Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Darlan flotaforingi ásamt Eisenhower og Mark Clark. De Gaulle Eélagar úr stormsveit konungssinna, Camelots du Roi (sem merkir blaöasalar konungsins), ásamt mönnum úr Solidarité Fancaise. Charles Maurras, ritstjóri „L’Action Francais* Erfingjar frönsku krúnunnar þræta Gaullistar héldu því fram að Giraud væri sjálfur konungssinni og einn ævisöguhöfundur de Gaulles sagði að það gæfi til kyn- na að Giraud hefði á einhvern hátt verið viðriöinn morðið á Darlan, en La Chapelle hefði verið óþægi- legt vitni, sem bezt hefði verið að losna við. VIÐRIÐINN MORÐIÐ? Síðar kom í ljós að La Chapelle var einn úr hópi fimm ungra franskra samsærismanna, sem voru andstæðingar nazista og höl- luðust að konungssinnum. Samsæ- rismennirnir létu hlutkesti ráða því hverjum þeirra skyldi áskotn- ast sá heiður að myrða Darlan flotaforingja. La Chapelle vann hlutkestið, gekk upp að Darlan og skaut hann til bana. Tilræðismaðurinn bjóst við því að hann yrði þjóðhetja og að hon- um yrði bjargað. Greifinn talaði máli hans við Giraud og reyndi að fá hann náðaðan, en án árangurs. Tilræðismanninum til mikillar furðu lét Giraud dæma hann og taka hann af lífi innan tveggja sólarhringa. Morðinginn sagði í játningu sinni, sem var haldið leyndri, að hann hefði farið á morðstaðinn í bifreið lögreglustjórans í Al- geirsborg, d’Astier, sem var bróðir sendimanns de Gaulles og skipu- lagði samsærið. Morövopnið hafði hann fengið hjá kaþólskum presti, Cordier, sem stóð í nánum tengsl- um við konungssinna. Jafnvel i ítarlegri bók um morð- ið eftir Peter Tomlins (1965) kem- ur ekki fram lokasönnun um það hverjir það voru sem stóðu á bak við það, en hins vegar er það stað- reynd að bæði gaullistar og kon- ungssinnar tóku þátt í samsærinu. Við húsleit á heimili d’Astier lögreglustjóra fannst síða úr dagblaði, sem átti að dreifa, og þar bar mest á svohljóðandi yfir- íýsingu frá greifanum: „Samkvæmt áskorun frá þrem- ur frönskum héruðum, sem ennþá eru frjáls, og með stuðningi hers- ins, tek ég öll völd i mínar hendur. Frakkar! Ég er hafinn yfir gamlar deilur og væringar. Ég berst aðeins undir einu merki, því sem tilheyrir sameiginlegu föður- landi okkar, sem nú er í sárum og hefur verið brotið á bak aftur. Ég er hér til að sameina alla, sem vinna að frelsi föðurlandsins undan hernámsveldinu. Ég er per- sónugervingur allrar franskrar at- orku, sannrar franskrar föður- landsástar, allra óska um fransk- an mikilleik..." Þessi áskorun var aldrei birt og d’Astier var handtekinn. Morðið á Darlan bjargaði framtíð sam- skipta Bandamanna, en konungs- sinnar græddu ekkert á því og greifinn kom lítið sem ekkert við sögu frelsunar Frakklands. Éinu ári eftir aftöku La Chap- elle var haldin minningarathöfn við gröf hans. Þar mættu bak- tjaldapaurar þeir úr röðum gaull- ista og konungssinna, sem tóku þátt í samsærinu um aö myrða Darlan, þeirra á meðal d’Astier. Daginn eftir sæmdi de Gaulle d’Astier „frelsisorðunni” og Cor- dier ábóta „stríðskrossinum" (Croix de Guerre). LEYFÐ BÚSETA Einum mánuði eftir fali Parísar í ágúst 1944 sendi greifinn fulltrúa sinn, Napoleon prins, sem hafði getið sér gott orð í andspyrnu- hreyfingunni og var höfuðsmaður í Alpasveitunum, á fund de Gaull- es til þess að bjóða honum stuðn- ing. En greifinn var hunzaður í stríðslok, þrátt fyrir vinsamleg orð de Gaulles í hans garð í strfðs- endurminningum