Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 41 inn gagnvart þeim af ákvæði 63. gr. stjórnarskrár nr. 9/1920, mæla fyrir um eignarrétt landeigenda yfir vatnsbotnum stöðuvatna með þeim hætti sem gert er í 4. gr. vatnalaga. Samkvæmt framansögðu ber því að sýkna stefndu, fjármálaráð- herra, landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra f.h. ríkisins af kröfu áfrýjenda. X Víkur þá að kröfum stefndu á hendur áfrýjendum í málinu. Eigi er því lýst í 4. gr. eða öðrum ákvæðum vatnalaga, að ríkið skuli teljast eigandi að botni stöðu- vatna utan netlaga. Eigi hafa stefndu heldur sýnt fram á aðrar réttarheimildir, er rennt gætu stoðum undir eignarrétt í skiln- ingi einkaréttar að botni Mývatns utan netlaga eða botnsverðmæt- um þar. Hins vegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga en um það verður ekki nánar fjallað, eins og mál þetta er úr garði gert. XI Akvæði héraðsdóms um máls- kostnað, gjafsóknar- og gjafvarn- arkostnað, eiga að vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknar- og gjafvarn- arkostnaður áfrýjenda og réttar- gæslustefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með taiin málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjenda 45.000,00 krónur og málflutningslaun skip- aðra talsmanna réttargæslu- stefndu 7.500,00 krónur til hvors. Dómsorð Framangreindum kröfum ábú- enda Skútustaða I og III er vísað frá héraðsdómi. Kröfur annarra áfrýjenda, eig- enda og ábúenda jarða, er land eiga að Mývatni, á hendur stefndu, landbúnaðarráðherra, iðnaðarráð- herra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, og gagnkvæmt, eru eigi teknar til greina í máli þessu. Ákvæði héraðsdóms um máls- kostnað, gjafsóknar- og gjafvarn- arkostnað eiga að vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknar- og gjafvarn- arkostnaður fyrir Hæstarétti til handa áfrýjendum og réttar- gæslustefndu, hreppsnefnd Skútu- staðahrepps f.h. hreppsins og eig- endum jarða í Skútustaðahreppi, sem ekki eiga land að Mývatni, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningslaun skipaðs talsmanns áfrýjenda, Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 45.000,00 krónur og málflutnings- laun skipaðra talsmanna réttar- gæslustefndu, Ragnars Stein- bergssonar hæstaréttarlögmanns og Stefáns Pálssonar hæstaréttar- lögmanns, 7.500,00 krónur til hvors. Leikarar í „í öruggri borg“, Brét Héðinsdóttir, Erlingur Gislason, Helga Bachmann og Borgar Garðarsson. „I öruggri borg“ leggur land undir fót ÞANN 18. júni leggur hópur frá Þjóðleikhúsinu upp i leikför um norð-vesturland með leikrit Jök- uls Jakobssonar, „í öruggri borg“. Leikritið var frumsýnt fyrir rúmu ári síðan á Litla sviði Þjóðleikhússins i tengslum við 30 ára afmæli leikhússins og fékk þá mjög góða dóma allra gagn- rýnenda. Verkið var síðan sýnt út siðasta leikár og tekið upp á ný sl. haust og sýnt við góða aðsókn fram í nóvember er það varð að víkja fyrir öðru. Leikendur í sýningunni eru Helga Bachmann, Borgar Garð- arsson, Bríet Héðinsdóttir og Erl- ingur Gíslason. Borgar leikur það hlutverk sem Þorsteinn Gunnars- son lék áður og Erlingur tekur við hlutverki Bessa Bjarnasonar. Er þetta fyrsta hlutverkið sem Borg- ar leikur á vegum Þjóðleikhússins, en hann hefur starfað með Lilla Teatern í Finnlandi undanfarin átta ár og lék áður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. — Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einars- son, Baltasar gerði leikmyndina og Dóra Einarsdóttir búningana. Lýsingu sér Kristinn Daníelsson um. „í öruggri borg" er síðasta leikritið sem Jökull Jakobsson samdi. Fyrsta sýningin í