Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 SS flytur höfuð- stöðvarnar í Laugarnes Salan 1980 jókst um 58% og nam 28 milljörðum kr. SLÁTURFÉLAG SuAurlands ráð(?erir að flytja höfuðstöðvar sínar í Reykjavík frá SkúIaKötu i Laugarnes á næstu 5—G árum. Aðalstarf- semi félagsins á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því félagið var stofnað árið 1907 farið fram að Skúlagötu 20, en þar var þá reist sláturhús og frystihús, kjötvinnsla og heildsöludreifingaraðstaða, á eignarlóð, sem Sláturfélagiö keypti á stofnárinu. í frétt frá Sláturfélagi Suður- lands segir, að á áratugnum 1950—1960 hafi verið gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar skipu- lagsáætlanir um uppbyggingu kjötiðnaðarsvæðis á Kirkjusandi og í Laugarnesi, jafnvel hafi þá verið gert ráð fyrir, að reist yrði sláturhús á svæðinu. Af eðlilegum ástæðum var fallið frá sláturhúss- byggingu, enda hefur þróunin bæði hér og erlendis orðið sú, að sláturhúsin eru reist í kjötfram- leiðsluhéruðunum og engin slátr- un fer lengur fram innan borgar- markanna, en í framhaldi af skipulagsáætlunum hefur Slátur- félaginu nú verið úthlutað 22.000 fermetra lóð í Laugarnesi. Þangað hyggst félagið flytja höfuðstöðvar sínar í Reykjavík og verður reist þar frystihús, kjötvinnsla, heild- söludreifingaraðstaða og skrif- stofubygging. Vonast er til, að Hljómsveitin Orghestar mun halda tónleika að Hótel Borg fimmtudaginn 18. júní undir einkunnarorðunum „Fram- lengdu sautjándann" og er efn- isskráin, að sögn hljómsveitar- innar, sniðin að þörfum allra þjóðhollra íslendinga. Hljóm- sveitin vill undirstrika þá stað- reynd að örlög þjóðarinnar eru ráðin við Austurvöll og vara við skemmdarverkastarfsemi Kúpr- ófíla. Hljómsveitina skipa: Benóný Ægisson: söngur, hljómborðs- fjöl; Gestur Guðnason: gítar- spaði; Brynjólfur Stefánsson: bassaspaði og Sigurður Hann- esson: tunnur. Á þessum hljómleikum njóta Orghestarnir aðstoðar hljóm- Myndabrengl Kristinn Stoinarss- Símon Kristjánsson. on. véistjóri á Sa1- hásoti á KristbjOrttu horxu l’II l>||. TVÆR myndir af sjómönnum rugluðust í Sjómannadagsblaði Morgunblaðsins og leiðréttist það hér með, en báðir mennirnir eru á bátum frá Húsavík. Hér birtast rétt nöfn undir myndunum og eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mistökunum. þjónusta SS við íbúa höfuðborg- arsvæðisins aukist enn við full- komnari húsakost, en gert er ráð fyrir, að gólfflötur nýbygginga fyrirtækisins á þessari lóð verði um 11.000 fermetrar, mest á einni hæð, þótt lofthæð verði mikil. Gengið hefur verið frá lóðarsamn- ingi við borgaryfirvöld, og stjórn skipulagsmála borgarinnar hefur samþykkt fyrirkomulag og hæð bygginga á lóðinni. Ráðgert er, að framkvæmdir hefjist í haust. Á aðalfundi SS, sem haldinn var í gær, var skýrt frá því, að heildsala SS á sl. ári nam rúmlega 28 milljörðum króna, og var að mestum hluta kjöt og kjötvörur að