Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Árlegur fundur bóka- fulltrúa Norðurlanda var hald- inn í Reykjavík 9. júní sl. Á fundinum lögðu fulltrúarnir fram skýrslu um starfsemi ok ástand hókasafna hver frá sínu landi ok rædd voru sameÍKÍn- le»í mál. Dagana 10. ok 11. júní var haldinn vorfundur um málefni almenninssbókasafna en hann sátu um hundraó hókaverðir víðsvegar að af landinu ásamt hinum norrænu Kestum. Voru þar m.a. flutt eftirtalin erindi: Illutverk hókasafnsstjóra. Menninn ok þáttur bókasafna, Sveitar- stjórnir (»k bókasöfn. Lök um almenninKsbókas()fn ok Er sér- stök b(')kasafnsstjórn nauðsyn- leK? Að loknum erindaflutn- inKÍ var svarað fyrirspurnum en seinni daKÍnn störfuðu um- ra“ðuhópar. l>ann 12. júní var haldinn fra-ðslufundur um flokkun ok skráninKU. Iilaðamaður MorKunblaðs- ins ræddi við norrænu bóka- fulltrúana fjóra ok var um- raðuefni fyrst ok fremst árs- skýrslur þær er þeir kynntu á fundi bókafulltrúa Norður- landa hinn 9. júní. Frá fundi norrænna bókafulltrúa i Reykjavik 9. júni: F.v. Elfa Björk Gunnarsdóttir borKarbókavörður. Lars G. Andersson bókafulltrúi Sviþjóðar, Kristin II. Pétursdóttir bókafulltrúi rikisins, Kristian Lindbo-Larsen bókafulltrúi Danmerkur, Else Granheim bókafulltrúi Noregs, Kaarina Ranta bókafulltrúi Finnlands og Andrea Jóhannsdóttir aðstoðarmaður bókafulltrúa rikisins. Ljósm. Emilia. Bókasafnsmál á NorÖurlöndum - rætt við bókafulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð Norsk bókasöfn ekki ósvipuð íslenzkum Else Granheim, bókafulltrúi Noregs á fundinum er forseti Alþjóðasamtaka bókasafna. Hún var kosin árið 1979 og er fyrsta konan er gegnir þessu embætti. Þetta er yfirgripsmikið starf og krefst mikilla ferðalaga — Al- þjóðasamtökin hafa tvær skrif- stofur í Englandi en aðalskrif- stofan er í Haag. Hingað kemur Granheim frá Kína en nú er verið að vinna að því að Kína gangi í Alþjóðasamtök bókasafna. „Ég hef komið til íslands tvisv- ar áður og þekki því íslenzk bókasöfn töluvert vel,“ sagði Else Granheim. „Þau líkjast að mörgu leyti bókasöfnunum í Noregi því hér éins og þar eru víðast lítil samfélög sem standa að hverju bókasafni. Fyrir nokkrum árum voru bókasöfnin í Noregi hins vegar sett undir sameiginlega stjórn og var það til mikilla bóta. I Noregi hefur alla tíð verið mikill áhugi fyrir að styrkja menningarmál og bókasöfnin falla að sjálfsögðu innan ramma þess málaflokks. Þess vegna hef- ur lengst af verið búið vel að bókasöfnunum. Og þó að það skorti auðvitað alltaf peninga til menningarmála og þar með til bókasafna þá er mikill vilji fyrir því í Noregi núna að bæta bókasafnsþjónustu — sérstaklega gagnvart þeim þjóðfélagshópum sem minna mega sín, s.s. sjúkl- ingum, föngum, fötluðum og öldr- uðum. Þjónusta bókasafnanna í Noregi er ókeypis en gagnvart þessum hópum þarf að bæta hana mikið og það starf er þegar komið vel á veg. Þá hefur verið mikið rætt um tölvuvæðingu bókasafna — þetta er nokkuð umdeilt málefni sem starfsmannafélögin láta til sín taka því auðvitað gjörbreyta tölv- urnar vinnuaðstöðu starfsfólks- ins. Vegna erfiðleika í peningamál- um hafa sífellt fleiri bókasöfn í Noregi orðið að stytta opnunar- tíma sinn en á sama tíma eru nú stór bókasöfn að opna en geta ekki ráðið nógu margt starfsfólk til að nýta að fullu það húsnæði sem þau hafa. Á þessu verður að reyna að finna einhverja lausn. — Notkun bókabíla hefur sífellt farið vaxandi sem þýðir auðvitað bætta bókasafnsþjónustu fyrir þá sem búa í strjálbýli. í Noregi hefur lengi verið miðað við að bókakostur bóka- safna hefði sem mest fræðslu- og upplýsingagildi — aðrir þættir s.s. skemmtiefni eru númer tvö. Útlánstölur sýna að útlán eru um 50 prósent fagbækur og 50 pró- sent skáldsögur. Noregur hefur ekki eins háar útlánstölur eins og Svíþjóð, Danmörk og ísland, en Norðmenn kaupa hinsvegar mest af bókum sjálfir næst á eftir Islendingum, sem eiga víst heimsmetið," sagði Granheim að lokum. Moð ríkisframlögum næst hoztur