Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985
15
geta varla lifað mjög eftirsóknar-
verðu lífi sem fara á eftirlaun
löngu fyrir aldur fram og þess
vegna ætlum við ekki að sætta
okkur við þessa þróun mála,“ segir
ráðuneytisstjóri í félagsmálaráð-
uneyti Svía. Vonandi verðum við
íslendingar ekki í svipuðum
ógöngum eftir 5—10 ár.
Þessi dæmi eru tilfærð til að
benda á að tryggingar eru vand-
meðfarinn hlutur og geta auð-
veldlega verkað öfugt. Reisn
mannsins og sjálfsvirðing fer að
minnka, þegar sjálfsbjargarvið-
leitni og lífsbarátta snýst upp í að
fá sem mest af hinum sameigin-
lega varaforða tryggingunum.
ókeypis eða nærri ókeypis heil-
brigðisþjónusta er mjög likleg til
að verða ofnotuð. I mars 1983
samþykkti Bandaríkjaþing breyt-
ingar á heilbrigðiskerfi þar í
landi. Miðuðu þær að því að setja
takmarkanir á kostnað við sjúkra-
húsvistir. Endurbótin stefndi að
því að leiðrétta grundvallarvillu í
kerfinu sem var sú að ríkisstjórn-
in hafði ekki sett nein mörk fyrir
því hvað greiða skyldi fyrir
sjúkrahúskostnað. Hvatinn var
öfugur. Því meira sem sjúkrahús-
in eyddu, þeim mun meiri greiðsl-
ur fengu þau frá ríkinu. (Segja má
að ríkið reki tvö stærstu trygg-
ingafélögin, Medicare og Medic-
aid.) Tilraunin gengur í þá átt að
greiða sjúkrahúsi ákveðna upp-
hæð fyrir að lækna ákveðinn
sjúkdóm. Takist það á fullnægj-
andi hátt, fljótt og ódýrt, þá hagn-
ast sjúkrahúsið. Ef ekki, kann
sjúkrahúsið að tapa. Læknasam-
tökin sjá um gæðaeftirlit með
vinnu sinna manna. Fyrstu áhrif
þessarar aðgerðar voru þau, að
læknar og annað starfsfólk fékk
námskeið í verðmætamati.
í fyrra kom hjúkrunarkona frá
Skotlandi þar sem tryggingakerfi
er ekki ósvipað okkar. Hún sagði
þá sögu af tryggingamálum, að á
nýrnaflutningadeild sem sett
hafði verið upp fyrir fáum árum
væri aðeins ein hjúkrunarkona á
næturvakt i stað þriggja áður
(hjúkrun þeirra sjúklinga er mikil
ábyrgð, tæknilega nákvæm og
mikið líkamlegt og andlegt álag,
bæði fyrir sjúklinga og hjúkrunar-
fólk). Skýringin var ekki skortur á
starfsfólki því að atvinnuleysi var
í hjúkrunarstétt sem öðrum stétt-
um, heldur hitt að spítalinn hafði
ekki efni á að veita sjúklingum
sínum þjónustu þótt hann reyndi
að framlengja lif þeirra með nýj-
ustu tækni. Annað sagði hún af
sérkennilegri þróun trygginga-
mála í því velferðarríki. Barnung-
ar stúlkur, sem ekki höfðu komist
út á vinnumarkað, og áttu því ekki
rétt á atvinnuleysisbótum, reyndu
sitt besta til að eignast börn svo
þær gætu komist á framfæri hins
opinbera.
Heilbrigðisþjónusta Breta (Nat-
ional Health Service) var byggð
upp á hugsjónum jafnaðarmanna
(Bread for all before cake for any-
body“ (brauð handa öllum áður en
nokkur fær tertu). Aneurin Bevan
skrifaði: „Ekkert samfélag getur
með réttu kallast siðað ef veikum
manni er neitað um læknishjálp
vegna fátæktar." Þetta eru fagrar
hugsjónir sem allir hljóta að taka
undir en hætt er við að Bevan yrði
órótt í gröf sinni ef hann vissi
hvernig ástandið er nú, ástand
sem lýsa mætti með orðunum „sæl
er sameiginleg eyrnd".
