Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 „Sérhvert stórmenni á sína lærisveina og svo er það alltaf Júdas sem skrifar ævisöguna," sagði Oscar Wilde af sinni al- kunnu orðheppni. Er sennilega að hrópa „sagði ég ekki?“ þarna í efra eða neðra, hvaðan sem hann nú horfir yfir bókaútgáfur heimsins með ófáum bókum um hann. En hann sagði líka: „Eng- ar bækur eru til sem hægt er að kalla móralskar eða ómóralskar. Bækur eru bara vel skrifaðar eða illa skrifaðar. Það er allt og 8umt!“ Verst að sá snjalli skrif- ari getur ekki farið að ráðum séra Bjarna, sem sagði við vin sinn er lánaði honum bók og hafði af þvi áhyggjur að þeir kynnu að falla frá áður en bókin væri komin til skila: „Ég læt hana þá bara detta!“ Handritin koma víst illa til skila þá leiðina og snilldin vill gufa upp. Líklega betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og skrifa æfisögu sína bara sjálfur meðan maður er þessa heims. Það er okkar háttur, for- sjálla íslendinga, svo sem jóla- bókamarkaðurinn ber með sér. Þar eru margar forvitnilegar sjálfsævisögur af því taginu, enda þjóðlegur siður að vilja vita sem mest um náungann. Nú þeg- ar bókatitlum fækkar í ár virð- ast sjálfsævisögurnar halda velli og verða mest áberandi. Sagt að bókatitlunum fækki um meira en 100 frá í fyrra og er forvitni- legt aö sjá hvaöa tegund bóka þykir mikilvægust og lífvænleg- ust þegar þarf að grisja. Kannski þurfa menn þó ekki lengur að hafa áhyggjur af Júd- asinum í lærisveinahópnum eða skrifglöðum lærisveinum yfir- leitt. Slíkir virðast vera á hverf- anda hveli, ef marka má ummæli Indriða G. Þorsteinssonar í síð- asta sunnudagsblaði er hann segir að staða rithöfunda hafi breyst undanfarið: „Áður voru alltaf stórir hópar kringum góða rithöfunda sem studdu þá hvað sem á gekk, núna eru listamenn hins vegar háðir því opinbera en ekki í eins miklum tengslum við aðdáendur sína.“ Ætli hið opin- bera reynist þeim farsælli vinur í raun? Ekki óttast Indriði þó stöðu bókarinnar, sem hafi fyrr staðið af sér ýmsar nýtískubylgjur á borð við myndböndin núna. Aðr- ir eru áhyggjufyllri. I timariti á tannlæknabiðstofu sá ég um daginn að formaður rithöfunda- sambandsins, Sigurður Pálsson, > hefur áhyggjur af stöðu bóka- útgáfu og bókmenntasköpun í dag. Von að fari svolítill fiðring- ur um bókamenn þegar sam- drátturinn í bókaútgáfu er 30% á árinu 1983 skv. skýrslum bók- sala og verulegur 1982, sagður 18 til 20% a.m.k. Bókaútgáfa þá semsagt dregist saman um allt að helming á tveimur árum. Ekki hefur almennur lesandi þó orðið þess mikið var í hinu margnefnda „bókaflóði“ fyrir jólin fyrr en í ár, þvi bókatitlum fækkaði lítið eða ekkert hin árin og hefur samdrátturinn þá kom- ið fram í minni upplögum og færri sölubókum af hverri teg- und. Þetta kemur m.a. illa niður á bókasöfnunum, sem þurfa að kaupa allar bækur er út koma og fást þá vitanlega færri af hverri tegund fyrir sömu upphæð og biðraðir lengjast í nýju eftir- sóttu bækurnar. Eða kannski þaö séu ekki endilega þær eigu- legustu sem fólk vill fá lánaöar, kaupir þær fremur sjálft. Lán- þegum hefur á undanförnum ár- um fækkað í