Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 58

Morgunblaðið - 16.12.1984, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Arviss uppákoma á þingi: Aðför að Atlants- ha fsbandalaginu Utandagskrárumræða 6. desember sl. Aílar götur frá stofnun Atl- antshafsbandalagsins hefur friður ríkt í þeim heimshluta sem það spannar, V-Evrópu og N-Ameríku. A sama tíma, eða frá lyktum heimsstyrjaldarinnar síðari, hafa 50 milljónir manna látið lífið í meira en 150 staðbundnum vopna- átökum, ýmist milli ríkja eða inn- an þeirra, annars staðar í veröld- inni, samkvæmt heimildum sem fram koma í „RKÍ-fréttum“ (6/84). Þrjár meginplágur mannkyns Vestur-Evrópa var meginvett- vangur tveggja heimsstyrjalda á þessari öld, 1914—1918 og 1939—1945. Meðal þjóða sem hernumdar vóru í siðari heim- styrjöldinni, þrátt fyrir yfirlýst en haldlítið hlutleysi, vóru Danmörk, ísland og Noregur. Eftir stríðið stóðu þessar þjóðir, ásamt megin- þorra lýðræðisríkja, að stofnun Atlantshafsbandalagsins. Frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins, eða í fjörutíu ár. hefur ríkt friður í V-Evrópu. Á sama tíma hafa 50 milljónir manna týnt lífi í meira en 150 staðbundnum styrjöldum annars staðar í veröld- inni. Þessi staðbundnu stríð eru ein af þremur meginplágum mannkyns á næstliðnum áratug- um. Önnur er flóttamannavand- amálið, en milljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna bylt- inga, átaka milli og innan rikja, pólitísks óróa, skorts á mannrétt- indum eða fátæktar. Þriðja plágan er hungur, sem m.a. á rætur í þurrkum (uppskerubresti) og öðr- um bjargarbágindum. Þessar höf- uðplágur skarast oftlega. Þjóðir, sem lúta þjóófélagsgerð sósíalisma og hagkerfi marxisma, tengjast það oft framangreindum vandamálum, að tilviljun ein get- ur ekki valdið, þótt fleira komi aö sjálfsögðu til. Örlög A-Evrópu- ríkja, sem komust undir hæl Sov- étríkjanna skömmu fyrir stofnun NATO, eru okkur í fersku minni, og hörmuleg þjóðfélagsframvinda í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi, að ógleymdum Berlín- armúrnum, mannréttindatákni heimskommúnismans. Við munum innrás Sovétríkjanna í Afganistan og Víet-Nam í Kambódíu, en þar standa staðbundin stríð í dag. Það er marxísk byltingarstjórn sem ræður ríkjum í Eþíópíu. „Friðar- hermenn" frá Kúbu gista ýmis Afríkulönd. Þannig mætti lengi telja. V-Evrópuþjóðir, sem búið hafa við frið í fjörutíu ár, hljóta að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort varnarbandalag lýðræðis- ríkja ámóta og Atlantshafsbanda- lagið, ef til hefði verið á fjórða áratugnum, hefði komið í veg fyrir heimsstyrjöldina síðari og allar hennar hörmungar. Meirihluti þings og þjóðar Mikill meirihluti þings og þjóð- ar styður aðild Islands að Atl- antshafsbandalaginu og varnar- samninginn við Bandaríkin. Engu að síður efna andstæðingar vest- ræns varnarsamstarfs til árvissra mótaðgerða á Alþingi, einkum þegar Alþýðubandalagið er utan ríkisstjórnar. Ein slík uppákoma var sviðsett í sameinuðu þingi 6. desember sl. að frumkvæði Hjör- leifs Guttormssonar. Áður en vik- ið verður nánar að henni er nauð- synlegt að líta um öxl. William F. Arkin, bandarískur vinstrisinni, fullyrti í fréttaviðtali við ríkisútvarpið 1980, að kjarna- vopn væru geymd á Keflavíkur- flugvelli. Þessi fullyrðing, sem Arkin viðurkenndi síðar ranga, varð þingmönnum Alþýðubanda- iags tilefni til utandagskrár- umræðna á Alþingi 22. maí 1980, sem mikið veður var úr gert í Þjóðviljanum — og víðar. Þessi sami einstaklingur stað- hæfir nú, og ber fyrir sig ljósrit af meintu leyndarskjali, að forseti Bandaríkjanna hafi þegar árið 1975 heimilað bandaríska flotan- um að staðsetja kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli á styrjaldar- tímum. Geir Hallgrímsson, utanrikis- ráðherra, komst svo að orði um þetta efni: „Ég tók þá afstöðu strax að rétt væri að fá fram skýringar Banda- ríkjastjórnar á tilvist þessa skjals (innskot: ljósriti af fjórum blað- síðum úr stærra skjali) og inni- haldi áður en ályktanir eru dregn- ar af þvi sem á þessum blaðsíðum má sjá. Ég tel það allsendis ófull- nægjandi umræðugrundvöll að þessar fjórar blaðsíður einar séu forsenda umræðu um svo alvarleg mál sem geymsla og notkun kjarn- orkuvopna er. Þess vegna tel ég ekki tímabært að fara langt út í efnisatriði málsins og tel að það verði að bíða þess að frekari upp- lýsinga sé aflað, sem ég hef þegar gert ráöstafanir til að komi sem allra fyrst... Ég tel enga ástæðu til þess að byggja á framkomnum upplýsingum Arkins að svo stöddu og geymi mér þess vegna að að draga ályktanir af því skjali...