Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 25 íslenska hljómsveitin og Fflharmonía: Jólatónleikar í Keflavík og Reykjavík EIMMTU og sjöttu tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári bera yfirskrift „vetrar- sólstöóur." Efnisskrá þessara að- ventutónleika verður frumflutt í nýja íþróttahúsinu í Keflavík þriðjudaginn 18. desember kl. 20:30 og endurtekin í Bústaða- kirkju í Reykjavík daginn eftir, miðvikudaginn 19. desember kl. 20:30. Tónleikarnir í Reykjavík eru jafnframt þriðju áskriftartón- leikar hljómsveitarinnar í ár. Stjórnandi verður Guðmundur Emilsson aðalstjórnandi ís- lensku hljómsveitarinnar og söngstjóri söngsveitarinnar Fílharmóníu, en kórinn flytur tvö verkanna á tónleikunum og leiðir fjöldasöng tónleikagesta líkt og á fyrri jólatónleikum hljómsveitarinnar. í frétt frá íslensku hljómsveit- inni segir m.a.: „í desember hefur dimman nær hjúpað allan sólarhringinn á íslandi, en erill okkar aukist að sama skapi. Hátíð fer í hönd. Aðventutónleikar íslensku Hljómsveitarinnar eru litaðir þessari tíð. Þar er leikið á mild- um tónum með kórsöng, víólu- og sellóleik. Holst og Vaughan- Williams, báðir kunnir af hóg- værð, báru merki þjóðlegrar enskrar tónlistar af reisn. Eiunleikshlutverk víólunnar í verkum þeirra er í höndum Ás- dísar Valdimarsdóttur. Svipaður hugblær prýðir Cantique Faurés en það undurfagra söngverk býr yfir ljóðrænum þokka sem von er til úr þeirri átt. Söngsveitin Fflharmónía, sem í ár fagnar tuttugu og fimm ára afmæli, flytur verk Faurés og Vaughan- Williams. Sænski sellóleikarinn Mats Rondin er í aðalhlutverki i sellókonsert Tartinis, þar sem birtu slær á djúpa strengi. Mið- bik tónleikanna hylur kjarnyrt Adagio Jóns Nordal. Að lokum leiðir Söngsveitin Fílharmónía fjöldasöng tónleikagesta líkt og á fyrri jólatónleikum íslensku hljómsveitarinnar." Einleikarar á tónleikunum verða þau Ásdís Valdimarsdóttir og^Mats Rondin. Ásdís Valdimarsdóttir (1962) hóf nám í Barnamúsíkskólanum með fiðlu sem aðalhljóðfæri undir handleiðslu Gígju Jóhann- esdóttur og síðar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þar sem Rut Ingólfsdóttir var aðalkennari liennar. Árið 1979 skipti Ásdís aifarið um hljóðfæri og snéri sér að lágfiðlunni. Árið eftir hóf hún nám við Juilliard tónlistarhá- skólann í New York, þar sem dr. Paul Doktor var aðalkennari hennar. Hún lauk BM-prófi í vor en í fyrravetur var dr. William Lincer leiðbeinandi hennar. Ás- Mats Rondin dís hefur sótt fjölda sumarnám- skeiða í tónlist, 1979 í In- terlocken í Illinois og 1980 í Vermont. Sumarið 1982 var hún á námskeiði í Fontainebleu í Frakklandi, 1983 í Siena á Ítalíu hjá Ulrich Koch, og 1984 í Aspen í Colorado. Hefur Ásdís notið styrkja til þess að sækja öll þessi námskeið svo og til að stunda nám í Juillard. Næsta vetur hyggst Ásdís ljúka meistara- gráðu frá Juilliard, auk þess að gegna stöðu 1. lágfiðluleikara í stærstu hljómsveit þess skóla. Mats Rondin (1960) hóf selló- Guðmundur Emilsson nám aðeins sjö ára að aldri. Hann lærði meðal annars hjá G. Norrby og Erling Blöndal- Bengtsson. Fyrst lék hann ein- leik með hljómsveit sextán ára gamall og hefur síðan leikið með sænsku útvarpshljómsveitinni, Fílharmóníusveit Stokkhólms, sinfóníuhljómsveitum Gauta- borgar og Málmeyjar, og leikið einleik víða um Evrópu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga í heimalandi sinu og var einn af tólf evrópskum einleikur- um á „Rostrum of Young Per- formers" í Bratislava 1983. Hann er nú fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Málmey. Mats Rondin hefur gert fjölda hljóðritana fyrir útvarp og sjónvarp í heimalandi sínu og víðar en fyrsta hljómplata hans kemur út innan tíðar. Guðmundur Emilsson (1951) stundaði ungur nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík undir leið- sögn Dr. Róberts A. Ottóssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar. Að Ásdís Valdimarsdóttir loknu tónmenntakennaraprófi 1973 nam hann við Eastman tónlistarháskólann í New York og lauk Bachelor- og Master- prófi. Á árunum 1980—82 var hann stjórnandi New Music Ens- emble við tónlistarháskólann í Bloomington, Indiana, og hefur nú um nokkurt skeið unnið að iokaverkefnum til doktorsprófs í hljómsveitarstjórn samhliða störfum hér heima. Aðalkennar- ar hans hafa verið Thomas Baldner, Bryan Balkwill, Marg- aret Hillis og Robert DeCormier. Guðmundur var helsti hvata- maður að stofnun íslensku hljómsveitarinnar. Hann hefur verið stjórnarformaður hljóm- sveitarinnar og annast daglegan rekstur hennar frá upphafi. Þá hefur hann kennt við Tónlist- arskólann í Reykjavík og stjórn- að hljómsveit skólans, stjórnað söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit íslands bæði á tónleikum og við hljóðritanir fyrir útvarp. á Kástle skíðum, Marker bindingum og Dynafit skíðaskóm. Við bjóðum upp á skíðapakka með skíðum og bindingum á ótrúlega lágu verði. Fullorðins- pakki Kástle Comfort skíði lengd 160-195 ysívrkrittzö.- Jólatilboð kr. 6.990, Extra-tilboö Byrjendaskíðasett, barna og fullorðins. Skíði og bindingar. Extra-tilboðsverð kr. 2.850.- Barna- og unglingapakki Kástle Champ skíði lengd 120-140 Marker M 15 bindingar y&rb kr. 4.650.- Jólatilboðkr.3.890.- Kástle Champ skíði lengd 150-175 Marker M 15 bindingar wft kr. 4.850.- Jóiatilboð kr. 3.990.- Gönguskíöa- pakki KástleTouring gönguskíði lengd 180-215 Marker gönguskíða- bindíngar jíerðkr.3.210.- Jólatilboð kr. 2.680 SuperShadow stœrðir5-12 jjesðkfrSÆfO.- Jólatilboð kr. 2.540.- LadyClassic stœrðir4-7 verðkr. 2.650.- Jólatilboð kr. 1.980.- MtfL Junior Master stærðir 30-40 jærá kr. 1.550.-^ Jólatilboð kr. 1.190.- SKÁTABÚDIN gönguskíðaskór DynafitTouring75 stærðir 40-47 ypri kr. T.O50.- Jólatilboð kr. 1.190.- Snorrabraut 60 sími 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.