Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Kvikmyndahátíð Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð eftir Martein Sigurgeirsson SÁK, samtök áhugamanna um kvikmyndagerð, héldu sína árlegu kvikmyndahátíð síðastliðinn febrúar. Alls bárust 9 myndir í keppnina og voru þær allar 8 mm með hljóði, nema ein sem var þögul. Myndirnar voru 10—40 mín. að lengd. í eldri flokki, 20 ára og eldri, voru aðeins tvær myndir, Byggða- safnið í Vestmannaeyjum eftir Sigfús Johnsen og Land og túristi eftir Egil Egilsson og Skúla Ingi- mundarson. I yngri fl. bárust sjö myndir (yngri en 20 ára). Haukur I»or Hauksson eftir Sigurð Sig- urðsson, Hitaþensla eftir Smára Ríkharðsson og Svein A. Sveins- son, Feilpústið eftir Hall Helga- son og Ásgrím Sverrisson, Voða- skot eftir Helga Má Jónsson, Gunnar Richardson og Lárus Vil- hjálmsson. Haustdagar eftir Gunnar Sigurðsson og Guðmund Kristinsson, Sætbeiska 16. árið eftir Davíð Þ. Jónsson, Phantom of Ásendi 17 eftir Smára Rík- harðsson. Dómnefnd kom saman í Tjarn- arbíói þar sem allar myndirnar voru sýndar. í dómnefnd voru Friðrik Þ. Friðriksson, Erlendur Sveinsson og Kristinn Guðjóns- son. Að þessu sinni var engin mynd í eldri flokki talin verðlauna verð, en fjórar myndir í yngri flokki hlutu verðlaun. Aðeins einu sinni hefur verið úthlutað gullverðlaunum. Kvik- myndin Listaverk eftir Kristberg Oskarsson hlaut gullverðlaun 1979. Nú gerist það aftur og kvikmyndin Voðaskot þótti þeirra verðlauna verð. Myndin greinir frá tveim ung- um mönnum, sem fá þá hugdettu að fara á skytterí. Kristinn Guðjónsson segir svo í dómi um myndina: „I útiatriðum Skýr efnisskipun. Aðstandendur takmarka efni sitt við ákveðinn ramma og gjörnýta efnivið sinn. Þessi myrid færir okkur heim sanninn um hvað hægt er að gera við fjárhagslega takmarkaðar að- stæður. Leikur og samtöl í myndinni verka mjög sannfærandi. Þeim tekst að nýta myndmálið í þágu sögunnar. Þessi mynd er allrar athygli verð og mættu reyndari kvikmyndagerðarmenn vera vel sæmdir af ýmsu í gerð myndar- innar. Þrjár myndir hlutu silfur: Sætbeiska 16. árið Stutt mynd sem segir á gaman- saman hátt frá unglingi sem nýtur ekki viðurkenningar í sínum hópi en dreymir í þess stað dagdrauma um að vera „super“. Höfundar fjalla á skemmtilegan hátt um þær hræringar sem eiga sér stað hjá unglingum á gelgju- skeiðinu og gera það með þeirri virðingu sem unglingum einum er fært. Þetta gera höfundar án þess að vera væmnir eða tilgerðarlegir í tilþrifum sínum. Það er ferskur andvari í þessari mynd. U»s)É|f -■ borsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður með klippinámskeið. Nokkrir þátttakendanna á klippinámskeiðinu. Frá verðlaunaafhendingu, „Voðaskot" hlaut gullverðlaun. Talið frá vinstri: Marteinn, Kristinn, Gunnar og Helgi. Þessi mynd er unnin með vönd- uðu hugarfari og af samviskusemi, en það nægir ekki til þess að myndin nái að rísa. Hljómlist er frumsamin og tekin upp í Hljóð- rita enda ber hún myndina tals- vert uppi. Dómnefnd segir svo um ofan- greindar silfurmyndir: „Þær endurspegla hver með sínum hætti raunveruleika ungl- inga í dag. Fróðlegt er að bera þessar myndir saman og velta fyrir sér mismunandi lífssýn, sem fram í þeim kemur. Verðlaunamyndirnar voru sýnd- ar í kvikmyndasal Hótel Loftleiða, þar sem verðlaununum var úthlut- að. Er þetta í fyrsta sinn sem Markmið samtakanna er að efla kvikmyndagerð á íslandi. Mark- miði sínu hyggjast samtökin ná með