Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson 3. sunnudagur í aðventu Ég minnist þess að sýnd var eitt sinn fréttamynd í sjón- varpinu frá hjálparstarfi Rauða krossins í Afganistan og Pakistan, viðtal var haft við svissneskan lækni sem hafði tekið af yfir eitt hundrað særða útlimi fólks og einnig var rætt við mann nokkurn sem hafði þann aðalstarfa að „versla" við frelsissveitir Afg- ana til að fá þá til þess að sleppa einum og einum rússn- eskum fanga lifandi. Tvennt kom einkum í huga við að sjá þessa viðburði á skjánum: í fyrsta lagi blöskrar manni grimmdin og hatrið í þessari vitfirrtu veröld, en í annan stað má maður gleðjast yfir því að til er fólk, sem leggur sig fram og líf sitt í hættu til að verða til bjargar undir merkjum krossins, en hulið letur er í kringum allt starf krossins rauða sem segir: Elskaðu Guð og menn. Einn afgönsku leiðtoganna spurði hversvegna rússneskur fangi ætti að fá að lifa, þar sem afganskir fangar úr frels- issveitunum væru umsvifa- laust drepnir? Það má segja að við séum ekki knúin til að svara slíkum spurningum hér, dauðadómar hafa víðast þokað á vesturlöndum, óvíða greitt auga fyrir auga, morð fyrir morð. Jesús Kristur hefur víða lagt hömlur á harðúðina, þó að fjarri sé að fylgt sé reglu hans: Elskaðu óvini þína. Þess gætir a.m.k. ekki ævinlega með grönnum okkar írum eða í E1 Salvador og Suður-Afríku, svo eitthvað sé nefnt, þar sem krabbamein haturs og villi- mennsku hefur kæft að því er séð verður kristna vitund um helgi lífs. A framhlið hvítrar mikillar byggingar í Sviss stendur skrifað stórum stöfum: „Vér erum allir bræður". Þarna eru höfuðstöðvar Rauða krossins, sem byggir starf á orðum hans og verkum er mælti: Elskið Guð og menn, já elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. Elskið hver ann- an, eins og ég hefi elskað yður. Vegna þessara orða og ann- arra ámóta og áhrifa hans er mælti þau stendur hjúkrunar- fólk í lífshættu yfir sjúkum þar sem þörfin er brýn, já af þessum sökum er mannlíf víða metið og virt, þó að um óvin sé að ræða og af einni og sömu rót er lund og vilji sem býr með okkur öllum til þess að láta muna um huga og hönd í þeirra þágu sem þurfa nokkurs við í kringum okkur. En þrátt fyrir að orðin um bræðra- og systrabönd séu yf- irskrift ýmissa stofnana og færð séu í letur og sögð fögur orð og kærleiksrík þá er stað- reyndin víða öndverð þegar til kastanna kemur og við lítum í kringum okkur í veröldinni. Hún er ævaforn, sagan um uppsprettuna góðu, og hún er stundum sögð jafngömul veru mannanna á jörðu. Vatnið í þessari lind var silfurtært. Engir fjárhirðar ráku fé sitt þangað og dýrin bitu ekki í námunda við hana og aldrei fylltist hún af laufi og grein- um. Grasið umhverfis var sí- grænt og klettar skýldu henni fyrir brennandi sól. En dag nokkurn kom hungraður og þyrstur ungur maður af veið- um og staðnæmdist við lind- „Sá sem matföng hefir“ ina. Hann fleygði sér niður til þess að svala þorstanum, en sá þá sína eigin spegilmynd. Hann áleit að þarna væri um- að ræða fagra vatnadís, sem byggi í lindinni. Og sem hann horfðist í augu við þetta and- lit, sem geislaði af heilbrigði, þá varð hann