Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthras Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreíösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Frumvarp í undandrætti Nú er ljóst að frumvarp til nýrra útvarpslaga, þar sem ríkiseinokun á öldum ljósvak- ans er afnumin, lendir í undan- drætti á Alþingi. Vinnubrögð á Alþingi bera þess mörg merki, að þar vinni menn í skorpum. Þingmenn taka sig á rétt fyrir jólaleyfi eða þinglausnir á vor- in og snara af fjölmörgum frumvörpum og ályktunum. Vonir stóðu til þess í haust, að jafnvel tækist að afnema ríkis- einokunina á útvarpi og sjón- varpi nú fyrir jólin. Þær vonir eru orðnar að engu. Ekki fer á milli mála að ýmsir þingmenn vilja að þetta frumvarp komist aldrei á leiðarenda, verði aldrei að lögum. Skýrust er afstaða Kvennalistans að þessu leyti, en þingmenn hans telja ríkis- einokunina á útvarpsreksti af- farasælasta fyrir þjóðina, þótt tækni og viðhorf almennings kalli á allt annað. Frumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í haust var síður en svo alfullkomiö. Það bar þess glögg merki að nefndin sem samdi það, undir stjórn framsóknarmannsins Ingvars Gíslasonar, á meðan hann var menntamálaráðherra, var þverklofin í málinu. í frum- varpinu var leitast við að sam- eina sjónarmið þeirra sem vildu halda í ríkiseinokunina og hinna sem höfnuðu henni. Vissulega eru þeir menn á þingi og einkum í Sjálfstæðisflokkn- um sem vilja að skýrar sé að orði kveðið í frumvarpinu en gert var um rétt annarra en ríkisins til útvarpsrekstrar. í frumvarpinu eru í einu orði sagt mörg furðuleg ákvæði sem valda munu óánægju og erfið- leikum þegar á þau reynir í framkvæmd. En það eru ekki þeir sem vilja hafa rétt einstaklinga og samtaka þeirra sem skýrastan á þessu sviði, sem tefja fyrir eða hindra afgreiðslu frum- varpsins á Alþingi. Það eru talsmenn ríkiseinokunarinnar sem reyna að beita öllum til- tækum ráðum til að drepa mál- inu á dreif. Hvaðanæva að berast fréttir um margvíslega tilraunastarf- semi í útvarps- og sjónvarps- rekstri. Nágrannaþjóðirnar færast markvisst til þeirrar áttar, að hlutur ríkisins verði sem minnstur. Hér á landi sjást þess og víða merki að einstakl- ingar búi sig undir afnám ríkis- einokunarinnar. Óhætt er að fullyrða að verkfall opinberra starfsmanna og útganga út- varps- og sjónvarpsmanna úr hinum opinberu stofnunum hafi valdið því að almenningur á íslandi gerði upp hug sinn, frjálsræðinu í vil. Kerfissjónarmiðin ráða miklu í þessu máli sem alltof mörgum öðrum. Þingmenn láta oft um of stjórnast af tregðu- lögmálum kerfisins frekar en áhuga almennings. í þessu máli verða þingmenn að láta hendur standa fram úr ermum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, formaður mennta- málanefndar sem hefur frum- varpið til meðferðar, vill að af- greiðslu þess sé flýtt og hið sama er að segja um Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráð- herra, flutningsmann þess. Á meðan meirihluti þingmanna er ekki sama sinnis og sumir þeirra reyna beinlínis að tefja málið í von um að eyðileggja það á þessu þingi, verður ríkis- einokunin því miður ekki af- numin. Öryggi í lofti Lýsingarnar á því sem gerð- ist við brottför tveggja flugvéla Flugleiða frá Keflavík- urflugvelli hinn 6. september síðastliðinn vekja óhug. Þá mátti engu muna, að tvær þot- ur með samtals 403 menn inn- anborðs rækjust hvor á aðra skömmu eftir flugtak. Ekki er langt um liðið síðan athyglin beindist að atviki sem varð skammt frá Vestmanna- eyjum; en þá mátti litlu muna að þota Arnarflugs lenti á kafbátaleitarvél varnarliðsins. í