Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 43 „You Better You Bet“ er eitt af þessum frábæru klassísku Who lögum eins og „Squeeze Box“, „Behind Blue Eyes“, „Won’t Get Fooled Again" og „Pinball Wiz- ard“ svo nokkur séu nefnd, það hefur „allt“ til að bera — klassi. Eins eru lögin „Daily Records" „Don’t Let Go The Coat" og „How Can You Do It Alone“ auk hins sérstæða „Another Tricky Day“ eins og það besta sem Townshend hefur áður gert t.d. á „Tommy“ og „Who’s Next“. Lög Entwistle eru meira í þeim stíl sem hann gerir á sinum sólóplötum, en „The Quiet One“ er ágætt lag. Þess má geta að út er kominn kassi með níu albúm Who í Bretlandi í takmörkuðu upplagi. Heitir hann „Phases" og plöt- urnar eru „My Generation" (1965), „A Quick One“ (1966), „Who Sell Out“ (1967) „Tommy" (1969), „Live At Leeds" (1970), „Who’s Next“ (1971), „Quadro- phenia" (1973), „Who By Numb- ers“ (1975) og „Who Are You?“ (1978), en tvær þeirra eru tvö- faldar. Liklega kemur þetta safn ekki hingað, enda í dýrara lagi, kostar í Englandi út úr búð 36 pund. En með nýju plötunni, „Odds And Sods“ og „Meaty Beat Big & Bouncy" og tveim litlum plötum er Who safnið allt til staðar! hia „Sumargleðin syngur“ heitir ný plata Irá aðstandendum Sumargleðinnar, Ragnari Bjarnasyni, Ómari Ragnarssyni, Magnúsi Olafssyni, Þorgeiri Astvaldssyni og Bessa Bjarna- syni. Utgáfudagur plötunnar er 17. júní og gefur Fálkinn plötuna út. Á plötunni er létt efni eins og á landsreisum þeirra og skipta þeir söngnum nokkuö jafnt. Ragnar syngur fjögur lög, þar af eitt eftir hann sjálfan, Ómar syngur tvö lög en hann hefur samiö eitt lag og þrjá texta á plötuna, Magnús syngur tvö lög, Þorgeir tvö, auk þess sem hann á eitt lag, og Bessi syngur eitt lag. Auk þess er eitt lag eftir Ragnar viö texta Ómars, „Eitt lítiö augnablik“ sem María Hel- ena Haraldsdóttir, Þorgeir Ást- valdson, Engilbert Jensen og Jóhann Helgason syngja sam- an. Stjórnandi upptöku var Gunnar Þórðarson, sem einnig leikur á ýmiss hljóðfæri á plöt- unni ásamt Magnúsi Kjartans- syni, Asgeiri Óskarssyni, Þóröi Árnasyni, Helga Guðmundssyni og Þorgeiri Astvaldssyni, sem þenur hér nikku. Magnús Ingimarsson sá um strengja- og óbóútsetningar og upptökumaöur var Siguröur Bjóla. Raggi Bjarna og félagar gefa frá sér fyrstu Sumargleði-plötuna •••#e Amr T rouble á Islandi Any Trouble, ein af yngri poppgrúppum Breta, er nýfarin heim úr vikuheimsókn hérlendis, en þeir léku tvisvar á Hótel Borg, í Höllinni, á útihljómleikum Tomma- borgara, í Selfossbíói og í Stapan- um. Þó að aðsókn og viötökur hafi verið góðar bæði kvöldin á Borg- inni og í Selfossbíói, var með minnsta móti í Laugardalshöllinni, sem mátti kannski reikna með um hvítasunnuhelgi sem byrjaöi vel með góðu veðri og veöurspá. En hvað um það, Any Trouble stóöu sig með prýði. Tónlist þeirra er hreinræktað popp, enda viöur- kenna þeir áhrif frá Beatles, Rolling Stones, þjóðlagasöngvurum, Fair- port Convention, Bruce Spring- steen og jafnvel Abba. Fyrstu plötunni var þó fyrst og fremst líkt við Elvis Costello, enda báöir, Clive Gregson í Any Trouble og Elvis með hátt enni (fínt tekiö til orða), stór Buddy Holly-gleraugu, og jú, tónlistin er keimlík. En lengra nær það nú reyndar ekki, því textalega sóð er Costello oftast aö leika sér meö orð og er nokkuö snjallur í því, en Gregson samdi mest létt lög um ástina í gamansömum stíl, samanber „Girls Are Always Right“, „Second Choice" og „Where Are Allt The Nice Girls" svo nefnd séu þekkt- ustu lögin af fyrstu plötu þeirra. Hljómsveitin er tæplega tveggja ára gömul, stofnuð í Manchester þar sem Clive haföi leikiö af og til í nokkur ár í þjóðlagaklúbbum, sem blómstra á þessu