Borgarbókasafni af þessari og sjálfsagt fleiri ástæð- um, m.a. lokun útibúa sex vikur í sumarleyfum meira framboði af- þreyingarefnis, minni fjárráðum í erfiðu fjármálaárferði, ekki kannski síst samkeppni um at- hyglina frá myndböndum, sjón- varpi o.fl. Þetta sama er að ger- ast alls staðar annars staðar i heiminum — aðeins í bili von- andi meðan myndbandaholskefl- an og aukin þjónusta með gervi- hnattasjónvarpi gengur yfir. Indriði ýjar að einni skýringunni enn, segir: „Otgefendur eru kannski uggandi, en þeir geta sjálfum sér um kennt því þeir hafa undanfarið prentað allt sem þeim hefur boðist og ef fólk er orðið þreytt á því hafa þeir eyðilagt markaðinn sjálfir. “Að vissu marki má taka undir með Indriða og Piet Hein af öðru til- efni: Eg tek ekki ofan minn heiðurshatt fyrir hverju skáldi, það segi ég satt, Mundi kannski ekki saka þótt gefið tilefni yrði til obbolítillar sjálfsgagnrýni og endurskoðun- ar hjá bókaþjóðinni. Ekki síst ef fækkun bókatitla á vertíð yrði nú til þess að meira seldist af hverri góðri bók. Tala ekki um ef það yrði til þess að lengja lestr- arlífdaga góðra bóka. Ég hefi aldrei almennilega náð þvf af hverju íslendingar virðast svo tregir til að kaupa og lesa gaml- ar bækur, þær sem komið hafa út fyrir mörgum jólum. Söfn og bókabúðir eru full af slíku góð- gæti, sem maður hefur ekki les- ið. Gáruhöfundur datt af ytri ástæðum f slíkan bóklestur síð- ari hluta þessa árs og það var hreinasta unun. í rúmlega tveggja mánaða dvöl f París reyndist heilmikið mál að franskra hætti að leigja sjón- varp, krafðist undirskriftar fjar- stadds húseiganda, svo að i stað gláps var bara lagst f staðinn f bækur sem lengi höfðu beðið góðs tóms. Af hinum stór- kostlega póetísku og ljúfu bókum Saint Exuperys þekkti ég aðeins Litla prinsinn. Og það borgaði sig sannarlega að leggjast i þess- ar fögru bókmenntir f stað þess að glápa og gleyma jafnhratt myndum á skermi. Næstur varð Isaac Bashevic Singer með sínar seiðandi frásagnir i smásögun- um úr öðrum menningarheimi en okkar, en nokkrar sögur úr þeim sjóði hefur Hjörtur Pálsson þýtt á íslensku. Aðra bók frá fjarlægum menningar- heimi Kína á dögum byltingar- innar mátti lesa í ágætri fs- lenskri þýðingu Thors Vil- hjálmssonar, Hlutskipti manns eftir André Malreaux, og nú bíð- ur önnur þýdd bók af hans hendi, Nafn rósarinnar, og eykur manni leti í jólalestrinum i ár. „Þótt blæði hjartasár" eftir Marilyn French hafði lengi orðið útundan, líklega vegna þess hvað ég var orðin leið á blæðandi sár- um kvennabókmenntanna. Kíkti nú samt lfka á Sérherbergið hennar Virginíu Wolf sem kom í fyrra f íslenskri þýðingu, vissi ■m ESSS^BnSSfl m mfm uv— >UV' '* ekkert um þessa merkiskonu, hvað þá að maður skildi hina tittnefndu tilvitnun f leikrits- heitinu „Hver er hræddur við Virginíu Wolf?