báðum þessum tilvikum kemur fram, að vinnuálag á flugumferðarstjóra sé svo mik- ið að þeir megi hafa sig alla við að sinna viðkvæmum og mikil- vægum skyldustörfum sínum. Úr þessu verður tafarlaust að bæta með því að ráða fleiri menn til flugumferðarstjórnar. í sjálfu sér er það illskiljan- legt fyrir þá sem ekki þekkja annað til flugmála en að ferð- ast í flugvélum, að hér á Kefla- víkurflugvelli liggi svo mikið á að hleypa flugvélum í loftið að ekki sé nema ein mínúta höfð á milli flugtaka. Þetta einfalda atriði vefst þó líklega meira fyrir þeim sem lítið vita en hin sem eru flóknari og snerta viðbrögð, samtöl og fyrirmæli flugstjórnarmanna og flugum- ferðarstjóra eftir að í loftið var komið. Almenningur á rétt á því að allir þættir þessa máls séu skýrðir opinberlega og jafn- framt verði gerð ítarleg grein fyrir því, hvernig að fram- kvæmd úrbóta verði staðið. REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 15. desember Kollsteypa Nú er svo komið að ráðamenn í Kína hafa lýst yfir því að marx- og lenínismi séu ekk- ert endanlegt guð- spjall og kenningar þeirra frá síðustu og fyrra hluta þessarar aldar eigi engan veginn við nú um stundir. Þeir hafi ekki þekkt þær aðstæður sem nútímafólk býr við, hvað þá tæknina sem hefur um- skapað flest þjóðfélög heimsins á nokkr- um áratugum. Þetta er mikil kollsteypa, ekki sízt fyrir þá sem höfðu tekið Maó formann í guðatölu, en auk þeirra gömlu goðkynj- uðu vera sem hann dýrkaði af fastheldni við forna siði Kínverja vitnaði hann sjálfur í Marx og Lenín sem alheilaga spámenn og lét þjóð sína kyngja því með sama hætti og aðrir ofsatrúarmenn: það skal í ykkur! Nú er jafnvel Deng, sem kallar ekki allt ömmu sína eftir langt stjórnmála- streð í Kína og er sjálfur kominn um áttrætt, orðinn huridleiður á þessum gömlu kenningalummum og vill opna Kína og þá ekki síður gefa fólkinu meiri tækifæri til þess að rækta garðinn sinn en verið hefur. Fréttirnar úr Kínaveldi hljóta um þessar mundir að vekja mikla athygli og við munum áfram fylgjast rækilega með þróun þessa fjölmennasta ríkis heims. Breytingar í heiminum eru nú svo miklar orðnar að enginn kippir sér leng- ur upp við það þótt heilu þjóðfélögin fái pólitíska slagsíðu eða taki kollsteypur í nýjum og nýjum byltingum, hvort sem þær eru kallaðar menningarbyltingar eða eitthvað annað. En atburði úti í heimi höfum við íslendingar ávallt látið okkur varða og svo mun enn þegar kínv- erskir ráðamenn og forsvarsmenn kommúnismans þar í landi lýsa blákalt yfir því að gamlar kenningar þeirra dugi ekki í nútímaþjóðfélagi og hafa að því er virðist manndóm til að horfast í augu við þá staðreynd. Fridar- og mannrétt- indabarátta Þróuninni í Sovétríkjunum hefur að vísu verið á annan veg háttað og virðist allt daga þar uppi í kreddum og hugsun forráðamanna minnir einna helzt á hraunrennsli sem stöðvast á miðri leið að engu takmarki. Þó höfum við fengið fréttir úr Sovétríkjunum um athyglis- verða atburði og þá einkum þegar þeir tengjast andófsmönnum og mikilvægri og hetjulegri mannréttindabaráttu þeirra. Nú síðast kynnumst við samtök- um sem kalla sig hóp til að koma á trausti milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna og hefur Sergei Batovrin, ung- ur listamaður, verið forystusauður þeirra. En staðnað karlaveldi Sovétríkj- anna þolir að sjálfsögðu ekki slíka hreyfingu og Batovrin var fleygt inná geðveikrasjúkrahús, en aðrir félagar samtakanna hundeltir eða varpað í fangelsi. Batovrin var síðan tilkynnt í maí í fyrra að hann gæti flutzt úr landi og nú býr þessi 27 ára gamli sovézki andófsmaður