eigin framleiðslu. Félagið greiddi a.m.k. meðalgrundvallarverð fyrir innlagðar afurðir með inniföldum verðhækkunum sölutímabilsins 1979—1980, þótt það kæmizt ekki borðsleikarans góðkunna, Karls Sighvatssonar. BORGARRÁÐ Reykjavíkur út- hlutaði á fundi sínum i gær íbúðum í fjölbýlishúsum i Foss- vogi, en um 30 ibúðir i G f jölbýlis- húsum er að ræða. 17 umsækjendur hlutu 81 stig eða íleiri og áttu þvi sjálfkrafa rétt á úthlutun, en draga varð á milii 25 umsækjenda vegna 13 íhúða, en allir þeir umsækjendur voru með 80 stig. Þeir, sem úthlutun fengu án útdráttar, eru: Aðalland 6, 2. hæð t.h., Eyjólfur ValdimarsKon. Álfh. 23. Aðalland 6, 2. hæð t.v., Einar Hrafnkell Haraldsson, Irab. 30. Aðalland 6. 3. hæð t.h., Ómar Aðalsteinsson. Asparf. 12. Aðalland 6, 3. hæð t.v., Valdimar Valdimarsson. Bárux. 16. Álfaland 7, 2. hæð t.h., Guðmundur Brynjólfsson. Gnoðarv. 70. Álfaland 7. 2. hæð t.v., SólveÍK Þ. Hervarsdóttir. Ljósh. 10. Álfaland 7, 3. hæð t.h., Valxerður M. InKimarsd., Ferjub. 12. Álfaland 7. 3. hæð t.v., Páll Stefánsson. lljarðarhaKa 30. Álftaland 7, 3. hæð t.v.. Kaxnar Þórhallsson. Bræðrab.st. 11. KjarrveKur 15, 2. hæð t.h., Hans ó. Isebarn. GrettisKðtu 92. KjarrveKUr 15. 2. hæð t.v., SÍKurjón Mýrdal. Bolstaðarhlið 50. KjarrveKur 15, 3. hæð t.h., Gunnar S. Guðmundsson. KarfavoKÍ 33. Kjarrvegur 15, 3. ha'ð t.v., Almarr Gunnarsson, KarfavoKÍ 33. MarkarveKur 16. 2. hæð t.h., Guðjón Bjarnason. Dalalandi 9. MarkarveKur 16, 2. hæð t.v., Síkíús Órn Árnason. EnKjaseli 67. að fullu til búvöruframleiðenda, þar eð lagt var á alla framleiðend- ur í landinu jöfnunargjald til þess að greiða þann halla á búvöruút- flutningi, sem umfram var fram- lag ríkisins til útflutningsbóta. Heildarsala SS jókst um rúm 58% frá árinu 1979, segir í frétt fyrirtækisins. I afurðadeildum var aukning 55%, kjötvinnslu 63%, sútunarverksmiðjunni 70% og verzlunum SS 57%. Slátrað var 164.400 fjár í sláturhúsum SS, og er það um 34.000 færra en haustið 1979, á árinu 1980 var slátrað hjá SS 14.200 stórgripum. Kjötsala var álíka mikil og árið á undan, en birgðir verulega minni í árslok 1980, þótt hærri meðalþungi dilka, rúmlega 1,6 kg. meiri en hausið 1980, drægi úr minnkun kjöt- magns af miklu færra sláturfé. Þessi mikla hækkun meðalþunga dilka varð til þess, að dilkakjötið var enn meira að gæðum. Hjá SS flokkuðust rúmlega 93% í 1. gæð- aflokk, voru 84% árið 1979, en á landinu öllu hækkaði þetta hlut- fall úr 83% í 92%. Sláturfélagið greiðir um 250 milljónir í skatta og önnur opin- ber gjöld vegna ársins 1980, en afskriftir námu 660 milljónum og var þeirri upphæð og meira til varið til endurnýjunar á búnaði. Nam fjárfesting á árinu 815 millj- ónum króna, þar af var 450 milljónum varið til kaupa á vélum og tækjum og 170 milljónum til byggingarframkvæmda. Fast starfslið SS í árslok 1980 var rúmlega 600 manns, en flest varð starfsfólkið í sláturtíð haust- ið 