Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Morgunblaðið/Emilía Eigendur L-116, Gunnlaugur Ragnarsson (t.v.) og Vilhjálmur Svan. Gömlu leikirn- ir vinsælastir — segja eigendur L-116, Vilhjálmur Svan og Gunnlaugur Ragnarsson TOLVUR: Vingjarnleg hjálpartæki eða torræður óvinur IReykjavík eru sjö eða átta leiktækjasalir, búnir tölvu- spilum að mestu. Fjórir þeirra eru staðsettir nálægt Hlemmtorgi, þar á meðal þeir tveir stærstu, Ásinn á Hverfis- götu 105 og L-116 við Laugaveg. Eigendur L-116 eru þeir Gunn- laugur Ragnarsson og Vilhjálm- ur Svan. Þeir reka jafnframt unglingastaöinn Traffic i kja.ll- aranum undir spilasalnum. Þaö var margt um manninn á L-116 þegar blaðamaður og ljós- myndari litu þar inn fyrir skömmu, i þeim erindum að fræðast eitthvað um þennan heim tölvuspilanna. „Þetta er svo spennandi," svaraði nánast hver einasti ungl- ingur, sem við ræddum við og spurðum hvað það væri við tölvuspilin sem heillaði. „Og svo hittir maður vini og kunningja á þessum stöðum," bættu nokkrir við. Krakkar yngri en 14 ára fá ekki aðgang að leiktækjasölun- um, og sagði Vilhjálmur Svan, að þeirri reglu væri stíft fylgt á L-116. „Það er mikið að draga úr því að yngri krakkar reyni að komast hér inn; þeim hefur smám saman skilist að það þýðir ekkert," sagði Vilhjálmur. — Hvernig er aðsóknin, spurð- um við eigendurna? „Hún er mjög sveiflukennd," svaraði Vilhjálmur, „bundin því hvað krakkarnir hafa fyrir stafni þá og þá stundina. Það snarminnkar til dæmis hjá okkur þegar próf eru í skólun- um.“ — Eru það mikið til sömu krakkarnir sem sækja leiktækja- salina? „Bæði og,“ svaraði Gunnlaug- ur, „það er stór hópur sem kem- ur oft og í langan tíma, en það er alltaf stöðug endurnýjun líka. Því er oft haldið fram að þetta sé óæskileg iðja fyrir krakkana, sem valdi þvi að þeir slæpist í skólanum. Þetta er ekki okkar reynsla; þessir krakkar sem hingað koma eru virkir og dug- legir, og í rauninni er þetta sami hópurinn og stundar skíði, dans og kvikmyndahús. Sem sagt, aktífir unglingar sem þurfa að fá éinhverja útrás." — Er dýrt að spila? „Það kostar frá 5 og upp í 15 krónur á leik,“ sagði Vilhjálmur, og Gunnlaugur bætti við: „Það er alls ekki mikið ef við höfum það í huga að sumir krakkarnir eru orðnir svo leiknir í spilunum, að það getur tekið upp í þrjár eða fjórar klukkustundir að spila fyrir sama peninginn. Þau fá si- fellt aukaspi! ef þau standa sig vel.“ — En hvernig gengur þá að reka slíkan stað? „Það er verra í dag, en það var fyrir nokkrum árum, svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur. „Það kostar mikla peninga að koma upp góðu safni af spilum, og svo er þróunin það ör á tölvusviðinu að sífelldrar endurnýjunar er þörf. Og reksturinn stendur ekki undir slíkri endurnýjun. Enda hefur orðið nokkur samdráttur í þessum bransa og stofur verið lagðar niður.“ — Hvaða leikir eru vinsælastir? „Nýir leikir eru alltaf vinsælir fyrst í stað, en oftast minnkar aðsóknin í þá þegar frá líður. „Leiserinn" er til dæmis tiltölu- lega nýkominn og hann er all vinsælí, en i slíku spili fer leik- urinn fram annaðhvort á kvik- myndatjaldi ellegar teiknimynd. Spilarinn er þá staddur inni í miðri atburðarás og tekur síðan þátt í að móta rás viðburðanna. Annars eru það elstu leikirnir sem standa sig einna best, Pacman og Galaga, og svo auð- vitað gamia kúluspilið, sem enn stendur fyllilega fyrir sínu,“ sögðu þeir félagar að lokum. Tölvur, minnstu ekki á þær, ég