í New York og talar máli þeirra félaga sinna sem enn geta unnið að friðar- og mannréttindamálum í Sov- étríkjunum. í nýlegu samtali hefur Batovrin bent á að vestræn samtök geti haft áhrif á sovétstjórnina vegna þess hún sé við- kvæm fyrir því hvernig Vesturlandabú- ar hugsa um heimsveldi þeirra. Hann segir að vísu að það sé forsmánarlegt að friðarsinnar á Vesturlöndum hafi fram að þessu borið eitt mótmælaspjald gegn staðsetningu kjarnorkuvopna Sovétríkj- anna í Evrópu móti hverjum 100 spjöld- um gegn því að Vesturveldin reyni að tryggja öryggi sitt með eflingu varna og þá meðal annars með því að koma fyrir kjarnaoddum á meginlandi Evrópu. Engin mótmæli voru gegn SS-20-flaug- um Sovétmanna og þegar þeir láta hendur standa fram úr ermum í vígbún- aði er aðfaralaust hjá friðarsamtökum milli áróðurshríðanna. Er vert að minna á það hér að einn merkasti leiðtogi vest- ræns öryggis og lýðræðis, Mitterrand, forseti Frakklands, hefur sagt: „SS-20 eldflaugarnar eru austan tjalds og frið- arsinnarnir eru vestan tjalds." Friðarsinnar hafa eins og kunnugt er beint spjótum sínum alfarið gegn varn- arbúnaði Atlantshafsríkjanna en látið yfirgang Sovétríkjanna að mestu fram hjá sér fara. Það hefur Sovétstjórninni líkað vel, enda vill hún að allir snúist til hlýðni við Kremlverja. Rússum féll vel í eyru þessi hamagangur friðarsamtaka. En í samtalinu við Batovrin virðist hann telja að Sovétstjórnin sé að breyta afstöðu sinni til friðarhreyfinga á Vest- urlöndum og séu þær kallaðar NATO- handbendi, þegar þær ber nú á góma í Sovétríkjunum. Ástæðan sé sú að nú sé einnig farið að örla á gagnrýni á Sovét- stjórnina fyrir aukinn kjarnorkuvíg- búnað hennar á vesturlandamærum sín- um. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessara mála á næstu miss- erum. En auðvitað vilja allir frið í raun og veru. Sumir þó á þeim forsendum að þeir ráði heiminum, en aðrir vegna þess þeir hafa hugarfar Þorvalds í Hruna sem þótti sá kostur verstur ef hann þyrfti exi að eyða óvinum sínum. Sergei Batovrin segir einnig í fyrr- nefndu samtali, að ekki hafi verið geng- ið milli bols og höfuðs á samtökum hans og þeirra félaga. Þeim sé ógnað en þeim hafi ekki verið tortímt. Hann hvetur menn til að vera raunsæja. Sovétríkin séu alræðisríki þar sem milljónir manna hafi verið drepnar á fyrstu 40 árum kommúnismans og þar séu nú að minnsta kosti 10 þúsund pólitískir fang- ar. En landið sé ekki eins lokað og á stalínstímanum og unnt sé að koma þangað ýmsum upplýsingum sem áhrif geta haft. Ashkenazy og KGB í nýútkominni bók um Vladimir Ashkenazy sem íslendingum er að góðu kunnur er fjallað um viðskipti hans við sovézku leynilögregluna KGB og af- skipti stjórnvalda af persónulegum mál- efnum hans. Það er mikilvægt og raunar stórfróðlegt að fylgjast með upplýsing- um sovézkra flótta- og andófsmanna og hafa íslendingar kynnzt Sovétríkjunum meðal annars af frásögnum Ashkenazys hér á landi, en þær hafa opnað augu margra fyrir ofbeldinu. Þeir Islendingar sem lesa bókina um Ashkenazy sakna að vísu ýmissa upplýsinga sem snerta dvöl hans hér á landi, frásagnar um heimsókn foreldra hans hingað og ým- islegt fleira, en við því verður ekki gert og ástæða til að einbeita huganum að því sem merkilegast er í bókinni. Við eigum líka mikilvægar upplýsingar um Ashkenazy í íslenzkum heimildum. Við höfum kynnzt Kortsnoj og Búk- ofskí svo að nöfn séu nefnd og hrika- legum frásögnum þeirra um persónu- lega reynslu og ástandið í Sovétríkjun- um. Fyrir skömmu var úrdráttur úr bók Galínu, eiginkonu Rostropovits, hér í Morgunblaðinu, en bók hennar