Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 7 Sigfús Jónsson Hið íslenska bókmenntafélag: Bók um íslenskan sjávarútveg HIÐ ÍSLENSKA bókmenntafé- lag hefur gefíð út bók eftir Sig- fús Jónsson sem heitir Sjávarút- vegur íslendinga á tuttugustu öld. 1 formála segir höfundur að að- almarkmið með ritun bókarinnar hafi verið að gefa yfirlit um þróun sjávarútvegs á tuttugustu öld og áhrif hans á efnahagslíf og byggð- aþróun. Á blaðamannafundi bókmenntafélagsins kom fram að ekki hafi áður verið gefið út hliðstætt rit um íslenskan sjávar- útveg, en töldu sjálfsagt að nokkur þekking á sjávarútvegi ætti að vera hluti almennrar menntunar hvers íslendings. Bókin á auk al- menns fræðslugildis að vera nyt- samleg í skólum og á námskeiðum, þar sem miðlað er fróðleik um at- vinnuvegi þjóðarinnar, þar á með- al sjávarútveg. Sigfús Jónsson, höfundur bókar- innar, er landfræðingur að mennt og lauk doktorsprófi frá þeirri grein árið 1980. Og er ritið að nokkru leyti samið upp úr dokt- orsritgerð hans sem fjallaði um sjávarútveg til 1940. Fjölmargar stofnanir og fyrirtæki í sjávarút- vegi studdu útgáfu þessa rits. Flugumferðar- stjórar semja: „Sömdum af okkur eins og aðrir“ „VIÐ SÖMDUM af okkur eins og aðrir — samningar okkar eru mjög á sama veg og annarra fé- laga, sem samið hafa að undan- fornu,“ sagði Hjálmar Diego Arnórsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Mbl. „Við sögðum ekki upp samningum okkar í haust eins og flestir aðrir og höf- um ekkert grætt á því.“ í samningum flugumferðar- stjóra felast, auk beinna kaup- hækkana, launaflokkatilfærslur og sérstakar hækkanir fyrir starfsmenn með 20 ára og 35 ára reynslu. „Það fengum við í skipt- um fyrir kröfu okkar um bætt líf- eyrisréttindi," sagði Hjálmar. „Þá fengum við einnig inn í samninga heimild til að taka launalaus leyfi á vetrum, í allt að fimm mánuði, til að geta notið endurmenntunar og endurhæfingar.“ — í Félagi ísl. flugumferðarstjóra eru um 85 fé- lagar. „Ætlun mín að kaupa skermi til að taka við gervihnattasendingum á sjónvarpsefni“ — segir Skúli Pálsson, eigandi kapalsjónvarpskerfis á Olafsfirði „ÞAÐ ER ætlun mín að festa kaup á skermi sem tekur við sendingum gervihnatta á sjón- varpsefni og dreifa því síðan í ?egnum kapalkerfi til allra hér á Hafsfirði sem þess óska. Nú þeg- ar er hér til staðar kapalkerfi sem allir Ólafsfírðingar geta haft not af þannig að það eina sem þarf til að taka við dagskrám erlendra sjónvarpsstöðva er skermur og rétturinn til að taka við myndefn- inu,“ sagði Skúli Pálsson í sam- tali við Morgunblaðið, en hann sér um rekstur kapalkerfís á Ólafsfírði. Hann sagði Þó ennfremur að á þessu stigi málsins væri lítið hægt að segja hver framvinda þessa máls yrði því móttöku- skermurinn væri ekki enn kom- in til landsins og ekki væri enn ljóst hversu mikla möguleika hann gæfi. Kvað hann skerminn hafa verið í pöntun síðan í haust og þegar hann kæmi yrði hann prófaður af versluninni Hljómbæ í Reykjavík, en af henni myndi hann síðan kaupa skerminn ef hann reyndist sem skyldi. „Það eru samt ljón í veginum, því til að hægt verði að fram- kvæma þetta þá verður að koma til samþykkt nýrra útvarpslaga sem heimila móttöku á sjón- varpsefni sem sent er í gegnum gervihnetti. Einnig verð ég að fá leyfi bæjaryfirvalda hér á staðnum til að koma skermin- um upp og um það leyfi hefi ég þegar sótt. Ég hefi orðið var við mikinn áhuga bæjarbúa á þessu máli og vonandi nær þetta mál fljótt fram að ganga, og ég held að ef allt gengur að óskum þá geti farið svo að við hér á Olafsfirði horfum á efni er- lendra sjónvarpsstöðva fyrr en varir,“ sagði Skúli Pálsson að lokum. SAGAN AF MANNINUM SEM ÞURFTIAD FARA UM Einu sinni var maður á leið á ráðstefnu útí heimi. Átti hann að kaupa Pex-fargjald? Átti hann að fara í pakkaferð eða á sérstöku „Weekend-Pex" fargjaldi? Gat hann notað rautt apex eða grænt? Eða átti hann ef til vill bara að fara á „normal"- fargjaldi? Átti hann að fljúga í gegnum London eða Kaupmannahöfn — Amsterdam eða Dusseldorf? Með Arnarflugi eða Flugleiðum? Hann vissi það ekki. Enda engin furða. En þá fór maðurinn inn á Samvinnuferðir-Landsýn. Þar fékk hann á einum stað hlutlausar upplýsingar um þann ferðamáta sem kom honum best,— aðstoð við að finna hagkvæmustu leiðina í gegnum fargjaldafrumskóginn. Á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar eru þær hlið við hlið, og jafn réttháar, bókunartölvurnar frá Arnarflugi og Flugleiðum og þar er sérþjálfað starfsfólk — þjálfað til að finna bestu leiðina hjá báðum flugfélögunum. Og þessa þjónustu, sem e.t.v. getur sparað þér þúsundir, færðu án nokkurs aukagjalds. Góð sambönd okkar við útlenskar ferðaskrifstofur og flugfélög gera okkur einnig kleyft að bjóða margskonar sérferðir og pakkaferðir sem annars stæðu þér ekki til boða. Að auki bókum við svo fyrir þig hótelgistingu erlendis, bílaleigubíla, jafnvel aðgöngumiða í leikhús og fleira — allt á augabragði. Við finnum bestu leiðina fyrir þig. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.