“ Var raunar jafnnær um það eftir lesturinn, en þessi bók frá fyrri tíma varp- aði nú samt betur ljósi á aðstæð- ur kvenna en flestar nútimasög- urnar, hvað þá allar yfirlýsing- arnar um „konuna“ nú til dags. Önnur kvennabók — ekki um konur heldur stórbrotna konu — beið mín við heimkomuna, „My mother Golda“, sem góður kunn- ingi, Mehagem sonur Goldu Meir, hefur skrifað. Varpar hún miklu Ijósi á þessa einstöku konu, land hennar og hugsjónir fyrir þjóð sína, ekki síst ef mað- ur hefur hennar eigin sjálfsævi- sögu til hliðsjónar. Ætlaði að fara að segja um Goldu, að hún ætti engan sinn líka, en mundi þá eftir Eleanor Roosevelt sem ég las líka tvær langar bækur um að gefnu tilefni. Ekki sjálfs- ævisögu þó. Maður hefur gott af að kynnast svona mikilmennum. Og skemmtilegt. Það kom mér því á óvart þegar ég í kjölfar sjónvarpsþáttanna um Shackle- ton og Suðurpólsför hans, tók að rifja upp þá merku hetjusögu pólfaranna Scotts, Shackletons og Amundsens með því að lesa aftur ævisögur þeirra, hve fátt ungt fólk virðist hafa lesið svo spennandi bækur. Veit varla hverjar þessar hetjur eru. Þó bíða þessar bækur í hillum bóka- safnanna. Kannski hefur það bara ekki komist upp á að nota söfn. Þessvegna er svo ágætt skipulegt framtak Borgarbóka- safns við að kynna skólabörnum sðfnin, sem byrjað hefur verið á. Þar bíða í hillum fjársjóðir til langrar ævi. Bækur eru nefni- lega til að lesa þær. Kannski er þetta ekki einhlítt viðhorf til bóka. Grínleikarinn frægi Groucho Marx hitti einu sinni bókarhöfund og sagði: „Frá þeirri stundu sem ég tók fram bókina þína og þar til ég lagði hana frá mér veltist ég um af hlátri. Einn góðan veðurdag ætla ég mér að lesa hana! Má kannski i vinsemd benda gagn- rýnendum í þrengingum jóla- bókavertíðarinnar á þessa að- ferð þegar margar bækur berast að á dag. Ætlar að giftast tengda- móður sinni Lundnnum, 14. denember. AF. TÆPLEGA þrítugur vörubílsstjóri í Englandi, Alan Monk, er kominn með annan fótinn í umdeilt hjóna- band. Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag að hjónabandið væri í lagi og blöskri ekki þing- mönnum fulltrúadeildinnar svo að þeir setji lög til að koma í veg fyrir það, ætti Monk að vera genginn að eiga tengdamóður sína áður en langt um líður. Það er réttara að tala um fyrr- verandi tengdamóður, því Monk er nýlega skilin við eiginkonuna. dóttur núverandi ástkonu sinnar Monk er 29 ára, tengdó 48 ára en dóttirin og fyrrverandi eiginkonan snökktum yngri en Monk. Saman áttu hjónin tvö börn sem eru 4 og 5 ára. „Ég er í sjöunda himni," sagði brúðguminn verðandi er lávarða- deildin hafði gefið sitt græna ljós og hann gat þess að eiginkona sín fyrrverandi væri „hlynnt ráða- hagnum“. Mæðgurnar, Valerie og Jeanette, eru sagöar mestu mátar þrátt fyrir allt saman og giftingin nú sé hugsuð „í þágu barnanna“. Valerie Hill hefur tvívegis orðið ekkja og er auk þess fráskilin einu sinni. Hún sagði í dag að hún væri „afar spennt“ að vera að ganga í það heilaga I fjóröa skipti á ævinni. Þetta stórglæsilega tæki frá AIWA meö LW — MW — SW og FM stereo, 2x14 w. magnara og lausum hátölurum, 5 banda tónjafnara, segulband meö Dolby og fyrir CrO2 og Metal-spólur og marga aöra mjög skemmtilega möguleika. Allt til hljómflutnings fyrir: HEIMILIÐ — BÍLINN 0G DISKÓTEKIÐ D i- . i Kaaiooær Ármúla 38, (Selmúlamegin) 105 Reykjavik Símar 31133, 83177. Pósthólf 1366.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.