Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Arviss uppákoma á þingi: Aðför að Atlants- ha fsbandalaginu Utandagskrárumræða 6. desember sl. Aílar götur frá stofnun Atl- antshafsbandalagsins hefur friður ríkt í þeim heimshluta sem það spannar, V-Evrópu og N-Ameríku. A sama tíma, eða frá lyktum heimsstyrjaldarinnar síðari, hafa 50 milljónir manna látið lífið í meira en 150 staðbundnum vopna- átökum, ýmist milli ríkja eða inn- an þeirra, annars staðar í veröld- inni, samkvæmt heimildum sem fram koma í „RKÍ-fréttum“ (6/84). Þrjár meginplágur mannkyns Vestur-Evrópa var meginvett- vangur tveggja heimsstyrjalda á þessari öld, 1914—1918 og 1939—1945. Meðal þjóða sem hernumdar vóru í siðari heim- styrjöldinni, þrátt fyrir yfirlýst en haldlítið hlutleysi, vóru Danmörk, ísland og Noregur. Eftir stríðið stóðu þessar þjóðir, ásamt megin- þorra lýðræðisríkja, að stofnun Atlantshafsbandalagsins. Frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins, eða í fjörutíu ár. hefur ríkt friður í V-Evrópu. Á sama tíma hafa 50 milljónir manna týnt lífi í meira en 150 staðbundnum styrjöldum annars staðar í veröld- inni. Þessi staðbundnu stríð eru ein af þremur meginplágum mannkyns á næstliðnum áratug- um. Önnur er flóttamannavand- amálið, en milljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna bylt- inga, átaka milli og innan rikja, pólitísks óróa, skorts á mannrétt- indum eða fátæktar. Þriðja plágan er hungur, sem m.a. á rætur í þurrkum (uppskerubresti) og öðr- um bjargarbágindum. Þessar höf- uðplágur skarast oftlega. Þjóðir, sem lúta þjóófélagsgerð sósíalisma og hagkerfi marxisma, tengjast það oft framangreindum vandamálum, að tilviljun ein get- ur ekki valdið, þótt fleira komi aö sjálfsögðu til. Örlög A-Evrópu- ríkja, sem komust undir hæl Sov- étríkjanna skömmu fyrir stofnun NATO, eru okkur í fersku minni, og hörmuleg þjóðfélagsframvinda í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi, að ógleymdum Berlín- armúrnum, mannréttindatákni heimskommúnismans. Við munum innrás Sovétríkjanna í Afganistan og Víet-Nam í Kambódíu, en þar standa staðbundin stríð í dag. Það er marxísk byltingarstjórn sem ræður ríkjum í Eþíópíu. „Friðar- hermenn" frá Kúbu gista ýmis Afríkulönd. Þannig mætti lengi telja. V-Evrópuþjóðir, sem búið hafa við frið í fjörutíu ár, hljóta að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort varnarbandalag lýðræðis- ríkja ámóta og Atlantshafsbanda- lagið, ef til hefði verið á fjórða áratugnum, hefði komið í veg fyrir heimsstyrjöldina síðari og allar hennar hörmungar. Meirihluti þings og þjóðar Mikill meirihluti þings og þjóð- ar styður aðild Islands að Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samninginn við Bandaríkin. Engu að síður efna andstæðingar vest- ræns varnarsamstarfs til árvissra mótaðgerða á Alþingi, einkum þegar Alþýðubandalagið er utan ríkisstjórnar. Ein slík uppákoma var sviðsett í sameinuðu þingi 6. desember sl. að frumkvæði Hjör- leifs Guttormssonar. Áður en vik- ið verður nánar að henni er nauð- synlegt að líta um öxl. William F. Arkin, bandarískur vinstrisinni, fullyrti í fréttaviðtali við ríkisútvarpið 1980, að kjarna- vopn væru geymd á Keflavíkur- flugvelli. Þessi fullyrðing, sem Arkin viðurkenndi síðar ranga, varð þingmönnum Alþýðubanda- iags tilefni til utandagskrár- umræðna á Alþingi 22. maí 1980, sem mikið veður var úr gert í Þjóðviljanum — og víðar. Þessi sami einstaklingur stað- hæfir nú, og ber fyrir sig ljósrit af meintu leyndarskjali, að forseti Bandaríkjanna hafi þegar árið 1975 heimilað bandaríska flotan- um að staðsetja kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli á styrjaldar- tímum. Geir Hallgrímsson, utanrikis- ráðherra, komst svo að orði um þetta efni: „Ég tók þá afstöðu strax að rétt væri að fá fram skýringar Banda- ríkjastjórnar á tilvist þessa skjals (innskot: ljósriti af fjórum blað- síðum úr stærra skjali) og inni- haldi áður en ályktanir eru dregn- ar af þvi sem á þessum blaðsíðum má sjá. Ég tel það allsendis ófull- nægjandi umræðugrundvöll að þessar fjórar blaðsíður einar séu forsenda umræðu um svo alvarleg mál sem geymsla og notkun kjarn- orkuvopna er. Þess vegna tel ég ekki tímabært að fara langt út í efnisatriði málsins og tel að það verði að bíða þess að frekari upp- lýsinga sé aflað, sem ég hef þegar gert ráöstafanir til að komi sem allra fyrst... Ég tel enga ástæðu til þess að byggja á framkomnum upplýsingum Arkins að svo stöddu og geymi mér þess vegna að að draga ályktanir af því skjali...