Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Kort Jóns Hróbjartssonar af Æóey. Bejarbásin ern í víkinni i mióri eyjunni austanverðri. Bæjarstæóió í Æðey við ísafjarðardjúp. Hér er horft til norðurs og upp i Snæfjallaströnd. Ævintýralega Æðey Horft niður úr vitanum yfir Eyvindarhjalla. Sagt er að endur fyrir löngu hafi maður nokkur aó nafni Eyvindur dregið þar lúóu svo þunga að landi, að hún kippti honum fram af brúninni og lét hann þar líf sitt Gönguferð um eyjuna í ísafjarðardjúpi Texti og myndir: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR „Ertu á leiðinni út í Æðey?“ Emsjónarmaður orlofshúsanna í Plókalundi, Gunnar Guð- mundsson, er undrandi á svip, enda ekki á hverjum degi sem hann hittir ferðalanga sem virðast vera að fara eyjahringleiðina um landið. Hann dregur upp úr pússi sínu gömul manntöl úr Snæfjallasókn, annað frá 1801 og hið yngra frá 1845. Samkvæmt þeim öúa 25 manns í eyjunni árið 1801 á þrem bæjum, en 29 manns eru á tveim bæjum árið 1845. Ibúum hefur þó fækkað talsvert á síðustu árum, í dag búa tveir bræður í eyjunni ásamt fjölskyldum, íbúar eyjunnar eru 7 talsins. Anna, báturinn hans Tryggva Thorsteinsson siglir í róleg- heitunum inn ísafjarðardjúpið frá Bolungarvík i fallegu haustveðri. Sólin heilir geislum sínum yfir okkur af miklu örlæti, og ef hita- stigið væri ögn hærra væri lítill munur á siglingu sem þessari og lúxussiglingu í gríska eyjahafinu. Tryggvi hefur reyndar ýmislegt annað á prjónunum en veiða sér I soðið og skreppa með túrista út ( nálægar eyjar, hann er að steypa sér skútu, reyndar þá fyrstu hér á landi og ætlar einmitt að sigla henni f áttina að grísku eyjunum og hreiðra þar um sig á hafinu. Eftir um þriggja klukkustunda siglingu opnast höfnin ( Æðey, hún er i vogi á miðri austurströnd eyjarinnar og beint framundan blasir bæjarstæðið við, tvö (búð- arhús, annað greinilega vel komið til ára sinna, hitt aðeins yngra. Göngferð um álfabyggðir ,Þessi gjóta hér er nefnd Kon- ungsstandsgjóta. Hér má sjá höll álfakonungsins, hásæti hans og gullkistu ef vel er að gáð.“ Guðjón Helgason bendir á nokkra kletta i víkinni, og með því að virkja ímyndunaraflið Ktil eitt birtast þessar myndir af höllinni, hásæt- inu og gullkistunni í klettunum i kring. Guöjón leiösögumaður okkar er annar oóndinn á eyjunni, hinn Dóndinn er bróðir hans, Jónas Helgason. Þeir hafa báðir alist upp f Æðey, því foreldrar þeirra bjuggu ( eyjunni áður en þeir tóku við búskapnum, þau Helgi Þórar- insson og Guðrún Lárusdóttir, en Guðrún er fædd og uppalin i Æð- ey. Porfeður þeirra bræðra hafa búið i eyjunni i margar kynslóðir. Að sögn Jónasar tilheyra þeir 6. kynslóöinni sem býr i eyjunni, for- faðir þeirra, Jón Arnórsson sýslu- maður f ísafjarðarsýslu, eignaðist hluta Æðeyjar á seinni hluta 18. aldar, og lengi vel bjuggu afkom- endur hans þar i beinan karllegg, eða þar til Guðrún og Helgi, for- eldrar þeirra Jónasar, tóku við búskapnum. Æðey er stærsta eyjan ( ísa- fjarðardjúpi og talin 2,5 km að lengd og um kilómetri að breidd að jafnaði. Konungsstandsgjótan er á norðvestanströnd eyjunnar, en ströndin þar er há og klettótt, klettarnir sorfnir og rúnum ristir af völdum náttúruafla. Það er ekki laust við að þeirrar tilfinningar gæti að einhver saga sé skráð þarna i steinana, þó hún sé ólæsi- leg okkur sem göngum þarna um. Inn á milli klettanna í Hellisgjótu sem er i grenndinni vaxa breiður af skarfakáli og sendlingar hafa gert klettasyllurnar að heimilum sínum. Fuglalíf er fjölbreytt i eyj- unni, í grem sem birtist eftir Helga Þórarinsson fyrrum bónda í Æðey í ársriti Útivistar 1981, nefnir hann 26 fuglategundir sem orpið hafa í eyjunni. Við höldum gönguferðinni áfram, héðan af ströndinni er fag- urt útsýni yfir fjöllin i kring, við sjáum alla leið til Bolungarvikur, en útsýnið er stórkostlegt yfir mikinn hluta Djúpsins frá Æðey, hér þarf enginn að flnna fyrir innilokunarkennd, eða hafa það á tilfinningunni að fjöllin séu að þrengja óþyrmilega að þeim, það er hátt tii lofts og vítt til veggja eins og einhvers staðar stendur. „Hann dró lúðu svo stóra... “ Æðeyjarklettur nefnist suðvest- urhorn eyjarinnar og þar hefur verið komið upp myndarlegum vita. Guðjón dregur lykil upp úr pússi sinu og leiðin liggur upp tréstigana þar til útsýni opnast i allar áttir. Við horfum m.a. yfír Eyvindarhjalla, en þar er nálega þverhnipt i sjó fram, en talið er að þar hafl maður að nafni Eyvindur eitt sinn dregið lúðu eina svo stóra að hann gat ekki dregið hana að landi, heldur kippti hún honum fram af brúninni og varð það hans bani. Landslagið i kring er stórbrotið og fagurt, i suðri má m.a. sjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.