Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.. Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Á þjóð- hátíðardegi Þegar þess er minnst, að 37 ár eru liðin frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi, er ekki annað unnt að segja, en í megindráttum hafi þjóðinni farnast vel á þessum árum. Út á við hefur verið mótuð skynsamleg stefna, sem tryggir sjálfstæði þjóðarinnar og öryggi, yfirráð hafa verið tryggð yfir fiskimiðunum og almennt hefur verið vel staðið að markaðsöflun fyrir íslenskar afurðir. Samvinna hefur tekist við erlenda aðila um brautryðjenda- störf við stórvirkjanir og orkufrekan iðnað. Andstæðingar þeirra brautryðj- endastarfa hafa smátt og smátt verið að átta sig á villu síns vegar, eins og best sannaðist á orkuþingi í síðustu viku, þegar tæknimenn Alþýðubandalagsins tóku málin úr höndum pólitískra forystumanna flokksins. Eins og þeirra er háttur, sem reyna að fóta sig á nýrri stefnu í andstöðu við fyrri boðskap leitast tæknimennirnir við að færa stefnubreytinguna í sem skrautlegastar umbúðir. Þegar skyggnst er á bak við þær, kemur í ljós viðurkenning á mikilvægi þeirra ákvarðana, sem teknar voru fyrir um fimmtán árum um stórvirkjun við Búrfell og orkusölusamning við álverið í Straumsvík. Þessi viðurkenning markar að vissu leyti þáttaskil í umræðum um íslensk orkumál. Nú þarf að fylgja henni fast eftir og sameina þjóðina um stefnu, þar sem hagkvæmustu kostir eru valdir og ekki litið framhjá samvinnu við útlendinga, ef nauðsyn krefur. í nútíma heimi er það forsenda efnahagslegs sjálfstæðis, að þær þjóðir, sem ráða yfir ónýttum orkulindum taki til hendi og leiti allra leiða til að virkja þær sjálfum sér og öðrum til hagsældar. Ekki er jafn auðvelt að draga upp einfalda mynd, þegar litið er til stjórnar okkar á innri málum á síðustu 37 árum. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Þó er einsýnt, að þá vegnar þjóðinni best, þegar festa ríkir í stjórnmálalífinu og breið samstaða næst um skýr meginmarkmið. Einmitt af þessum sökum vísa menn til viðreisnaráranna, samstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks frá 1959 til 1971, þegar þeir nefna mesta framfaraskeið lýðveldisáranna. Rétt er að minnast þess, að það skeið hófst með markvissu átaki til að breyta íslensku efnahagslífi í frjálsræðisátt. Þeir stjórnmálaforingjar, sem settu mestan svip á viðreisnarárin, héldu þeirri skoðun fast að mönnum, að hvorki þeir né aðrir væru óskeikulir. í þeim boðskap fólst sú skynsamlega skoðun, að það væri ekki í verkahring stjórnmálamanna að segja mönnum fyrir verkum í stóru og smáu heldur ættu þeir að leitast við að leiða einstaklinginn fram til átaka, skapa honum sem best skilyrði til að bæta eigin hag, heildinni til farsældar. Á síðustu 10 árum hafa þau stjórnmálaöfl verið alltof umsvifamikil í landinu, sem byggja stefnu sína á því grundvallarsjónarmiði, að stjórnmála- mennirnir viti allt best, borgararnir eigi að láta sem mest af aflafé sínu renna til ríkishitarinnar og síðan sé það í verkahring stjórnmálamannanna að deila og drottna. í þessu sambandi er til dæmis athyglisvert að leiða hugann að því orði, sem ofstjórnarmönnunum er nú kærast, þegar fjallað er um kjör manna og afkomu, en það er orðið „félagsmálapakkar". I orðinu felst, að menn afsala sér launahækkunum og fá í staðinn, það sem kallað er „félagslegar umbætur". Fé til að framkvæma „umbæturnar" liggur ekki í geymdum gullkistum heldur er það tekið úr vasa launþeganna með þyngri sköttum og hvers kyns opinberum