“ Þetta er eðlileg afstaða, einkum í ljósi „áreiðanleika" fyrri stað- hæfinga Vilhjálms af Örk, eins og Þjóðviljinn nefnir þetta vætti sitt. Niöurstaöa í spurnarformi — ratsjárstöövar Kjarnavopn vóru yfirvarp þeirr- ar uppákomu á Alþingi, sem hér er um fjallað, en grunnt var á ratsjárstöðvum, ef grannt var hlustaö. Það er því fróðlegt að skoða þá niðurstöðu sem máls- hefjandi komst að, þó fram væri sett í spurnarformi. Orðrétt sagði Hjörleifur Guttormsson: „Telur hæstv. utanríkisráðherra ekki þörf á að endurmeta afstöðu islenzkra stjórnvalda til herstöðv- arinnar á Miðnesheiði, nýlegra framkvæmda þar og fram- kvæmdaáforma, m.a. um nýjar ratsjárstöðvar, í ljósi framkom- inna upplýsinga." Geir Hallgrímsson vitnaði til ummæla forvera síns, Ólafs Jó- hannessonar, á fundi Atlants- hafsráðsins: „Ég vil við þetta tækifæri ítreka þær yfirlýsingar, sem fyrirrennar- ar mínir hafa gefið hér í ráðinu, þessefnis, að það er og hefur ætíð verið eitt af grundvallaratriðum íslenzkrar varnarmálastefnu að engin kjarnavopn skuli vera í landinu. Og ég er þess fullviss að engin íslenzk ríkisstjórn getur samþykkt að falla frá þeirri stefnu." „Ég vil bæta við,“ sagði Geir Hallgrímsson, „að á fyrsta fundi Atlantshafsráðsins, sem ég sat í París vorið 1983, tók ég fram, ítrekaði og staðfesti þessa sömu stefnu íslendinga varðandi kjarnavopn. Þess vegna er full ástæða til að ætla að þessi ákvör- ðun og stefna okkar sé virt, hvort heldur er á friðar- eða ófriðartím- um, þ.e. að það sé á valdi íslenzkra stjórnvalda, hvort hér séu geymd kjarnavopn eða ekki.“ Spurningu Hjörleifs svaraði utanríkisráðherra m.a. svo: „Ég tel enga ástæðu til þess að byggja á framkomnum upplýsing- um Arkins að svo stöddu og geymi mér þess vegna að draga ályktanir af því skjali...“ Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvaðst hafa spurt W. Arkin um álit hans á ratsjár- stöðvum. Orðrétt sagði Stein- grímur: „Hann orðaði það svo að þessar hugmyndir um ratsjárstöðvar teldi hann mikið smámál og gæti ekki séð að þær stofnuðu til auk- innar hættu fyrir tslendinga. Hann gat þess að þetta væru litlar stöðvar og ekki af þeirri gerð sem sér yfir sjóndeildarhringinn t.d. Hér væri fyrst og fremst um við- leitni ameríska flotans að ræða til að spara í rekstri mjög kostnað- arsamra flugvéla, svokallaðra AWACS-flugvéla, sem halda yrði á lofti stöðugt og flotanum hefði ekki tekizt að fá heimild til að fjölga í sinni þjónustu. Þær væru bæði mjög kostnaðarsamar og dýrar í rekstri. Hann nefndi að hann teldi nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga að fullvissa okkur um það að við gætum haft þau afnot af ratsjárstöðvum sem um væri talað, þær væru ekki ein- ungis í hernaðarskyni." ' Nálgast landráö í þeim skilningi ... Hjörleifur Guttormsson komst svo að orði, er hann ræddi um Keflavíkurstöðina: „I þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga þá túlkun á ákvæð- um vamarsamningsins frá 1951 að Keflavíkurflugvöllur sé nánast bandarískt yfirráðasvæði en ekki íslenzkt. Er hugsanlegt að banda- rísk stjórnvöld líti svo á rétt sinn og yfirráð á þessu svæði að þau þurfi af þeim sökum ekki að leita heimildar íslenzkra stjórnvalda smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar þjónusta Dyrasímar — raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. VEROBRÉ FAMARKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR 6 HÆO KAUP OG SALA VEOSKUL DABRÉFA SIMI 687770 Smellurammar (glerrammar). Landsins mesta úrval i Amatör, L.v. 82. s. 12630. Ódýrar bækur — Ljóömæli og Útnesjamenn til sölu á Hagamel 42, simi 15688. Hef mikið úrval af minka-, muskrat- og refa- skinnstreflum. Sauma húfur og pelsa