ástfanginn á augabragði. En þegar hann færði andlit sitt nær til að kyssa varirnar, þá gáraðist vatni og myndin aflagaðist, en kom svo í ljós að nýju með sömu töfra. Ungi maðurinn gat ekki slitið sig í burtu og gleymdi bæði hungri og þorsta. Svo fór að lokum að hann vesl- aðist upp og dó á lindar- barminum. En í stað andlits- ins í vatninu birtist blóm eitt, krýnt hvítum blöðum. Þetta varð hið eina sem minnti á ungan svein er fram liðu stundir, blómi, sem kennt er við nafn hans: Narcissus. Skoðunaraðferð unga manns- ins á sjálfum sér var gjarnan nefnd á latínu í gamla daga og kölluð: curvatus in se, það er, að vera kengbeygður inn í sjálfan sig. Og líkast til er eitthvað af slíku í okkur öllum. Að elska sjálfan sig og náung- ann á sömu lund, það merkir nefnilega ekki að elska eins og Narcissus, að vera svo ástfang- inn af eigin mynd að gleyma öllu öðru, heldur merkir bibl- íuversið um að elska náungann eins og sjálfan sig að varðveita sig til þjónustu öðrum til heilla, því sá sem er keng- beygður inn í sjálfan sig er í rauninni ekki framar á lífi, því mannsmyndin dvín í hlutfalli við sjálfgirnina. Rauði kross- inn varð til vegna þess að ein- um manni þótti meira virði að bjarga öðrum í nauð en að horfa í spegilinn sinn. Hann hafði orð Drottins að leiðar- ljósi og af sömu hvötum er nú á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnr safnað á jólaföst- unni fyrir þá sem nauðstaddir eru. Setning úr einu guðspjall- anna, sem tilheyra þessum sunnudegi, minnir okkur á það sem kristinni manneskju ber að gera í undirbúningi fyrir jólin, sem vitna má um að hún hafi ekki orðið bergnumin af eigin spegilmynd. Orðin eru þessi: „Sá, sem hefur tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefir, og sá, sem matfong hefir, geri eins.“ Jólafastan er í rauninni tími sjálfskönnunar, öðrum fremur, tími til þess að standa upp frá lindinni og horfa umhverfis til þeirra mörgu, sem vantar bæði kyrtla, matföng og ástúð í þessari veröld. Og þó að ýms- um þyki hart í ári og að alltaf sé verið að leita eftir framlög- um fyrir hungraða, þá skulum við ekki gleyma því að þakka fyrir að hafa verið vakin á þann veg af svefni við dauða- lindina, að vera fær um að finna til með þeim sem þjást. Og á meðan við erum þannig með heitt hjarta og heila sjón á fleira en eigin dýrð og ágæti, á meðan svo er, þá munum við halda áfram að miðla af því sem við höfum til þeirra, sem allt skortir, hvort sem þeir eru nær eða fjær. Nú er skammt til jóla og við viljum þá fagna komu hans, sem fæddist til þess að bjarga mannanna börnum frá því að kengbeygj- ast inn í sjálf sig til dauðs. Vonandi sést það af afstöðu okkar að hann hafi snert við okkur til skilnings á því að elska bæði Guð og menn í raun og sannleika. Hann mælti: „Þetta er mitt boðorð að þér elskið hver annan á sama hátt og ég hefi elskað yður. Meiri elsku hefur enginn en þá, að hann lætur lífið fyrir vini sína.