áranjfur „Staða bókafulltrúa er ekki sú sama í Svíþjóð og á hinum Norðurlöndunum en engu að síð- ur getum við stært okkur af góðum bókasöfnum," sagði Lars G. Anderson bókafulltrúi Sví- þjóðar. „Ég hef stöðu í Menning- arráði sænska ríkisins, sem er ríkisstofnun er hefur umsjón með ríkisframlögum til menningar- mála — og þar með bókasafna. Högun opinberra framlaga til menningarmála í Svíþjóð er ákveðin með lögum frá 1974. Þar ■ m Kristian Lindbo-Larsen er kveðið á um hlutdeild fjár- framlaga ríkis, héraða og hreppa til þessara mála. í stórum drátt- um er þetta þannig að ríkið sér um stærstu menningarstofnan- irnar s.s. stóru leikhúsin og söfnin, héruðin sjá um sínar stofnanir en það eru eiginlega hrepparnir sem alfarið sjá um bókasöfnin úti á landsbyggðinni. Ef bókasöfn á Norðurlöndum eru borin saman þá kemur í ljós að söfnin eru bezt þar sem ríkið borgar mest til þeirra. Bezt eru bókasöfnin í Danmörku, síðan kemur Finnland þar sem ástand- ið er álíka gott, þá Svíþjóð og Noregur en svo rekur ísland lestina, enda borgar ríkið engan kostnað af þeim. Það er líka augljóst að með ríkisframlögum næst bestur árangur í rekstri bókasafna. Þannig koma fjár- munirnir að meiri notum, því mörg verkefni bókasafna eru sameiginleg, heldur en ef hvert og eitt byggðarlag er að potast í sínu horni. Það eru efnahagsvandræði í Svíþjóð núna sem að sjálfsögðu hafa komið niður á bókasöfnun- um og sérstaklega er það í stóru borgunum sem dregið hefur úr útlánaþjónustu og útlánatími verið styttur. Nú er verið að vinna að allsherjarskýrslu um starfsemi bókasafnanna í Svíþjóð og verður beðið með allar meiri- Else Granheim háttar aðgerðir þar til hún verð- ur tilbúin — við reynum eftir megni að halda í horfinu á meðan. Það sést greinilega á útlánum að nú er þrengri fjárhagur hjá fólki og það hefur ekki eins mikla peninga til að kaupa bækur og áður. Það er óneitanlega öfug- snúið að almenningsbókasöfn verði að draga úr þjónustu sinni einmitt þegar þörfin fyrir þau er að aukast. Það er mikið af inpflytjendum í Svíþjóð og almenningsbókasöfn hafa alltaf reynt að koma til móts við þá. Síðustu 4 árin hefur verið gert mikið átak til að auka þjónustu við þetta fólk en það er síður en svo auðvelt þar sem innflytjendur í Svíþjóð eru af um 100 þjóðernum og oft miklum erfiðleikum bundið að útvega bækur á máli viðkomandi þjóðar. Um greiðslur til höfunda er það að segja að til þeirra fara 32 aurar af hverri bók sem lánuð er út eftir þá. 16 aurar renna beint til höfunda en afgangurinn í sameiginlegan sjóð sem styrkir rithöfunda. Það eru ekki margir höfundar sem geta lifað á þeim peningum er þeir fá með þessum hætti en um 100 höfundar hafa hins vegar þokkaleg föst laun úr sjóðnum," sagði Ándersen að lokum. Lars G. Andersson Bókabílar reyndust heppilegasta lausnin „I Norður-Finnlandi þar sem byggðin er strjál eru útlán mest frá bókabílum," sagði Kaarina Ranta bókafulltrúi frá Finnlandi. „Orsökin er náttúrulega sú hvernig byggð er háttað í Finn- landi — þar eru stór landsvæði með fáum íþúum og bókabílar hafa reynst heppilegasta lausnin. Hér áður fyrr var reynt að reka lítil útibú á þessum svæðum en það varð lítið líf í þeirri starfsemi — það komu kannski ekki nema 10—20 nýjar bækur í hvert safn á ári sem er auðvitað allt of lítið. Það kemur mikið betur út þó fólk fái jafnvel ekki bókabílinn nema einu sinni í mánuði að þá er miklu ríkulegra bókaúrval. Bóka- bíllinn er líka töluvert góð aug- lýsing fyrir bókasöfnin og dregur að, því hann vekur alltaf mikla athygli hvar sem hann kemur. Ríkið greiðir 86 prósent af innkaupsverði bókabílsins og sama hlutfall af rekstrarkostnaði hans. Þeim hefur farið stöðugt fjölgandi — í ár hefur fengist leyfi fyrir 10 nýjum bókabílum og líkur á að hægt verði að bæta við tveimur áður en árið er liðið. Einn sjötti af útlánum finnskra bókasafna fer nú fram frá bóka- bílum. Til byggingar á bókasafns- Kaarina Ranta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.