Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Jólagleöi SJÁLFST ÆÐISFÉLAGANN A í REYKJAVÍK 1«, ..-... — ... Sjálfstœðisfélögin í Reykjavík halda jólaskemmt- un í Sjálfstœðishásinu Valhöll sunnudaginn 16. desember kl. 15.00. Á dagskrá verður skólahljómsveit Tónskóla Garðabæjar, Friðrik Sófusson varaformaður Sjálfstœðisflokksins flytur ávarp. Séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur jólahugvekju, Bráðubttlinn með Gásta ömmu og Lilla mœta á staðinn, og jólasveinar koma l heimsókn, kaffi og kökur frá Árbæjarbakarti, Bakarameistaranum Suðurveri og Nýja Kökuhásinu. Kynnir verður Halldóra Rafnar formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna á þessa fjölskylduskemmtun. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN I REYKJAVÍK. ÞESSIVIGT ER ALVEG EINSTOK Hún er góð eldhúsvigt sem einnig mælir kaióríur: Þú missir ekki aukakílóin á svipstundu oó þú kaupir kalóríuvigtina. En hún mun reynast pér ómetanleg hjálp í baráttunni - auk pess sem hún er vönduð og falleg eldhúsvigt. Pú færð hana í öllum helstu stórmörkuðum og búsáhaldaverslunum, og við getum líka sent þér hana í póstkröfu hvert á land sem er! Elgur Laugavegi 11 Sími 27911 MorgunblaAid/Árni Saeberg. Fri blaAamannafundinum talið f.v.: Pill Gíslason, Úl, Ágúst Alfreðsson, frkvstj., Sandy Cluness, Úlfur Sigurmundsson, frkvstj. ÚI, Arthur William- son og Jens P. Hjaltested, ÚI. Hjaltlendingan Sýna áhuga á íslenskum tækjabúnaði fyrir sjávarútveg KYRIR SKÖMMU voru staddir hér i landi fjórir Iljaltlendingar og einn íslendingur, Ágúst Alfreðsson að nafni, sem búsettur hefur verið i Hjaltiandi í 14 ir, en allir tengjast þeir fiskiðnaðinum i einn eða annan hitt. Hópurinn kom hingað i vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins í margvíslegum erindum. Kynntu þeir sér hér íslenskan tækjabúnað og vél- ar, fiskmat sjivarafurða og hugsan- legan möguleika i því að kaupa héð- an fisk. Úlfur Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri ÚI sagði á fundi sem haldinn var með blaða- mönnum að viðstöddum fimm- menningunum, að aðdragandinn að komu þeirra væri sá að stjórn ÚI hefði sl. vor ákveðið að starfs- maður ÚI í Færeyjum færi til Hjaltlands og hæfi þar undirbún- ing að kynningu á íslenskum iðn- varningi á staðnum. Niðurstöður urðu m.a. þær að á Hjaltlandi væri markaður fyrir íslenskar vél- ar og tæki fyrir sjávarútveginn. í haust bauð UI John Goodlad framkvæmdastjóra sjómanna- samtaka Hjaltlands á Sjávarút- vegssýninguna þar sem hann kynnti sér tækin. í beinu fram- haldi af því komu þeir fimmmenn- ingarnir hingað til að kynna sér betur hvað væri hér á boðstólum. Ágúst Alfreðsson hefur sem fyrr segir verið búsettur á Hjaltlandi í 14 ár. Rekur hann þar tvö fyrir- tæki, niðursuðuverksmiðju og fiskeldisfyrirtæki. Hjaltlend- ingarnir eru bæjarfulltrúinn i Lerwick, fulltrúi atvinnunefndar Hjaltlands og tveir framkvæmda- stjórar frystihúsa þar. Á meðan á dvöl þeirra hér stóð heimsóttu þeir LÍU og Ríkismat sjávarafurða. Öfluðu þeir sér upp- lýsinga um fiskmatstækni, þar sem Hjaltendingar hafa fullan hug á að koma á hjá sér nýju fisk- mati í líkingu við það íslenska. Þá könnuðu þeir möguleikann á því að kaupa héðan fisk og ræddu í þvi sambandi við fulltrúa SH, LÍÚ og Sjávarafurðadeildar SÍS. Auk þess ræddu þeir við flutningsaðila um aflaflutning. Loks áttu þeir viðræður við sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgírmsson, um al- menn samskipti í sjávarútvegs- málum. Fimmmenningarnir kynntu sér mjög vel tæki til að byggja upp frystihús enda framvindan á Hjaltlandi mikil uppbygging á frystihúsum. Fiskveiðum var um tíma ýtt til hliðar er olíulindir fundust á miðunum fyrir utan Hjaltland. Nú þykir hins vegar ljóst að fiskiðnaður er framtíð Hjaltlendinga. Að lokum má geta þess að íbúar Hjaltlands eru um 23 þúsund og voru aðallífsviðurværi þeirra áður en olían fannst landbúnaður og fiskveiðar. Er útgerð rekin þar með nokkuð sérstökum hætti, þar sem skipverjar eiga allir jafnan hlut í skipunum og aflanum skipt jafnt á milli þeirra. Vinna nú um 1200 manns að fiskiðnaði en afla- veiði hefur þar dregist mjög mikið saman að undanförnu. Náttsloppar fyrir þau yngstu FYRIRTÆKIÐ Henson hóf fyrir nokkru framleiðslu á náttsloppum fyrir yngstu kynslóðina og eru þeir nú á boðstólum í verzlunum. Slopparnir eru úr velúr og fáanlegir í fjórum litum. Þeir eru ætlaðir börnum allt frá eins árs og upp í tíu ára. Á myndinni sjást tveir ungir herramenn kotrosknir í nýju sloppunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.