Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Verðhækkun á minkaskinnum MIKIL 'erðhækkun varð á minkaskinnum a fyrsta minkaskinnauppboði vetrarins sem haldið var í uppboðshúsi danska loðdýraræktarsambandsins 1 Kaupmannahofn í vikunni og lauk í gær. Öll framboðin skinn seldust á verði sem er > til 13% hærra en fékkst á síðustu uppboðunum í fyrravetur og 28 til 40% hærra en fékkst á desemberuppboðum í fyrra. 1.340 <rónur isl. fengust fyrir hognaskinnin af brúnmink og 1.107 crónur fyrir læðuskinnin. Er þetta -5—7% betra verð en fékkst í maí en 28 til 36% betra verð en fékkst i desember fyrir ári, hvoru tveggja niðað við danska krónu. 1.440 krónur ísl. fengust fyrir högnaskinnin af svartmink og 1.263 kr fyrir læðuskinnin. Hækk- unin > dönskum krónum er 6% frá þvi naí á nögnaskinnunum en 35% frá desember í fyrra. Læðu- skinnin hafa nækkað um 13% frá því mai og 40% frá því í desem- ber á síðasta árí. Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri Sambands islenskra loðdýraræktenda sagði >' samtali við blm. Mbl. að sölutímabilið byrjaði mjög vel varðandi minka- skinnin, aldrei hefðu verið jafn- margir kaupendur á desember- uppboðinu í Kaupmannahöfn og nú og væru loðdýrabændur mjög ánægðir með pessa þróun. Sagði hann þetta sérstaklega ánægju- legt þar sem framboð minka- skinna hefði aukist um tvær millj- ónir skinna ár isiensk minka- skinn fara á uppboð ; danska ipp- boðshúsinu sem haldið verður byrjun febrúar. Ms. Akranes á Ontario-vatni: Unnið að viögerð á 10 metra rifu „É<; GET ekkert um það sagt á þessu stigi hversu tjónið er mikið, en það kom rifa á skipið undir sjólínu og flæddi vatn inn í lest tvö, þar sem eru stálrúllur,“ sagAi Már Gunnarsson hjá skipafélaginu Nesskip hf„ sem gerir út flutningaskipiA Akranes, en skipiA varA fyrir skemradum er þaA var t siglingu á Ontario-vatni, á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Már Gunnarsson sagði að enn væri ekki vitað hvað valdið hefði óhappi þessu, en hafnsögumaður hefði verið um borð og skipið á réttri siglingaleið að hans sögn. „Það er helst haldið að eitthvað hafi rekist utan i það, en við vitum ekki hvað. Um tjónið vitum við ekki enn, en farmurinn i lest tvö var stálrúllur og þar sem hér er um ferskvatn að ræða má búast við að tjónið á farminum verði ekki eins mikið og ef um sjó hefði verið að ræða,“ sagði Már. Akranes iiggur nú við ankerí skammt frá Kingston og var unnið að oráðabirgðaviðgerð á 10 metra langri rifu, sem komið hafði á skipið við óhappið. Guðmundur Ásgeirsson forstjóri Nesskips fór utan í fyrradag til að kanna málið og mun hann dvelja um borð í Vkranesi þar til viðgerð hefur far- ið fram og skipið getur haldið áfram leið sinni til Ashtabula í Bandarikjunum. Sjómenn og fiskvinnslufólk á Bfldudal: Gáfu hörpudisk fyrir 130 þúsund til hjálparstarfs í EYRKADAG tók hópur Bílddælinga sig saman um sérstæöa fjáröflun til hjálparstarfsins í Eþíópíu. Gáfu þeir Hjálparstofnun kirkjunnar 6—700 kg. af hörpuHski sem þeir veiddu og unnu um 130 púsund krónur. „Ég nef lengi haft áhuga á þess- um málum. Fréttir af hörmungun- um Eþíópíu nafa verið svo æp- andi síðustu daga, ekki síst sjón- varpsþátturinn l'yrir nokkrum kvöldum síðan, að mér kom