“ Þetta er eðlileg afstaða, einkum í ljósi „áreiðanleika" fyrri stað- hæfinga Vilhjálms af Örk, eins og Þjóðviljinn nefnir þetta vætti sitt. Niöurstaöa í spurnarformi — ratsjárstöövar Kjarnavopn vóru yfirvarp þeirr- ar uppákomu á Alþingi, sem hér er um fjallað, en grunnt var á ratsjárstöðvum, ef grannt var hlustaö. Það er því fróðlegt að skoða þá niðurstöðu sem máls- hefjandi komst að, þó fram væri sett í spurnarformi. Orðrétt sagði Hjörleifur Guttormsson: „Telur hæstv. utanríkisráðherra ekki þörf á að endurmeta afstöðu islenzkra stjórnvalda til herstöðv- arinnar á Miðnesheiði, nýlegra framkvæmda þar og fram- kvæmdaáforma, m.a. um nýjar ratsjárstöðvar, í ljósi framkom- inna upplýsinga." Geir Hallgrímsson vitnaði til ummæla forvera síns, Ólafs Jó- hannessonar, á fundi Atlants- hafsráðsins: „Ég vil við þetta tækifæri ítreka þær yfirlýsingar, sem fyrirrennar- ar mínir hafa gefið hér í ráðinu, þessefnis, að það er og hefur ætíð verið eitt af grundvallaratriðum íslenzkrar varnarmálastefnu að engin kjarnavopn skuli vera í landinu. Og ég er þess fullviss að engin íslenzk ríkisstjórn getur samþykkt að falla frá þeirri stefnu." „Ég vil bæta við,“ sagði Geir Hallgrímsson, „að á fyrsta fundi Atlantshafsráðsins, sem ég sat í París vorið 1983, tók ég fram, ítrekaði og staðfesti þessa sömu stefnu íslendinga varðandi kjarnavopn. Þess vegna er full ástæða til að ætla að þessi ákvör- ðun og stefna okkar sé virt, hvort heldur er á friðar- eða ófriðartím- um, þ.e. að það sé á valdi íslenzkra stjórnvalda, hvort hér séu geymd kjarnavopn eða ekki.“ Spurningu Hjörleifs svaraði utanríkisráðherra m.a. svo: „Ég tel enga ástæðu til þess að byggja á framkomnum upplýsing- um Arkins að svo stöddu og geymi mér þess vegna að draga ályktanir af því skjali...“ Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvaðst hafa spurt W. Arkin um álit hans á ratsjár- stöðvum. Orðrétt sagði Stein- grímur: „Hann orðaði það svo að þessar hugmyndir um ratsjárstöðvar teldi hann mikið smámál og gæti ekki séð að þær stofnuðu til auk- innar hættu fyrir tslendinga. Hann gat þess að þetta væru litlar stöðvar og ekki af þeirri gerð sem sér yfir sjóndeildarhringinn t.d. Hér væri fyrst og fremst um við- leitni ameríska flotans að ræða til að spara í rekstri mjög kostnað- arsamra flugvéla, svokallaðra AWACS-flugvéla, sem halda yrði á lofti stöðugt og flotanum hefði ekki tekizt að fá heimild til að fjölga í sinni þjónustu. Þær væru bæði mjög kostnaðarsamar og dýrar í rekstri. Hann nefndi að hann teldi nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga að fullvissa okkur um það að við gætum haft þau afnot af ratsjárstöðvum sem um væri talað, þær væru ekki ein- ungis í hernaðarskyni." ' Nálgast landráö í þeim skilningi ... Hjörleifur Guttormsson komst svo að orði, er hann ræddi um Keflavíkurstöðina: „I þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga þá túlkun á ákvæð- um vamarsamningsins frá 1951 að Keflavíkurflugvöllur sé nánast bandarískt yfirráðasvæði en ekki íslenzkt. Er hugsanlegt að banda- rísk stjórnvöld líti svo á rétt sinn og yfirráð á þessu svæði að þau þurfi af þeim sökum ekki að leita heimildar íslenzkra stjórnvalda smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar þjónusta Dyrasímar — raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. VEROBRÉ FAMARKAOUR HUSI VERSLUNARINNAR 6 HÆO KAUP OG SALA VEOSKUL DABRÉFA SIMI 687770 Smellurammar (glerrammar). Landsins mesta úrval i Amatör, L.v. 82. s. 12630. Ódýrar bækur — Ljóömæli og Útnesjamenn til sölu á Hagamel 42, simi 15688. Hef mikið úrval af minka-, muskrat- og refa- skinnstreflum. Sauma húfur