Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
51. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Brezka kolaverkfallið:
Viðurkenna
ósigur sinn
London, 1. marz. AP.
LEIÐTOGAR kolanámamanna í fjórum mikilvægum námahéruðum
skoruðu í dag á Landssamband brezkra námamanna að fyrirskipa
meðlimum sínum að snúa aftur til vinnu. Með þessu viðurkcnndu
þeir, að útilokað væri að vinna sigur í kolaverkfallinu, sem nú hefur
staðið í nærfellt ár.
Blesgæs friðuð
á Grænlandi
Crænlandi, 28. febrúar. Frá Nils Jörgen
Bruun, fréllaritara Mbl.
BLEStiÆSIN verður friðuð á Græn-
landi næstu fimm árin. Er það græn-
lenska landsþingið, sem tekið hefur
þessa ákvörðun.
Blesgæsin hefur enga efna-
hagslega þýðingu fyrir Grænland.
Segir grænlenska útvarpið, að um
friðunina valdi mestu, að ráða-
menn vilji koma sér í mjúkinn hjá
alþjóðlegum dýraverndarsamtök-
um.
í hópi þessara leiðtoga náma-
manna voru forystumenn þeirra í
Suður-Wales, en þar hefur stuðn-
ingur við kolaverkfallið verið hvað
mestur. Forustumenn kolanáma-
manna í Skotlandi og héruðunum
Lancashire og Durham í Norður-
Englandi hvöttu einnig til þess í
dag, að verkamenn hættu verkfall-
inu og sneru aftur til vinnu.
Brezka kolafélagið tilkynnti í
dag, að 1.510 námamenn hefðu
haldið til vinnu á ný í dag. Er
fjöldi þeirra, sem snúið hafa aftur
til vinnu í þessari viku, þannig
orðinn nær 10.000, sem er fleira en
nokkru sinni á sama tíma, síðan
verkfallið hófst 12. marz í fyrra.
Afganistan:
Rússar sakaðir
um pyndingar
(knf, 1. mtrz. AP.
í skýrslu til mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna um Afganistan
er greint frá fjöldamorðum, kerfis-
bundnum pyntingum og margs kon-
ar öðrum alvarlegum mannréttinda-
brotum í landinu. Er sovézka her-
mámsliðið í landinu sagt bera höfuð-
ábyrgð á þessu.
Þetta kemur fram í skýrslu, sem
skýrt hefur verið frá efnislega, en
ekki verið birt enn. Þar segir
ennfremur, að konur, börn og
gamalmenni séu í hópi þeirra, sem
aðgerðir þessar hafa bitnað á og
sé það gróft brot á Genfarsáttmál-
anum um meðferð óbreyttra borg-
ara á stríðstímum.
Skýrsla þessi var samin af
Austurríkismanninum Felix Erm-
acora, sem er sérfræðingur á sviði
mannréttinda. Var honum sér-
staklega falið það verkefni á síð-
asta ári að semja þessa skýrslu
fyrir mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna.
Eyðilagðir bflar og brak þekur götuna fyrir framan lögreglustöðina í Newry á Norður-írlandi, þar sem 9 lögreglum-
enn voru drepnir á fimmtudagskvöld er liðsmenn IRA skutu sprengikúlum á lögreglustöðina.
Norður-írland:
Hert á aðgerð-
um gegn IRA
Belfast, 1. mara. AP. J ^ J
STJORNIR Bretlands og írska lýðveldisins lýstu því yfir í dag, að hert yrði á
aðgerðum til þess að binda enda á starfsemi írska lýðveldishersins (IRA). Þá
yrði allt gert til þess að hafa hendur í hári þeirra manna, sem stóðu að
sprengingunni í Newry í Norður-írlandi í gær, þar sem 9 lögreglumenn biðu
bana og 37 menn aðrir særðust. Þetta eru einhver mestu fjöldamorð, sem átt
hafa sér stað á Norður-írlandi, síðan innanlandsdeilurnar þar hófust 1969.
Frú Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, og Garret
Fitzgerald, forsætisráðherra írska
lýðveldisins, sendu bæði ættingjum
hinna látnu samúðarkveðjur sínar
í dag. Douglas Hurd, írlandsmála-
ráðherra brezku stjórnarinnar, fór
í dag á vettvang í skotheldri bif-
reið. Gekk hann síðan um rústir
lögreglubyggingarinnar og skoðaði
verksummerkin eftir sprenging-
una. Við brottför sína sagði Hurd:
„Stjórnin mun gera allt til þess að
brjóta þessa hryðjuverkamenn á
bak aftur.“
í hópi lögreglumannanna voru
tvær konur. Er talið víst, að lög-
reglumennirnir hafi allir beðið
bana samstundis og sprengingin
varð. Sátu þeir að kvöldverði í mat-
stofu lögreglustöðvarinnar, er
þrjár sprengikúlur í röð lentu á
byggingunni miðri ogjöfnuðu hana
svo til við jörðu. Alls hæfðu 9
sprengjur lögreglustöðina og hafði
jæim verið skotið úr sprengjuvörpu
í um 250 metra fjarlægð.
