Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 3 Þjóðhátíð í Reykjavík Dagskrá þjóðhátíðarinnar í Reykjavík hefst klukkan 09.55 með samhljómi kirkjuklukkna i Reykjavík. Klukkan 10.00 leggur Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Við Austurvöll Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika ættjarðarlög á Austurvelli og klukkan 10.40 setur Þorsteinn Eggertsson, formaður þjóðhátíðar- nefndar, hátíðina. Karlakór Reykjavíkur syngur: Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri Oddur Björnsson. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn. Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, flytur ávarp. Karlakór Reykjavíkur syngur ísland ögrum skorið og flutt verður ávarp Fjallkonunnar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Eg vil elska mitt land. Kynnir verður Helgi Pétursson. í Dómkirkjunni verður guðsþjónusta klukkan 11.15. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, predikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Einsöngvari er Svala Nílsen. Leikur lúðrasveita Frá klukkan 09.30 til klukkan 11.30 munu lúðrasveitir leika á eftirtöldum stöðum, í tímaröð: Við Hrafnistu, Hátún, Borgarspital- ann, Elliheimilið Grund, Landspitalann og Landakotsspitalann. Hátíðarhöld í Árbæjarhverfi í Árbæjarhverfi hefjast hátíðarhöldin klukkan 13.00. Þá verður safnast saman við Árbæjarsafn og leggur skrúðganga af stað þaðan klukkan 13.15. Gengið verður eftir Rofabæ, að Árbæjarskóla. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur, undir stjórn Odds Björnssonar. Fyrir göngunni fara skátar og íþróttafólk. Klukkan 13.45 hefst dagskrá við Árbæjarskóla í umsjón íþrótta- og skátafélaga. Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur hátíðarávarp, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur, Laddi og Tóti trúður koma í heimsókn og dansaðir verða þjóðdansar. Einnig verður sungið. Hátíðarhöld í Breiðholtshverfum Klukkan 13.00 leggur af stað skrúðganga frá Stekkjabakka v/Breiðholtsbraut. Gengið verður eftir Breiðholtsbraut, Seljabraut og að bensínstöð við Norðurfell. Þaðan fer skrúðganga kl. 13.20. Gengið eftir Norðurfelli, Vesturbergi, Suðurhólum, Austurbergi, Norðurfelli að Fellaskóla. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Klukkan 14.00 hefst samfelld dagskrá við Fellaskóla í umsjá frjálsra félagasamtaka. Kynnir verður Jörundur Guðmundsson. Lúðrasveitin Svanur leikur, Breiðholtsleikhúsið flytur leikþátt, nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna dans og Laddi kemur í heimsókn. Klukkan 14.30 verður leikin knattspyrna á íþróttavellinum og þar er bílasýning á vegum fornbílaklúbbsins og BFÖ. Klukkan 14.30 verður sundkeppni o.fl. í sundlaug Fjölbrautaskól- ans. í Fellahelli hefst kaffisala kvenfélagsins Fjallkonunnar kl. 14.30. Tjarnarflöt (vestan Bjarkargötu) Klukkan 13.00 til 17.00 sýna félagar úr skátahreyfingunni tjaldbúðar- og útistörf. Farið verður i barna- og fjölskylduleiki. Laugardalsvöllur Þar hefst 17. júní-mótið í frjálsum íþróttum klukkan 14.00 og í Laugardalslauginni hefst Reykjavíkurmót í sundi kl. 14.00. Fjölskylduskemmtun KI. 15.30 leggur skrúðganga af stað frá Illemmtorgi. Gengið niður Laugaveg og Bankastræti á Lækjartorg. Lúðrasveit verkalýðs- ins leikur undir stjórn Ellerts Karlssonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Dagskrá á Lækjartorgi hefst kl. 16.00. Þátttakendur: Ása Ragnarsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kol- brún Halldórsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Örn Thoroddsen, Sigurður Sigurjónsson og Soffía Jakobsdóttir. Klukkan 16.40. leika skólalúðrasveitir Árbæjar og Breiðholts við MR. Klukkan 16.45 syngja Stjúpbræður á Austurvelli. Klukkan 16.50 leikur jass-hljómsveit úr tónlistarskóla FÍH á Hótel íslandsplani. Og klukkan 17.00 verður götuleikhús við Bernhöftstorfu. Hátíðartónleikar í Bústaðakirkju hefjast klukkan 21.00. Kór Langholtskirkju syngur íslensk lög undir stjórn Jóns Stefánssonar. Kvöldskemmtun Þjóðhátíðarhöldum Reykvíkinga lýkur með dansleik i Laugardals- höll. sem hefst klukkan 21.00. Þar leika hljómsveitirnar Brimkló og Grýlurnar fyrir dansi. Eftirspurn eftir Spánar- ferðum eykst á ný LANDLÆKNIR, Ólafur Ólafs- son, hefur fengið hréf frá Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni, er