Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Minnisverð tíðindi Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: ÁRBÓK ÍS- LANDS 1983. 341 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. Reykjavík, 1984. Sá mikli annálaritari þessara ára, Steinar J. Lúðvíksson, hefur tekið saman og sent frá sér sögu ársins í fyrra — með sama heiti og útliti og fyrri árbækur. Þetta er að vanda ríkulega myndskreytt bók og hefur Gunnar V. Andrésson annast þá hlið málsins. Hér eru helstu atburðir ársins 1983 raktir skipulega og lið fyrir lið og mynd- efnið látið undirstrika mikilvægi þeirra. Sem að líkum lætur er byrjað á stjórnmálunum. Með fyrstu kaflafyrirsögninni: Alþingi — stjórnmál, fylgir hálf- síðumynd af níu þingkonum, þeim sem kosnar voru til setu á Alþingi í síðustu kosningum. Fríður flokk- ur! Vonum að þær eigi einnig ráð undir rifi hverju. Nokkru síðar gefur að líta mynd af tveim sigur- glöðum stjórnmálamönnum: ný- kjörnum formanni og varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. Póli- tísku myndirnar í þessari árbók eru margar líflegar. Þær sýna að þar skiptast á skin og skúrir, stundum er brosað, jafnvel hlegið, en þess á milli breiðist alvaran yf- ir ásjónuna, og ekki örgrannt að hún virðist stöku sinnum vonleysi blandin, heilmikið drama! Stjórn- málayfirlit Steinars er annars all- nákvæmt og engu sleppt sem máli skiptir held ég. Af yfirlitinu má glöggt ráða að árið hefur verið í tölu hinna markverðari á vett- vangi landsmálanna, þótt'skoðan- ir séu vafalaust skiptar um hvort stefnt hafi til góðs eður eigi. Á bókmennta- og listasviðinu sýnist mér reyndin hafa orðið önnur, enda þótt kaflinn um þau málefni fylli heilar fjörutíu blað- síður. Að vísu komu út margar bækur á árinu — allt of margar, sögðu sumir; og áttu þá við hvort tveggja: að markaðurinn hefði ekki tekið við slíkum bókafjölda og í öðru lagi hefðu gæðin alls ekki staðið í neinu samræmi við magn- ið. Dóms- og sakamálakaflinn er ýtarlegur að vanda. En þeim mál- um eru gerð hér gleggri skil en annars staðar er völ á í einu og sama riti. Þótt blöðin fjalli jafnan mikið um sakamál er sú umfjöllun jafnan brotakennd og — þegar öllu er á botninn hvolft — villandi. Virðist mér Steinar hafa lagt geysimikla vinnu í að gera kafia þennan svo úr garði að ekki sé að- eins skýrt hlutlægt frá málum heldur líka svo ljóst og aðgengi- lega að hver, sem les, geti áttað sig sem best á raunverulegum mála- vöxtum. Efnahags- og atvinnumálum eru gerð hér viðhlítandi skil. í fyrra áraði illa í landbúnaði vegna kulda, t.d. varð kartöfluuppskeran »fádæma léleg*. Refaskinnafram- leiðslan var þar á móti í örum vexti. Varla telst til tíðinda að eitthvað brann af hraðfrystihús- um, það er eins og einhver álög hvíli á þeim annars bráðnauðsyn- legu þjóðþrifafyrirtækjum. Menn og málefni heitir langur kafli. Þar er meðal annars minnst látinna á árinu. Og þeir voru býsna margir sem lengi höfðu sett svip á þjóðlífið en söfnuðust til feðra sinna þetta árið. Þeirra á meðal voru skáldin Kristmann Guðmundsson og Tómas Guð- mundsson. Hvor um sig var í fremstu röð á sínu sviði, ljóðskáld- ið Tómas og skáldsagnahöfundur- inn Kristmann. Að öðru leyti varð