Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 44

Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 MorKunbladið/Bjarni. Höfundar tillögunnar sem hlaut fyrstu verðlaun, talið frá vinstri: Grétar Markússon, Björn Jóhannesson, Stefán Örn Stefánsson, Gunnar SL Ólafs- son og Kinar E. Stemundsson. Hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvæðum: Fimm skiptu með sér 1. verðlaunum f JÚNÍ sl. hleypti FerAamálaráð fslands af stokkunum hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvaeðum, s.s. þvottaaðstöðu, salernisaðstöðu og baðaðstöðu, sorpílát og jafnvel smáhýsi með svefnaðstöðu fyrir útivistarfólk. Var lögð áhersla á hagkvæmni búnaðar en að öðru leyti voru kcppendum gefnar mjög frjálsar hendur um efnisval og gerð búnaðar. Lauk samkeppninni 2. nóvem- ber sl. og bárust alls 19 tillögur. Verðlaunin í samkeppninni voru afhent sl. fimmtudag. Kom þar m.a. fram í máli ferðamálastjóra, Birgis Þorgilssonar, að ástæðan fyrir því að þessi samkeppni var haldin væri sú að við afgreiðslu Ferðamálaráðs á styrkbeiðnum, hefði æ betur komið í ljós nauðsyn þess að til væru handhægar teikn- ingar og uppdrættir af ýmiss kon- ar búnaði á tjaldsvæðum. Reynir Vilhjálmsson, landslags- arkitekt og formaður dómnefndar, afenti síðan verðlaun fyrir tvær bestu tillögurnar. Fyrstu verð- laun, hundrað þúsund krónur, hlutu Þeir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson, arkitekt- ar, Björn Jóhannesson og Einar E. Sæmundsson, landslagsarkitektar og Gunnar St. Ólafsson, verkfræð- ingur, en hann annaðist verk- fræðilega ráðgjöf. Önnur verð- laun, fimmtíu og fimm þúsund krónur, féllu í hlut Reynis Adamssonar, arkitekts. Voru hvorutveggja tillögur um mjög sveigjanlegan búnað þar sem tekið var mið af mismunandi stærð á tjaldsvæðum. Dómnefndin ákvað jafnframt að kaupa inn fimm aðrar tillögur fyrir tíu þúsund krónur hverja. Höfundar þeirra eru eftirtaldir: Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson, arkitektar; Elísa- bet V. Ingvarsdóttir, innan- hússarkitekt og Haraldur Ingv- arsson, arkitekt; Guðmundur Jónsson, arkitekt; Árni Friðriks- son og Páll Gunnlaugsson, arki- tektar; Jóhann Einarsson, arki- tekt. Dómnefndina skipuðu eftirtald- ir: Reynir Vilhjálmsson, lands- lagsarkitekt , formaður, Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt, ritari, Úlrik Arthúrsson, arkitekt, Birna G. Bjarnleifsdóttir, leiðsögumaður og Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Áttræðis afmæli í DAG, 15. desember, er áttræður Gunnar Einarsson frá Morastöðum í Kjós, Hjarðarhaga 60 hér í bæ. Hann ætlar að taka á móti gestum á Skálafelli Hótels Esju milli kl. 15—19 í dag. — Kona hans er Að- alheiður Jónsdóttir, en hún er ætt- uð sunnan úr Grindavík, frá Sunnuhvoli. Jóla- glaðningur Nú geturöu virkilega látiö veröa af því aö fá þér skemmtilega stereo-samstæðu á hagstæöu veröi og fínum kjörum SILVER Þessi glæsilega samstæöa fæst á jólatilboösveröi kr. 18.900.- án hátalara. Útborgun kr. 5.000." EINAR FARESTVEIT & CO. Bergstaóastræti 10 A Sími 16995 HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.