álögum. Tilgangurinn með „umbótunum" er því meðal annars sá að þrengja athafnafrelsi einstaklinganna um leið og íhlutunarvald misviturra stjórnmálamanna er aukið, afleiðingar verða síðan yfirleitt stöðnun og pólitískt fyrirgreiðslukerfi, eins og nú er byrjað að votta fyrir í húsnæðismálum. Þeir menn segjast nú hafa neitunarvald innan ríkisstjórnarinnar (og síðasti ráðherrarígur bendir til þess, að neitunarvaldið sé aðeins hjá þeim í stjórninni), sem helst hafa hampað þeirri skoðun, að auðvitað sé unnt að ráða við verðbólguna án þess að skerða launin. 1. mars síðastliðinn voru laun skert um 7% samkvæmt lagafyrirmælum frá ríkisstjórninni og samtímis hefur dregið úr verðbólgunni. Þetta er ekki tilviljun heldur sýnir, að efnahagskenn- ingar Alþýðubandalagsins hafa í þessu efni eins og öðrum verið rangar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bötnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar um 3,5% og batinn hefur haldið áfram síðan. Sú staðreynd er ómótmælanleg, að í sjávarútvegi hefur ríkt góðæri á fyrri helmingi ársins og hefur þar orðið gjörbreyting frá því fyrir ári, þegar mikillar svartsýni gætti, ekki síst vegna útlitsins á Bandaríkjamarkaði. Við slíkar aðstæður reynir enn meira á aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar en áður. Henni verður ekki fylgt fram nema þeir ráðherrar í ríkisstjórninni, sem telja sig á tyllidögum „pólitiska málsvara verkalýðsins", geti haldið aftur af kröfugerð launþega í kjarasamningunum í haust. í því sambandi er athyglisvert, að á verkalýðsráðsfundi Alþýðubanda- lagsins á dögunum var engin ályktun gerð um kjaramáiin og Svavar Gestsson formaður flokksins er tekinn til við að ræða um „almenna stöðu þjóðarbúsins", þegar hann er spurður um kaup og kjör. Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að skapa þá breiðu samstöðu meðal þjóðarinnar, sem er nauðsynleg forsenda heilbrigðra stjórnarhátta. Óðagot við embættaveitingar bendir til þess, að sá andi ríki í stjórnarherbúðunum að ekkert tækifæri megi láta ónotað til að hygla flokksgæðingum. Slíkt andrúmsloft bendir ekki til góðs samstarfsanda heldur pólitískrar forherð- ingar. Athyglisvert er, að málgögn ríkisstjórnarinnar grípa jafnan til þess úrræðis, þegar harðnar á dalnum, að skvetta salti í sár Sjálfstæðisflokksins. Á þjóðhátíðardegi 1981 hlýtur sú ósk að vega þyngst í hugum allra þeirra, sem vilja, að islensku þjóðinni farnist vel stjórn sinna ytri og innri mála, að andstæðingum Sjálfstæðisflokksins líðist ekki öllu lengur að spilla einingu í flokknum. Frakkar eru meðal þeirra þjóða sem þegar hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum. Hér eru franskir hermenn að setja kjarnaodd á eldflaug á skotpalii á Plateau d'Albion i Provence-héraði i Frakklandi. Á sl. ári. er þessi mynd var tekin, voru þar 18 eldflaugar sem draga 3000 km eða lengra. Brátt gætu 17 þjóðir bæst í „kjamorkuvopnaklúbbiim44 íraska kjarnorkuverið sem ísraelar eyðilögðu á dögunum var annað af tveimur sem menn höfðu áhyggjur af með tilliti til út- breiðslu kjarnorkuvopna. segir i skýrslu Alþjóðlegu vopnarann- soknastofnunarinnar sem hefur aðsetur i Lundúnum. Á sl. ári minnkuðu vonir manna um að það tækist að hefta úthreiðslu kjarnorkuvopna og hafa menn mestar áhyggjur af þróun mála i Suður-Asiu og Mið- Austurlöndum, segir ennfremur i skýrslunni. Nú eru 11 ár síðan samningur- inn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna var undirritaður. En aldrei hefur verið jafn mikil hætta á aukinni útbreiðslu slikra