Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 50
50 ‘w.i asnMSfóic öj auo/ wímw. mo/^HvniioEov MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Skyggni og lækning Bókmenntir Ævar R. Kvaran Þórarinn Elís Jónsson: Huglæknirinn og sjáandinn Sigurrós Jóhannsdóttir Hörpuútgífan, 1984. í dagblaöinu Tímanum birtist þann 20. janúar 1980 viðtal við konu, sem fáir virtust kannast við. Sigurrós Jóhannsdóttur að nafni. Þetta viðtal vakti svo mikla at- hygli margra, að Dagblaðið taldi einnig rétt að hafa viðtal við hana nokkrum mánuðum síðar, eða þann 10. maí sama ár. Ekki vissi sá, sem þetta hripar neitt um konu þessa fyrr en hann las framangreind viðtöl við hana. En það kom í ljós, að hér var um að ræða fátæka ekkju háaldraða (verður niræð næsta ár), sem var- ið hefur nálega sextíu árum ævi sinnar til líknarverka. Ég heim- sótti hana i litið hús við Hverfis- götu sem hún bjó í og þótti miður, að henni leið þá ekki sem bezt, sökum þess að hún hafði fjárhags- áhyggjur i sambandi við kaup á þessu smáhýsi. Sem betur fer mun Reykjavíkurborg síðan hafa séð henni fyrir öðru húsnæði, svo ég vona að hún hafi við það losnað við áhyggjur af fjármálum. Hún átti fátæka en gjafmilda og góða foreldra, sem þraukuðu með erfið- leikum, einkum harðindin 1881—1882, þegar aðeins eitt hross föður hennar lifði þau af þrem og hann varð því sjálfur að bera heybaggana ásamt eina hrossinu sínu heim af engjum. Þrátt fyrir þetta gaf hann öðrum sem bágt áttu vegna heyleysis af fátækt sinni. Sigurrós ólst því upp, eins og fleiri íslendingar fyrir aldamót við fátækt og harðræði. En ekki man hún eftir sér öðruvísi en með þá sálrænu hæfileika, sem enn einkenna líf hennar. Vakti þetta ótta með henni, þegar hún var barn, en það var henni mikil hugg- un, þegar aðrir héldu að hún væri eitthvað rugluð, að hún átti móð- ur, sem skildi hana og verndaði. En hún var trúuð kona og trúði á framhaldslíf að þessu loknu. Sig- urrós lýsir þessu i þessari bók Þórarins um hana með þessum orðum: „Smábarn var ég vör við hin huldu öfl. Talaði við framliðna. Sá þá og heyrði hvað þeir sögðu. Þetta skapaði mér vandræði. Ég sagði frá þessu í barnaskap min- um og varð fyrir háði og spotti hinna fullorðnu. Þá kom móðir min mér til hjálpar og tók mig undir sinn verndarvæng. — Bless- unin hún móðir mín.“ Sigurrós hefur sálræna hæfileika í ríkum mæli, sem hún hefur, þegar hún hefur getað komið þvi við, notað fyrst og fremst öðrum til bata og blessunar, því hún hefur fengist við huglækningar árum saman og hafa margir notið góðs af þvi. Og eins og jafnan gerist annað veifið, þegar slíkum hæfileikum er beitt af kærleik hafa sumir sjúkdómar læknast með þeim hætti, að lærð- um læknum er það óskiljanlegt. En það er lán Sigurrósar að vera fslendingur. Hvergi i heimin- um er líklegra að hún njóti skiln- ings á þessum óvenjulegu hæfi- leikum en hér á landi, þar sem kannanir hafa sýnt, að nálega þriðji hver maður telur sig ein- hvern tíma á ævinni hafa orðið fyrir dulrænni reynslu. ólíkt ýms- um starfsbræðrum þeirra erlend- is, hafa islenskir læknar aldrei ráðist gegn fólki sem reynt hefur að beita sálrænum hæfileikum öðrum til bata og blessunar, þegar allt annað hefur verið reynt án ár- angurs. Samúð islenskra lækna með sjúklingum sínum er meiri en metnaður þeirra og öfund gagn- vart sálrænu fólki sem virðist stundum unnt að ná árangri, þar sem læknisfræðin dugar ekki til. Þetta er læknunum okkar til sóma. Þeir eru ekki jafn fordóma- fullir og sumir