Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 13 Síkkí Gunnars hefur fundid KÍoppu i vænKnum ok býr sík undir að loka henni. Málin rædd í borAsalnum. Nú hófust veiðarnar fyrir al- vöru. Það var kastað, togað í 2 til 3 tíma, híft með 5 til 6 tonnum í og kastað aftur. Á meðan togað var, var unnið af krafti við að koma aflanum fyrir því næsta hal gat verið stórt og þá var betra að hafa nóg pláss, auk þess er það skemmd á hráefninu ef fiskurinn liggur of lengi óblóðg- aður. Þannig gekk þetta sólarhring eftir sólarhring og eftir sex sólarhringa voru komin 180 tonn í skipið óg þá þótti Hávarði skipstjóra vera komið mál til að halda heim til löndunar enda fiskiríið að tregast auk þess er varasamt að reyna um of á geymsluþol fisksins í lestinni. Á heimsiglingunni gafst góður tími til að þrífa skipið hátt og lágt, betri tími en oft áður því venjulega er ekki nema 6 til 7 tíma stím hjá þeim á Dagrúnu á miðin út af Vestfjörðum. Einnig gafst nú góður tími til að líta á sjónvarpsdagskrána sem verið hafði vikuna á undan því hún hafði komið um borð síðast á myndböndum og þótti mér að mörgu leyti betra að meðtaka hana þannig því mögu- leiki var á að spóla yfir þá þætti sem ekki var áhugi fyrir. Það var létt yfir mönnum eftir velheppn- aða veiðiferð og sólarhrings frí framundan. Þó mörgum finnist það ekki langt frí þá lætur sjómaðurinn það sér nægja því hann skilur að atvinnutæki uppá hundruð millj. gkr. er ekki arð- bært bundið við bryggju og ekki fiskar sá sem ekki rær, en tekjumöguleikar sjómanna á þessum skipum eru sem betur fer það góðir að það gefur þessum mönnum tækifæri til að taka sér frí túr og túr. Einnig er um það að ræða að tveir eru um eitt pláss og eru um borð til skiptis og skipta hlutnum á milli sín. Það var nótt yfir Bolungarvík þegar við komum, bæjarbúar flestir gengnir til náða. Beggi vaktmaður var mættur á brjót- inn til að taka við endanum og annast skipið meðan stoppað var í landi. Áhafnarmeðlimirnir hoppuðu í land hver af öðrum, það var ekki laust við að ég yrði var við dálitinn velting fyrst eftir að ég kom í land það heitir víst sjóriða á sjómannamáli en þessi veltingur fjaraði smám- saman út þegar leið á næsta dag. Ég vil að lokum þakka þeim á Dagrúnu fyrir góða viðkynningu þennan tíma sem ég var sam- skipa þeim. Gunnar Ilalls.son. Bolungarvik. sjóði Ástu og Friðfinns á Oddgeirshólum. Björn og Tryggvi Guðmundssynir gáfu í minningarsjóð foreldra sinna, sömuleiðis gáfu nemendur í sjóð- inn. Steingrímssjóði bárust gjafir frá ættingjum Steingríms Arn- ars og nemendum. Skólastjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum er Friðrik Ás- mundsson. Einn af nemendum. Marteinn Kristjónsson frá Siglufirði, kvaddi sér hljóðs og þakkaði skólaárin. ÆGIR Til minningar um iátna sjómenn á Ilúsavik. Jesús sagði: „Ég lifi ok þér munið lifa.“ ber nafnið ÆGIR og er eftir Hallstein Sigurðsson, mynd- höggvara í Reykjavík. Vélsmiðjan Foss sá um stækk- un frummyndarinnar og alla vinnu við verkið — en minnis- varðinn er gerður úr plötujárni og er 2 metrar á hæð, á eins metra háum stöpli. Á stöpulinn verður sett plata, sem á er letrað. Húsavík: Miimisvarði um látna sjómenn afhjúpaður Á sjómannadaginn var af- hjúpaður á Húsavik minnisvarði um iátna sjómenn og er hann staðsettur á lóð kirkjunnar. Að öðru leyti fóru hátíðarhöld- in fram með hefðbundnum hætti og hófust með messu kl. 9 og predikaði sr. Björn H. Jónsson. Að messu lokinni var minnis- varðinn afhjúpaður. Guðmundur Halldórsson frá Kvíslarhóli flutti frumort ljóð til minningar um látna sjómenn á Húsavík, en síðan var ljóðið sungið við frum- samið lag eftir Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum og söng það dóttir hans, Emilía. Formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins, Sigrún Pálsdóttir, flutti ávarp og mælti m.a.: „Árið 1963 stofnaði Slysa- varnadeild kvenna á Húsavík Minningarsjóð látinna sjómanna á Húsavík, og var honum ætlað að standa undir kostnaði við gerð minnisvarða. Með höfðinglegum stuðningi einstaklinga, félaga- samtaka og fyrirtækja varð sjóð- urinn það afl, að hægt var að hefja framkvæmdir sl. haust — og var ákveðið að velja verk, sem Fyrir hönd Slysavarnadeildar- innar þakka ég af alhug öllum þeim, sem lagt hafa máli þessu lið.“ Eftir hádegi hófust svo hátíð- arhöldin á íþróttavellinum og voru þar heiðraðir 2 aldraðir sjómenn, Anton Bjarnason og Hákon Maríusson, og rakti Krist- ján Ásgeirsson sjómannasögu þeirra í stuttu máli. Landsbanka- báturinn var afhentur, en það er farandgripur, sem sá bátur fær, sem hæsta meðalverð fær fyrir innlagðan bolfisk á liðnu ári og hlaut mb. Þorkeil Björn þessa viðurkenningu fyrir aflaverð- mæti sl. árs. Síðan hófust íþróttakeppni og leikir og dansað var um kvöldið, en um miðjan daginn hafði kvennadeildin kaffisölu í Félags- heimilinu. Fréttaritari. Átak er ekki eingöngu fyrir alkóhólista Heldur fyrir alla þá er þurfa aðstoð til sjálfsbjargar Þú ert öruggur Nýju SIGMA flugulínumar auðvelda þér lengri og nákvæmari köst Fjölbreytnin gefur þér kost á linunni sem hentar þér best Shakespeare flugulínur. fluguhjól og flugustangir, t.d Graphite eða Ugly Stick, tryggja þér ánægjulega veiði- ferð Þú ert öruggur með Shakespeare meo Shakespeare línuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.