segir, að tölfræðilegt samband sé á milli sölu á ólöglcgri mataroliu og sjúkdómstilfella af Spánar- veikinni. Hefur landlæknir þvi fellt úr gildi viðvaranir þær, sem gefnar höfðu verið út til ferða- langa hér á landi i samráði við lungna- og farsóttarsérfræðinga. Mbl. sneri sér til Steins Lárusson- ar, formanns Sambands ferða- skrifstofa, og spurði hann að þvi. hvort samdráttur hefði orðið á bókunum til Spánar og hvort það hefði reist við eftir að viðvaran- irnar hefðu verið fclldar niður. Steinn sagði, að ekki hefðu verið neinar verulegar uppsagnir á bók- unum til Spánar, en fólk, sem hefði kannski ekki verið búið að ákveða sig, hefði lagt Spánarferð á hilluna. Þó virtist sem lands- byggðin hefði tekið þessu alvar- legar, en þetta sé að jafna sig eftir síðustu ummæli læknisins. Frestun heimsmeistaraeinvígisins: Ákvörðun Friðriks kom Sovétmönnum í opna skjöldu „Engin viðbrögð borist ennþá.“ segir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE Páll Þorsteinsson borgarfógeti Skipaður borgarfógeti PÁLL Þorsteinsson, deildarstjóri i Gjaldhcimtunni. hefur verið skipað- ur borgarfógeti við embætti yfir- borgarfógetans í Reykjavik frá og með 1. júli nk. Páll er 38 ára gamall, fæddur í Reykjavík, sonur Sigurrósar Torfa- dóttur og sr. Þorsteins Björnssonar. Hann varð stúdent frá MR 1966 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ1973. Hann varð fulltrúi yfirborgarfógeta 1974. Auk Páls sóttu um stöðuna Gísli Símonarson, Hafþór Guðmundsson, Halldór Sigurgeirsson og Páll Skúla- son, fulltrúar við yfirfógetaembætt- ið og Karl Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi. ÞJÓÐLEIKHÚSRÁÐ mun á fundi á morgun fjalla um hljóðnema- málið svokallaða, en skýrsla frá Þjóðleikhússtjóra um tækjabún- aðinn á skrifstofu hans barst i ÁKVÖRÐUN Friðriks ólafsson- ar forseta FIDE um frestun heimsmeistaraeinvígis þeirra Karpovs og Korchnois vegna fjölskyldumála þess siðarnefnda i Sovétríkjunum, hefur vakið mikla athygli viða um heim og i blöðum þar sem fjallað er um málið í Evrópu og víðar hefur það komið fram að ákvörðun FIDE hafi komið Sovétmönnum mjög á óvart, en þeir munu nú hugleiða hvaða afstöðu þeir taka til málsins. Mun þessi ákvörðun Friðriks hafa komið bæði sovéska skáksamhandinu og heimsmeist- aranum mjög i opna skjöldu, og hafa talsmenn sovéska skáksam- bandsins m.a. látið þau orð falla að þetta væri óiþróttaleg leið til þess að ná af þeim heimsmeist- aratitlinum. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Friðrik Ólafsson forseta FIDE og spurði hann hvort ein- hver viðbrögð við frestuninni hefðu komið til hans. Kvaðst Friðrik ekki hafa haft fregnir af neinum viðbrögðum, en sér skyld- fyrrakvöld og einnig skýrsla þeirra starfsmanna sem voru við málið viðriðnir, samkvæmt upp- lýsingum Haralds Ólafssonar formanns Þjóðleikhúsráðs. ist að Sovétmenn þyrftu tíma til þess að hugsa sig um áður en þeir tækju afstöðu til málsins. Albert Guðmundsson: „Uppspuni frá rótum“ „ÉG VEIT ekki hvar svona fréttir eru framleiddar og ég er hvorki né hef verið á launum hjá Bayern Munchen eóa Standard og þetta er uppspuni frá rótum." sagói Albert Guómundson alþingismaóur i sam- tali við Morgunhlaóió i gærkvcldi. þegar undir hann var horin frétt sem birst hefur i blaóinu Abenzeit- ung i Munchen og Dagblaóió sagói frá i fyrradag. I þessum fréttum kemur fram að Albert hafi fengið 600 þúsund mórk árlega frá Standard þann tima sem Ásgeir Sigurvinsson lék meó félaginu. Ennfremur kom fram að Albert muni árlega frá 185 þusund mörk frá Bayern Miinchen. „Ég skil ekki hvaöa tilgangi svona fréttir þjóna,“ sagði Albert. Albert sagði að hann hefði komið Ásgeiri á framfæri við Standard á sínum tíma og væru það einu afskiptin sem hann hefði haft af málum Ásgeirs. „Mér er næst skapi að hlægja að þessari frétt, en fréttin er meiðandi og kallar á frekari athugun á uppruna hennar. Mínar bestu óskir fylgja Ásgeiri hér eftir sem hingað til og öll þjóðin hlýtur að vona að honum auðnist að standa sig jafn vel og hann hefur gert hingað til,“ sagði Albert Guðmundsson. Þjóðleikhúsráð: Skýrsla um hljóðnema- málið rædd á morgun Aög.miöasalan fer fram í tjaldi í Austurstræti frá kl. 12—16.30 og á Laugardalsvelli frá kl. 15.00. VALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.