Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Giraud Franskir hægriöfgamenn mótmæia í París. Lögregla hleypir upp fundi „Action Francaise". Erfingjar frönsku krúnunnar þræta Greifinn af París sviptir son sinn ríkiserfðum Greifinn af París i yngri irum. DEILUR hafa risið inn- an frönsku konungs- fjöiskyldunnar vegna þess að 78 ára gamall lögborinn erfingi krún- unnar, greifinn af París, hefur ákveðið að svipta elzta son sinn, Henri d’Orleans prins, greifa af Clermont, ríkiserfð- um. Nýi ríkisarfinn verður næstelzti sonur greifans af Clermont, Jean dórle- ans prins, sem er 19 ára gamall og stundar nám í heimspeki í háskól- anum í Sorbonne. Ákvörðun greifans af París átti rætur að rekja til þess að Henri prins, greifi af Clermont, skildi við konu sína, Marie-Therese fyrr- um hertogafrú af Wurtemberg, og kvæntist konu frá Chile af spænskum aðalsættum, Micaela Cousino Quinones de Lion. Greifinn af Clermont hafði ekki búið með fyrri konu sinni, sem er strangkaþólsk, síðan 1977. Hann heldur því fram að faðir sinn hafi þvingað sig til að kvænast henni á sínum tíma til að treysta stöðu ættarinnar. Hertogafrúin fór nýlega í mál við greifann af Clermont þar sem hann hafði ekki greitt uppihald hennar og fimm barna þeirra og vann. Elzti sonur hjónanna, Francois, er þroskaheftur. Fyrir þremur árum ákvað afi hans að svipta hann möguleika á ríkiserfð- um. Greifinn af Clermont mótmælti þessari ákvörðun og sagði að með henni tæki faðir sinn sér vald, sem forfeður hans, konungar Frakk- lands, hefðu ekki talið sig hafa. Greifinn hélt því fram að einungis franska þingið gæti úrskurðað hvenær erfingi krúnunnar væri vanhæfur. SVIPTUR GREIFATIGN Það hefur gert deiluna flóknari en ella að greifinn af Clermont neitar að falla frá kröfu sinni til krúnunnar. Vegna andstöðu sonar síns ákvað greifinn af Paris að veita honum aðra ráðningu og til- kynnti opinberlega: „Upp frá þessu er sonur minn ekki þess verður að bera titilinn greifi af Clermont, sem ég sæmdi hann þegar hann varð fullveðja. Héðan í frá mun hann bera titil- inn greifi af Mortain. Þegar ég dey verður sonarsonur minn, Jean, greifi af París. Hann verður per- sónugervingur hefða konungsætt- arinnar." Jean prins hefur hátíðlega sam- þykkt þá ákvörðun afa síns að hann verði arftaki hans. Hann gagnrýndi síðara hjónaband föður síns í fréttatilkynningu. „Ég hafði vonað af öllu hjarta að því yrði ekki þröngvað upp á okkur,“ sagði hann. „Þetta veldur klofningi í fjölskyldunni, sem sær- ir trú okkar, fjölskyldu okkar og alla meðlimi hennar." Þar sem lýðveldi stendur föst- um fótum í Frakklandi er ólíklegt að nokkur hinna þriggja prinsa komist nálægt hásætinu, en Frakkar eru hreyknir af sögu sinni. Henri prins bendir á að síðan annar konungur Frakklands, Rob- ert hinn guðhræddi, kvæntist öðru sinni fyrir tæpum 1000 árum án leyfis kirkjunnar hafi slíkt aldrei verið talið brot á konungssiðum. Hann segir að þrir aðrir kon- ungar, Loðvík VII, Filippus Ágúst og Loðvík XII, hafi gengið að eiga tvær konur meðan fyrri konur þeirra voru á lífi án leyfis frá Róm. Prinsinn hefur árangurslaust reynt að fá fyrra hjónaband sitt ógilt í Róm. Aðalröksemd hans hefur vakið nokkurn styrr. Hann heldur því fram að Charl- es de Gaulle hershöfðingja hafi verið kappsmál að ríkisarfinn