Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 31 Stefán Briem, „kenndi viö MH“ og Albert Valdimarsson kennari við Flensborg töldu líklegt að það taeki 3 til 4 vikur að leysa þessa deilu. „Engin kennsla í Menntaskólan- um á Laugarvatni,“ segir Davíð Þorsteinsson, kennari við ML Þær Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Erna Gunnarsdóttir og Linda Karlsdóttir sögðu astandið slæmt, en samt sem áður sögðust þær hafa samúð með malstað kennara. NEMENDUR framhaldsskóla á Suðvesturlandi gengust fyrir því, sem þau nefndu táknræna athöfn, á Austurvelli kl. 14.00 í gær, þegar þeir lögðu skólatösku í fánalitun- um að styttu Jóns Sigurðssonar að viðstöddum allmiklum fjölda nem- enda. í yfirlýsingu, sem lesin var við þetta tækifæri, sagði m.a. „Task- an, tákn hins nemandi manns, er í dag lögð að minnisvarða Jóns Sigurðssonar til að sýna hve nemendur óttast um ástand menntamála í landinu í dag. Jón var einn af frumkvöðlum al- mennrar menntunar, og taldi kennslu innanlands á íslenskri tungu nauðsynlega sjálfstæði þjóðarinnar. Það er von okkar að viðhaldið verði þeirri virðingu fyrir menntun sem endurspegl- ast í minningu Jóns, en að menntakerfinu verði ekki búnar þær aðstæður, að til hruns horfi. Mennt er máttur." „Við töpum langmestu“ Blaðamaður Morgunblaðsins tók nokkra þeirra, sem voru staddir á Austurvelli við þessa athöfn tali: Fyrsta hitti hann Ragnhildi Halldórsdóttur, nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Ragnhildur sagði: „Þetta er auð- vitað slæmt fyrir okkur nemend- urna því það, að kennarara ganga út í dag bitnar fyrst og fremst á okkur, þannig að við töpum langmestu. Þrátt fyrir það á maálstaður kennara alla mína samúð því ég skil þá vel og þeirra stöðu.“ „Æðislega fínt“ Kjartan Guðjónsson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík í 5. bekk, sagði við blm. Mbl. er hann var spurður hvað hann vildi segja um útgöngu kennara í gærmorgun: „Mér finnst þetta æðislega fínt — eða ef maður á Táknræn athöfn á Austurvelli: töpum Iangmestua segja nemendur um þá ákvörðun kennara að hætta kennslu, SurnhJ’hvort maður kemsuljj en segjast samt sem áður styðja kennara í baráttu þeirra með Það “sagði Kjartan Við fótstall styttu Jóns Sigurðssonar lögðu nemarnir „tákn hins nemandi manns“, skólatöskuna, í fánalitum. Morgunblaðið/Júlfua „Bitnar fyrst og fremst á okkur," segir Ragnhildur Halldórsdóttir nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. „Æðislega fínt,“ sagði Kjartan Guðjónsson í MR en gerðist síðan ábyrgur og sagði „ekki svo fínt.“ að vera skynsamur, þá er þetta ekki svo fínt. Því ef þetta dregst verður skólinn og prófin fram í júní. Annars kemur þetta mis- jafnlega niður á nemendum. Sumir missa kennslu í einu eða tveimur fögum, aðrir í 8 fögum.“ Kjartan var spurður hvað hann myndi gera, ef ráðnir yrðu nýir kennarar í stað þeirra, sem gengu út í gær: „Ég neita að mæta. Ég veit að flestir ætla að „Flestir nemendur fóru frá Laugarvatni í morgun“ Næstan tökum við tali Davíð Þorsteinsson, kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Hann er spurður um ástandið í M.L.: „Það gengu 10 fastráðnir kennarar skólans út í morgun, þannig að það er engri kennslu haldið uppi í Menntaskólanum á Laugarvatni, enda fóru flestir nemendur skólans af staðnum í morgun.