hefur vakið gífurlega athygli um allan heim, enda er hún afar persónuleg og upplýs- andi fyrir þá sem vilja skoða bakvið Pótemkíntjöldin sovézku. Þar er meðal annars fjallað um aðdraganda þess að Rostropovits hrökklaðist úr landi, en ein helzta ástæða þess var sú að hann yfirgaf ekki vini sína sem áttu undir högg að sækja, Solzhenitsyn og Sakarov, en honum var jafnvel boðin stjórnun- arstaða við Bolshoj-leikhúsið ef hann brygðist Sakarov. Það gerði hann ekki. Frásögn konu hans af viðbrögðum þeirra hjóna er í senn áhrifamikil og upplýsandi. Rostropovits er ógleyman- legur öllum sem hittu hann hér á landi, ekki síður en Búkovski og Kortsnoj. f bókinni um Ashkenazy segir m.a. svo um viðskipti hans við fulltrúa al- ræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum: „Þeir kostir sem hugsandi fólk á völ á eru ógnvekjandi og hræðilegir. Ashken- azy heldur áfram: „Allir sæmilega greindir menn í Rússlandi vita að það sem þar er að gerast er hræðilegt. Þeir verða að gera upp við sig hvort þeir vilja þola þetta, gera sér hversdagslífið bæri- legt með því að reyna að hugsa ekki mikið um hvað þeir ættu að gera eða gætu gert, þar sem þeir vita að enda þótt þeir ættu að gera eitthvað hefði það bara hroðalegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sjálfa, fjölskyldur þeirra og nánustu vini. En ef menn komast að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki gert neitt, eru þeir þar með að semja við sína eigin samvisku og byrjaðir að brjóta niður sinn eigin persónuleika. En þeir fáu sem ákveða að gera eitthvað velja sér svo ótrúlega erfiða lífsbraut að þeir eyðileggja hugsanlega líka eitthvað af sínum eigin persónuleika þótt á annan hátt sé. Það er hræðileg kaldhæðni að þegar KGB lokar andófsmenn inni á geðveikrahælum með þeim rökum að þeir séu ekki heilir á geðsmunum er viss fáránlegur sannleikur fólginn í þeim fullyrðingum. Menn þurfa að vera haldnir nokkurri brjálsemi til að halda uppi andófi í Sovétríkjunum því að það jafngildir í raun sjálfsmorði. Menn dæma sjálfa sig til ótrúlegra þjáninga, bæði líkamlegra og andlegra, þar sem búast má við að þeir eyði helmingi ævi sinnar í fangelsum, vinnubúðum eða á geðveikrahælum — þetta er í raun tor- tíming á eigin lífi. KGB og flokksforyst- an geta ekki skilið hvernlg nokkrum heilvita manni geti dottið í hug að taka sjálfviljugur á sig slíkar þjáningar. Yf- irvöld ákveða því að þeir sem haga sér öðruvísi en ætlast er til af venjulegum þjóðfélagsþegnum séu afbrigðilegir og þess vegna brjálaðir. Hvað afbrigðilegt telst ákvarða þeir sjálfir. Öll þjóðfélög gera þetta að vissu marki, en í Sovét- ríkjunum eru bönnin ótrúlega mörg, og enginn má hafa neinar skoðanir sem brjóta í bága við hinn opinbera boðskap Flokksins og ríkisins." Og ennfremur: „Tvo atvik eru henni (þ.e. Þórunni) mjög minnisstæð. Einu sinni fór hún með manni sínum á hljómleika og var með lítinn gullkross um hálsinn. Amma hennar hafði gefið henni þennan kross. Nokkrum dögum síðar kallaði forstjóri Fílharmóníunnar á Ashkenazy og sagði honum að þar sem kona hans væri nú sovéskur þegn ætti hún ekki að vera með kross opinberlega. Skömmu síðar komu tveir íslenskir stúdentar nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra. Þeir dvöldu þá í Moskvu og voru báðir kommúnistar. Þegar þeir höfðu heim- sótt þau nokkrum sinnum var Ashken- azy enn kallaður á beinið og sagt að hann ætti ekki að taka á móti erlendum gestum í íbúð sinni. Ashkenazy benti á að þessir útlendingar væru bæði íslend- ingar og kommúnistar, en þær mótbár- ur skiptu engu máli. Þegar Þórunn gekk með