sínum. Útlegðarlögin voru felld úr gildi 1950 og greifanum var leyfð bú- seta í Frakklandi. Síðan hefur hann aldrei dulið þá von sfna að honum megi auðnast að verða Hinrik VI af Frakklandi. Á þess- um tíma hefur hann ritað nokkrar bækur um stjórnmál og þjóðfé- lagsmál. Greifinn erfði mikil auðæfi og hefur aukið þau til muna með skynsamlegum fjárfestingum. Hann hefur átt miklar fasteignir f norðurhluta Parísar og landar- eignir í Frakklandi, Belgiu, Mar- okkó, Sikiley og Portúgal. í París hefur greifinn haft skrifstofu við hliðina á utanríkis- ráðuneytinu f Quai d’Orsay, en að- albækistöð hans hefur verið tutt- ugu herbergja höll, „Le Coeur Vo- lant“, í Louveciennes skammt frá Versölum, sem hann keypti 1955. Þar á hann mikið og gott bóka- safn og situr daglega langtfmum saman, les skýrslur, blöð, bækur og tímarit hvaðanæva og kynnir sér frönsk málefni. SÉRFRÆÐINGAR Vegna auðs síns hefur greifinn getað haft marga sérfræðinga í sinni þjónustu. Hann hefur ferðazt mikið, en borizt litið á og forðazt samkvæmislíf. Hann hefur ekið sjálfur bfl sínum og yfirleitt lifað eins og auðugur bankaeig- andi fremur en þjóðhöfðingi. Lengi vel hafði greifinn ekki sjónvarp á heimili sínu í Louveci- ennes, en ef hann langaði til að sjá einhverja dagskrá ók hann inn í þorpið, þar sem hann fékk að sjá hana á heimili prestsins. Hann neitaði eitt sinn að koma fram í kvikmynd, sem var tekin f höll f eigu fjölskyldu hans, og að láta mynda sig á hestbaki. Hann kvaðst ekki vilja veita fólki rangar hugmyndir. Börn hans eru tíu talsins og sex þeirra giftust inn í konungsfjöl- skyldur. Yngst eru tvfburarnir Jacques prins og Michel prins, sem eru 42 ára, Chantal prinsessa, 37 ára, og Thibaud prins, 35 ára. Einn sona hans, Francois prins, féll í Alsírstríðinu. Börnin ólust að miklu leyti upp á útlegðarheimili greifans f Cintra, skammt frá Lissabon, og hlutu strangt en vandað uppeldi undir umsjón færustu kennara. Fjölskyldan var mjög trúuð og Jó- hannes páfi XXIII var góður vinur greifans. Prinsessurnar hafa varið mikl- um tíma til góðgerðarstarfa fyrir kaþólsku kirkjuna og elzta barnið, ísabella prinsessa, var hjúkrun- arkona í Frakklandi og New York þar til hún giftist 1964. Greifinn lagðist gegn því að Anna dóttir hans og Carlos de Bourbon drægju sig saman, þar sem prinsinn gerði kröfu til „Kon- ungsríkis hinna tveggja Sikil- eyja“. En Anna, sem er 35 ára, giftist prinsinum. Þegar elzti sonur greifans, Hen- ri, giftist hertogafrúnni af Wíirt- emberg 1957 vakti bréf, sem de Gaulle skrifaði greifanum, mikla athygli, en þar sagði: „Þetta hjónaband er sérhverjum Frakka mikið fagnaðarefni, því að líf fjölskyldu yðar er samgróið sögu Frakklands, því að framtið yðar, Hinriks prins hins unga og fjölskyldu yðar, fer saman við vonir Frakklands. Ég fagna þessu hjónabandi sem miklum þjóðar- viðburði." • VIÐURKENNING DE GAULLES De Gaulle viðurkenndi greifann sem höfuð konungsættarinnar og þegar hann kom til valda lét hann afnema stjórnarskrárákvæði, sem meinaði greifanum að bjóða sig fram i forsetakosningum. Margir Frakkar þóttust vissir um að de Gaulle væri konungssinni. Talið var vfst að forsetinn hefði rætt hugsanlega endurreisn konung- dæmis við greifann, þótt ráðu- nautar forsetans neituðu þvf að slfk endurreisn kæmi til greina. Rætt var f alvöru um þann möguleika að greifinn yrði arftaki de Gaulles og það virðist a.m.k. einu sinni hafa komið til tals. Ástæðan var sú þráhyggja de Gaulles að tryggja staðfestu og stöðúgleika i frönskum stjórnmál- um, því að hann óttaðist hvað við tæki þegar hann færi frá. Flestir brostu aðeins að hug- myndinni um endurreisn konung- dæmisins og kærðu sig ekkert um það. De Gaulle kynti sjálfur undir sögurnar um að greifinn tæki við með því að bjóða honum í hádegis- verð í Elysée-höll, en kvað þær svo niður þegar hann sagði: „Greifinn yrði ágætur forseti Rauða kross- ins.