svæöi. Clive sagöist reyndar enn spila í þjóö- lagaklúbbum þegar tími gæfist til og sagði aö þó aö lítiö væri fjallaö um þjóðlagatónlist í bresku mús- íkpressunni í dag þá væri fullt af góöum hlutum aö gerast í klúbbun- um. Chris Parks og Phil Barnes, gítar- og bassaleikarar, unnu sam- an í plötubúö i Manchester áöur en hljómsveitin kom til. Fyrsti trommu- leikari þeirra var Mel Harley, sem hætti eftir hljómleikaferö til Amer- íku, og eldhress íri, Martin Hughes aö nafni, tók viö og er búin a hafa undraáhrif nú þegar, en hann byrjaöi í mars síðastliðnum. Nick Coler var síöan með þeim í hljóm- leikaferöinni hingaö, en hann leikur á nýju plötunni og sagöi Martin aö feröin hingað væri prófsteinn á hvort þeir tækju hann inn í hljóm- sveitina og taldi þaö mjög líklegt. Nick Coler sýnir sitt besta þegar hann leikur einfaldar uppfyllingar eins og voru í mörgum Animals- og Alan Price-lögum hér i gamla daga. Útgáfur Any Trouble er eins og fyrr segir ekki gömul hljómsveit en þegar hafa þó nokkrar plötur komiö út. í febrúar 1980 gáfu Stiff út litlu plötuna „Yesterday's Love" meö „Nice Girls" á bakhliöinni en platan haföi áöur komið út á litlu merki, Pennine. Þó að lagiö næöi ekkert var þeim ýtt inn í stúdíó aö taka upp stóra plötu. Gregson á nokkurn lager af lögum en lögin sem koma á endanlegu plötunni voru valin úr lögum sem voru yngri en eins árs, og eitt lagið samið á meöan á upptöku stóð. John Wood var fenginn til þess aö stjórna upptökunum en hann hafði áöur getiö sér gott orö fyrir verk sín á plötum Fairport Con- vention, Richard og Lindu Thomp- son og Squeeze t.d. Fairport og sérstaklega Richard Thompson eru í miklu uppáhaldi hjá hljómsveitinni og fara þeir ekki dult með þaö. Martin talaöi til dæmis mikiö um Dave Mattacks og Richard og Clive um Richard. Þess má líka geta aö á nýju plötunni þeirra taka þeir eitt lag sem Richard samdi fyrir nokkr- um árum. Breiöskífan fyrsta fékk heitiö „Where Are All The Nice Girls" og voru tíu lög á ensku útgáfunni en tólf á þeirri bandarísku sem Martin taldi mun betri. Sú plata hefur ekki komið hingað en til fróöleiks má benda á aö lagið „Honolulu" er ekki á henni, en aftur á móti lag Bruce Springsteen, „Growing Up", „Name of The Game" eftir Abba og „No Idea" sem var b-hliö á þriöju litlu plötunni þeirra. Af „Nice Girls"- plötunni komu tvær litlar plötur, „Second Choice" sem er eins og góö popplög eiga aó vera, og „Girls Are Always Right". Þó aö hugmyndin hafi veriö sú aó taka viö þá viötal varö reyndin sú aö umræöuefnió var lítt varö- andi tónlist aö hluta og meira rætt um írland og ástandiö þar, en Martin Hughes er frá Belfast, um sögur sem þeim höfóu verið sagöar á íslandi og þetta venjulega þegar fólk er aó tala um annaö fólk og önnur lönd! En þó kom fram aö á nýju plötunni, sem heitir „Wheels of Emotion" og kemur út í byrjun júlí, veróa tíu lög, og léku þeir lög af plötunni hérna, eins og „Trouble with Love", „Open Fire", „Eastern Promise" og „Open And Shut", sem gæfu merki um betri plötu. Fyrsta litla platan verður líklega „Trouble with Love" en þess má geta aó þrettán lög voru tilbúin á plötuna og þrjú uróu eftir. Sagöi Martin aö tvö þeirra yrðu notuö á b-hliðar en eitt á a-hliö á lítilli plötu en þaó er titillag plötunnar, sem er ekki á sjálfri plötunni! Þegar platan kemur út, en Stein- ar hf. gefa hana út á Islandi á sama tíma og Stiff í Bretlandi, veröa þeir á hljómleikaferð um Bretland, fara síðan yfir á meginlandiö, og þaöan til Amer/ku. Og bæöi Martin og Clive voru haröir á því aö koma aftur til íslands í haust. hia. ,!*•••••••••••••••••••••••••< iiUUiitiiisiiiiuÍMUiuii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.