Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 59 Friður í fjörutíu ár Friður hefur ríkt í V-Evrópu f fjörutíu ár, þ.e. frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. SUersta vopna- og herstöð heiras vex ár frá ári á Kolaskaga, Sovétmegin línunnar, sem skilur Norðurlönd frá Ráðstjórnarríkjunum. Þaðan koma ofan- og neðansjávarherskip, sum hver búin kjarnorkuvopnum, suður um GIUK-hliðið, og eftirlits- og sprengjuflugvélar upp að íslandsströndum. Meðfylgjandi teikning, sem tekin er úr „GIUK-hliðinu“, upplýsingariti sem öryggismálanefnd gaf út, sýnir hvernig orustuþotur frá íslandi, Bretlandi og Noregi geta flogið í veg fyrir Sovétvélar, komnar frá Kolaskaga. Það er m.a. í skugga þessa veruleika sem Vesturlönd verða að ræða sameiginleg varnar- og öryggismál — þá viðleitni, að varðveita frið með frelsi og lýðréttindum. vegna áætlana um að flytja kjarn- orkusprengjur inn á vallarsvæðið á ófriðartímum og komizt þar af leiðandi af með minna en t.d. gagnvart Bermuda og brezkum stjórnvöldum?“ Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, brást mjög hart og ákveðið við þessum ummælum. Hann komst þann veg að orði í svarræðu: „Ég hlýt í þessu sambandi að mótmæla þeim stórhættulega skilningi, sem á sér raunar enga stoð í orðalagi varnarsamningsins eða í framkvæmd hans, að Kefía- vík sé bandarískt svæði en ekki islenzkt, eins og hv. þingmaður Hjörleifur Guttormsson gat um hér í ræðu sinni, og það kunni að vera skýring þess að Bandaríkin telji sig ekki þurfa að spyrja okkur íslendinga um leyfi. Þetta er staðhæfing sem nálgast það að flokkast undir landráð í þeim skilningi að réttindi landsins séu dregin í efa. Samkvæmt varnar- samningnum er það einmitt skýrt að íslendingar ráða yfir öllu sínu landi og þar á meðal varnarsvæð- unum. Og það er ekkert sem fram fer á varnarsvæðunum sem á þar að eiga sér stað nema íslendingar hafi gefið til þess leyfi sitt.“ Alþýðubandalag fær orð í eyra Eiður Guðnason, þingmaður Al- þýðuflokks, kvað ástæðu til að taka fullyrðingum W. Arkin með fyllstu varúð, í ljósi fyrri reynslu. Svipaður „samræmdur konsert eins og nú sé hafinn hjá Þjóðvilja, herstöðvaandstæðingum og víðar" hafi verið sviðsettur 1980, i tilefni staðhæfinga W. Arkin, og leitt til utandagskrárumræðna á Alþingi í maí það ár. Að svo stöddu sé ástæða til að taka nýjum fullyrð- ingum frá þessum sama aðila með fyllstu varkárni. Eiður fór hörðum orðum um Al- þýðubandalagið og sagði m.a.: „Það (Alþýðubandalagið) hefur fom og ný tengsl við Sovétríkin, þótt nú sé svo látið sem þau tengsl séu rofin og slitin ... Ærið oft má sjá þess merki á síðum Þjóðviljans að þar séu menn heldur hallir undir þá stefnu, sem Sovétríkin flytja í utanríkismálum .. Það er mín skoðun að þarna á milli hafi verið og vóru vissulega mjög skýr tengsl og ég er þeirrar skoðunar að þeirra stað megi enn sjá, það ítreka ég.“ í þessum kafla ræðu sinnar komst Eiður lítt áfram vegna frammíkalla Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins: „Þetta er lygi,“ o.s.frv. Á þessum frammíköllum endaði utandag- skrárumræðan, þessi árvissa upp- ákoma á þingi, þegar atlaga er gerð að aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Hún verður væntanlega endurflutt þegar skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál kemur til umfjöllun- ar síðar í vetur. YASHICA MF2 akr.2500 nett myndavél sem notarBSmm fílmu • Innbyggt eilííðarílass, sem geíur merki sé notkun þess þörí. • Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 flassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF HANS PETERSEN HF raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Árnesingar Félag ungra sjálfstæöismanna í Árnessýslu heldur aöalfund sinn í Sjálfstæöishúsinu, Tryggvagötu 8, Selfossi, miövikudaginn 19. desember 1984 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. KEFLAVÍK Heimir, FUS, heldur kvöldverðarfund sunnudaginn 16. desember kl. 19.00 Ó Glóöinni. Allt sjáltstæöisfólk velkomið. Stjómln. fundlr — mannfagnaöir Starfsfólk í veitingahúsum! Aríðandi félags- fundur veröur haldinn að Hótel Esju mánu- daginn 17. desember kl. 16.30. Fundarefni: Staðan í samningamálum. Áríöandi aö allir komi. Ath.: Breyttan fundartíma. Stjórnin. Fundarboð Almennur félagsfundur veröur haldinn í Flugvirkjafélagi íslands sunnudaginn 16. des- ember nk. kl. 14.00 aö Borgartúni 22. Dagskrá: 1. Samþykkt nýgeröra kjarasamninga. 2. Tryggingamál sjúkrasjóös, fyrri afgreiösla. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aöalfundur almennrar deildar (væntanlegir byggjendur) Byggingasamvinnufélagsins Aöalbóls, BSAB, verður haldinn mánudaginn 17. desember nk. kl. 20.00 í mötuneyti félagsins í Kringlunni 87 (vestan Hvassaleitis). Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.