leikförinni verður á ísafirði þann 19. júní, þaðan verður farið til Bolungar- víkur og sýnt þar 20. júní, þann 21. júní verður síðan sýning að Laugabóli í Bjarnarfirði, 22. júní verður sýning á Hvammstanga, 23. júní verður sýning á Skaga- strönd, 24. júní verður sýning á Blönduósi, 25. júní verður sýning í Búðardal, 26. júní verður sýning á Hellissandi og þann 27. júní verð- ur sýning í Stykkishólmi. Hugsan- lega verður komið á fleiri staði, en það verður þá tilkynnt síðar. Allar sýningarnar hefjast klukkan 21.00. sú eina sem nú er vitað um Prédikunarstóll Guö- brands biskups Þorláks- sonar úr Hóladómkirkju. Nú er hann varðveittur í Þjóðminjasafninu. Hluti altarisklæðisins frá Hólum, úr neðra Skírnarfontur úr tré, úr Rollagkirkju í horni til hægri, sjá heildarmynd. Noregi. ÁRBÓK hins íslenska fornleifafé- lags fyrir áriö 1980 er nýlega komin út, en henni ritstýröi dr. Kristján Eldjárn. „Af minnisblöö- um málara" er nafniö á grein er þar birtist eftir Hörö Ágústsson og fjallar hún meöal annars um hiö fræga altarisklæöi úr Hóla- kirkju, sem af mörgum er talið eitt merkasta verk íslenskra síö- miöalda. Altarisklæöi þetta er nú varö- veitt í Þjóöminjasafni íslands og er taliö vera frá fyrri hluta 16. aldar. Þaö er refilsaumað og er taliö vera verk Helgu Siguröar- dóttur, fylgikonu Jóns biskups Arasonar, eöa unnið undir henn- ar umsjón. Á klæöinu má sjá biskupana Guömund Arason góöa, Jón Ögmundsson helga og Þorlák Þórhallsson helga í fullum skrúöa meö engla sér viö hliö. Höröur segir í grein sinni aö altarisklæöiö hafi veriö rannsak- aö gaumgæfilega og því lýst í smáatriðum, en þó hafí aldrei veriö minnst á eitt veigamikið atriði, þ.e.a.s. á hverju engillinn standi hægra megin á myndinni. Telur hann líklegt að hér sé um aö ræða skírnarfont af svipaöri gerö og vitaö er um í Rollag- kirkju í Noregi, en mynd af honum birtist í bókinni Norske stavkirker II eftir Roar Hauglid. Myndlist Helgu Jónsdóttur er af ætt mióalda þar sem hlutgerv- ing er í lágmarki og er því fontsmyndin í klæöi hennar langt frá því aö vera nákvæm eftirlík- ing af skírnarfontinum. Þó segir hún nógu mikiö til aö Ijóst sé aó hér er um skírnarfont aö ræöa, þar sem dökkar línur á rauöum grunni viróast vera ómur af skorum eöa förum líkt og á norskum skírnarfontum frá svip- uóum tíma. Telur Höröur því að þar til annaö sannist í þessu máli sé hér fundin mynd af íslenskum miö- alda skírnarfonti, sú eina sem nú er vitaö um. Hver skar út prédik- unarstólinn? í grein sinni fjallar Höröur Ágústsson ennfremur um prédik- unarstól þann sem nú er varö- veittur í Þjóöminjasafninu og talinn er vera verk Guðbrands biskups Þorlákssonar frá síöari hluta 16. aldar, sennilega frá árinu 1594. Stóllinn er merktur biskupi, ártaliö auölesið og andlit Markúsar guöspjallamanns gert í líkingu Guöbrands aö því best verður séö. Höröur segir hins vegar aö heföi einhver gefiö sér tíma til aö rannsaka máliö í staö þess aö beita fyrir sig líklegum getgátum, hefði annað komiö á daginn. Undanfarin ár hafi hann veriö aö rannsaka heimildir um Hóla- dómkirkju, þó Halldórukirkju einna mest. Hann hafi þá rekist á ýmislegt, sem gæti bent til þess aó Guöbrandur biskup væri ekki meistarinn á bak viö prédikun- arstólinn, heldur hafi hann veriö unninn af óþekktum meistara í Hamborg eftir beiöni Guöbrands biskups og hafi hann þá haft mynd biskups fyrir sér. Telur Höröur aö einhverntíma í góöu tómi væri forvitnilegt aö reyna aö hafa upp á þessum meistara og rannsaka listasögulega stööu stólsins, sem ýmsir hafi sagt aö væri einn af merkustu gripum Þjóöminjasafnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.