kvæntist þýzkri prinsessu, þar sem það gæti orðið liður í þeirri viðleitni hans að bæta sambúðina við Vestur-Þjóðverja. Þess vegna segir hann að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi, bæði af hálfu föður síns og de Gaulles. Nýlega viðurkenndi Henri prins í viðtali við „Paris Match" að mál- ið hefði valdið erfiðleikum í sam- búð hans og barna hans. „Sagt er að ef Róm ógildi hjónaband mitt muni börn mín ekki eiga rétt á ríkiserfðum — en það er ekki rétt,“ sagði hann. Prinsinn er vinstrisinnaðri í skoðunum en við mætti búast af manni í hans stöðu. Hann rekur tízkufyrirtæki, sem vinnur mark- að fyrir ilmvatn, skartgripi og þess háttar. Hlutirnir bera upp- hafsstafi hans og frönsku kon- ungsliljuna, „fleur de lys“. „Ég verð að eiga peninga til að lifa eins og aðrir í heiminum," sagði hann. VON UM ENDUR- REISN De Gaulle virtist gefa greifan- um af París ástæðu til að ætla að nokkur von væri til þess að kon- ungdæmið yrði endurreist í Frakklandi eftir að hann kom til valda 1958. Greifinn var ýmsum góðum kostur búinn: greindur, velmenntaður, hafði trausta skap- gerð til að bera og víðtæka reynslu að baki. Hann er fæddur í Nouvion-en- Thierache, litlum bæ í Norður- Frakklandi, 1908. Hann er af yngri grein frönsku konungsætt- arinnar: afkomandi Filippusar hertoga af Orleans, sem var bróðir Loðvíks XIV. Langalangafi hans var siðasti konungur Frakklands, Loðvík Filippus, sem hrökklaðist frá völdum 1848. Tilkall greifans til frönsku krúnunnar hefur ekki notið stuðn- ings allra konungssinna. Nokkrir þeirra hafa stutt spænsku Búrb- ónana, sem eru beinir afkomendur Loðviks XIV. Stuðningsmenn Búrbóna hafa bent á að einn for- faðir greifans greiddi atkvæði með aftöku Loðvíks XVI og hafa kallað Loðvík Filippus valdaræningja. Þó hefur hann notið fylgis meirihluta konungssinna og þegar hann kvæntist Isabellu d’Orle- ans-Bragance, sem var einnig af- komandi Loðvíks Filippusar, í Pal- ermo á Sikiley 1931 flykktust þeir þangað og hrópuðu „Vive la Roi!“ á kirkjutorginu. Skrásettir stuðn- ingsmenn hans í Frakklandi voru þá aðeins um 100.000. Samkvæmt útlegðarlögum frá 1886 var þeim sem gerðu tilkall til krúnunnar og afkomendum þeirra bönnuð landvist í Frakklandi. Greifinn og faðir hans, hertoginn af Guise, bjuggu aðaUega í Belgíu eftir 1926. Það ár eygðu konungssinnar nokkra von um að ná völdunum: ríkiskassinn var tómur, frankinn fallinn, erlend lán voru gjaldfallin og æstur múgur hrópaði fyrir utan þinghúsið. En Raymond Poincaré bjargaði lýðveldinu með myndun þjóðstjórnar og afstýrði þjóðar- gjaldþroti. „ACTION ' FRANCAIS“ Konungssinnar úr hreyfingunni „L’Action Francais" voru hávær hópur á árunum fyrir stríð. Helzti leiðtogi þeirra var rithöfundurinn Charles Maurras, heyrnarlaust skáld frá Provence, sem var vel heima í grískri og rómverskri menningu, hataði byltinguna, lýð- veldið, lýðræði, þingið, múginn, al- þýðumenntun og mannréttindi. Maurras hélt uppi áróðri fyrir hertoganum af Guise, sem hann kallaði „erfingja 40 franskra kon- unga, sem í 1000 ár hafa gert Frakkland mikið". Hann taldi byltinguna 1789 „mistök" og vildi að ríkið réði yfir fjármagninu i sterku konungsríki tveggja póla: konungsins og þjóðarinnar. Aróð- ur hans féll í góðan jarðveg meðal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.