Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 25

Morgunblaðið - 16.12.1984, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 25 íslenska hljómsveitin og Fflharmonía: Jólatónleikar í Keflavík og Reykjavík EIMMTU og sjöttu tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári bera yfirskrift „vetrar- sólstöóur." Efnisskrá þessara að- ventutónleika verður frumflutt í nýja íþróttahúsinu í Keflavík þriðjudaginn 18. desember kl. 20:30 og endurtekin í Bústaða- kirkju í Reykjavík daginn eftir, miðvikudaginn 19. desember kl. 20:30. Tónleikarnir í Reykjavík eru jafnframt þriðju áskriftartón- leikar hljómsveitarinnar í ár. Stjórnandi verður Guðmundur Emilsson aðalstjórnandi ís- lensku hljómsveitarinnar og söngstjóri söngsveitarinnar Fílharmóníu, en kórinn flytur tvö verkanna á tónleikunum og leiðir fjöldasöng tónleikagesta líkt og á fyrri jólatónleikum hljómsveitarinnar. í frétt frá íslensku hljómsveit- inni segir m.a.: „í desember hefur dimman nær hjúpað allan sólarhringinn á íslandi, en erill okkar aukist að sama skapi. Hátíð fer í hönd. Aðventutónleikar íslensku Hljómsveitarinnar eru litaðir þessari tíð. Þar er leikið á mild- um tónum með kórsöng, víólu- og sellóleik. Holst og Vaughan- Williams, báðir kunnir af hóg- værð, báru merki þjóðlegrar enskrar tónlistar af reisn. Eiunleikshlutverk víólunnar í verkum þeirra er í höndum Ás- dísar Valdimarsdóttur. Svipaður hugblær prýðir Cantique Faurés en það undurfagra söngverk býr yfir ljóðrænum þokka sem von er til úr þeirri átt. Söngsveitin Fflharmónía, sem í ár fagnar tuttugu og fimm ára afmæli, flytur verk Faurés og Vaughan- Williams. Sænski sellóleikarinn Mats Rondin er í aðalhlutverki i sellókonsert Tartinis, þar sem birtu slær á djúpa strengi. Mið- bik tónleikanna hylur kjarnyrt Adagio Jóns Nordal. Að lokum leiðir Söngsveitin Fílharmónía fjöldasöng tónleikagesta líkt og á fyrri jólatónleikum íslensku hljómsveitarinnar." Einleikarar á tónleikunum verða þau Ásdís Valdimarsdóttir og^Mats Rondin. Ásdís Valdimarsdóttir (1962) hóf nám í Barnamúsíkskólanum með fiðlu sem aðalhljóðfæri undir handleiðslu Gígju Jóhann- esdóttur og síðar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík þar sem Rut Ingólfsdóttir var aðalkennari liennar. Árið 1979 skipti Ásdís aifarið um hljóðfæri og snéri sér að lágfiðlunni. Árið eftir hóf hún nám við Juilliard tónlistarhá- skólann í New York, þar sem dr. Paul Doktor var aðalkennari hennar. Hún lauk BM-prófi í vor en í fyrravetur var dr. William Lincer leiðbeinandi hennar. Ás- Mats Rondin dís hefur sótt fjölda sumarnám- skeiða í tónlist, 1979 í In- terlocken í Illinois og 1980 í Vermont. Sumarið 1982 var hún á námskeiði í Fontainebleu í Frakklandi, 1983 í Siena á Ítalíu hjá Ulrich Koch, og 1984 í Aspen í Colorado. Hefur Ásdís notið styrkja til þess að sækja öll þessi námskeið svo og til að stunda nám í Juillard. Næsta vetur hyggst Ásdís ljúka meistara- gráðu frá Juilliard, auk þess að gegna stöðu 1. lágfiðluleikara í stærstu hljómsveit þess skóla. Mats Rondin (1960) hóf selló- Guðmundur Emilsson nám aðeins sjö ára að aldri. Hann lærði meðal annars hjá G. Norrby og Erling Blöndal- Bengtsson. Fyrst lék hann ein- leik með hljómsveit sextán ára gamall og hefur síðan leikið með sænsku útvarpshljómsveitinni, Fílharmóníusveit Stokkhólms, sinfóníuhljómsveitum Gauta- borgar og Málmeyjar, og leikið einleik víða um Evrópu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga í heimalandi sinu og var einn af tólf evrópskum einleikur- um á „Rostrum of Young Per- formers" í Bratislava 1983. Hann er nú fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Málmey. Mats Rondin hefur gert fjölda hljóðritana fyrir útvarp og sjónvarp í heimalandi sínu og víðar en fyrsta hljómplata hans kemur út innan tíðar. Guðmundur Emilsson (1951) stundaði ungur nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík undir leið- sögn Dr. Róberts A. Ottóssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar. Að Ásdís Valdimarsdóttir loknu tónmenntakennaraprófi 1973 nam hann við Eastman tónlistarháskólann í New York og lauk Bachelor- og Master- prófi. Á árunum 1980—82 var hann stjórnandi New Music Ens- emble við tónlistarháskólann í Bloomington, Indiana, og hefur nú um nokkurt skeið unnið að iokaverkefnum til doktorsprófs í hljómsveitarstjórn samhliða störfum hér heima. Aðalkennar- ar hans hafa verið Thomas Baldner, Bryan Balkwill, Marg- aret Hillis og Robert DeCormier. Guðmundur var helsti hvata- maður að stofnun íslensku hljómsveitarinnar. Hann hefur verið stjórnarformaður hljóm- sveitarinnar og annast daglegan rekstur hennar frá upphafi. Þá hefur hann kennt við Tónlist- arskólann í Reykjavík og stjórn- að hljómsveit skólans, stjórnað söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit íslands bæði á tónleikum og við hljóðritanir fyrir útvarp. á Kástle skíðum, Marker bindingum og Dynafit skíðaskóm. Við bjóðum upp á skíðapakka með skíðum og bindingum á ótrúlega lágu verði. Fullorðins- pakki Kástle Comfort skíði lengd 160-195 ysívrkrittzö.- Jólatilboð kr. 6.990, Extra-tilboö Byrjendaskíðasett, barna og fullorðins. Skíði og bindingar. Extra-tilboðsverð kr. 2.850.- Barna- og unglingapakki Kástle Champ skíði lengd 120-140 Marker M 15 bindingar y&rb kr. 4.650.- Jólatilboðkr.3.890.- Kástle Champ skíði lengd 150-175 Marker M 15 bindingar wft kr. 4.850.- Jóiatilboð kr. 3.990.- Gönguskíöa- pakki KástleTouring gönguskíði lengd 180-215 Marker gönguskíða- bindíngar jíerðkr.3.210.- Jólatilboð kr. 2.680 SuperShadow stœrðir5-12 jjesðkfrSÆfO.- Jólatilboð kr. 2.540.- LadyClassic stœrðir4-7 verðkr. 2.650.- Jólatilboð kr. 1.980.- MtfL Junior Master stærðir 30-40 jærá kr. 1.550.-^ Jólatilboð kr. 1.190.- SKÁTABÚDIN gönguskíðaskór DynafitTouring75 stærðir 40-47 ypri kr. T.O50.- Jólatilboð kr. 1.190.- Snorrabraut 60 sími 12045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.