Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 11 Séra Friðrik A. Friðriksson og kona hans Gertrud séra Friðrik sinnti, hann var formaður skólanefndar, formaður stjórnar sjúkrahússins, skóla- stjóri Iðnskólans um hríð og félagi í Rotaryklúbbi Húsavíkur. Auk karlakórsins stjórnaði hann kirkjukór Húsavíkur og lagði hon- um til söngefni þau rúmu 29 ár sem hann var prestur í Húsavík. Fleira mætti telja til. Og þó að séra Friðrik sé orðinn 85 ára gamall segist hann enn sýsla við ýmis félagsmál, sækja fundi og þvílíkt og kveðst hafa nóg að starfa í þeim efnum. Gnda er hann vel á sig kominn, gengur teinrétt- ur og er léttur í spori, fer allra sinna ferða, les blöð og bækur, hlustar á útvarp og horfir á sjónvarp, en helst er það heyrnin, sem tekin er að dala, í margmenni á hjann erfitt með að fylgja samræðum. Elli kerling hefur því enn ekki herjað alvarlega á hann, fjölskylda og vinir segja hann þó stundum utan við sig, en það sé ekkert nýtt, hann hafi verið það gegnum árin. Elstu ferminjíar- bdrnin 75 ára Og við ljúkum spjallinu þar sem það hófst, að ræða um félagslyndi og Vestur-íslendinga og segir séra Friðrik að sér hafi fundist mikið til þeirra koma, kærleikur þeirra til Islands hafi verið óvenju mik- ill. Á árunum 1919 til 1921 eða rétt áður en hann kom út, reisti Wynyard-söfnuður veglega tígul- steinskirkju, sem kostaði þá 20 þúsund dollara, á þeim árum er kreppan var í þann mund að skella yfir. — Mér sýndist strax að þessir íslenzku Kanadamenn væru óvenjulega félagslyndir. Satt að segja hafði ég aldrei neitt þvílíkt séð. Messur hvern sunnudag og fijótlega komu þrír sunnudaga- skólar. Undrandi virti ég fyrir mér íslendingadaginn, með þjóð- fánum Kanada og íslands, minn- um Kanada og Islands, söngkór og baseball. Enn meira undrandi varð ég þó stuttu síðar. Um 200 íslenzk skólabörn söfnuðust sam- an í Wynyard frá ýmsum þorpum og sveitum byggðarinnar til að æfa og syngja fjórrödduð íslenzk lög. Æfingarnar voru ekki sjaldn- ar en tvisvar í viku. Sumum börnunum þurfti að aka frá og til heimilanna langar leiðir. Fjöldi fólks aðstoðaði við æfingarnar. Kórstjórinn var Brynjólfur Þor- láksson, fyrrum organisti Dóm- kirkjunnar í Reykjavík, sem um það leyti bjó í Manitoba. Eftir tvo mánuði fór söngsamkoman fram. Tókst ágætlega. Ég var stórhrif- inn, samt svolítið hnugginn: Ég vissi að fólkið heima á Íslandi hafði ekki hugmynd um hvað frændur þeirra voru að gera fyrir vestan haf. Á næstu árum var slík samkoma haldin tvisvar undir ágætri stjórn Brynjólfs Þorláks- sonar, segir séra Friðrik A. Frið- riksson að lokum og segist í öll þessi ár hafa haldið bréfasam- bandi við mörg af fyrrverandi sóknarbörnum sinum og að þau hafi sum hitt hann hér uppi á íslandi, en elztu fermingarþörn hans eru nú orðin 75 ára gömul. - jt- Fundarboð Stjórn Átaks boðar til fundar að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 18. júní nk. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður á þessa leið: 1. Lögð fram drög að samstarfssamningi við Útvegsbanka íslands. 2. Lagabreytingar. 3. Stjórnarkjör. 4. Önnur mál. Átaksfólk, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Albert Guðmundsson Edvald Berndsen Ililmar Helgason Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur G. Þórarinsson Jóhanna Sigurðardóttir 17. júní í Kóiiavogi Ungmennafélagið Breiðabíik sér um hátíðar- höld þjóðhátíðardagsins í Kópavogi. Klukkan 10 hefst víða- vangshlaup við Kópavogs- hæli. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Klukkan 13.30 verður svo skrúð- ganga frá Kópavogsskóla og klukkan 14.00 verður hátíðarsamkoman sett á Rútstúni, af formanni há- tíðarnefndar, Guðna Stef- ánssyni. Skólahljómsveit Kópavogs leikur og hátíð- arávarp flytur formaður Breiðabliks, Guttormur Sigurbjörnsson. Jón Sigur- björnsson syngur einsöng með undirleik skólahljóm- sveitarinnar, nýstúdent flytur ávarp og Leikfélag Kópavogs flytur leikþátt. Þá verður fluttur skemmtiþáttur og Víghóla- flokkurinn leikur. Hátíðar- samkomunni lýkur kl. 15.50 með leik Skólahljómsveitar Kópavogs. Um kvöldið kl. 21.00 hefst útidansleikur við Kópavogsskóla. Hljóm- sveitin Þeyr leikur fyrir dansi. I sumarleyfið á „nýjum” notuöum SKODA Vantar þig bíl til þess aö feröast á í sumarleyfinu? • Ef svo er þá getum við boðið þér úrval af Skoda á frábærum kjörum. Þú getur valið úr árgerðum og þannig fundið nákvæmlega þann bíl sem þér hentar best. Þú hringir eða kemur í heimsókn og þá er hann Halli reiðu- búinn til þess að veita þér allar upplýsingar og aðstoða þig eftir bestu getu. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.