fæ gæsahúð þegar ég heyri orðið,“ eru algeng viðbrögð hjá mörgu fullorðnu fólki, sem misst hefur af lestinni, að eigin dómi, og horfir skelkað á kynslóðabilið breikka eftir því sem börnin og ungl- ingarnir sökkva sér dýpra niður í þessa forgangsiðju nútímans: að tala við tölvur. Litlar og sætar... Ástæðulaus fælni, segja tölvu- vinir, og hafa óneitanlega nokkuð til síns máls: Tölvurnar eru ekki lenpir fráhrindandi fjöll af vírum og járnadrasli, sem aðeins stórfyr- irtæki hafa efni á að nýta sér, heldur litlar, sætar, handhægar og ódýrar vélar. Slík hefur byltingin orðið í vélbúnaðinum á siðasta áratug. Ennfremur leggja framleiðend- ur mikla áherslu á að byggja hugbúnaðinn upp á mildan og mannlegan hátt. í staðinn fyrir þurr vélræn svör eins og „rétt“ eða „rangt“, Já“ eða „nei“, segir tölv- an „Því miður, reyndu aftur; öllum getur skjátlast" eða „Þetta var mjög gott hjá þér, nú færðu skemmtilegra viðfangsefni í verð- laun“. Sennilega verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að Guðmundur Haukur Magnason, 14 ára nem- andi i Langholtsskóla, eignaðist sina fyrstu heimilistölvu 11 ára gamall, en á nú fjórar. Og hátt á annað hundrað leiki af öllu mögulegu tagi. Hann byrjaði snemma á því að fikta við gerð forrita, og nýlega vann hann að því með öðrum manni að setja saman forrit um heimilisbókhald fyrir Spectravideo-tölvur. „Það er sagt að maður byrji á leikjunum og síðar færist áhuginn yfir á það að skrifa forrit, en ég ætla aldrei að hætta að leika mér,“ segir Guðmundur Haukur, þegar blaðamaður impraði á þessu við hann. — En þú ert þó byrjaður að skrifa Guðmundur. „Já, ég fór strax að skrifa forrit, um leið og ég fékk mína fyrstu tölvu. En ég hef alveg jafn mikinn áhuga á leikjunum, eftir sem áð- ur.“ — Hvers konar leikir eru þetta? „Þeir eru ansi fjölbreytilegir. Þeir algengustu eru spennuleikir, ævintýraleikir, stríðsleikir og ýmsir kennsluleikir. Einnig er bú- ið að setja flest þekkt spil og töfl inn í tölvu, þannig að hægt er að keppa við tölvuna í skák, kotru, óþello, bridge, dam og go, svo nokkur dæmi séu tekin.“ — í hverju eru þessir leikir fólgn- ir? Hver er til dæmis munurinn á spennuleikjum og ævintýraleikjum? kaupa jaðartæki", mjúkan gúmmíarm, sem klappar manni vingjarnlega á bakið og þerrar tárin úr augunum þegar illa geng- ur! Hér á árum áður var notkun tölvu næstum órjúfanlega tengd forritun. Þetta hefur breyst. Litlu einkatölvurnar, sem eru að verða að sjálfsögðum heimilistækjum I mörgum löndum, eru notaðar til að halda heimilisbókhald, skrifa bréf, spila leiki, reikna skatt- skýrslur og svo framvegis. í áróðri og auglsýsingum seljenda er lögð áhersla á að tölvan sé vingjarnlegt hjáipartæki, en ekki fráhrindandi torræður óvinur. Er mönnum jafnvel bent á, að það sé jafn frá- leitt að ætla öllum sem nota tölvur sér til gagns og gamans að kunna skil á forritunarmáli, eins og að gera þá kröfu til þeirra sem aka bíl að þeir séu bifvélavirkjar, sem viti allt um innyfli rennireiðarinn- ar. ... en þungar í skauti En tölvuóttinn er þó ekki með öllu ástæðulaus. Þvi þrátt fyrir allt kostar það vinnu og fyrirhöfn að ná tökum á tölvunni. Að því leyti er tölvan frábrugðin ýmsum öðrum tólum, sem skotið hafa rót- um í mannlegu samfélagi á þess- ari öld. Það er enginn vandi að „Spennuleikirnir byggjast á því að leysa verkefni af hraða og viðbragðsflýti, að skjóta niður eldflaugar, keyra kappakstursbíl í gegnum ófærur, fljúga flugvél yfir