kal með öllu. Á þeim bæjum sem verst hafa orðið úti má fyllilega jafna ástandinu við það sem verst var 1969... Hafa menn áætlað að í verstu tilfellum sé frá 50—80% af yfirborði túnanna kalið og ef tíðarfar í sumar verður að meðal- lagi hagstætt má ætla, að hey- fengur af þeim geti orðið 50—60% af meðalheyfeng." Þau úrræði, sem koma helzt til greina, til að tryggja næga fóður- öflun í sumar, er ræktun grænfóð- urs til votheysverkunar, einkum hafra og bygg, en magn sáðvöru hjá innflytjendum mun ekki mik- ið. Þá vék Eggert að skemmdum á afréttum vegna Heklugoss og nauðsyn þess að tryggja fjármagn til áburðardreifingar. Spurðist Eggert fyrir um, hvað ríkisstjórn- in hygðist geta í þessu aðkallandi efni. Átti að létta af kjarnfóðurskattinum Steinþór Gestsson (S) tók undir nauðsyn þess að bregðast rétt við þeim vanda, sem nú væri á höndum sunnlenzkra bænda. Þeg- ar séð var um mánaðamót marz— apríl, hvert horfði, var jafnvel haft við orð að ástæða væri til þess að bændasamtökin gæfu út yfirlýsingu, að þeim þætti eðlilegt að „bændur hölluðu sér sem mest að aðfengnu foðri, kögglum og kjarnfóðri, til þess að treina úr heyjunum sem til voru frá síðasta ári, til að hafa þau til nota á næsta ári, ef kal yrði jafnmikið og útlit var fyrir. Þessu kalli var ekki hlýtt sem er gagnrýnisvert. Einmitt í dag er lagt á borð þingmanna heimildarplagg um það, hversu mikill kjarnfóður- skattur hefur verið innheimtur af bændum og búaliði á mánuðunum júní—apríl sl., þ.e. rúmar 9 millj- ónir nýkróna. Þetta er ekki lítill skattur, og ef menn eru þeirrar skoðunar í alvöru, að það beri að taka aðvaranir bændasamtakanna til greina að þessu leyti, að þeir hefðu betra tækifæri til þess að afla sér kjarnfóðurs heldur en áður hafi verið, þá átti að létta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.