Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 í VEIÐIFERÐ MEÐ B/V DAGRÚNU FRÁ BOLUNGARVÍK fiskast meðan trollið er á dekk- inu. Á leiðinni austur var tekið prufuhal á Skagagrunninu en ekki fyllti það marga kassa sem úr því hali kom, svo ekki þótti ástæða til að staldra þar við lengi og ferðinni haldið áfram. Miðin sem .togararnir voru á þarna fyrir austan voru suðaust- ur af Hvalbak. Þarna voru um 20—30 skip og aflinn hafði verið nokkuð misjafn síðasta sólar- hring frá tonni og upp í 15 tonn í hali. Milli hásetanna um borð var ákveðin verkaskipting þannig að tveir eru á hvorum hlera og þeir sem eru saman á hlera vinna saman í lest. Lestarvinnan skipt- ist síðan eftir hvert hal á milli þeirra sem eiga að vera þar því yfirieitt er aðeins einn í lestinni í einu. Annars var mitt aðalstarf við nálarkörfuna en það reyndi auð- vitað ekki á það embætti nema þegar verið var að bæta og þá var betra að standa sig þegar þeir voru að heimta: einfalt, tvöfalt, bensla, rautt, pokanál, o.s.frv. Annars var mér oft hugsað til þess þegar ég var að troða garninu í nálarnar hvers vegna ekki væri keppt í nálaþræðingu á sjómannadeginum í Bolungarvík. llalli frá Sandi 1. vélstjóri tekur lagið íyrir Stefán kokk á meðan hann mótar hollur úr fiskfarsinu. Grein og myndir: Gunnar Hallsson Laust fyrir miðnætti þennan dag seint í april staulaðist ég upp landganginn og um borð í skuttogarann Dagrúnu ÍS. Há- varður Olgeirsson skipstjóri hafði hoðað hrottför á miðnætti og ég hafði ráðið mig í háseta- pláss þennan túr. Áhafnarmeðlimir tíndust nú um borð hver af öðrum og söfnuðust saman í borðsalnum nema vélamennirnir sem unnu við það að ræsa vélina því fyrr var ekki hægt að halda af stað. Markús 1. stýrimaður leit inn í borðsalinn og ráðfærði sig við Magnús 2. stýrimann og Snorra bátsmann um skipun vaktanna þar sem eitthvað var um afleys- ingamenn. Þegar það var komið á hreint fékk ég að vita að ég átti að vera á morgun- og kvöldvakt- inni með Magnúsi 2. stýrimanni og þremur öðrum hásetum. Landfestar voru leystar og veiðiferðin var hafin. Á vaktaskiptum ræddu menn mikið um það hvert kallinn ætlaði sér að halda nú. Flestir voru á því að hann myndi halda á grálúðumiðin og færðu menn rök fyrir því byggð á þorskveiði- banns- og helgarfríaútreikning- um. Stefán sem að öllu jöfnu er háseti en leysti nú af sem kokkur vakti mig klukkan sex með því að kveikja ljósið í klefanum og kalla með sérstökum sjómannahreim „ræs“. Þetta þýddi að nú var hálftími til vaktaskipta. Við sem vorum að koma á vakt fengum nú þær fréttir að þar sem ís hamlaði veiðum á grálúðumiðunum hefði kallinn ákveðið að fara á miðin fyrir austan land en þar höfðu þeir á Dagrúnu aflað vel í síðasta túr eða um 200 tonn á sex sólarhringum. Það hýrnaði nú heldur yfir köllum um borð því nú var útlit fyrir þorsktúr, en þorsktúr gefur helmingi meiri hlut en grálúðu- túr. Gott hal, 12—13 tonn. Á miðin fyrir austan land er um eins og hálfs sólarhrings sigling, en tíminn er nýttur vel og unnið við endurbætur á troll- inu auk þess þarf að fixa sem kallað er þ.e. útbúa toppvængi og undirvængi á trollið því svo kann að fara að skipta þurfi um þessa hluti í góðu fiskiríi og þá er betra að hafa allt klárt, því ekkert Rí Útlit fyrir þorsktúr og hýrt yfir mönnum Stýrimannaskól- anum í Vestmanna- eyjum sKtið í 17. sinn Stýrimannaskólinn í Vest- mannaeyjum hefur starfað frá árinu 1964 og var skólan- um slitið í 17. sinn þ. 16. maí sl. Á þessu skóiaári stunduðu 30 nemendur nám við skól- ann, 22 á öðru stigi og 8 á fyrsta stÍKÍ- Á heimavistinni bjuggu 17 nemendur í vetur. Ilæstu einkunn á fyrsta stijfi hlaut Eiríkur Sigurðsson frá Ilúsavík með meðaleinkunn 9,53. Annar varð Helgi II. Georgsson frá Vestmanna- eyjum með meðaleinkunn 8,50 og þriðji^ Stefán J. Sig- urðsson, Árskógsstrond, með meðaleinkunn 8,16. Þeir urðu efstir og jafnir, Elías V. Jensson og Þorsteinn Jónsson. Á öðru stigi voru hæstir og jafnir Elías V. Jensson frá Gjá- bakka í Vestmannaeyjum og Þorsteinn Jónsson frá Patreks- firði með meðaleinkunn 8,98. Annar varð Magnús K. Ás- mundsson frá Siglufirði með meðaleinkunn 8,79 og þriðji Benedikt B. Sverrisson frá Fá- skrúðsfirði með meðaleinkunn 8,21. Dúxarnir á öðru stigi fengu í verðlaun glæsileg barómet frá Sigurði Einarssyni útgerðar- manni og á sjómannadag, þegar aflakóngar og aðrir afreksmenn verða heiðraðir, hljóta þeir Verð- andaúrið frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda. Sigurður Georgsson, nemandi á öðru stigi, fékk bók úr verðlauna- r -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.