1980, þá 1220 manns. Á aðalfundi SS höfðu lokið kjörtíma sínum Sigurgeir Lárus- son, Kirkjubæjarklaustri og Sig- urður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga. Siggeir Lárusson baðst und- an endurkjöri vegna veikinda en Sigurður Sigurðsson var endur- kjörinn. í stað Siggeirs Lárusson- ar var Lárus Siggeirsson, Kirkju- bæjarklaustri, kjörinn í stjórn SS MarkarveKur 16, 3. hæð t.h., SÍKurjón 0. SÍKurÖHHon, llvassali ili 16. MarkarveKur 16, 3. hæð t.v., Bolli Héðinsson. lljarðarhaKU 27. Eftirtaldir aðilar fengu úthlut- að samkvæmt útdrætti: 1. Aðalland 6, 1. hæð SÍKriður Gisladóttir. Ilvassalciti 26. 2. Álfaland 7, 1. hæð InKÍbjorx SveinBdóttir, Drápuhlið 46. 3. Álftaland 7,1. hæð Einar GuðbrandKHon. Álftamýri 38. 4. Álftaland 7. 2. hæð t.h., SÍKurborx Hjaltadóttir. Hvassaleiti 26. 5. Álftaland 7. 2. hæð t.v., Sesselja Ó. Einarsdóttir, Dalalandi 6. 6. Álftaland 7, 3. hæð t.h., Stefán MaKnússon. Seljalandi 5. 7. Ánaiand 6,1. hæð Jóhann Óli Guðmund.Kson. StóraKr. 31. ,8. Ánaland 6. 2. hæð t.h., Áxúst B. Bjornsson. Hvassaleiti 18. 9. Ánaland 6, 2. hæð t.v., Gunnar ó. EnKÍIbertsson. GrettisK. 83. 10. Ánaland 6, 3. hæð t.h„ Arnór Þorláksson. Staðarbakka 12. 6. 11. Ánaland 6, 3. hæð t.v., InKÍmundur Pétursson. Hjálmholti 2. 12. KjarrveKur 15. 1. hæð ÁKÚstína Guðmundsd.. GrettisK. 74. 13. Markarv. 16,1. hæð Skafti Jónsson. BerKþóruKðtu 51. Varamenn eru eftirtaldir: 14. KrÍHthjórn Daníelsson. Gautl. 17. 15. Skúli MaKnússon, FálkaKötu 14. 16. Þorsteinn Kárason. Iðufelli 4. 17. Kristmundur H. Jónss.. Hraunb. 2. 18. Hjörtur B. Óskarsson. StóraKr. 14. 19. ÓKmundur Gunnarss.. Snorrabr. 36. 20. Örn H. Jacobsen, SóleyjarK. 13. 21. RaKnhildur Elíasdóttir, Hvassal. 6. 22. Eydis Eyþórsdóttir. Ilraunhæ 56. 23. Kolbeinn Guðmundsson. Geitl. 10. 24. Jóhann Hannesson. Giljal. 17. 25. Kristján Þórhallsson. Giljal. 13. Orghestarnir á góðum degi. Orghestar á Borginni Borgarráð: 30 íbúðum í 6 f jöl- býlishúsum úthlutað „Fjárfesting í fegurra mannlífi44 GERÐ HAFA VERIÐ drög að samkomulagi milli Útvegsbankans og Samtakanna Átak, sem standa saman að miklu leytl af fólki úr SÁÁ. um að sett verði á fót sérstök deild innan bankans, en tilgangurinn með því er að leitast við að sinna betur lánaþörf þeirra, sem minna mega sin i þjóðfélaginu. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að fé deildarinnar vcrði aðskilið frá sjóðum Útvegsbankans og að deildin hafi aðeins til ráðstöfunar það fé, sem lagt er inn á sérstaka Átaks-reikninga. Ililmar Helgason, stjórnarlimur Átaks, sagðist vonast til að undirtektir almcnnings við Átaksdeildina yrðu góðar þvi árangur- inn af stofnun deildarinnar færi aðallega eftir þvi ráðstöfunarfé, sem deildinni bærist. Á fimmtudag mun Átak standa fyrir fundi á Ilótel Sögu, þar sem rædd verður starfsemi deildarinnar og sagðist Ililmar vona. að fjölmennt yrði á fundinn og fólk gerðist félagar í Átaki og opnaði