vopna og einmitt nú. 114 þjóðir undirrituðu samninginn og lýstu þannig yfir formlega. að þær væru því andvigar að aðrar þjóðir en þær, sem þá þegar höíðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða, yrðu sér úti um slik vopn. Indland, sem er meðal þeirra 6 landa sem vitað er um að séu í „kjarnorkuvopnaklúbbnum", sprengdu fyrstu kjarnorkusprengj- una 1974, fjórum árum eftir undir- ritun samningsins. Hin fimm lönd- in í „klúbbnum“ eru: Sovétríkin, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína. Að minnsta kosti 17 önnur lönd hafa nú möguleika á, eða munu fljótlega öðlast þá, að framleiða kjarnorkuvopn, segir í skýrslu frá Alþjóðlegu friðar- rannsóknarnefndinni í Svíþjóð. Allt sem þarf til að búa til kjarnorkuvopn er, að sögn sér- fræðinga, um 200 visindamenn, verkfræðingar og annað sérhæft fólk, 20 pund af úraníum og verksmiðja. Plútóníum er jafnvel talið enn betra efni í kjarnorkusprengjur en úraníum. Plútóníum er framleitt í kjarnorkuverum úr brunnu elds- neyti og er nú framleitt svo mikið af plútóníum á ári hverju í orku- verunum að það nægir í 4—8.000 sprengjur. Pakistanir reyna nú að verða sér úti um efni og þekkingu til fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Talið er að tilraunir þeirra fari aðallega fram í úraníum-verinu í Kahota, nærri Rawalpindi, en það starfar leyni- lega og er ekki undir eftirliti Alþjóða kjarnorkumálastofnunar- innar. Bandaríkjamenn reyndu á sl. ári að fá þjóðir heims til að takmarka útbreiðslu kjarnorkuvopna. En eft- ir innrás Sovétmanna í Afganistan dró úr hvatningarhrópum þeirra. í apríl 1979 hættu þeir hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Pakistani vegna leynilegra tilrauna þeirra með kjarnorku. En nú hefur því banni verið aflétt ög Pakistanir hafa fengið 400 milljón dollara hernað- araðstoð. Nýlegar skýrslur bandarísku leyniþjónustunpar segja, að göng hafi verið gerð í fjalli einu í Vestur-Pakistan og verði þar lík- lega gerðar tilraunir með kjarn- orkusprengju. Margir fréttaskýr- endur halda því fram, að Pakistan- ir muni geta framleitt kjarnorku- vopn á næsta ári. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, horfir áhyggjufull á að- gerðir nágranna sinna og neitar því ekki, að Indverjar kunni að taka kjarnorkumál sín til endur- skoðunar. Nýlegar, en óstaðfestar fréttir herma, að Lýbíumenn hjálpi Pak- istönum við að fjármagna gerð „islömsku sprengjunnar". Lýbíu- menn eiga lítinn sovéskan kjarna- ofn, en talið er að þeir hafi gert samning um að fá annan stærri. Sérfræðingar segja, að Lýbíumenn vanti fjármagn, tækniþekkingu og aðstöðu til framleiðslu vopna. I sænsku skýrslunni segir að Egyptar séu nærri því að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Á síðast- liðnu ári staðfesti egypska þingið samninginn um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna í því skyni að fá nýja kjarnaofna frá Bandaríkjunum og Frakklandi. „Suður-Afríka hefur án efa tæknilega möguleika á að geta framleitt kjarnorkuvopn," sagði Kurt Waldheim, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, í september sl. Suður-Afríka fékk fyrsta kjarnaofninn frá Bandaríkja- mönnum árið 1961 og sjálfir fram- leiða þeir mikið af úraníum. En eftir að þeir fengu kjarnaofninn hefur lítil samvinna verið milli þjóðanna. Árið 1977 komust sovéskir og bandarískir gervihnettir á snoðir um að Suður-Afríkumenn hygðust gera tilraunir með kjarnorku- sprengju í Kalahari-eyðimörkinni. Ekki varð þó vart við neina sprengingu þá, en bandarískur gervihnöttur