Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 5 Magnús Jónsson í hlutverki Kodol- ofs í La Boheme eftir Puccini. Þótt Magnús væri samnings- bundinn í Kaupmannahöfn, þá söng hann einnig annars staöar, t.d. í nokkur skipti í La Boheme í Oslóaróperunni. „Þeir hjá Kon- unglegu óperunni voru tregir til að leyfa mér að syngja hjá öðrum húsum. Mér var t.d. boðið til Þýskalands, en af þvi gat ekki orðið," sagði Magnús. „Eg sé þó alls ekki eftir þessum árum í Kaupmannahöfn, því mér leið ákaflega vel þar. En 1967 flutti ég aftur heim, enda var ég þá kvænt- ur og tveggja barna faðir og hafði alltaf ætlað mér að koma heim aftur áður en ferill minn væri á enda. Það er aðeins einn hlutur sem ég sé dálítið eftir og það er þegar ég hafnaði boði Metropol- itan-óperunnar í New York um að koma til prufu. Þannig var, að ég söng á tónleikum í New York þeg- ar ég stóð á fimmtugu. Á tónleik- um þessum var maður, sem eitt- hvað þekkti til hjá óperunni og benti á þennan tenór frá fslandi. Þegar hringt var í mig og ég beð- inn um að koma til prufu hjá Metropolitan, þá varð ég svo undrandi, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég átti pantað flugfar heim þennan dag og ég bað um að fá að halda þessu opnu. Það var ekki fyrr en ég sat í flug- vélinni á leið heim, að það rann allt í einu upp fyrir mér, hvað þetta tilboð var stórkostlegt. Bara það, að fá að syngja í Metropolit- an, jafnvel þótt aðeins væri til prufu, er eitt það stórkostlegasta sem söngvara er boðið. Þúsundir söngvara dreymir um þetta, en ég stökk upp í flugvél og fór beina leið til Islands. Þetta er það eina sem ég naga mig í handarbökin yfir, það hefði verið gaman að vita hvað þeim hjá Metropolitan fyndist um söng rninn," sagði Magnús. Magnús Jónsson hefur starfað með Ólafi Vigni Albertssyni, pí- anóleikara, í rúm 20 ár, enda leik- ur Ólafur undir i öllum lögum á plötunum tveimur. „Ég er ákaf- lega þakklátur forráðamönnum útvarpsins , sem gerðu mér kleift að taka upp lög á þessu ári hve- nær sem mér hentaði best,“ sagði Magnús. „Upptökurnar eru frá 1964—1984 og spanna því stóran hluta ferils míns. Mér finnst sjálfum sem rödd mín sé betri nú en þegar ég var yngri, hún er nú breiðari og dramatískari, en var áður léttari og lýrískari. í heild er ég mjög ánægður með hljómplöt- urnar og einnig með umslag þeirra, sem hannað er af Torfa Jónssyni," sagði Magnús Jónsson að lokum. Magnús starfar hálfan daginn sem söngkennari hjá Söngskólan- um, en fyrri hluta dags starfar hann hjá Endurskoðunardeild Reykjavíkurborgar og hefur gert það frá því hann flutti heim. Éins og áður sagði gefur Magnús sjálf- ur út hljómplöturnar og hlýtur það að teljast mikið afrek. RSv Skuldaskipin: Aðilum í viðkomandi byggðarlögum gefinn kostur á að eignast þau RÍKISSTJORNIN hefur nú beint því til stjórnar Fiskveiðasjóðs, að við sölu þeirra fiskiskipa, sem sjóðurinn kann að eignast á næst- unni, verði þau sjónarmið höfð í huga, að aðilum í viðkomandi byggðarlögum verði gefinn kostur á að eignast þau. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, segir að þetta breyti í engu því, að einhver skip verði boðin upp. Ennfremur er því beint til sjóðsins, að hann reikni út viðmiðunarverð viðkomandi skips. „Þetta þýðir í raun, að engu verður breytt að því er varðar framgang skuldbreytinganna. Þeir, sem ekki geta gengið frá skuldbreytingum innan marka þeirra, sem Fiskveiðasjóður setur, lenda með skip sín á uppboði á næstunni. Það liggur hins vegar fyrir að þessum skipum verður ráðstafað með einhverjum hætti. Öllum hlýtur að vera ljóst, að þessi skip verður ekki hægt að selja nema fyrir ákveðið lágmarksverð og ég tel það eðli- legt, að það verði sett fram og að- ilar í þeim byggðarlögum, sem skipin heyra til, geti keypt skipin á því verði og kjörum, sem ákveðin verða, bjóði aðrir ekki betur. Aðil- ar á viðkomandi stöðum verða að hafa forgöngu í þessum málum, en ekki stjórnvöld," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgun- blaðið. Hér fer á eftir samþykkt ríkis- stjórnarinnar um þetta mál: „Rík- isstjórnin beinir því til stjórnar Fiskveiðasjóðs, að þeim fiskiskip- um, sem sjóðurinn kann að eign- ast á næstu mánuðum, verði ráðstafað með eftirgreind megin- sjónarmið í huga: Fiskveiðasjóður ákveði viðmiðunarverð fyrir ein- stök fiskiskip miðað við ákveðinn greiðslutíma og greiðslukjör. Ut- gerðaraðilum í þeim byggðarlög- um, sem hafa byggt afkomu sína á útgerð skipanna, verði að höfðu samráði við sjávarútvegsráðu- neytið gefinn kostur á að semja um kaup á skipunum með framan- greindum kjörum, enda bjóði aðrir aðilar ekki betra heildarverð og greiðslukjör." Tvö skip seldu TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi á róstudag. Kengu þar 24 til 34 krónur í meðalverð, sem er lágt. Þorri SU seldi 35,5 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.230.000 krónur, meðalverð 34,66. Helga RE seldi 64,7 lestir í Hull. Heildarverð var 1.596.100 krónur, meðalverð 24,69. Gæði afla Helgu voru slök og verð því lágt. JÓLAHÁTÍÐARNAR: FÖSTUDAGSKVÖLD, 21. DESEMBER, KL. 19.00 LAUGARDAGSKVÖLD, 22. DESEMBER, KL. 19.00 II. í JÓLUM, 26. DESEMBER, KL. 19.00 FÖSTUDAGSKVÖLD, 28. DESEMBER, KL. 19.00 LAUGARKVÖLD, 29. DESEMBER, KL. 19.00 serta meö Ríó og gestum þeirra. Ríó koma fram í hátíöarskapi og kynna meðal 'annars hina frábæru söngkonu Shady Owens sem dvelur nú hér á landi um jólin. þess mun jólasveinninn að sjálfsögðu verða gestur okkar á þessum kvöldum. ■ W ólasveinninn færir nokkrum gestum jóla- gjafir. Salir verða fagurlega skreyttir meö jólatrjám og jólaskrauti og á boðstólum verð- ur jólaglögg og piparkökur. H in stórkostlega stórhljóm- sveit Gunnars Þóröarsonar með söngvurunum Björgvini Halldórssyni, Sverri GuÖjóns- syni og Þuríöi Siguröardóttur halda síöan hátíöarstemmn- ingu fram á nótt. FRAMREIDDUR VERÐUR ÞRÍRÉTTAÐUR HÁTÍÐARMATSEÐILL ÖLL KVÖLDIN Jóla-konsert BCCADWAr í tilefni jólanna höfum vió ákveöiö aö efna til sérstakra jólakon- ÉPaADVW Hittumst í hátíðarskapi á jólahátíð í Broadway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.