Ég trúi því að sjónarmið okkar
og frjálslegt fyrirkomulag í heil-
brigðismálum miðist við löngu
liðna tíð. Að það ríkisforsjárkerfi
sem þróaðist upp úr sjúkrasam-
lögum sveitarfélaganna eigi ekki
við lengur. Það hvetji til ósjálf-
stæðis og þar með til óheilbrigði
um leið og það er til heilsubótar.
Þetta segir ekki að kerfið sé slæmt
í sjálfu sér, en framkvæmd þess er
vond. Viðbrögðin í umræðum um
heilbrigðismál á fyrra ári voru há-
vær og öll á þá lund að ekki mætti
fórna neinu. Stöðugt var vitnað til
gamla fólksins, fátæka fólksins og
^Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
veika fólksins og allra þeirra sem
eru ósjálfbjarga. Allir þeir neyt-
endur heilbrigðisþjónustu sem eru
sjálfbjarga, með fullu viti og vilja
gjarna velja hvað þeir kaupa,
hreinlega gleymast. Þær raddir
sem háværastar eru segja, að við
eigum einfaldlega að auka sam-
hjálpina eftir þörfum heilbrigð-
iskerfisins, auka þar með skatta.
Hugmyndir um takmarkanir hafa
ekki verið ræddar ennþá.
Þar við bætist, að heilbrigðis-
mál eru í raun vinsæl mál. Þau eru
hrein uppsláttarmál fyrir presta
og stjórnmálamenn og jafnvel
lækna. Vinsældir alþingismanns-
ins í útkjálkahéraðinu fóru gjarn-
an eftir því hvort honum tókst að
knýja einhvern læknakandidatinn
til að sinna heimahéraði sínu.
Myndarlegar heilsugæslustöðvar
dreifbýlisins, sums staðar sniðnar
„við vöxt“, reistar fyrir 15% fram-
lag heimamanna og 85% ríkis-
framlag og síðan reknar að mestu
af ríkinu — hafa nú ásamt stór-
bættum samgöngum og símaþjón-
ustu útrýmt þéssu öryggisleysi
fólksins í dreifbýlinu. Stjórnmála-
menn taka gjarnan undir með
þeim þrýstihópnum sem lætur
hæst hverju sinni og er það greið
leið til atkvæðakaupa.
Sagan um miskunnsama sam-
verjann er án efa vinsælasta
dæmisaga sem sögð er í íslenskum
kirkjum og gleymist þá oftast að
geta þess að viðkomandi samverji
var vel efnaður maður sem gat
greitt fyrir gistihúsadvöl sins lú-
barða sjúklings. Það gleymist
nefnilega oft að heilbrigðismál
kosta' peninga. Samúðin og mis-
kunnsemin og hugsjónirnar eru
ekki nóg.
Tvöföld heilbrigðiskerfi
í mörgum löndum hafa komið
upp eins konar tvöföld heilbrigð-
iskerfi, annars vegar hið opinbera
og almenna, kostað af ríki, kerfi
sem á að „tryggja öryggi allra".
Hins vegar hefur komið upp
einkaþjónusta utan þessa kerfis
(t.d. í Englandi, Svíþjóð og í litlum
mæli á íslandi) sem er dýrari,
fljótvirkari og, að sumum finnst,
öruggari. Einn aðalhvati þessa
hefur verið sá að oft hefur fólki
þótt skorta á að neytandinn finni
að hann sé virtur eins og venju-
legur viðskiptavinur, heldur sé
hann þiggjandi sem verður að
taka því sem að honum er rétt, án
tillits til hvað hann kann að hafa
greitt í sameiginlega tryggingu.
