Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 43 . stærðfræði, mál, sögu eða hvað- eina. Tölvuleikir Bn það er ekki aðeins þáttur tölvunnar í menntakerfinu sem gerir unglingana betur i stakk búna til að tileinka sér hina nýju tækni. Ekki öllum börnum þykir skemmtilegt að læra, eins og kennarar og uppalendur vita manna best. En það er skemmti- legt að leika sér, og þegar tölvur eru annars vegar er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, leika sér og læra jafnframt. Tölvuleikir eru til í margvísleg- um stærðum og útgáfum. í Reykjavík eru sjö eða átta spila- salir með stórum leiktölvum, sem eru eins konar eðlilegt áframhald af kúluspilunum gömlu. í slíkum sal er þriðja heimsstyrjöldin háð í tilraunaskyni, skothljóð og sprengingar kveða við úr öllum hornum, og leiftur og glæringar frá skermunum lýsa upp annars myrkvaðan salinn. Þetta er „act- ion“ og það er það sem ungling- arnir vilja. Það er hægt að fá keyptar í búð- um smærri útgáfur af þessum „action“-leikjum, en þeir sem eiga tölvur geta látið sér nægja að kaupa forrit, og geta þá dundað sér við að skjóta niður geimflaug- ar á sjónvarpsskerminum heima hjá sér. Það er enginn vafi á því að tölvuleikirnir vekja áhuga ungl- inganna á tölvunni sem slíkri, og við getum búist við því að „tölvu- hausar" framtíðarinnar hafi flest- ir hverjir byrjað feril sinn á því að skjóta niður óvinaeldflaugar með leisergeisla. Það er ekki verri byrjun en hver önnur. GPA Morgunbladið/Júlíus Guðmundur Haukur Magnason innan um hluta af tölvubúnaði sínum. nokkra fimmkallana i því að eiga þínar eigin tölvur. En eitthvað kosta nú öll þessi tæki; er þetta ekki dýrt áhugamál? „Það þarf alls ekki að vera þaö. í rauninni kostar þaö ekki mikið meira en tíu þúsund krónur að koma sér upp viðunandi græjum. Á flestum heimilum er til sjón- varp og segulbandstæki, sem hægt er að nota, og þá þarf ekki að kaupa annað en sjálfa tölvuna, stýripinna og nokkra leiki. Ódýr- ustu tölvurnar eru á sex til sjö þúsund, svo það er augljóslega ekkert æðisgengið fyrirtæki að byrja á þessu.“ — Þú átt sjálfur fjórar tölvur, ertu að hugsa um að stækka enn við Þig? „Mig vantar ennþá diskettu og prentara. Ég stefni að því að fá mér þetta tvennt hið fyrsta." — Hvar hefurðu lært að með- höndla tölvur. Sóttirðu námskeið? „Ég fór í nokkra tíma þegar ég var að byrja, en annars hef ég lært mest af því að skrifa inn á tölvuna forrit úr tölvublöðum og pæla síð- an í þeim. Það er hægt að læra þetta allt saman af tölvublöðum." — Hvað með félaga þína, hafa þeir allir ódrepandi áhuga á tölvum eins og þú? „Allir mínir félagar eru á kafi í þessu, og ég held að flestir krakk- ar hafi mikinn áhuga á tölvum. Þess vegna finnst mér skítt hvað skólarnir gera lítið af því að nota tölvurnar sem kennslutæki. Tölv- urnar eru frábærir kennarar. Sjálfur tel ég mig til dæmis hafa lært mikið í ensku af því að glíma við ævintýraleikina og pæla i gegnum tölvublöð.“ — Hvað eyðirðu miklum tíma yfir tölvunni og því sem henni viðkem- ur? „Undanfarna daga hef ég legið yfir bókhaldsforritinu frá morgni til kvölds, en almennt, þegar mað- ur er að leika sér? — Ja, satt að segja fer eiginlega allur dagurinn í þetta. Það liggur við að stýri- pinninn sé orðinn gróinn við lóf- ann.“ ÁVÖXTUNSf^j/ KAUPHALLARVIÐSKIPTI Leitið ekki langt yfir skammt! Sparifjáreigendur Fjárvarsla Ávöxtunar sf. er rétta leiðin Verðtryggð veðskuldabréf -Óverðtryggð — veðskuldabréf Ár 1. 2 3 4 5 Avk 7,00 8,00 9,00 10,00 11,00 20% 74.8 66,1 59,2 53.8 49,5 28% 79,8 72,5 66,7 62,0 58,2 Ar Avk 6% 7% 9% 10% 1. 12,00 96,0 98,0 ) 2. 12,50 93,1 96,3 3.13,00 91,5 95,8 4. 13,50 88,6 93,9 5. 14,00 85,7 91,9 6.14,50 82,8 89,7 7.15,00 79,8 87,5 8.15,50 76,9 85,2 9.16,00 74,1 82,8 10.16,50 71,3 80,5 J Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ10 - 17 Bladburðarfólk óskast! ■ Austurbær Lindargata 40—63 Bergstaðastræti 1—57. Grettisgata 37—98 Hverfisgata 63—120. Miöbær I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.