Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 46
.46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Hann fékk mig til að hlæja Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Gylfi Gröndal: VIÐ ÞÓRBERGUR Margrét Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þórðarsonar, segir frá. Útb. Setberg 1984. Gylfi Gröndal hefur sýnt í ýms- um fyrri bókum sínum, að honum er lagið að fá fólk til að tjá sig, svo að úr verði einlæg og áferðargóð frásaga. Til að ná þeim árangri þarf bæði mannlegan skilning og hæfni til að koma sem sannast til skila þeirri persónu, sem trúir honum fyrir sér. Honum bregst ekki bogalistin í þessari bók, hvað þetta varðar sem að ofan er nefnt. Hér ræðir hann við Margréti Jónsdóttur, þekkt með þjóðinni sem Mammagagga síðan Þórberg- ur skrifaði Sálminn um blómið. Margrét Jónsdóttir þótti að margra dómi á yngri árum óvenjulega gustmikil kona, sem var ekki að klípa utan af því sem hún vildi sagt hafa. Um hana spunnust ýmsar sögur, misjafn- lega sannar en flestar skemmti-* legri en ekki. Hér væntir maður þess, að Margrét segi frá samskiptum þeirra Þórbergs, eins og titillinn gefur til kynna. Að þjóðlegum sið er byrjað á að segja deili á Mar- gréti og hún rifjar upp sitthvað frá bernskuárum sem margs kon- ar fróðleikur er í. Hún greinir frá kynnum þeirra Þórbergs og löng- um samvistum. En þar fer svo aft- ur á móti að vanta meira kjöt á beinið. Þó er tæpt á ýmsu, en ekki farið nógu djúpt, svo að bókin skil- ur ekki eftir það sem vonir stóðu til í upphafi ferðar. Inn á milli eru samt ágætir kaflar, bráðgaman að lesa um samskipti Þórbergs og Matthíasar Johannessen, þegar „1 kompanii við allífið" varð til. Um séra Arna og Þórberg hefði mátt skrifa meira og ítarlegar. Samvinna þeirra félaga stóð árum saman og maður leyfir sér að álykta, að heimilislífið hafi dregið dám af Gylfi Gröndal því. Margrét segist áreiðanlega hefði orðið betri manneskja ef hún hefði verið lengur á Ítalíu. Mig hefði langað til að heyra útlistanir hennar á því. Skottukaflinn er hlýr og spaugilegur, dulrænar frásagnir fyrirferðarmiklar og sumar ágætlega fýsilegar. En víða vantar einhvern herzlumun. Frásagnir eins og af Baltika- ferðinni eru góðar og gildar, svo langt sem þær ná. Langt er um liðið síðan sú fræga ferð var farin og kynslóð hefur vaxið úr grasi síðan sem ekkert hefur af því heyrt. En það hefði gert kaflann fyllri og áhugaverðari ef einhverj- ar lýsingar á ferðalaginu sjálfu og því sem fyrir augu bar hefðu verið, en ekki aðeins talað um aðbúnað eða aðbúnaðarleysi á skipinu. 1 þeim kafla og víðar glyttir í skap Margrétar, og vissulega er þetta ágætt aflestrar. Það er bókin um flest. Hún er þekkileg aflestrar. Nefna má einnig kaflann um Jón Engilberts. Margrét Jónsdóttir situr á friðarstóli, sátt við sjálfa sig og flesta samferðamenn. Þessu kemur Gylfi Gröndal smekklega til skila. Aftur á móti ætti hann að stilla í hóf, ef svo má orða, stuttum setningum og uppsetn- ingu þeirra í línum. Það nær til- gangi á stundum, en er vandmeð- farið og skyldi ekki ofnotað. Bókina prýða ágætar myndir og teikningar og hún er ágætlega úr garði gerð af hálfu útgefanda. Saga Ólafsfjarðar ÚT ER komin bókin „Hundrað ár í Horninu" eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Þetta er saga Ólafs- fiarðar 1883—1944 