eftir máli. Skinnasalan Laufásvegi 19, simi 15644. Skipstjóri Skipstjóri, sem er 36 ára gamall. með öll réttindi, vanur linu, loónu og úthafsrækjuveióum og einnig reynslu á kaupskipum, óskar eftir góóu skipi frá og meó 15. jan. 1985. Tilboó merkt „S — 3800“ sendist augl.deild Mbl. sem fyrst. □ Gimli 598412177 — Jf. I.O.O.F. 3 = 16612178 = Jv. I.O.O.F. 12 = 16612168Vi = 9.Jv. □ MiMIR 598412166 — Jóla- fundur I.O.O.F. 10 = 16612178’/? = Jólav. Fíladelfía Keflavík Jólafagnaöur sunnudagaskólans er kl. 14.00 í dag aó Hafnargötu 84 Fjölbreytt dagskrá. öll börn sunnudagaskólans eru velkomin. Fíladelfía Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík i dag, sunnudag, veröur almenn samkoma kl. 17.00. Veriö vel- komin Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 í Siöumúla 8. Allir vel- komnir Trú og líf Við erum meö samveru i Háskóla- kapellunni i dag. Ræöumaður: Barry Austin frá Youth With a Mission. Þú ert velkominn. Trú og líf. KFUM og KFUK Amtmannsstíg 2B Litlu jólin fyrir alla fjölskylduna i dag kl. 15.00. Fjölþætt dagskrá í umsjón fjölskyldudeildar og Élja- gangs. Jólaþáttur, helglleikur, barnakór. hugvekja, gengið f kringum jólatré, jólasveinar koma i heimsókn meö góögæti i pokum sinum. Vegna veitinga verður aögangseyrir kr. 50,00. Allir velkomnir. Kl. 20.30 almenn samkoma Astriöur Haraldsdóttir tónlistar- fulltrui KFUM og KFUK talar. Tekiö á móti gjöfum i launasjóö Allir velkomnir. FERÐAFÉLAo ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Áramótaferð til bórs- merkur (4 daga) Brottför kl. 08, laugardag 29. desember, til baka þriöjudag 1. janúar. i sæluhúsi Feröafélagsins í Þórsmörk er besta aöstaöa sem gerist i óbyggöum aö mati feröamanna, svefnpláss i 4—8 manna herbergjum, miöstööv- arhitun og rúmgóö setustofa. Byrjið nýtt ár í Þórsmörk i góö- um félagsskap. Kvöldvökur, ára- mótabrenna og gönguferöir til dægrastyttingar Fararstjórar: Lára Agnarsdóttir og Pétur Guó- mundsson. Farmiöasala og allar | upplýsingar á skrifstofu Fi, ðldu- götu 3. Ath.: Takmarkaöur sætafjðldi. Feröafélagiö notar allt gistirými í Þórsmörk um ára- mótin fyrir sina farþega. Feröafélag Islands. Fíladelfía Sunnudagaskólinn byrjar kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14.00. Ræöumaöur Einar J. Gislason. Hátiöarguösþjónusta kl. 20.00. Minnst 50 ára afmælis Aftureld- ingar. Ræöumenn starfsmenn blaösins o.fl. Fjölbreyttur söng- ur. Samskot til blaöadreifingar FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferð sunnudag 16. desember kl. 13. Gönguferö á Helgatell (338 m) viö Hafnarfjörö. Létt og stutt gönguferö. Verö kr. 200.-. Fritt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Brottför frá Umferðarmiöstðö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I dag kl. 14.00 .Fyrstu tónar jól- anna". Fjölbreytt dagskrá fyrlr alla fjölskylduna, m.a. leiksýn- ing. Kveikt á jólatrénu og „herkaffi". Allir velkomnir. UTIVISTARFEROIR Sunnudagur 16. des. kl. 13. Hrauntunga — Kapellan I hrauninu. Létt ganga f. alla. Fornar fjárborgir o.fl. Brottför frá BSl, bensínsölu (i Hafnarflröi v. kirkjug ). Sjáumst. Í l,f J UTIVISTARFERÐIR Áramótaferö Útivistar í Þórsmörk Brottför 29. des. kl. 8. 4 dagar. Gist i einum glæsilegasta fjalla- skála landsins, Utivistarskálan- um Básum. M.a. veröa göngu- feröir, kvöldvökur, áramóta- brenna og blysför. Fararstjórar: Kristján M. Baldursson og Bjarki Haröarson. Uppl. og farmiöar á skrifst. Lækjarg. 6a. sími 14606. Farmiöa veröur aö sækja í síö- asta lagi 21. des. Ath. Utivist notar allt gistirými í Básum um áramótin. Útivistarfólagar: Muniö aö greiöa heimsenda gíróseöla fyrlr árgjaldinu. Sjáumstl Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, sunnudags- kvöld kl. 8. Nýtt líf — Kristið samfélag Almenn samkoma í dag kl. 14.00 aö Brautarholti 28. Allir hjartan- lega velkomnir. Völvufell 11 Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11.30. Almenn guösþjónusta kl. 16.30. Samkomustjóri Svanur Magnússon. Krossínn Almenn samkoma í dag. kl. 16.30, aö Alfhólsvegi 32, Kópa- vogi. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.