Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 27 æskufólks og hann hlaut mikinn stuðning meðal stúdenta. Aðrir helztu leiðtogar kon- ungssinna voru rithöfundurinn Leon Daudet, „mesti eiturpenni Parísar" og sonur rithöfundarins Alphonse Daudet, Maurice Pujo hershöfðingi og myndhöggvarinn Real del Sarte. Pujo var leiðtogi stormsveita konungssinna, sem kölluðust „Camelot du Roi“ og voru aðallega skipaðar skrifstofu- mönnum, afgreiðslumönnum og nemendum. Málgagn konungssinna, „Action Francais", sem Maurras ritstýrði, var bezt skrifaða blaðið i París. Það barðist gegn gyðingum, hafði samúð með nazistum og hafði mikil áhrif á andrúmsloftið i Frakklandi, en upplag þess fór aldrei yfír 100.000. UPPREISN f ársbyrjun 1934 efndu kon- ungssinnar úr röðum Action Francais til alvarlegra óeirða i París vegna mikils fjármála- hneykslis, Stavisky-málsins. Fleiri hópar hægrimanna bættust i hóp- inn og hálfgert uppreisnarástand ríkti í borginni. Greifinn hafði hvatt leiðtoga Action Francais til þess á laun að láta meira að sér kveða. Hann var þá 26 ára gamall og taldi að að- stæður væru fyrir hendi til þess að gera alvarlega tilraun til að endurreisa konungdæmið. Hann og faðir hans, Duc du Gu- ise, kvöddu þrjá leiðtoga Action Francais, Maurras, Pujo og Schwerer flotaforingja til Brussel og gagnrýndu þá fyrir aðgerðar- leysi. Greifinn var viss um að nú væri kjörið tækifæri til að leggja lýðveldið að velli og vildi fá aðra hægrimenn með í samsærið. „Þið gerðuð ekkert 1926,“ sagði greifinn við leiðtoga konungssinna. „Að þessu sinni hafið þið tækifæri til að gera éitthvað. Ætlið þið að nota það?“ Leiðtogarnir svöruðu játandi, en létu þess ekki getið að þeir voru vissir um að baráttan fyrir endur- reisn konungdæmisins væri von- laus. Þeir vildu heldur koma á laggirnar einræðisstjórn að fas- ískri fyrirmynd. Þriðja lýðveldinu var bjargað, fyrst og fremst vegna úrræðaleys- is uppreisnarmanna, sem færðu sér ekki í nyt þau tækifæri, sem þeim buðust. Hertoginn af Guise sendi frá sér yfirlýsingu, en þá hafði uppreisnin fjarað út að mestu og hún virtist heimskulegri en hún var í raun og veru vegna úrræðaleysis leiðtoga konungssinna: „Frakkar! Frá erlendri grund, þar sem ég er neyddur til að lifa vegna grimmilegra útlegðarlaga, hneigi ég mig djúpt snortinn fyrir hinum látnu og særðu, sem hafa risið upp gegn illri ríkisstjórn, þótt það hafi kostað þá lífið, eða þeir hafi orðið að leggja líf sitt f hættu. Til þess að haldast við völd hafði hún ekki hikað við að skjóta á fyrrverandi hermenn úr strlð- inu, eða þá sem hlutu örkuml í stríðinu, og á veglynda æskumenn, von landsins. Frakkar! Hingað hefur lýðveldið leitt okkur á sextíu árum, ríkis- stjórn flokkanna. Frakkar, hvar í flokki sem þið standið, nú er kom- inn tími til að sameinast um grundvallaratriði konungsstjórn- ar, sem mikilleiki Frakklands hvíldi á öldum saman og enn getur tryggt frið, reglu og réttlæti." HUNZAÐUR Árið 1937, þá 29 ára gamall, rauf greifinn öll tengsl sín við hreyfingu franskra konungssinna og málgagn þeirra, en sleppti þó ekki tilkallinu til krúnunnar. Kaþ- ólska kirkjan fordæmdi einnig Action Francais og margir sögðu sig úr hreyfingunni. Á árunum fram að stríðinu tal- aði greifinn máli franska lýðveld- isins við allar konungshirðir Evr- ópu. I heimsstyrjöldinni beið hann þolinmóður eftir því að tjaldabaki að atburðirnir færðu honum f hendur tækifæri til að gegna mik- ilvægu hlutverki, en það tækifæri kom aldrei. Hann stóð í sambandi við nokkra þá menn, sem gegndu mikilvægustu hlutverkunum, en honum tókst aldrei að stíga sjálf- ur fram á sviðið. Honum var sífellt ýtt til hliðar — hann var hunzaður og að engu hafður. Konungssinnum varð ljóst að málstaður þeirra var dauður, hvernig sem þeir reyndu að vekja á sér athygli. Greifínn gekk ekki þegar f stað í lið með Charles de Gaulle og Frjálsum Frökkum hans eftir fall Frakklands 1940 og bar um tíma nokkurs konar „Vichy-grímu“. Hann gerði sér grein fyrir því að sigur Breta væri það eina, sem gæti bjargað Frakklandi, en beið eftir tækifæri til að hefjast handa. Maurras og fleiri fyrrverandi stuðningsmenn greifans, sem gengu Vichy-stjórninni á hönd, grunaði að þessu væri þannig far- ið og hófu baráttu gegn honum. Fljótlega eftir fall Frakklands kannaði greifinn möguleika á að- gerðum með stuðningi Breta frá bækistöðvum i Norður-Afríku. Þegar þar að kæmi vildi hann hafa samstarf við Maxime Weyg- and hershöfðingja, hermálaráð- herra Vichy-stjórnarinnar og yfir- landstjóra í Norður-Afrfku, og