og útgefandi er Olafsfjarðarkaupstaður. Bókin er 340 blaðsíður með um 160 Ijósmynd- um, kortum og teikningum. í frétt frá útgefanda segir, að landsvæðið þar seem ólafsfjarð- arkaupstaður stendur nú hafi áð- ur fyrr verið kallað Ólafsfjarðar- horn eða aðeins Horn. Það var fyrir eitt hundrað árum að byggð hófst þar fyrst með byggingu þurrabúðar sem kölluð var Sand- hóll. Árið 1905 varð Ólafsfjarðar- horn löggiltur verslunarstaður en 1. janúar 1945 fékk bærinn kaup- staðarréttindi. Bæjarfélagið minnist nú hundrað ára afmælis byggðar í Ólafsfjarðarhorni með útgáfu þessarar bókar en þetta bindi nær þó aðeins til kaupstað- arréttinda áramótin 1944—1945. Bókin Hundrað ár í Horninu skiptist í fjóra hluta sem svo aftur skiptast í smærri kafla, alls 17. Fyrsti hlutinn ber heitið Stað- hættir og landlýsing. Þar er lýst landsháttum í Olafsfirði og jörð- um í sveitinni frá fyrri tíma og fram á miðja þessa öld. Annar hluti er Fiskveiðar og aðdragandi þéttbýlismyndunar, en þar er m.a. sagt frá atvinnuháttum á 18. og 19. öld og rætt um orsakir þorpsmyndunar á síðari hluta ald- arinnar sem leið. Frumbýlingar heitir þriðji hluti bókarinnar og þar er rakin atvinnusaga og byggðarþróun frá 1883—1930 og koma þar við sögu allar þær fjöl- skyldur sem byggðu sér torfbæi eða hús á þeim tíma. í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, Skipu- lagstími og aukinn framfarahug- ur, er sagt frá upphafi skipulags bæjarins á fjórða áratugnum, at- vinnulífi frá 1931—1944, verslun og viðskiptum, Vatns- og hitaveitu Leiðrétting NOKKURRAR ónákvæmni gætti í frétt Morgunblaðsins á föstudag um mótmæli viðskiptaráðherra ís- lands og Noregs við fyrirhuguðum tollum á saltfisk og skreið í lönd- um Evrópubandalagsins. Var þar sagt, að til þessa hefðu hvorki ver- ið í gildi tollar á saltfiskinnflutn- ingi til landa bandalagsins né Spánar og Portúgals. Hið rétta er að í Portúgal hafa til skamms tíma verið í gildi 2,5% tollar og á Spáni 7,5%. Alls hafa gjöld vegna innflutnings saltfisks til Spánar numið um 15%. Friðrik G. Olgeirsson Ólafsfjarðar, Rafveitu Olafsfjarð- ar, samgöngumálum, hafnar- framkvæmdum, kaupstaðarrétt- indum í janúar 1945 og þeim ástæðum sem þar lágu að baki, stjórnun sveitarfélgsins frá 1883 til 1944 o.fl. Hundrað ár í Horninu var unnin í Steinholti hf., Viðey offsett, og Prentþjónustunni hf. Kápu hann- aði Guðrún Þorsteinsdóttir, prentsmiðjan Rún prentaði. Bók- band annaöist Bókfell hf. Ævintýra- legt- sumar FfLADELFÍA — Forlag hefur gefið út bókina „Ævintýralegt sumar“ sem er sjálfstætt fram- hald bókarinnar „Sveitastrákur — borgarbarn". í frétt frá útgefanda segir m.a.: „I „Ævintýralegu sumri“ segir frá Mark, sem er að komast á unglingsár. Hann hefur aðlagast sveitalífinu eftir flutning úr stórborg. Fjölskylda hans býr við krappari kjör en áður, vegna þess að faðir Marks missti atvinnuna. Hann verður nú að vinna hörðum höndum við að sjá heimilinu far- borða.“ Bókin er myndskreytt af Carl Hauge. Hún er 128 bls. Prentun annaðist Prentstofa G. Bene- diktssonar og bókband Arnarberg. Matthías Ægisson þýddi bókina. akkmn SPILIÐ Spennandi fjölskylduleikur Eykur oröaforöann Þjálfar lestrarkunnáttuna Eflir ímyndunarafliö Skerpir hugsunina ðlÁLÖ'G Slmi 91-73411 ina auglysingastotan hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.