og pelsa eftir máli. Skinnasalan Laufásvegi 19, simi 15644. Skipstjóri Skipstjóri, sem er 36 ára gamall. með öll réttindi, vanur linu, loónu og úthafsrækjuveióum og einnig reynslu á kaupskipum, óskar eftir góóu skipi frá og meó 15. jan. 1985. Tilboó merkt „S — 3800“ sendist augl.deild Mbl. sem fyrst. □ Gimli 598412177 — Jf. I.O.O.F. 3 = 16612178 = Jv. I.O.O.F. 12 = 16612168Vi = 9.Jv. □ MiMIR 598412166 — Jóla- fundur I.O.O.F. 10 = 16612178’/? = Jólav. Fíladelfía Keflavík Jólafagnaöur sunnudagaskólans er kl. 14.00 í dag aó Hafnargötu 84 Fjölbreytt dagskrá. öll börn sunnudagaskólans eru velkomin. Fíladelfía Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík i dag, sunnudag, veröur almenn samkoma kl. 17.00. Veriö vel- komin Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 í Siöumúla 8. Allir vel- komnir Trú og líf Við erum meö samveru i Háskóla- kapellunni i dag. Ræöumaður: Barry Austin frá Youth With a Mission. Þú ert velkominn. Trú og líf. KFUM og KFUK Amtmannsstíg 2B Litlu jólin fyrir alla fjölskylduna i dag kl. 15.00. Fjölþætt dagskrá í umsjón fjölskyldudeildar og Élja- gangs. Jólaþáttur, helglleikur, barnakór. hugvekja, gengið f kringum jólatré, jólasveinar koma i heimsókn meö góögæti i pokum sinum. Vegna veitinga verður aögangseyrir kr. 50,00. Allir velkomnir. Kl. 20.30 almenn samkoma Astriöur Haraldsdóttir tónlistar- fulltrui KFUM og KFUK talar. Tekiö á móti gjöfum i launasjóö Allir velkomnir. FERÐAFÉLAo ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Áramótaferð til bórs- merkur (4 daga) Brottför kl. 08, laugardag 29. desember, til baka þriöjudag 1. janúar. i sæluhúsi Feröafélagsins í Þórsmörk er besta aöstaöa sem gerist i óbyggöum aö mati feröamanna, svefnpláss i 4—8 manna herbergjum, miöstööv- arhitun og rúmgóö setustofa. Byrjið nýtt ár í Þórsmörk i góö- um félagsskap. Kvöldvökur, ára- mótabrenna og gönguferöir til dægrastyttingar Fararstjórar: Lára Agnarsdóttir og Pétur Guó- mundsson. Farmiöasala og allar | upplýsingar á skrifstofu Fi, ðldu- götu 3. Ath.: Takmarkaöur sætafjðldi. Feröafélagiö notar allt gistirými í Þórsmörk um ára- mótin fyrir sina farþega. Feröafélag Islands. Fíladelfía Sunnudagaskólinn byrjar kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14.00. Ræöumaöur Einar J. Gislason. Hátiöarguösþjónusta kl. 20.00. Minnst 50 ára afmælis Aftureld- ingar. Ræöumenn starfsmenn blaösins o.fl. Fjölbreyttur söng- ur. Samskot til blaöadreifingar FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferð sunnudag 16. desember kl. 13. Gönguferö á Helgatell (338 m) viö Hafnarfjörö. Létt og stutt gönguferö. Verö kr. 200.-. Fritt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Brottför frá Umferðarmiöstðö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I dag kl. 14.00 .Fyrstu tónar jól- anna". Fjölbreytt dagskrá fyrlr alla fjölskylduna, m.a. leiksýn- ing. Kveikt á jólatrénu og „herkaffi". Allir velkomnir. UTIVISTARFEROIR Sunnudagur 16. des. kl. 13. Hrauntunga — Kapellan I hrauninu. Létt ganga f. alla. Fornar fjárborgir o.fl. Brottför frá BSl, bensínsölu (i Hafnarflröi v. kirkjug ). Sjáumst. Í l,f J UTIVISTARFERÐIR Áramótaferö Útivistar í Þórsmörk Brottför 29. des. kl. 8. 4 dagar. Gist i einum glæsilegasta fjalla- skála landsins, Utivistarskálan- um Básum. M.a. veröa göngu- feröir, kvöldvökur, áramóta- brenna og blysför. Fararstjórar: Kristján M. Baldursson og Bjarki Haröarson. Uppl. og farmiöar á skrifst. Lækjarg. 6a. sími 14606. Farmiöa veröur aö sækja í síö- asta lagi 21. des. Ath. Utivist notar allt gistirými í Básum um áramótin. Útivistarfólagar: Muniö aö greiöa heimsenda gíróseöla fyrlr árgjaldinu. Sjáumstl Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, sunnudags- kvöld kl. 8. Nýtt líf — Kristið samfélag Almenn samkoma í dag kl. 14.00 aö Brautarholti 28. Allir hjartan- lega velkomnir. Völvufell 11 Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11.30. Almenn guösþjónusta kl. 16.30. Samkomustjóri Svanur Magnússon. Krossínn Almenn samkoma í dag. kl. 16.30, aö Alfhólsvegi 32, Kópa- vogi. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.