gerði honum tilboð um samvinnu. Weygand, sem var eindreginn konungssinni (sögur hermdu að hann væri annað hvort sonur Leopolds II Belgiukonungs eða Maximilians Mexíkókeisara) gerði sér einnig grein fyrir því að aðeins brezkur sigur gæti bjargað Frakklandi, en var of gamall og hrumur til að láta til skarar skrfða. Vonin um stuðning Weygands brást, en áður en árið 1940 var á enda gekk greifinn f frönsku Út- lendingahersveitina og var aðal- lega í Norður-Afríku á næstu ár- um. Öll lög Vichy-stjórnarinnar hóf- ust með orðunum: „Vér, Philippe Pétain marskálkur af Frakklandi, þjóðhöfðingi franska ríkisins, fyrirskipum ... “ og marskálkur- inn ríkti sem konungur. Greifinn tjáði ræðismanni Bandarikjanna i Tangier, J. Rives Childs, að hann teldi möguleika á endurreisn kon- ungsstjórnar í Frakklandi, en þeg- ar hann fékk leyfi Þjóðverja til að heimsækja Pétain i Vichy sumarið 1942 virðist marskálkurinn hafa visað reiðilega á bug öllum hug- myndum um endurreisn konung- dæmisins. MORÐIÐ Á DARLAN Eftir innrás Bandamanna f Norður-Afríku i nóvember 1942 var greifinn viðbúinn annarri stjórnarbreytingu. Hann fór til Algeirsborgar frá Marokkó og reyndi að fylkja saman stuðnings- mönnum sínum f þágu þjóðarein- ingar og til þess að miðla málum, ef þess yrði farið á leit við hann. De Gaulle sagði f strfðsendur- minningum sínum að greifinn hefði verið „eins óhlutdrægur og mögulegt var f þvi sem hefði orðið honum sjálfum til framdráttar, ef tækifæri hefði gefizt". Megn óánægja rikti með Darlan flotaforingja, yfirmann franska flotans, sem tekið hafði við starfi yfirlandstjóra. Bandaríkjamenn höfðu samið við hann um vopna- hlé rétt fyrir innrásina og viður- kennt tilkall hans til þess að vera talinn leiðtogi frönsku stjórnar- innar. Greifinn skýrði fulltrúa de Gaulles, d’Astier de La Vigerie hershöfðingja, frá því hve alvar- legt og skaðlegt hagsmunum Frakklands hann teldi ástandið. Hann lýsti því yfir að ekkert væri nauðsynlegra en að reka Darlan og sameina síðan alla velviljaða Frakka. Greifinn var í Algeirsborg þeg- ar Darlan flotaforingi var veginn á jóladag 1942. Giraud hershöfð- ingi, sem Bandaríkjamenn vildu að yrði Ieiðtogi Frjálsra Frakka I stað de Gaulles, hélt því fram að tilræðismaðurinn, Bonnier de La Chapelle, væri konungssinni. Aðr- ir héldu þvi fram að hann væri gaullisti. SJÁ NÆSTU SÍÐU Sanyo HiFi system 234 @SANYO er með á nótunum O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða í vönduðum skáp með reyklituðum gler- hurðum. O 2x40 watta magnari með innbyggðum 5 banda tónjafnara. O Þrlggja bylgju stereo útvarp með 5 FM stöðva minni. O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð- ir, með „soft touch' rofum og Dolby suðeyði. O Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif- inn plötuspilari. Allt þetta fyrir aðeins kr. 29.900.“ stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 I Evrópufrumsýning Ghostbusters fm Undarlegtr atburðir eru að gerast í New York. Venjulegt fóik sem stundar venjulega vinnu og býr í venjulegum húsum, sér drauga á hinum oliklegustu stöðum: í bóka- safninu, á hótelum, jafnvel í ísskápum! W fv ( r A' \ f iS a ) r ' u-JÍ n iV Kvikmyndin sem allir hafa beðið eftir. Vin- sælasta myndin vestan hafs á þessu ári. Ghostbusters hefur svo sannarlega slegið í gegn. Titillag myndarinnar hefur verið ofar- lega á ollum vinsældarlistum undanfarið. Mynd. sem allir verða að sjá. Grínmynd árs- ins. Aöalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sig- ourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Dan Aykro- yd og Harold Ramis. Titillag: Ray Parker Jr. Sýnd í A-sal í Dolby-Stereo kl. 2.45, 4.55, 7.05, 9.15 og 11.20. Sýnd í B-sal kl. 3.50, 6, 8.10 og 10.20. Blaðaummæli kvikmyndagagnrýnenda: „Allir sem stóöu aö gerö „Ghostbusters" eiga lof skiliö fyrir óvenjulega kímnigáfu og stórhug. Þetta er frábær mynd, meö frábærum leikurum, leikstjóra og framleiöanda,- TIME, 11. júní, 1984. „Ghostbusters" er stórkostleg kvikmynd ... Bill Murray er óviöjafnan- legur — hreinn snillingur, sem á engan sinn líka.“ NEWSWEEK, 11. júní, 1984. „Þaö eru tímamót. Loksins! Loksins tókst þaö! Loksins tókst aö fram- leiöa ódauölega grínmynd! Klassíska kvikmynd! Hún lengi lifi! NEW YORK MAGAZINE, 11. júní, 1984. „Eftir aö hafa séö „Ghostbusters” er maöur ekki undrandi á þeim vinsældum sem myndin hefur fengiö. „Ghostbusters” er hin besta skemmtun í skammdeginu og bætir skapið.“ _ .... „ M s D.V. Hilmar Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.