óvinasvæði, eða láta alls konar fígúrur leysa hinar ýmsu þrautir. Á heimilistölvum er langalgeng- ast að nota stýripinna til að stjórna hreyfingunum, en í leik- tækjasölunum eru fleiri möguleik- ar, takkar og stýri. Flestir krakk- ar hafa spilað slíka leiki, ef ekki í spilasölunum, þá hafa þeir alla vega komist í kynni við minni út- gáfur af þessum tölvum, sem eru inni á hverju heimili. f ævintýraleikjunum skiptir hraðinn hins vegar litlu máli. Það eru ekki notaðir stýripinnar til að færa hluti til á skerminum, heldur er það gert með því að gefa tölv- unni beinar skipanir. Skipanirnar sem tölvan ræður við geta verið mjög fjölbreytilegar, en algengar skipanir eru „upp“ og „niður", „sleppa", „drepa", „skoða", „færa" og fíeira í þeim dúr. Það er venjulega einhver aðal- persóna sem maður á að láta ferð- ast um 1 ákveðnum ævintýra- heimi, þar sem hættur leynast á hverju horni. Oft er söguþráður- inn í slíkum leikjum sóttur í fræg ævintýri úr bókmenntunum, eins og til dæmis Hobbitleikurinn, sem flestir tölvuáhugamenn þekkja, en hann byggir á samnefndri sögu eftir Tolkien. Markmiðið er sem kveikja á útvarpi og sjónvarpi, eða meðhöndla segul- og myndbönd. Þetta geta allir lært á augabragði. En þegar tölvan er annars vegar þurfa menn að leggja höfuðið í bleyti, læra þeirra mál. Eða lifa utangarðs við þær ella. Sem er erfitt, því tölvan treður sér alls staðar inn. Forskot unglinganna Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi hefur augljóst forskot á „gamlingjana“. f fyrsta lagi vegna þess að tölvunám verður sífellt al- gengara í skólum. f Bandaríkjun- um til dæmis, eru menn hættir að ræða um hvert sé æskilegt hlutfall nemenda og kennara í skólakerf- inu; umræðan snýst nú um það hversu margir nemendur eigi að vera um hverja tölvu! Hlutfallið er á þessari stundu 90 nemendur á tölvu, en því er spáð að innan fárra ára verði þetta hlutfall tölv- unum mun hagstæðara. Tölvunám er tviþætt. Það er annars vegar kennsla sem miðar að því að fræða nemandann um eðli tölvunnar sjálfrar, efla skiln- ing á gangverki hennar og forrit- un. Hins vegar er farið að nota tölvurnar I auknum mæli sem kennara, sem tæki til að miðla upplýsingum um landafræði, sagt alveg það sama og í spennu- leikjunum, að koma sínum manni í gegnum ákveðnar þrautir, en munurinn er bara sá að þetta er gert með beinum skipunum, en ekki með því að færa til stýri- pinna. Stríðsleikirnir eru nokkuð svip- aðir ævintýraleikjunum, í þeim er algengt að spilarinn sé í sporum hershöfðingja sem hefur yfirráð yfir herafla sem hann á að leiða til sigurs i einhverri sögufrægri orustu. Þetta eru „strategískir" leikir, sem krefjast dómgreindar af spilaranum." — I*ú nefndir leiktækjasalina, hefurðu verið iðinn við að stunda þá? „Eg var sjúkur í spilasalina, en frelsaðist þegar ég fékk mína eigin tölvu. En auðvitað gríp ég í spil þegar ég fer í bæinn." — Heimilistölvan kemur þá alveg í staðinn fyrir þessar sérstöku leik- tölvur? „Hún býður upp á alveg sömu möguleika og fleiri í mörgum til- fellum. Það eru til dæmis engir ævintýraleikir í SDÍlasöIunum." — Hvers vegna ekki? „Þeir sem reka spilasali vilja auðvitað fá sem mest í kassann á sem stystum tíma, og ævintýra- leikirnir eru langtum tímafrekari en spennuleikirnir. Þetta er mjög skiljanlegt." — Þú sparar þá væntanlega Stýripinninn gróinn við lófann Rætt við Guðmund Hauk Magnason, 14 ára tölvuáhugamann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.