Einkaþjónustan er eðlileg leið
þeirra sem efni hafa, framhjá
opinberu kerfi sem er lamað af
fjárskorti, seinagangi og þeirri
stirfni sem svo oft einkennir ríkis-
fyrirtæki. Jafnframt hjálpar
einkaþjónustan til með því að
létta álaginu af hinu opinbera
kerfi. Hún getur farið inn á nýjar
brautir og vísað leiðina til bættrar
þjónustu. Helstu mótbárur gegn
þessu eru þær, að fátækir og ríkir
eigi að hafa það jafn gott eða jafn
skítt, að þaö sé dyggð að allir sitji
við sama borð og éti sama graut-
inn hvort sem hann er góður eða
vondur og efnahagur megi ekki
skipta máli. Þetta sjónarmið er al-
gengt á íslandi í orði þótt fáir að-
hyllist það á borði.
Getum við minnkað kostnað eða
hægt á kostnaðaraukningunni án
þess að skerða þjónustu og án þess
að fórna mikilvægum hugsjónum
okkar um að tryggja öryggi þeirra
sem eru hjálpar þurfi?
GETUM VIÐ MINNKAÐ
KOSTNAÐ EÐA HÆGT Á
KOSTNAÐARAUKNINGUNNl
ÁN ÞESS AÐ SKERÐA ÞJÓN-
USTU OG ÁN ÞESS AÐ
FÓRNA MIKILVÆGUM HUG-
SJÓNUM OKKAR UM AÐ
TRYGGJA ÖRYGGI ÞEIRRA
SEM ERU HJÁLPAR ÞURFI?
Svar: Já.
Ingólfur S. Sveinsson er geðlæknir
í Reykjavík og stundar endurhæf-
ingar við ríkisspítalana og Reykja-
lund.
Unnið við uppsetningu sýningarinnar. Morgunbiaðið/ Ami Sæberg
Sýning á alþýðulist frá Nicaragua
SÝNING á málverkum eftir alþýðulistamenn frá Nicaragua opnar í listasafni
ASÍ laugardaginn 2. mars og ber sýningin heitið „Náttúrubörn frá Nicar-
agua“. Á sýningunni eru 41 olíumálverk eftir bændur á eyjunni Solentiname
ásamt Ijósmyndum frá byltingarbaráttunni í Nicaragua.
I fréttatilkynningu sem listsafn
ASÍ hefur látið frá sér fara, segir
að endurreisn alþýðulistar í Nic-
aragua sé nátengt nafni Ernesto
Cardenal, menningarmálaráð-
herra, en hann hafi mjög stutt við
bakið á þessum alþýðumálurum á
eyjunni Solentiname, þar sem áð-
ur hafi verið prestakall hans.
Myndaflokkur þessa bændafólks,
Fagnaðarerindið í Solentiname,
hafi víða verið gefinn út í bókar-
formi og hlotið heimsathygli.
Myndirnar á þessari sýningu séu
unnar af sama fólkinu og beri
sömu einkenni þeirrar menningar-
legu endurreisnar er átt hafi sér
stað undir forystu Ernesto Card-
enal.
Sýningin stendur til mánudags-
ins 24. mars og er opin alla virka
daga nema mánudaga kl. 14—20
og um helgar frá 14—22. Allar
myndirnar á sýningunni eru til
sölu.
ferða-
kaupsttt
um
ns<*«
__ a. marz -, .avoi nötn ki. iá.oo
y/eriö velkomin a
Feröakaupstetnuna
sem hér
segir:
j SjaHanum k». ‘ ■
Akranesi - sunn“d®f 30^17.00.
j Hótel Akranes. k'. ^ ___
Hötn Hörnatiröi sunnudag
j Hótel Hotn kl. 14 uu
Borgarnesi '-sunn^da|030-i4.30.
j Hótel Borgarnesi kLU5
franni Pv* haulvönu star
i@5r.ft5S>—-
ö velkomin,« tímanlega. Austun
vantiö rettu teromc
1
Feróaskrifstofan
ÚTSYN
f