þetta í hug,“ sagði ánæbjörn Árnason, skipstjóri á Bíldudal, í samtali við blm. Mbl. en nann er upphafsmað- urinn af þessu framtaki Bílddæl- inga. Sagði Snæbjörn að gaman sjálfboAavinnu. en verAmæti hans er hefði verið að vinna að þessu verk- efni, fólkið hefði verið svo sam- taka. Sjómennirnir veiddu hörpu- diskinn í sjálfboðavinnu >g síðan var hann unnin í Rækjuveri og gáf allt starfsfólkið sína vinnu og fyrirtækið umbúðir og allan ann- an kostnað. Síðan hefur Skipaút- gerð ríkisins boðist til að gefa flutning hörpufisksins suður til Reykjavíkur. Jólatónleikar Mezzoforte „MIÐAÐ VIÐ húsfylli má reikna með að hægt verði að verja um 100 þúsund krónum í hljóðfæra- og hljómtækjakaup fyrir einhverf börn,“ sagöi Pétur W Kristjánsson, framkvæmdastjóri Steina hf„ útgáfufyrirtækis hljómsveitar- innar Mezzoforte. sem heldur iólatónleika sína í Háskólabíói í dag og kvöld. Þar flytur hljómsveitin sömu dagskrá og á vel heppnaðri hljómleikaferð um Norðurlönd í haust; þar lék Mezzoforte fyrir troðfullu húsi tíu sinnum í nokkr- um borgum. Tveir útlendir hljóð- færaleikarar verða með sveitinni á tónleikunum, danskur saxófón- leikari og hollenskur trumbuslag- ari. Auk þeirra mun Kristinn Svavarsson, fyrrum saxófónleik- ari Mezzoforte, blása með í nokkr- um iögum. Hljóðfæri og sviðs- oúnaður sveitarinnar hefur verið fluttur til landsins frá London í tilefni hljómleikanna. Fyrri tónleikarnir, sem verða kl. 15 í dag, eru haldnir ókeypis fyrir börn og annað vistfólk á stofnun- um á höfuðborgarsvæðinu. Síðari tónleikarnir verða kl. 21. Allur ágóði þeirra rennur til hljóðfæra- og hljómtækjakaupa fyrir ein- hverf börn. MorKunbtaAid/Olafur Már. Hrönn Ólafsdóttir starfsstúlka í versluninni Brattahlfð afhendir Jóni Kyfjörö skipstjóra a Hörpu og Karítas Jóhannesdóttur matsveini blóm og konfekt. Hún mun vera eini kvenkokkurinn á loðnuskipi nú > haust. Karítas var háseti á Hörpu á sl. vertíð. Seyðisfjörður: 60 þúsundasta loðnutonnið Seyóisfirti, 14. desember. NÍI HAFA borist hingað til Seyð- isfjarðar liðlega 60 þús. lestir af loðnu á þessari haustvertíA og er þaA meA því besta frá upphafi loAnuveiAa. Alls nefur því veriA landaA bér á SeyAisfirði rúmlega 83 þúsund lestum af loAnu þaA sem af er árinu. Það var síðdegis í gær er loðnuskipið Harpa RE 342 kom hingað til Seyðisfjarðar með fullfermi af loðnu að ljóst var að 60 þús. iesta markinu á þessari haustvertíð var náð. Við það tækifæri afhenti verslunin Brattahlíð skipshöfninni á Hörpu konfektkassa og olóm- vönd, en verslunm hefur haft mikil og góð samskipti við ís- lenska loðnuskipaflotann um árabil. ólafur Már 420.000 lestír komnar á land á loðnuvertíðinni: Aldrei meiri afli miðað við veiðitíma — segir Jón B. Jónasson skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu LOÐNUVEIÐIN uemur nú tæpum 420.000 lestum síðan vertfAin nófst í byrjun október. AA sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra i sjávarútvegs- ráAuneytinu, hefur iflinn á haustvertíA aldrei veriA jafnmikill miAaA viA veiAitíma. en veiAarnar hafa nú staAiA yfir í tvo og nálfan mánuA. Jólafrí er nú aA hefjast á loAnuveiAunum, en skipin mega ekki halda til veiAa eftir næstkomandi mánudag. Leyfilegur heildarafli er 595.000 lestir á allri vertíð- inni, sem stendur 'ram á næsta ár og eru begar nokkur skip langt komin meA aflakvóta sinn. Frá miðnætti .