Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 MorKunbladið/Bjarni. Höfundar tillögunnar sem hlaut fyrstu verðlaun, talið frá vinstri: Grétar Markússon, Björn Jóhannesson, Stefán Örn Stefánsson, Gunnar SL Ólafs- son og Kinar E. Stemundsson. Hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvæðum: Fimm skiptu með sér 1. verðlaunum f JÚNÍ sl. hleypti FerAamálaráð fslands af stokkunum hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvaeðum, s.s. þvottaaðstöðu, salernisaðstöðu og baðaðstöðu, sorpílát og jafnvel smáhýsi með svefnaðstöðu fyrir útivistarfólk. Var lögð áhersla á hagkvæmni búnaðar en að öðru leyti voru kcppendum gefnar mjög frjálsar hendur um efnisval og gerð búnaðar. Lauk samkeppninni 2. nóvem- ber sl. og bárust alls 19 tillögur. Verðlaunin í samkeppninni voru afhent sl. fimmtudag. Kom þar m.a. fram í máli ferðamálastjóra, Birgis Þorgilssonar, að ástæðan fyrir því að þessi samkeppni var haldin væri sú að við afgreiðslu Ferðamálaráðs á styrkbeiðnum, hefði æ betur komið í ljós nauðsyn þess að til væru handhægar teikn- ingar og uppdrættir af ýmiss kon- ar búnaði á tjaldsvæðum. Reynir Vilhjálmsson, landslags- arkitekt og formaður dómnefndar, afenti síðan verðlaun fyrir tvær bestu tillögurnar. Fyrstu verð- laun, hundrað þúsund krónur, hlutu Þeir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson, arkitekt- ar, Björn Jóhannesson og Einar E. Sæmundsson, landslagsarkitektar og Gunnar St. Ólafsson, verkfræð- ingur, en hann annaðist verk- fræðilega ráðgjöf. Önnur verð- laun, fimmtíu og fimm þúsund krónur, féllu í hlut Reynis Adamssonar, arkitekts. Voru hvorutveggja tillögur um mjög sveigjanlegan búnað þar sem tekið var mið af mismunandi stærð á tjaldsvæðum. Dómnefndin ákvað jafnframt að kaupa inn fimm aðrar tillögur fyrir tíu þúsund krónur hverja. Höfundar þeirra eru eftirtaldir: Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, arkitektar; Elísa- bet V. Ingvarsdóttir, innan- hússarkitekt og Haraldur Ingv- arsson, arkitekt; Guðmundur Jónsson, arkitekt; Árni Friðriks- son og Páll Gunnlaugsson, arki- tektar; Jóhann Einarsson, arki- tekt. Dómnefndina skipuðu eftirtald- ir: Reynir Vilhjálmsson, lands- lagsarkitekt , formaður, Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt, ritari, Úlrik Arthúrsson, arkitekt, Birna G. Bjarnleifsdóttir, leiðsögumaður og Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Áttræðis afmæli í DAG, 15. desember, er áttræður Gunnar Einarsson frá Morastöðum í Kjós, Hjarðarhaga 60 hér í bæ. Hann ætlar að taka á móti gestum á Skálafelli Hótels Esju milli kl. 15—19 í dag. — Kona hans er Að- alheiður Jónsdóttir, en hún er ætt- uð sunnan úr Grindavík, frá Sunnuhvoli. Jóla- glaðningur Nú geturöu virkilega látiö veröa af því aö fá þér skemmtilega stereo-samstæðu á hagstæöu veröi og fínum kjörum SILVER Þessi glæsilega samstæöa fæst á jólatilboösveröi kr. 18.900.- án hátalara. Útborgun kr. 5.000." EINAR FARESTVEIT & CO. Bergstaóastræti 10 A Sími 16995 HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.