Stuttu eftir árásina í Newry í
gær drápu menn úr IRA brezkan
hermann í Pomeroy um 40 km fyrir
norðan Newry.
„Allt er þetta hræðilegur harm-
leikur,“ sagði Michael McAtamney,
næstæðsti maður lögreglunnar á
Norður-írlandi í dag. Nú er talið
líklegt, að þess sé ekki langt að
bíða, að öfgamenn úr röðum mót-
mælenda grípi til harkalegra gagn-
aðgerða. Þannig sagði séra Ian
Paisley, einn harðskeyttasti leið-
togi mótmælenda, í dag, að nú yrði
hafizt handa um „allsherjarsókn"
gegn IRA.
Dollar-
inn hækk-
Játningar Arne Treholt:
KGB tók myndir af hon-
um 1 kynsvalli í Moskvu
Ósló, 1. m»rs. AP.
ARNE Treholt viðurkenndi í dag,
að helsti tengiliður hans í KGB
hefði sýnt honum Ijósmyndir, sem
teknar voru í samkvæmi, sem fram
fór í Moskvu í janúar árið 1975.
Þegar Lars Quigstad, saksókn-
ari, gerði fyrri framburð Tre-
holts um myndirnar að umræðu-
efni og spurði hann um þær, við-
urkenndi Treholt, að honum
hefðu verið sýndar þær og að
honum hefði verið mjög brugðið.
Hann neitaði því hins vegar, að
myndirnar hefðu verið notaðar
til að þvinga hann til að njósna.
Sagði hann, að fyrri framburður
hans um það efni hefði stafað af
„minnisleysi".
Treholt sagðist svo frá, að
hann hefði setið í veitingasal
Hotel Sovjetskaja í Moskvu
ásamt öðrum Norðmönnum þeg-
ar hann veitti athygli stúlku við
næsta borð, sem honum fannst
mikið til koma. Treholt varð eft-
ir þegar félagar hans fóru og tók
stúlkuna tali.
„Við fengum okkur kampavín
og fórum síðan saman í íbúð,
sem hún hafði til umráða, þar
sem við skáluðum áfram fyrir
nýju ári eftir gregoríanska tíma-
talinu. Brátt bættust tvær aðrar
stúikur í hópinn og siðar nokkrir
karlmenn. Eg vil ekki fara nánar
út í það, sem þarna gerðist, en ég
var þarna til morguns," sagði
Arne Treholt.
Við réttarhöldin í dag var Tre-
holt mjög tvísaga um yfirheyrsl-
urnar fyrst eftir að hann var
handtekinn. Sagði hann ýmist,
að norsku lögreglumennirnir
hefðu sýnt honum fulla kurteisi
eða þá, að þeir hefðu beitt hann
lævísum hótunum.
Sjá „Treholt tvísaga ..."
á bls. 23.
ar á ný
London, 1. marz. AP.
Bandaríkjadollar hækkaði í gengi í
dag þrátl fyrir stórfelldar sameigin-
legar aðgerðir seðlabanka í Vestur-
Evrópu. sem scldu í dag 1,5 milljarð
dollara til þess að halda gengi
dollarans niðri. Dollarinn náði hins
vegar ekki aftur því háa gengi, sem
hann hafði haft fyrir aðgerðirnar á
mánudag, er seðlabankar Vestur-Evr-
ópu hófu ráðstafanir til þess að
stemma stigu við hækkun dollarsins.
Talið var, að seðlabanki Vestur-
Þýzkalands hefði selt einn milljarð
dollara í dag. Seðlabankar Belgíu,
Hollands og Austurríkis tóku einn-
ig þátt í þessum aðgerðum og seldu
500 milljónir dollara.
Dollarinn tók aftur að hækka
síödegis í dag, eftir að tilkynnt var
í Bandaríkjunum, að hagvöxtur þar
í janúar hefði verið 1,7 % meiri en
spáð hafði verið. Er þetta mesta
aukning í einum mánuði allt frá því
í júní 1983.