“ Þrjár stöllur, þær Erna Gunn- arsdóttir í MS. Linda Karlsdótt- ir, MS. og Þorbjörg Þorgríms- dóttir, í Ármúlaskóla sögðu þetta ástand vera mjög slæmt fyrir nemendurna, en samt sem áður sögðust þær hafa samúð með kröfum kennara. Tveir heldur kennaralegir í fasi, stóðu í úlpum á Austurvelli og létu rigninguna lítt á sig fá. Þeir voru Albert Valdimarsson, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Stefán Briem, sem sagði aðspurður um við hvaða skóla hann væri kennari: „Ég kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar til í dag.“ Þeir Albert og Stefán sögðu að það gæti orðið hvort sem væri er þeir voru spurðir að því hvort þeir litu á þessa nýju stöðu, sem upphafið að kjarabaráttu eða upphafið að nýjum starfsferli. Þeir töldu líklegt að það tæki 3 til 4 vikur aö leysa þessa deilu, þannig að kennarar sneru aftur til starfa. Er þeir voru spurðir hvort þeir vissu til þess að marg- ir kennarar hefðu ráðið sig til starfa annars staðar, sögðu þeir: „Það er lítið um það ennþá, en úr þessu gæti það farið að gerast.“ Nemendur framhaldsskóla á Suðvesturlandi: „Okkar hagur að kjör kennara séu góð“ - Segjast neita að mæta í kennslu verði ráðnir kennarar í stað þeirra sem gengu út í gær „VIÐ lýsum yfir stuðningi við kjarabaráttu kennara, þar sem við sjáum fram á, að við munum missa okkar hæfustu kennara í önnur betur launuð störf, nái kröfur þeirra ekki fram að ganga,“ sagði Tómas Guðbjörnsson, einn fulltrúa nemenda framhaldsskóla á Suðvesturlandi, sem í sameiningu boð- uðu fréttamenn til fundar við sig í gær, til þess að skýra afstöðu sína til þeirrar stöðu sem nú er komin upp í flestum framhaldsskólum landsins, eftir að kennarar þeir sem sögðu upp störfum 1. desember sl. hættu störfum í gær, og ákváðu þar með að hafa framlengingu uppsagnarfrests menntamálaráð- herra um þrjá mánuði að engu. Nemendur þeir sem boðuðu til fundarins í gær voru yfirleitt for- svarsmenn eða formenn í nem- endafélögum síns skóla, og sögðu þeir að skólahald hefði allt verið með einkennilegum hætti í gær- morgun, þar sem einstaka kennari hefði kennt, en aðrir ekki látið sjá sig. I máli nemendanna kom fram mjög sterkur stuðningur við málstað kennara og er nemendur voru spurðir hvort kennarar færu ekki illa með þá að ganga út nú á miðri önn voru svörin á þessa leið: „Það er tómt þvaður. Það er okkar hagur að kjör kennara séu góð, því þar með verður kennarastarfið eftirsótt starf, sem í veljast hæfir menn. Það er alveg ljóst að kenn- ararnir sem ganga út núna koma ekki aftur nema þeir fái verulegar bætur og ef þeir fá þær ekki, þá erum við búnir að missa okkar bestu kennara. Þetta eru vel menntaðir og hæfir menn, sem verða ekki í neinum vandræðum með að fá vellaunuð störf úti á vinnumarkaðnum. Það er þessi þróun sem veldur okkur áhyggjum Morgunblaðið/ÓI.K.M. I»essi héldu fund með fréttamönnum í MR í gær, þau eru frá vinstri: Pétur Már Halldórsson, Þorgerður Gunnarsdóttir, Svanbjörn Gunnarsson, Bene- dikt Bogason, Tómas Guðbjörnsson, Arnar Már Ólafsson, Skarphéðinn Gunnarsson, Edda Rún Karlsdóttir og Árni Ilauksson. og hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir framtíð menntamála í land- inu.“ Nemendurnir lögðu mikla áherslu á það í máli sínu, að þeir myndu ekki mæta í kennslu ef ráðnir yrðu nýir kennarar í stað þeirra sem nú hafa hætt störfum. Sögðu þeir að það væri engin lausn að bjóða framhaldsskóla- nemendum upp á að halda áfram námi sínu með leiðsögn reynslu- lausra, annars flokks kennara. Eina hugsanlega lausnin i þeirra augum væri sú, að kennararnir kæmu aftur til starfa, og þá á betri kjörum en þeir eru á nú — mun betri kjörum, eða eins og einn nemandinn orðaði það: „Það er orðið dýrasta sportið á íslandi að vera kennari, og við svo búið má einfaldlega ekki sitja.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.