Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 21 að vera nokkuð flott, ef svo mætti flokka það, en hæfileik- arnir eru sannarlega fyrir hendi, og það eitt er nokkuð góður punktur. Ég hafði ánægju af að sjá þessar litlu myndir eftir Guðberg, og það gladdi mig að komast að raun um, hve Guð- bergur hefur tekið til hendi að undanförnu. Erlendar bækur eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Den haarde frugt eftir Tage Skou-Hansen MEÐAN ég var að lesa þessa bók Tage Skou-Hansen leitaði sú hugsun æ sterkar á mig, hvað höfundur væri eiginlega að meina með því að kalla „Den haarde frugt“ skájdsögu. Þetta var siða- predikun höfundarins sjálfs, hon- um liggur svo mikið á hjarta um þjóðfélagsmál að hann virðist stundum hreint ekki hafa undan að skrifa það sem hann vill koma að og það er ekki alltaf mikið skipulag á framsetningu af þess- um sökum. Den haarde frugt er miðbók þríbókar sem Tage Skcu-Hansen hefur skrifað um lögfræðinginn Holger Mikkelsen. Ég skrifaði einhvern tíma í vetur um síðustu þríbókina „Over stregen" sem mjög hefur verið lofuð í Dan- mörku og er enda allt öðruvísi og betri en þessi. Þótt ég hrifist ekki upp á danska vísu af „Over stregen" var þó forvitni mín vakin og því krækti ég mér í Den haarde frugt. Og niðurstaðan varð sem sagt þessi: höfundur hefur í henni gersamlega látið öll lögmál skáldsögunnar lönd og leið til að köhia boðskapnum sínum á fram- færi. Það er fjarska mislukkað að mínum dómi, því að málæðið keyrir úr hófi. Samt á að vera söguþráður, í upphafi eru tekin nokkur ung- menni sem grunuð eru um að hafa ætlað að fr'emja ljót verk, kannski hryðjuverk. Þar á meðal er Eva Bock, hún er sæt og fúl og hún er dóttir æskuástar lögmannsins Holger Mikkelsens. Hann hafði elskað Gerdu móður hennar ein- hvern tima fyrir óralöngu og tekur að sér vörn dótturinnar. Fer að heimsækja móðurina sem er orðin ekkja. Þau hrífast dálítið hvort af öðru eftir allan þennan langa tíma, en samt þurfa þau að_ tala saman upp á nokkra tugi biaðsíðna um alls konar merkileg mál, uppeldismál, kröfuhörku Evu á hendur móður sinni alla tíð sem á auðvitað rætur að rekja í einhverjum freudiskum kompleks- um, um þjóðfélagið, róttæknina, lífið á Indlandi og misskiptingu auðsins og ég man ekki hvað. Að vísu fara þau undir lokin upp í rúm, en það verður hálf misheppn- að. Mér fannst það nú ekki skrítið eftir allt þetta dæmalausa mas, sem hlaut að eyðileggja alla nátt- úru. En Holger fer aftur til fundar við Evu, hún er ósköp erfið. Sambýliskonu hefur Holger komið sér upp, hún heitir Bente og er í ferðalagi á Rhodos með Bruno litla syni sínum. En þau fara að koma heim í bókarlok. Það er gefið í skyn að því sambandi muni Ijúka fyrr en síðar. Það fannst mér ekki skritið. Kristilegt stúdenta- félag 45 ára í dag KRISTILEGT stúdentafélag verður 45 ára I dag, en félagið var stofnað á 25 ára afmæli Iláskólans og hefur einkum haft það á stefnuskrá sinni að vinna á meðal stúdenta. Félagið hefur undanfarin ár staðið fyrir funda- höldum, fyrirlestrum, mótum, biblíuleshópum og blaðaútgáfu, en félagið gefur út Salt — kristilegt stúdentablað. Blaðið er sent öllum stúdentum við Háskól- ann, Kennaraháskólann og víðar. Félagið hefur náið samstarf við Kristileg skólasamtök og festi ásamt þeim kaup á 3. hæð hússins að Freyjugötu 27 fyrir tæpum tveim árum. Þar er nú félagsheim- ili þeirra. Félagið mun minnast afmælis síns með hátíðarsamkomu í kvöld, kl. 20.30 í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2B. Allir eru vel- komnir á samkomuna, en þar mun Ástráður Sigursteindórsson skóla- stjóri, eini stofnandi félagsins sem er á lífi, flytja ávarp. Jónas Gíslason dósent rekur sögu félags- ins og séra Jón Dalbú Hróbjarts- son flytur hugleiðingu. Einn fé- lagsmanna, Anders Josepson syngur einsöng. Gylfi sýnir í Stykkishólmi Stykkisholmi. 15. júni. í DAG OG á morgun verður Gylfi Ægisson með málverkasýningu i Lionshúsinu i Stykkishólmi, þar sem hann sýnir fjölmörg oliumál- verk. Flest verkanna eru tengd sjó- vinnu og sjósókn. Sýning Gylfa er sölusýning. — Árni. A LEIÐ UM LANDIÐ SUZUKI SS 80 SUZUKI LJ 80 Næstu tvær vikurnar munu sölumenn okkar ferðast um landiö og kynna hina ódýru og sparneytnu SUZUKI bíla. Sýndir verða fólksbílar, jeppar og sendibílar. Leiö SUZUKI sýningarinnar mun fyrst liggja um Suöurland meö viökomu í Vestmannaeyjum, þvínæst austur og noröur um land og enda á Vestfjörðum og Vesturlandi. Fyrstu sýningarstaðir: Þorlákshöfn 18.6. kl. 10 til 12 Vestmannaeyjar 18.6. kl. 17 til 22 Selfoss 19.6. kl. 12 til 13:30 Flúðir 19.6. kl. 14:30 til 16 Hvolsvöllur 19.6. kl. 18 til 19:30 Þykkvibær 19.6. kl. 20:30 til 22:00 SUZUKI ST 90 Næstu sýningarstaðir auglýstir nánar í morgun og hádegisútvarpi SUZUKI — SÁ SPARNEYTNASTI $ Sveinn Egilsson hf, Skeifan 17, simi 85100. Mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.