“ De Gaulle sendi greifann í sér- stökum erindagerðum til við- ræðna við arabaleiðtoga og greif- inn var mikill aðdáandi forsetans. Greifinn studdi de Gaulle í Alsfr- deiiunni og skoraði á Frakka í Al- sír að styðja forsetann. Árið 1965 lýsti greifinn yfir stuðningi við stefnu de Gaulles í innanrfkis- og utanríkismálum f mánaðarlegu fréttabréfi. Haft var á orði að hann mundi lfklega stjórna Frakklandi á Ifkan hátt og de Gaulle, ef hann kæmist til valda. 1 fréttabréfinu kom oft fram að skoðanir greifans og de Gaulles voru keimlfkar. Greifinn hrósaði honum fyrir að efla ríkisvaldið, koma á styrkri stjórn, aöskilja greinar rfkisvaldsins og koma á þjóðaratkvæði. Hins vegar gagn- rýndi hann tilraunir stjórnmála- flokka til að ná aftur áhrifum og varaði við þeirri hættu að Frakkar klofnuðu í tvær öfgafylkingar, til hægri og vinstri. KVIKMYND Um þetta leyti talaði greifinn inn á fréttamynd, sem var sýnd með samþykki de Gaulles í öllum kvikmyndahúsum Frakklands. Hann var mjög ánægður með að fá þetta tækifæri til að skýra málstað sinn og afstöðu sfna og hélt þvf fram að þar sem sýning kvikmyndarinnar hefði ekki leitt til óeirða sannaði það að þjóðin væri ekki andsnúin endurreisn konungdæmis. Kvikmyndin sýndi að greifinn hafði breytt um aðferð. Fram að þeim tíma hafði hann ekki viljað reka áróður fyrir sér opinberlega, en rætt í kyrrþei við stjórnmála- menn, verkalýðsleiðtoga og aðra áhrifamenn. Eftir þetta reyndi hann að vinna hylli venjulegra borgara, a.m.k. meðan de Gaulle var við völd. „Staða mín í Frakklandi er ein- stök,“ sagði hann í kvikmyndinni. „Ég er hvorki hægrisinnaður né vinstrisinnaður. Eg er hvorki tengdur hagsmunum verkalýðsfé- laga né vinnuveitenda. Það eru að- eins allsherjarhagsmunir Frakk- lands og velferð frönsku þjóðar- innar, sem skipta mig máli. Kynni mín af öllu þvf fólki, sem ég hef hitt, hafa verið mér hvatning, hverjar sem skoðanir þess eru á þjóðmálum." Greifinn er ekki kreddufastur, margar skoðanir hans hafa ekki þótt óskynsamlegar og hann hefur verið virtur af stjórnmálaleiðtog- um. En síðan de Gaulle féll frá hefur hann haft tiltölulega hægt um sig og áratuga barátta hans fyrir þvf að að gera endurreisn konungdæmis vinsæla í Frakk- landi hefur engan árangur borið. Hann hefur alltaf lagt áherzlu á að hann sé ópólitfskur og muni ekki berjast til valda með venju- legum hætti heldur biða þess aö þjóðin leiti til hans til að varð- veita einingu. Hann hefur sagt að hann muni aðeins taka kjöri meirihluta þjóðarinnar. En Fimmta lýðveldið stendur traustum fótum, jafnvel traustari en de Gaulle þorði að vona. Bar- átta greifans hefur verið vonlaus frá upphafi og ólíklegt er að hann eða afkomendur hans setjist f há- sætið. Lfkurnar á endurreisn kon- ungdæmisins dvína stöðugt og deilur þær sem komnar eru upp i fjölskyldu greifans veikja stöðu konungssinna enn meir. gb. Sunkvæmt Obaerver og fíeirí heimildum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.