Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Ljósmynd/Gunnlaugur Rðgnvaldsson. Sölumennska var víkingum mikilvæg og útimarkaðir voru stórir. Þessi kappi virðist hinn ánægðasti með viðskiptin. Sýningin hefur gengið stórkostlega og aðsóknin er löngu komin yfir það mark sem við settum okkur við opnunina. Á sex mánuðum hafa 584.000 gestir séð víkingabyggðina og við búumst við að um áramótin hafi 750.000 manns litið inn, sagði blaðafulltrúi Víkingasýningarinnar í Jórvík í Englandi, Sarah Miles, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins nýlega. Sýningin er annað mesta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn í Englandi, aðeins stór- borgin London með öllu sem þar finnst glaðar að fleiri ferðamenn. Upphafið að gerð Víkingasýningarinnar eða „Jorvik Viking Center" eins og hún er nefnd á ensku, var árið 1976 þegar jarðfræðingar fundu leifar víkingabyggðar á stað sem nefnist Coppergate. Eftir uppgröft á leifun- um fram til ársins 1982 höfðu yfir 15.000 hlutir fundist 3em tilheyrði hinni gömlu víkingabyggð og höfðu varðveist vel í rökum jarðveginum. Beinagrindur, kvartmilljón af leirmunum, fimm tonn af dýrabeinum og heillegir hlutar úr byggingum vikinganna var það sem meðal annars fannst. Víkingabyggðin í Jórvík var miðstöð viðskipta og flutninga vík- inganna og sýningin er endursköpun á því hvernig hluti byggðarinnar leit út og lifnaðarháttum þar. Jórvík var upphaflega byggð upp af Rómverjum, en víkingarnir herskáu náðu síðan borginni á sitt vald. Þá var hún önnur mikilvægasta borgin í Bretaveldi og varð strax miðpunkt- ur viðskipta, sölumennska ýmiskonar með búfénað og tré var í hávegum höfð og lífið var fremur rólegt í borginni. Síðan í lok 11. aldar töpuðu víkingar völdum og nú tæpum 1000 árum síðar er víkingasýningin í Jórvík minnisvarði um forna lifnaðarhætti. Utan um hina gömlu vikingabyggð var byggt glæsilegt þriggja hæða hús, með skrifstofum fyrir upplýsingamiðlun sýningarinnar. Sjálf sýn- ingin er rúmum 5 metrum fyrir neðan götuhæð. Biðraðir á hana hafa oftsinnis verið hundruð metra langar og fólk alls staðar úr heiminum hefur komið, og ekki haft áhyggjur þó það hafi þurft að bíða í 3—4 tíma í biðröð, slíkur er áhuginn. Nútímatækni blandast vel saman hinni fornu byggð, sérstakir vagnar flytja gestina um sýningasvæðið, voru þeir sérstaklega hannaðir og eru hljóðlausir. Rafhleðsla og rafbúnaður í þeim skilar þeim hljóðlaust áfram eftir vaxlínum á gólfinu. Hátalarar í vögnunum skýra frá þvi sem fyrir augu ber og hinn kunni Magnús Magnússon er þulur ensku útgáfunnar. Á 54 rásum og í gegnum 70 hátalara sem eru faldir í þorpinu, eru endursköpuð hin fornu hljóð, m.a. fór upptökuleiðangur til fslands til að taka upp hljóma fyrir sýninguna. Tugir íbúa Jórvíkurborgar voru þjálfaðir upp í hinu gamla máli víkinga fyrir upptökur, allt var gert til að hafa sýninguna sem raunhæfasta. 011 klæði eru nákvæm eftirlíking efna sem notuð voru fyrir 10 öldum. Megn brunalykt fyllir vit gesta þegar þeir leggja upp í ferðina fara afturábak í timann, og þeir fara gegnum brunarústir og koma inn í sjálfa byggðina einn dimman dag í október fyrir 10 ðldum. Þorpið er dauflega upplýst og hið einkennilega mál víkinganna heyrist allstaðar. Börn á hlaupum, sölumenn og gamalmenni tala ýmist eða kalla og gera þorpið lifandi. Meðal þess sem fyrir augu ber eru börn að leik í vefnað- arstofu foreldra sinna, brúðurnar eru gerðar af færustu hagleiks- mönnum og skúlptúristum. Markaðstorg, fiskveiðimenn, trésmiður, fjöl- skylda við eldstæði, allt þetta og fleira ber fyrir augu gesta með tilheyr- andi hljóðum og jafnvel er lykt fyrir hvert sýningaatriði, sem vagnarnir fara framhjá. Það voru engu ómerkari menn en tæknimenn Alien- kvikmyndarinnar kunnu, sem sáu um þá hlið mála. Á seinni hluta sýningarinnar renna vagnarnir í gegnum svæði þar sem sýnt er hvernig unnið var að uppgreftrinum og sérstakt loftræstikerfi verndar þá hluti sem enn eru til staðar, með því að halda rakstiginu réttu. í lokin hefur rannsóknarstofa verið endursköpuð sem sýnir hvernig rannsóknarmenn flokkuðu og greindu fornminjarnar. Hið sérstæða við Jórvíkursýninguna er hvernig tekist hefur að blanda saman hinum gamla tíma og nútímatækni, sem kemur réttum boðskap og fræðslu til skila. „Sýningin er varanlegt menningarlegt framlag til Jórvíkurborgar nútímans og reyndar alheims," sagði Magnús Magnús- son einhverju sinni og eru það orð að sönnu. G.R. \ íkingasvningin í Jórvík: Endursköpun á lifnaðarháttum víkinga fyrir 10 öldum síðan Gestir á sýningunni feröast í sérstökum vögnum, sem kafn innbyggt hátaiarakerfi, sem lýsir því sem fyrir angn ber. Hér sést hótelstjóri Town Honse hótelsins í York, Rkhard Hind, skoóa aðfarir vikinga viö fley sitt Á útimarkaÓL Húsin eru öll samskonar og rannsóknarmenn gátn sér til um, eftir að hafa fnndió stoðir og aórar leifar bygginga f rökum jarðvegi Coppergate-svæóisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.