Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 23 TREHOLT-RÉTTARHÖLDIN Öflug gæsla er í réttarsalnum og utan hans. Hér er Treholt í fylgd fjögurra lögreglumanna. Treholt tvísaga um yfirheyrslur Ósló, I. mars. AP. ARNE TREHOLT gaf í dag mótsagnakenndar yfirlýsingar um yfir- heyrslurnar yfir sér fyrst eftir aó hann var handtekinn. Var það ýmist aó lögreglumennirnir hefóu komió óaðfinnanlega fram eóa þeir hefóu beitt hótunum. „Þeir, sem yfirheyrðu mig, komu fram við mig á óaðfinnan- legan hátt. Ég var spurður með mjög kurteislegum hætti," sagði Treholt við réttarhöldin í dag en þegar Quigstad vakti athygli á þeim breytingum, sem Treholt hefði gert á framburði sínum, hélt Treholt því fram, að lögreglumennirnir hefðu beitt sig „lævísum sálfræðibrellum og notfært sér bágt, andlegt ástand" hans. „Hvað áttu nákvæmlega við með því?“ spurði þá dómsfor- maðurinn, Astri S. Rynning. „Mér fannst það eins og sam- bland af hótunum og klókinda- legum gildrum. Ég var hins veg- ar hvorki barinn né pyntaður," svaraði Treholt og brosti. „í hverju voru hótanirnar fólgnar?" spurði Rynning. „Að- allega óhefluðu orðbragði," svar- aði Treholt. „Viltu skýra það að- eins nánar?" spurði Rynning. „Nei, ég vil hugsa mig betur um,“ svaraði þá Treholt. „Nú vil ég, að gert verði réttarhlé." Gert var réttarhlé en að því loknu skýrði Treholt frá því, að tveir starfsmenn FBI, banda- rísku leyniþjónustunnar, hefðu yfirheyrt hann í mars á sl. ári að viðstöddum norskum leyniþjón- ustumönnum. Sagði hann að verjanda sínum, Ulf Underland, hefði ekki verið skýrt frá því fyrirfram og staðfesti verjand- inn það. Treholt var að beiðni norsku leyniþjónustunnar undir eftirliti FBI þegar hann var í norsku sendinefndinni hjá SÞ á árunum 1979—82 og kemur það fram í bók eiginkonu Treholts, Kari Storækre, að hjón, sem bjuggu í næstu íbúð við þau í New York, hafi í raun verið starfsmenn FBI. í Aftenposten segir í dag, að það hafi verið þessi hjón, sem yfirheyrðu Treholt. Danskennarasamband Islands heldur sunnudaginn 10. marz nk. Heimsmeistararnir í suður-amerískum dönsum, þau Donnie Burns og Gaynor Fairweather sýna alla suður-amerísku dansana. Danssýning — Nemendur frá öilum skólum sambandsins sýna og börnin fá aö dansa. Kvöldskemmtun Heimsmeistararnir sýna og nemendur allra skóla sambandsins dansa. Ljúffengur kvöld- veröur verður framreiddur frá kl. 20.30. MATSEÐILL Fordrykkur Sinnepssteiktur svínahryggur framreiddur med ristuðum an- anas, gljáðum gulrótum. hlómkáli i ostasósu og Rohert-sósu. ís og ávextir með súkkulaðisósu. Forsala aðgöngumiöa og boröapantanir fyrir matargesti i Broadway 1. og 2. marz kl. 17—19. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Missið ekki af þessu einstæöa tækifæri til aö sjá þaö besta í dansinum í dag. Danskennarasamband íslands nsí , Tjalling C. Koop- mans Nóbelsverð- launahafi látinn New llaven, ( 'onnecticut, 1. mars. AP. TJALLING C. Koopmans, Nób- elsverólaunahafi og fyrrverandi prófessor við Yale-háskóla, lést á þriójudag, 74 ára aó aldri. Koopmans var þekktur fyrir kenningar sínar í hagfræði og stærðfræði og fékk Nóbels- verðlaunin árið 1975 ásamt Sovétmanninum Lenoid Kantovich. Unnu þeir hvor í sínu lagi við gerð hagfræðilík- ana til notkunar við skipulagn- ingu flutninga og samgangna. OG ÞETTA FLETTU SVO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.