almennri fræðslustarfsemi svo sem námskeiðum, útgáfu- starfsemi, ráðstefnum, samstarfi við hliðstæð erlend samtök, s.s. UNICA (alþjóðasamtök áhuga- manna) Nordisk smalfilm (samtök áhugamanna á Norðurlöndum) o.fl. Margt af þessu hefur verið gert, t.d. hafa þeir Hrafn Gunnlaugsson og Þorsteinn Jónsson leiðbeint á námskeiðum í vetur og SÁK- blaðið kemur út nokkrum sinnum á ári, en það flytur fróðleik og fréttir um kvikmyndagerð, auk þess að vera helsti tengiliður félagsmanna. Tvisvar hafa SÁK-menn hlotið brons hjá Nordisk smalfilm og verður fróðlegt að sjá hvað Voða- skotið gerir í vor, en kvikmynda- hátíð norrænu samtakanna verður í Svíþjóð í sumar. Erlendar verðlaunamyndir hafa verið sýndar og von er á nýjum myndum frá UNICA. Á næstunni mun félagsmönnum gefast kostur á að fylgjast með upptökum atvinnumanna, en ekk- ert lát er á kvikmyndagerð hér á landi eftir að kvikmyndasjóður var stofnaður til þess að hlúa að þessari ungu listgrein. Tökunámskeið er fyrirhugað auk rabbfunda og kynninga sem félög og einstaklingar kunna að hafa áhuga á. Kvikmyndin er ekkert goð á ber of mikið á vindhljóðum í annars frábærri hljóðrönd. Sjálft voðaskotið var of tilgerðarlegt og yfirkeyra höfundar dramann. Uppbyggingin að slysinu er það góð að ekki er þörf á að kvikmyndatökumaðurinn missi stjórn á sér og sveifli vélinni til og frá sem brjálaður væri. Ég verð þó að segja að þessi mynd er ein sú besta sem ég hef séð á mjófilmu (8mm) og er verðug þess að skipa sess með fyrri gullmynd SÁK.“ Niðurstaða dómnefndar var þessi: Haustdagar Hér snýst flest um ástina á þeim árum sem unglingar eru hvað feimnastir og stóra spurn- ingin er, hver er skotinn í hverj- um? En í einni góðri útilegu verður oft hægt að fá svör við því. Hér er efnisuppbygging til fyrirmyndar en myndin er full langdregin á köflum. Ymis tækni- leg vandamál voru leyst á smekk- legan hátt en því miður bar aðeins á því að greina mætti hljóð tökuvélarinnar. VODASKOT U Auglýsingaplakat fyrir myndina „Voðaskot“. Feilpústið Myndin fjallar um mótorhjóla- strák sem tapar vinkonu sinni til annars pilts. Hann reynir að upphefja sig á hjólinu og hittir aðra sem hefur ekkert á móti því að þeysa dálítið út í guðsgræna náttúruna. Þetta er fyrsta 8 mm myndin sem hlýtur styrk úr kvikmynda- sjóði. Það er mikið gleðiefni að stjórn stjóðsins gefi leikmönnum tækifæri til þess að gera myndir sínar sem bestar, og vonandi verður þar framhald á. kvikmyndahátíð SAK sækir í önn- ur hús en gamla Tjarnarbíó. Eftir smá baráttu við magnarakerfi hússins, náðist ágætur hljómburð- ur og verður ekki á betra kosið við kvikmyndahátíðir sem þessar. í SÁK eru nú liðlega 100 félagar, en samtökin eru landssamtök og stofnuð 1978. Aðeins tveir klúbbar eru í SÁK og er því eitt af mörgum verkefn- um samtakanna að stofna klúbba, þar sem samvinna nokkurra aðila er mun ódýrari og oft skemmti- legri. I lögum samtakanna segir svo um tilgang þeirra: stalli, sem aðeins fáir útvaldir mega snerta. Hún er fyrir alla þá, sem vilja nota einn áhrifaríkasta miðil nútímans, til að koma hugs- unum sínum á framfæri eða sýna raunveruleikann eins og hann kemur manni fyrir sjónir. Ný kynslóð hefur risið upp og tjáð sig á filmu með þokkalegum árangri. Það er hvati fyrir þá sem enn blunda og vilja hefjast handa. Allir þeir sem áhuga hafa á kvikmyndagerð geta gengið í sam- tökin en heimilisfangið er: SÁK Box 1347, 121 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.