lífshlaup þeirra með ólíku móti. Tómas öðlaðist snemma fádæma vinsældir. Og óhætt mun að segja að hann hafi haldið þeim til hinstu stundar þótt allt önnur ljóðlistarviðhorf væru þá löngu orðin ríkjandi og unga kynslóðin hefði þá skipað ljóðum hans á bekk með öðrum klassískum bókmenntum sem teljast til þess sem er búið og gert og óumdeilt. Nálin á vinsældaioftvog Krist- manns hvikaði á hinn bóginn á milli hæða og lægða svo varla munu dæmi til annars eins. Fyrir bragðið hygg ég að þjóðin hafi naumst enn áttað sig á hvers konar verk Kristmann lét eftir sig og hvar beri að skipa þeim á bekk. Steinar J. Lúðvíksson Það var eins og hver önnur ólukka örlaganna að skáldskapur Krist- manns Guðmundssonar skyldi á efri árum hans dragast inn í póii- tískar umræður af verra taginu. Það held ég að þau hafi allra síst átt skilið. Og sjálfur stóð Krist- mann illa berskjaldaður frammi fyrir þess háttar uppákomu. Athyglisvert er að bæði þessi skáld, Tómas og Kristmann, sömdu bestu verk sín um 1930 — fyrir rösklega hálfri öld. Það var þeirra tími. Meðal annarra þekktra borgara, sem létust á árinu, var Agnar Bogason blaðamaður. Hversu lengi munum við eftir Mánudags- blaðinu hans? Hér er minnt á að hann hafi stofnað það 1948 og »var ritstjóri þess og útgefandi til dauðadags.« Agnar þótti í fyrst- unni nokkuð harður blaðamaður, og víst fór hann ómjúkum höndum um það sem hann taldi miður fara. En þannig var blaðamennskan forðum; hún er orðin silkihanska- vinna nú hjá því sem maður sér að verið hefur í gamla daga. Þó virð- ist sem menn hafi lítt — þá sem nú — óttast það sem stóð á prenti en huggað sig við að á þeim vett- vanginum getur hið sama gerst sem í Valhöll: Menn falla, en rísa svo á fætur næsta dag og halda baráttunni áfram. Margt fleira er í þessari ágætu bók, t.d. viðamikil! kafli um íþróttir (sem undirrituðum gengur fremur báglega að ná á bylgju- lengd sína), bjarganir og slysfarir, kjaramál og fleira. Sem fyrr er bókin afarásjáleg útlits. T.d. hefur tekist mjög vel með myndprentun, en myndprent- unin felur í sér langmestu fram- farir sem orðið hafa hjá íslenskum prentiðnaði nú á seinni árum. Er ég smeykur um að þá verði marg- ar bækur frá því herrans ári 1983 fallnar í varanlega gleymsku þeg- ar ekki verður lengur munað eftir þessari veglegu og skilmerkilegu árbók. Raunar gegnir sama máli um hana og vínið og hunangskök- urnar: hún verður meira virði með aldrinum. ISúerkáttí jóiatrésskemmu)-. Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð í jólatrésskemmunni okkar við Miklatorg í dag. Fjölskyldan úr fjöllunum, Grýla, Leppalúði og strákarnir þeirra, koma í jólatrésskemmuna kl. 4.30. Það er heitt á könnunni handa mömmu og pabba og Egils appelsín handa ykkur, krakkar. Jólasveinarnir leika við hvurn sinn fingurog finna rétta jólatréð handa þér. Normannsþinur á sama verði og í fyrra. 70-100 cmkr. 685 101-125 cmkr. 835 126-150 cm kr. 1.010 151-175 cm kr. 1.275 176-200 cm kr. 1.875 201-250 cm kr. 2.175 Opið öll kvöld til kl. 22.00. Full skenuna af jólatojam íslensk jólatré: Reuðgreni og Fura Dönsk jólatré: Normannsgreni, Nobilis og Fura VAW VIÐ MIKLATORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.