greindi Ijósbjarma yfir suður-afrískum vötnum tveim- ur árum síðar og telja sumir fréttaskýrendur að hann hafi staf- að af kjarnorkusprengingu. Suður-Afríkumenn undirrituðu ekki samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en neita því að þeir framleiði slík vopn. Árið 1977 viðurkenndi yfirmaður kjarnorkumála í Argentínu að Argentínumenn gætu smíðað kjarnorkusprengju en sagði þá ekki hafa slíkt í hyggju. Argentín- umenn skrifuðu ekki undir samn- inginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. í Mið-Austurlöndum hafa menn helst áhyggjur af írökum, sem á sínum tíma undirrituðu samning- inn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna. írakar fengu kjarnaofn frá Sovétmönnum árið 1968 og annan, kallaðan Isis, frá Frakk- landi. Nýlega festu írakar kaup á 70 megawatta frönskum kjarna- ofni, Osirak, sem notar úraníum sem að 90 hundraðshlutum er úranium 235, en það er sú tegund sem þarf til framleiðslu kjarn- orkuvopna. Kjarnaofn þessi varð fyrir miklum skemmdum af völd- um hermdarverkamanna er hann beið þess að vera fluttur með skipi til Seyne-sur-mer í Suður- Frakklandi. Franska ríkisstjórnin hafði breytt um stefnu varðandi útflutn- ing á kjarnaofnum og öðru til framleiðslu slíkrar orku og reyndi að fá íraka til að fallast á það að fá annan kjarnaofn sem notaði aðra gerð af úraníum. En Irakar fétlust ekki á slíkt og Frakkar létu þeim í té Osirak-ofn og sumarið 1980 10—15 kíló af úraníum. En Osirak-verið í írak varð fyrir skemmdum í stríðinu við írani (ef til vill hafa ísraelar verið þar að verki líka) og því varð að fresta því að taka það í notkun. Grunsemdir manna um að írak- ar hygðust nota ofninn til vopna- framleiðslu efldust eftir að þeir gerðu samning við Brasilíumenn, sem ekki undirrituðu samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna, um gagnkvæma upplýs- ingamiðlun og við ítali um kaup á búnaði sem notaður er til að hlífa tæknimönnum við geislun er piút- ónium er unnið úr brunnu elds- neyti. Eftir árásir írana í byrjun stríðsins bönnuðu Irakar eftirlits- mönnum frá Alþjóða kjarnorku- málastofnuninni, IAEA, að skoða Osirak- og Isis-kjarnorkuverin meðan landið ætti í stríði. Þetta var í fyrsta sinn sem stofnuninni hafði borist slík neitun þegar um svo hættuleg efni hefur verið að ræða og varð það til þess að bæði Frakkar og IAEA fóru að efast um það að írakar myndu standa við gefin loforð um að úraníumið sem þeir hefðu fengið yrði ekki notað í hergögn. Samt sem áður sagði talsmaður IAEA í Vín fyrir nokkru, að írakar hefðu síðar fallist á að eftirlits- menn heimsæktu orkuverin og hefði skoðun farið fram í janúar sl. Útkoman varð sú, að írakar þóttu í öllu hafa staðið við ákvæði samn- ingsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Stofnunin segir, að oft sé erfitt að meta sannleiksgildi frétta um leynilegar tilraunir með kjarn- orku, sérstaklega ef um er að ræða þjóðir, sem ekki hafa undirritað margnefndan samning, t.d. ísrael og Suður-Afríku. Menn hafa lengi grunað Israela um að vera leyni- lega meðlimi „kjarnorkuvopna- klúbbsins". Fréttamenn segja, að bandariskir sérfræðingar telji að ísraelar eigi um 10 kjarnorku- sprengjur á stærð við þá, sem kastað var á Hiroshima. ísraelskir ráðamenn hafa neitað þessu og á sl. ári urðu þeir sýnilega mjög áhyggjufullir vegna fram- vindu í kjarnorkumálum íraka og kölluðu saman alþjóðlega ráðst- efnu, þar sem þeir lýstu því yfir, að Mið-Austurlönd væru kjarnorko- vopnalaust svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.