-iðfaranætur laug- ardags og fram undir nádegið til- kynntu eftirtalin 10 skip um afla, samtals 7.400 lestú" Eldborg HF, 1.200, Gullberg VE, 610, Fífill GK, 630, Harpa RE, 620, Pétur Jónsson RE, 780, Dagfari ÞH, 600, Bergur VE, 400, Súlan EA, 800, Rauðsey AK, 570 og Börkur NK, 1.170 lestir. 4 iöstudag v.ilkynntu eftirtalin skip im afla samtals 10.140 lestir: Heimaey VE, 420, Rauðsey AK, 600, v>órshamar GK, 600, Júpíter RE, .050. írling GK, 450, Sæ- björg VE, 590. Hilmir II SU, 520, Helga II RE, 530, Þórður Jónasson EA. 500. Gigja RE, 750, Skarðsvík SH, >30. Keflvíkingur KE, 530, . s- leifur VE, 720, Guðmundur Olafur ÓF, 590, Jöfur KE, 460, Sigurður RE, 1.200 lestir. Eftirtalin skip íilkynntu um afla á fimmtudag: Hrafn GK, 600, Gísli Árni RE, 630, Erling GK, 450, Hilmir II SU, >40, Þórður Jónasson EA, 500, Keflvíkingur KE, 530, Skarðsvík 3H, 600, Pétur Jónsson RE, 800, Dagfari ÞH, 500, Bergur VE, .530, Guilberg VE 590, Magnús NK, 540, Sjávarborg GK, 750, Huginn VE, 580, Gríndvíking- ur GK, 1.100, Svanur RE, '700, Örn KE, 300, Vfkurberg GK, 560, Harpa RE, 600, Súian EA, 800, Jöfur KE, 430, Víkingur ÁK, 1.300, Höfrungur 4K, 800, Sæberg SU, 620, Jón Finnsson RE, (>00, Hilmir SU, 1.250 lestir. „Ávallt verið reiðubúnir að breyta vaktafyrirkomulagi“ — segir Hjálmar Arnórsson, formaður félags flugumferðarstjóra „VIÐ höfum alltaf erið reiAubúnir að breyta vöktum ef þaA er gert i peim til gangi aA minnka vinnuálag á flugumferAarstjórum,“ sagAi Hjálmar Arnórs- son, formaAur félags flugumferAarstjóra, í samtali viA blm. Mbl. vegna frétta um atvikiA þegar nærri lá viA aA tvær FlugleiAaþotur rækjust saman skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli, en í niAurstöAum rannsóknarnefndar er taliA aA „uppsöfnuA preyta“ flugumferAarstjórans á vakt hafi átt ,>átt í viAbrögAum hans. „Hingað til hefur hafa tilraunir til breytts vaktafyrirkomulags miðað að því að auka vinnuálag á flugumferðarstjórum, fremur en að minnka. Starf flugumferðar- stjóra getur verið ákaflega eril- samt og þreytandi, en á milli er lítið að gera. Tillögur um breyt- ingar á vaktafyrirkomuiagi flug- umferðarstjóra hafa hingað til ekki verið gerðar með því hugar- fari að létta undir hjá okkur. Þær hafa miðað að bví að hafa færri menn á vakt og það höfum við ekki getað sætt okkur við. Vaktir hjá okkur eru fjórskiptar og við höfum reynt að hafa þær fimmskiptar, þannig að þær yrðu styttri. Það gafst ekki nógu vel og við snérum okkur aftur að núver- andi fyrirkomulagi. Við erum þess fýsandi að minnka vinnutíma minnka aukavinnu en það verður að vera undir réttum formerkjum Við erum allir að vilja gerðir að bæta flugumferðarþjónustu og höfum lagt áherslu , aukna þjálf- un og meiri endurmenntun, en bví miður hefur því ekki verið sinnt sem skyldi. En þó ’il ég leggja áherzlu á þá skoðun nína, að is- lenzkir flugumferðarstjórar eru hæfir menn >g slenzk flugum- ferðarstjórn er góð en auðvitað má alltaf gera öetur og atvikið við Keflavík undirstrikar það,“ sagði Hjálmar Arnórsson. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.