Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 21 Ríkisgeirinn hlutfalls- lega minnstur i Japan en stærstur í Dan- mörku og Svíþjóð MANNAFLI í störfum hjá hinu opinbera og í störfum hjá bönkum var árið 1963 13,2% mannaflans, en árið 1983, 20 árum síðar, var þetta hlutfall orðið 25,3% eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu samkvæmt könnun VSÍ á skiptingu mannafla og fjölda mannára fyrir þessi tvö ofangreind ár. Morgun- blaðinu lék hugur á að forvitnast um hvort þessi þróun væri einstök, eða hvort hún væri hliðstæð við það sem gerst hefur undanfarna áratugi í öðrum löndum. Bolli Þór Bollason, hagfræðing- ur hjá Þjóðhagsstofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi þessa þróun ekki vera neitt einsdæmi. Hann sagði að vísu að þróunin hefði snúist við í Banda- ríkjunum, þar sem hlutur hins opinbera hefði farið minnkandi að undanförnu. Bolli Þór benti á, að þegar gerður væri samanburður á þessu hlutfalli hérlendis og ann- ars staðar, yrði að hafa ýmsa hluti í huga, svo sem þá að hér á landi væri opinberi búskapurinn skil- greindur öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Fleiri stofnanir féllu hér undir bein ríkisfyrirtæki en geng- ur og gerist annars staðar. Nefndi hann sem dæmi í þvi sambandi orkufyrirtæki. Því væri rétt, þegar samanburður væri gerður, að beita svokallaðri þumalfingur- reglu, og draga um 5 prósentustig frá tölum héðan, áður en þær væru bornar saman við tölur ann- arra landa. Bolli Þór upplýsti blm. Mbl. um hlut hins opinbera í ýmsum lönd- um, og miðast upplýsingarnar við ástandið eins og það var árið 1960 (í sumum tilvikum 1970) og svo aftur 1982 (sjá töflu). Eins og kom fram í Morgun- blaðinu þegar greint var frá könn- un VSÍ þá var hlutur mannafla í þjónustu hins opinbera talinn vera 13,1% árið 1963, en árið 1983 21,4%. Sé svo þessari „þumalfing- urreglu“ beitt, sem Bolli Þór minnist á, þá verður talan fyrir fyrra árið 8,1%, en það síðara 16,4%. Miðað við þau lönd sem hér er getið, virðist sem þróunin hér á landi hafi verið svipuð og gerist víðast hvar annars staðar, að Bandaríkjunum og þó einkum Jap- an undanskildum. Þróunin hefur þó verið öllu hraðari í Danmörku og Svíþjóð en hér á landi. Mannafli í þjónustu hins opinbera sem hlutfall (%) af heildarmannafla: 1960 1970 1982 Bandaríkin 15,7 18,1 16,7 Vestur-Þýskaland 8,0 15,6 Bretland 14,8 22,4 Danmörk 16,8 31,1 Noregur 16,4 22,9 Svíþjóð 12,8 20,6 31,8 Holland 11,7 15,8 Belgía 12,2 19,5 Japan 5,8 6,6 Tvær höggmyndir eftir ís- endinga sýndar í London A vegum Burnsfield Art Casting Company, afsteypufyrirtækis í Lond- on, stendur nú yfir sýning á högg- myndum steyptar í brons sem fyrir- tækið hefur gert. Á sýningunni er fjöldi verka, þar á meðal „Auð- humla“ eftir Ragnar Kjartansson og „Kreppan" eftir Ásmund Sveinsson, en fyrirtækið hefur steypt fyrir fs- lendinga um árabil. Á sýningunni má einnig finna verk eftir heimsfræga mynd- höggvara eins og Henry Moore. Sýningin er haldin til þess að vekja athygli á handbragði þeirra sem vinna að brons-afsteypum hjá fyrirtækinu. Reiðhöllin hf. hefur hlutafjár- söfnun FÉLAGIÐ Reiðhöllin hf., sem stofn- að var í byrjun ársins í þeim tilgangi að reisa og reka reiðhöll í Reykjavík, hefur hafið hlutafjársöfnun. Á stofnfundi félagsins var ákveðið að stefna að 10 milljón kr. hlutafé og safnaðist þá hlutafé fyrir vel á fjórðu milljón. Stofnfélagar geta allir orðið sem skrifa sig fyrir hlutafé fyrir 15. júní nk. í bréfi sem Reiðhöllin hf. hefur sent frá sér segir m.a.: „Við vænt- um þess að þeir sem hafa áhuga á framgangi hestamennsku hér á landi og forystuhlutverki okkar í ræktun íslenska hestsins leggi sitt að mörkum til byggingar reiðhall- arinnar. Allir geta gerst hluthafar og jafnframt stofnfélagar aö, þessu merkæfyrjrtæki.“ Sýningin er haldin í Alwin- Gallery, sem er við New Bond Street sem er virðulegt gallerí- verfi í London, og stendur hún í þrjár vikur. ER MINNIÞTTT TRYGGT? REYNDUAÐ LEGGJA ÞETTA SPIL Á MINNIÐ OG FLETTU BLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.