fyrsta barn þeirra hjóna varð hún vör við þann mun sem er á heilbrigðisþjónustu fyrir út- lendinga og Sovétþegna. Talin var hætta á fósturláti og hún var tvívegis lögð á sjúkrahús. í seinna sinnið, eftir að hún var orðinn sovéskur ríkisborgari, voru aðstæður allar lakari og gestir máttu ekki heimsækja hana, ekki einu sinni eiginmaður hennar, og meðhöndl- unin öll var mun kæruleysislegri. Þegar barnið fæddist fékk Þórunn sem betur fór inni á sjúkrahúsinu sem hún hafði upphaflega komið á sem útlendingur sex mánuðum fyrr. Yfirmaður fæðingar- deildarinnar hélt loforð sem hann hafði þá gefið henni um að hún fengi að fæða barnið á þessu sjúkrahúsi. En Ashken- azy fékk ekki að vera viðstaddur fæð- inguna og ekki heldur að heimsækja hana. Hann fékk ekki einu sinni að sjá fyrsta barn sitt, Vladimir Stefán, fyrr en níu dögum eftir fæðinguna. Þriðja barnið, Dimitri (Dimka), átti hún á sjúkrahúsi í New York. Eitt sinn á stofugangi sagði bandaríski yfirlækn- irinn að Sovétmenn hefðu verið braut- ryðjendur í því að hvetja feður til að vera viðstadda fæðingu barna sinna. Þórunn var fljót að leiðrétta þennan misskilning — eða öllu heldur þær röngu upplýsingar sem hann hafði feng- ið vegna þess að þetta er eitt þeirra atriða sem sovéska áróðursvélin spýr út úr sér til að telja saklausu fólki trú um áhuga Sovétmanna á hinum mannlega þætti. „Fyrstu hjónabandsár okkar voru á margan hátt erfið. Til ársloka 1962 bjuggum við hjá foreldrum mínum í öðru herberginu í íbúðinni þeirra. Vitanlega var allt sameiginlegt og enda þótt mér fyndist þetta ekkert einkenni- legt þar sem ég var vanur því frá barn- æsku, ætti öllum vestrænum lesendum að vera Ijóst að fyrir Þórunni var það hvorki auðvelt né rómantískt upphaf á hjónabandinu. Þegar hún fékk sovéska vegabréfið sitt fylgdi því smáræða þar sem hún var boðin velkomin sem þegn „frjálsasta lands heimsins". Hún komst brátt að því hversu frjálst það er, en hún var ekki haldin neinum fordómum þegar við hófum búskap okkar í Sovétríkjunum. Hún snerist einungis gegn kerfinu vegna þess hvernig það meðhöndlaði okkur. Henni fannst sú meðferð bæði fáránleg og óskiljanleg. Þórunn var gjörsamlega ópólitísk og kom til Moskvu full aðdáunar á tónlist og tón- listarmenntun þar. Þá var hún ung, óreynd og full vinsemdar, og það hefði ekki verið erfitt að hafa hana tiltölulega 'ánægða. En þjóðfélagið þolir ekki óháða einstaklinga sem í fyrstu skilja ekki kerfið og neita síðan að sætta sig við óheiðarleikann og fáránleikann í sov- éska kerfinu." Þórbergur frjáls- hyggjumadur! í lok þessa Reykjavíkurbréfs er ekki úr vegi að minnast á nýútkomið rit- gerðasafn Halldórs Laxness, Og árin líða. Lokakafli þess heitir Kaþólsk við- horf og er þar fjallað um ritdeilur Hall- dórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar eftir að Bréf til Láru kom út. Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir alla þá sem vilja fylgjast með umræðum um Stórasann- leik að kynna sér rækilega þessar rit- deilur. Þarna takast engin smámenni á, heldur tveir í hópi mestu stílista ís- lenzkrar tungu á þessari öld. Þegar menn skrifa um hugsjónir sín- ar, hvort sem um er að ræða í trúmálum eða stjórnmálum, er þeim venjulegast mikið niðri fyrir. Það er Halldóri Lax- ness einnig í þessu uppgjöri og hann telur enn ástæðu til að minnast ræki- lega þessara deilna og er það út af fyrir sig athyglisvert. En þó er hitt fróðlegra að sjá hvernig hann fjallar um starfs- bróður sinn og vin eins og hann kemst að orði í upphafi ritgerðarinnar. í kapp- ræðunni kallar hann Þórberg frjáls- hyggjumann og væri gaman