Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 31 Eftir Pétur Pét- ursson, þul Af öllum húsnæðislausum húsnæðisleysingjum er nú hvað bráðust þörfin hjá Seðla- bankanum. Það er víðar sem fjölgar á bænum og peningam- ir tímgast eins og kanínur engu síður en hjá Sparisjóði Rauðsmýringa. Það er ekki að spyrja að því þegar margir koma saman. Þetta er ungt og leikur sér. Nú hafa bankamenn nýverið sett fram kröfur um að þeim verði goldin laun skv. viðmiðun byggingarvísitölu. Ætla má að vísitala byggingarkostnaðar lækki ekki til muna ef áform Seðlabankans um hallarsmíð rætast á næstunni. Glöggir fésýslumenn stað- hæfa að rekja megi upphaf verðbólgu til stofnunar Seðla- bankans. Brjóstvitsmenn taka slíkum fullyrðingum með var- úð, en vist er að starfsmanna- fjöldi Seðlabankans mun nú vera á þriðja hundrað, ef marka má símaskrá bankans. Áður fyrr hengdi símastúlka Þjóðbankans upp gengisskrán- ingartöflu og fylgdist með gengissveiflum per telefón. Enn er í minnum haft hve lóðaverð snarhækkaði í miðbæ Reykjavíkur þá er Seðlabank- inn leitaði hófanna um lóða- kaup. Síðan þá hefir stofnunin svipast um víða, en stórhuga áform um musterið mikla taf- ist af ýmsum ástæðum. En þeir sem gæta Fáfnisarfs vilja ógjarnan hrekjast mjög af leið og hafa nú leitað skjóls í landnámi Ingólfs, á sjávar- kambi, þar „fornar súlur flutu á land“. Það mun steinsnar frá þeim stað er konsúlsfrúin ætl- aði að reisa sér sumarbústað í fyrndinni, að njóta útsýnis til Esjunnar og fylgjast með því er vorið fer á vængjum yfir flóann, því „ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík", svo sem skáld og jarðfræðingur staðfesti í ljóði. Hvað segja gamlir fornmenn um sjávarkamb sem hlunn og hlein undir peningastofnun sem skriplar á skötu við svip- ulan sjávarafla án þess að veiða bein úr sjó? Finnst enginn staður á byggðu bóli er hæfir því hefðarsetri jafnvel og máske betur en fornhelgur staður fyrstu byggðar og lend- ingarvör landnámsmanns? Margir urðu til þess að mæla og rita varnaðarorð þá er bankinn lýsti áformum sínum og hóf umsvif á Arnarhóli. Nú Pétur Pétursson „Hvað segja gamlir fornmenn um sjávar- kamb sem hlunn og hlein undir peninga- stofnun, sem skriplar á skötu við svipulan sjávarafla án þess að veiða bein úr sjó? Finnst enginn staður á byggðu bóli, er hæf- ir því hefðarsetri jafn- vel og máske betur en fornhelgur staður fyrstu byggðar og lendingarvör land- námsmanna?“ tilkynna borgaryfirvöld að þau hafi fallist á tilmæli banka- stjórnar um nýjan stað, skammt norðan við fyrri lóð- armörk. Einnig þeim áformum hefir verið mótmælt og það með gildum rökum. Morgun- blaðið, Tíminn og Vísir hafa birt fjölda greina nafnkunnra manna og annarra ónafn- greindra og varað við vald- níðslu og framkvæmdaflani. Þá er Landsíminn hóf jarð- rask og framkvæmdafum í fyrsta kirkjugarði íslands- byggðar, garði Ingólfs og Hall- gerðar, ritaði Helgi Hjörvar varnaðarorð í Morgunblaðið: „Geta ekki tveir flokkar manna hindrað frekari van- virðu á svona kostbærum stað og þjóðhelgum reit: kristnir menn, og svo siðaðir menn, hverja trú sem þeir hafa? Eru þeir samanlagt of fálið- aðir? En ein yfirsjón í örbirgð og frumbýlingshætti tekur þó fyrst út yfir, ef kynslóðir auðsins og gullsins ætla að auka hana og margfalda með forherðing allrar skynsemi gegn sæmd og fegurð." Hvað skal til varnar verða? Naumast er þess að vænta að forsvarsmenn Alþýðu- bandalagsins bíti í skjaldar- rendur. Þeir eru ánægðir og segja eins og kisa: „Ég er svo sæl og sveitt, södd og löt og þreytt." Þeim er nóg ef þeir fá að reka tittinn í lækjarlontu Seðlabankans, kjósa sam- ráðsmenn um fluguval, halda á háfnum og bera veiðina. Hver finnur húsakynnum bankans annan stað er hæfir tölvustofnun á tuttugustu öld? Seðlabanki á sjávarkambi? Komdu og skodaðu veggsamstæðurnar okkar ÞAÐ BORGAR SIG Glæsilegt úrval fallegra húsgagna í fallegri verzlun húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144. SlKfí hitamælar Vesturgötu 16, sími 13280. Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10, sími 86499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.