“ Ef við viljum heita hans og reyna að bera brot af hans kærleika í barmi, þá eru neyð- arópin vítt um heim sem áskorun til okkar um að leggja til „kyrtla og matföng" til barnanna mörgu, sem allt skortir, þau eru þá börnin okkar líka, eins og þau sem við höfum hjá okkur. Vegna þess að jól urðu á jörðu hefur lífið verið lýst heilagt, vinar sem óvinar, og krossinn merki þeirra, sem telja sér skylt að búa um sár bræðra sinna og systra. Guð gefi okkur að vera á einhvern veg í verki með í þeim efnum. NY LEIÐ Sparifjáreigandi: Ert þú óvanur aö ávaxta sparifé þitt í verðbréfum. Eða áttu erfitt með að fóta þig í þeim frumskógi sparnaðartil- boða sem boðið er upp á í dag? Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins býður nú sparifjáreigendum, félögum og peningastofnunum upp á „pakkalausn" í verðbréfavíöskiptum: 1. Ráögjöf í verðbréfakaupum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár með kaupum á verðbréfum. 3. Eftirlit með innheimtu þeirra. 4. Endurfjárfestingu afborgana og vaxta. NÝ LEIÐ VIÐSKIPTUM Sparifjáreigendur: Leitið ekki langt yfir skammt. Vinnið upp tap verðbólguáranna. Látið Verðbréfamarkað Fjárfesting- arfelagsins sem hefur átta ára reynslu í raunávöxtun sparifjár annast hagkvæmustu ávöxtun sparifjar yðar. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 17. desember 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Sölugengi Avöxtun-| Dagafjöldi Ar-flokkur pr kr. 100 arkrafa | til innl.d. 1971-1 17.407,95 8,60% 269 d 1972-1 15.57(1,41 8,60% 39 d. 1972-2 12.579,03 8,60% 269 d. 1973-1 9.160,40 8,60% 269 d. 1973-2 8.575,78 8,60% 39 d. 1974-1 5.551,85 8,60% 269 d. í 1975-1 4.725.04 8,60% ' 24 d. 1975-2 3.514,65 8,60% 39 d. 1976-1 3.206,40 8,60% 84 d. ; 1976-2 2.630,79 18,60% 39 d. 1977-1 2.318,25 8,60% 99 d I 1977-2 1.903,77 Innl.v. i Seölab. 10.09.84 j 1978-1 1.571,77 8,60% 99 d. 1 1978-2 1.216,22 Innl.v. í Seðlab. 10.09.84 ; 1979-1 1.069,62 8,60% 69 d. 1979-2 792,90 Innl.v. iSeölab. 15.09.84 ; 1980-1 704,64 8,60% 119 d. 1980-2 536,47 8,60% 309 d. 1981-1 452,36 8,80% 1 ár 39 d. j 1981-2 327,55 8,80% 1 ár 299 d. 1982-1 326,24 8,60% 75 d. 1982-2 237,41 8,60% 285 d. ! 1983-1 180,29 8,80% 1 ár 75 d. 1983-2 113,60 8,80% 1 ár 315 d. 1984-1 109,86 9,00% 2 ár 45 d 1984-2 103,41 9,00% 2 ár 264 d 1974-E 4.208,00 Innlv. í Seölab. 01,12.84 1974-F 4.208,00 Innlv. í Seölab 01.12.84 1975-G 2.725,55 10,00% 345 d. 1976-H 2.489,28 10,00% 1 ár 104 d. 1976-1 1.877,62 10,00% 1 ár 344 d. ! 1977-J 1.660,76 10,00% 2 ár 105 d. 1981-1. fl. 354,60 10,00% 1 ár 135 d. i Veðskuldabráf — verðtrvoað Lánst. Nafn Sölugengi m.v. 2 afb vextir mism. ávöxtunar - á ári HLV kröfu 14% 16% 18% i 90 d 7% 98,47 98.04 97,63 180 d 7% 96.94 96,10 95.28 270 d 7% 95.40 94.16 92,96 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 | 5 ár 8% 88 85 81 I 6 ár 8% 86 83 79 I 7 ár 8% 85 81 77 l 8 ár 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár ^% 81 76 72 Veðskuidabréf — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb. á ári 20% 28% 20% 28% 90d 89,77 91.48 180 d 84,44 87,51 270 d 81,76 86,02 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskírteini ríkissjóös, verötryggö veöskuldabréf, óverötryggö veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Gódan daginn! Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík lönaóarbankahúsinu Simi 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.