siðan reikning hjá Átaksdeild IJtvegsbankans. Tæplega þrjú hundruð manns hafa þegar gerst félagar í Átaki. í stefnuskrá Átaks stendur m.a. að megintilgangur samtak- anna sé að starfrækja upplýs- ingaþjónustu og ráðgjöf fyrir þá sem erfiðlega gengur að ná áttum í fjármálakerfi nútíma- þjóðfélags og veita lánafyrir- greiðslu í því skyni að fjölga atvinnutækifærum fyrir þá. Hilmar sagði að samtökin hefðu í þrjú ár reynt að fá leyfi hjá ríkisvaldinu til þess að stofna sérstakan sparisjóð sem bæri hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti og sinnti lánaþörf þeirra. Nú fyrir nokkr- um mánuðum hefði hinsvegar borist synjun frá viðskiptaráð- herra um leyfi fyrir stofnuninni og hefði þá verið leitað til Útvegsbankans í því skyni að stofna þar sérstaka Átaksdeild, enda hefði bankinn sýnt í verki aðstoð við þá sem minna mega sín og hafa orðið undir í lífs- gæðakapphlaupinu. „Með stofnun þessarar deildar verður okkur kleift að fylgja eftir öllum þeim markmiðum, sem við höfðum gert okkur vonir um að ná með stofnun sérstaks sparisjóðs," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem starfað hefur mikið með Átaki. „Auk þess er margvísleg hagræðing samfara þessu fyrirkomulagi. Gífurlegar fjárhæðir sparast við það að ekki þarf að leggja út í þær fjárfestingar, sem samfara eru stofnun sérstaks sparisjóðs. Átaksdeildin verður virkt afl á mun styttri tíma en sparisjóður, með öllum þeim tilkostnaði, sem leggja þarf í við stofnun hans. Ekki þarf að ráða sérstakt starfsfólk og Átaksdeildin verð- ur í öllum útibúum Útvegsbank- ans út um land. Ekki gerðist þörf fyrir sérstakt stofnframlag eins og áætlað var og það fé sem lagt verður inn á vegum Átaks getur strax komið að gagni," sagði Hilmar. „Með því að leggja fé inn á Átaks-reikning getur fólk ávaxt- að fé sitt á bestan hugsanlegan máta, með þeirri vissu að það er ríkistryggt samkvæmt lögum og að sparifénu verði varið til betra og fegurra mannlífs." I stjórn Átaks eru auk Hilm- ars þau Albert Guðmundsson, formaður, Guðmundur J. Guð- mundsson, Ewald Berndsen, Jó- hanna Sigurðardóttir og Guð- mundur G. Þórarinsson. Ljosm. CíuAjón. Hilmar Helgason og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, félagar í Átaki: „Peningar og hugsjónir geta farið saman.“ Stofnun Átaksdeildar við Útvegsbankann: Bjarni Guðbjörnsson: „Báðum til gagns44 BJARNI Guðbjörnsson, banka- stjóri Útvegsbankans, sagði, að bankinn hefði fallist á drögin fyrir sitt leyti, en þau yrðu lögð fyrir fund Átaks á fimmtudag. „Við tókum jákvætt í þetta, málefnið er gott og við teljum, að samstarfið geti orðið til gagns fyrir báða aðila,“ sagði Bjarni. — Hver mun hafa umsjón með lánveitingum Átaks-deild- arinnar? „Bankastjórarnir munu hafa endanlegt ákvörðunarvald í því efni, en umsóknir um lán verða lagðar fyrir fulltrúa banka- stjórnar og fulltrúa Átaks.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.