starfsbræðra þeirra í öðrum löndum, enda munu ýmsir þeirra hafa ekki síður en aðrir fslendingar, skynjað með sér sálræna hæfileika. Enda eru þetta hrein kærleiksverk, sem unnin eru án nokkurrar þóknunar, öðrum tii heilla. Fólk með slíka óvenjulega hæfi- leika hefur alla tíð verið uppi, en meðan hjátrúin var verst voru slíkar manneskjur i sífelldri lífs- hættu og enduðu margar líf sitt á báli hins „kristna" rannsóknar- réttar. Það er furðulegt, að enn á ofan- verðri 20. öld skuli fjöldi manns trúa því einu, sem hann getur séð eða þreifað á. Þó ætti hverjum hugsandi manni að vera ljóst, að skynjun hans á lífinu byggist næstum eingöngu á fimm skiln- ingarvitum, sem mörg eru svo ófullkomin, að sum dýr hafa þau miklu fullkomnari. Nei, það eru áreiðanlega ekki þessi ófullkomnu skilningarvit sem valda því, að annað veifið berast sannar fregnir af lækningum, sem jafnvel sjálf læknisfræðin getur ekki gefið neinar skýringar á! Nútíma rannsóknir vísinda- manna hafa sýnt okkur fyrst og fremst hve iítið við vitum um mannlega vitund og þá ótrúlegu möguleika sem maðurinn býr yfir. En þar sem óvenjulegir hæfileikar koma í Ijós eigum við að hafa vit á þvi aö færa okkur þá í nyt. Þannig hefur mig lengi t.d. dreymt um samvinnu lækna og huglækna i framtíðinni. Þessi ósk er þegar byrjuð að rætast að nokkru i ná- grannalandi okkar Bretlandi. Þar er talið að séu nú starfandi um 20.000 huglæknar og 2000 sjúkra- hús hafa þegar leyft að sjúklingar þar megi leita hjálpar huglækna. Til þess þarf að vísu leyfi sjúkra- húslæknisins, en á þvi stendur aldrei. Fyrir tveim árum á lækna- ráðstefnu í Lundúnum vakti ræða eins frægasta skurðlæknis Breta í krabbameinsskurðlækningum mikla athygli, þvi þessi virti lækn- ir ráðlagði læknum hiklaust að leyfa samstarf við huglækna, sem hann sjálfur sagðist hafa notið með góðum árangri fyrir sjúkl- inga sína. Einkanlega taldi hann huglækninn hafa góð áhrif á sjúklinginn fyrir uppskurð. Hon- um tækist að eyða kviða og ótta við uppskurðinn, sem skipti miklu máli. Og eins taldi hann að sjúkl- ingar virtust fá sneggri bata, þeg- ar haft væri samstarf við góðan huglækni. Sigurrós Jóhannsdóttir, sem þessi bók segir frá, er bæði hug- læknir og sjáandi. Það er kannski villandi að kalla slíkt fólk hug- lækna, því viðkomandi læknar ekki sjálfur, heldur hefur hann hæfileika til þess að vera farvegur fyrir læknandi öfl, sem gegnum hann streyma. Á ensku er þetta fólk kallað „healers", eiginlega græðarar eða græðar. Talsvert hefur verið skrifað á íslensku um sálræna hæfileika fólks, enda höfum við flest mikinn áhuga á þeim málum. Þótt þessi bók sé engan veginn merkari eða betri slíkum bókmenntum og í stytsta lagi, þá nægir hún þó til að sýna hvernig gömul kona notar slíka hæfileika öðrum til blessun- ar. Slikar frásagnir ættu því að gleðja alla góða menn. Þess vegna færi ég Þórarni Elís Jónssyni þakkir fyrir bókina og Hörpuút- gáfunni fyrir útgáfu hennar. œgn VERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Hækkandí vextír Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá þvi. Arsávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstáríegt fyrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar i einu lagi. Þvi er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skirteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Óbtindínn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betrí kjör bjóöast varla. Samvinnubankínn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.