að vita hvernig Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni lízt á slíka hólfun á þessum látna erkifjanda frjálshyggjumanna. En það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá hvernig merking orða breytist. Þannig er talað um einsýnan mann í fornu riti og merkir þá ekki þröngsýnan eins og nú á dögum heldur eftir orðsins hljóðan eineygur maður. Þá telur Laxness að Þórbergur gangi berserksgang á prenti og líkir honum við Jón þumlung sem var haldinn illum öndum eins og kunnugt er. Til gamans og fróðleiks lýkur Reykjavíkurbréfi að þessu sinni með tilvitnun í Kaþólsk viðhorf, enda er efnið innan þess ramma sem þessu bréfi er ætlaður. Halldór Laxness segir í VI kafla rit- gerðarinnar, sem heitir Þórbergur Þórðarson frjálshyggjumaður og rit- snillingur: „Það er ekki ætlun þess er þetta ritar að semja almenna kaþólska trúvarnar- fræði; til þess er naumast tími kominn ennþá hér á landi, enda mundu annir og kunnáttuleysi baga mér frá að færast slíkt í fáng. Markmið þessa ritlíngs er að gera lesendum Þórbergs Þórðarsonar sannari grein og hlutvandari en hann hefur borið gæfu til, um afstöðu kirkj- unnar til nokkurra málefna. Það sem knýr mig til þess er svipuð tilfinníng og varna mundi hverju íslensku barni að halda að sér höndum ef ráðist væri á móður þess. Annars þekki ég af reynslu ógerníng þess að hefja alvarlega kappræðu um kaþólsk mál við Þórberg; þar stendur annar í austri, hinn í vestri, og skortir þann grundvöll sem deilan hlýtur að verða háð á ef rödd kappræðendanna á ekki að deyja út einhverstaðar mittá- milli heimshorna. Frjálshyggjumaður kann ekki að dæma um hinn opinberaða sannleik kristindóms fremur en stræta- pentari um ljósmyndagerð. { augum manns er trúir á hugsunarfrelsi og pri- vate judgement getur sannleikur varla verið hugsanlegur; hann er hrafninn sem miðar við ský staðinn þarsem hann gróf niður æti sitt; speki hans er flökt, neikvætt og hvíldarlaust. Ég get ekki látið hjá líða, áður en leingra er haldið, að dást að hinni næmu handlægni í framsagnarhætti sem bók Þórbergs ber vitni um; sem fákunnandi stéttarbróðir hans í bókritun fæ ég ekki orða bundist um þá aðdáun. „Bréf til Láru“ sýnir snúníngsliprara túngutak og þjálfaðri smekk fyrir frásagnarfeg- urð en títt er meðal þeirra sem skrifa í lausu máli hér. ímyndunarafl mannsins hefur ótrúlega spennivídd og málstakk- urinn býsna litauðugur; hann segir „alt sem honum dettur í hug um alt sem honum dettur í hug“; þessi ósnortni hugsunarháttur er fáum gefinn og enn færri lánast að halda honum óbreingl- uðum, því bókleg menntun og lærdómur eru féndur hans. Annað höfuðeinkenni Þórbergs er berserksgángurinn; hann er einsog loddari sem dansar viltan dans á glóandi járnrist og étur eld; fólk stað- næmist altíkríng gapandi og gónandi. Sálarlífslýsíngum hans er þannig farið að manni dettur í hug Dostojevskí, brjálkendar sögur Edgar Allan Poes, Legender Strindbergs eða Inferno og Píslarsaga Jóns Magnússonar; mikill hluti bókarinnar er auðug náma fyrir þá sem stunda sálarlíf rutlaðra manna, og nær ritsnild hans hámarki í þeim köfl- um.“ Og þá er að kynna sér vopnaburð Þórbergs og fylgjast með skylmingum kappanna sem virðast nú standa sem hæst, þótt Ofvitinn á Hala sé raunar löngu dauður. En — slíkir menn deyja víst aldrei. Þeir lifa í verkum sínum. „Er vert ad minna á það hér að einn merkasti leið- togi vestræns öryggis og lýð- ræðis, Mitter- rand, forseti Frakklands, hefur sagt: „SS-20 eld- flaugarnar eru austan tjalds og friðarsinn- arnir eru vest- an tjalds.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.