Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 3

Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 3
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 3 Utvarpsráð vill sýna Dallas, Falcon Crest og Dynasty: Auglýsingataxti Ríkis- útvarps hækkar um 20% Mínútan í sjón- varpi kostar tæpar 27 þús- und krónur AUGLÝSINGATAXTI sjónvarps og hljóðvarps hækkaði um 20% frá og með 1. mars. Eftir hækkunina kost- ar ein mínúta í sjónvarpinu taepar 27 þúsund krónur. Að sögn Þorbjargar Guð- mundsdóttur, auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, gildir hækkunin á öllum þremur fjölmiðlum út- varpsins, rás 1, rás 2 og sjónvarpi. Á rás 1 gilda 5 taxtar, mismun- andi eftir efni og tímasetningu og eru dánarfréttir og jarðarfarir ódýrastar, á 20 krónur orðið. Dýr- asti tíminn er á kvöldin, en þá kosta allar auglýsingar 150 krónur orðið. Á rás 2 er verðið 150 krónur á sekúndu og 100 krónur í nætur- útvarpi. Sjö sekúndur í sjónvarpi kosta 4.870 krónur og ein mínúta 26.770 krónur. Að sögn Þorbjargar Guðmundsdóttur hefur auglýs- ingataxti útvarpsins verið óbreyttur frá því í október 1983. Norðurlandaráðsþing: PHIUPS PflCT 250-TELEX SEM L/ETUR EKKERT TRUFLA SIG Fursta útsendingin Akwreyri, 1. mira. Fyrsta útsending staðbundins útvarps i Akureyri hófst klukkan 7.30 í morgun. Auk staðbundinna frétta og tónlistar var rætt við fólk af svæðinu, þ.i m. Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra KEA, sem var fimmtugur í dag. A meðfylgjandi mynd mi sji Ólaf Torfason fréttamann, Val Arnþórsson kaupfélagsstjóra og séra Pilma Matthí- asson. GBerg. Þættirnir fást ekki keyptir Á fundi í Útvarpsráði 1. marz sam- þykkti meirihluti riðsins eftirfar- andi bókun fri Magnúsi Erlends- syni, fulltrúa Sjilfstæðisflokksins í ráðinu. „Hér með er þess farið á leit við stjórnendur lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins, að þeir geri nú þegar gangskör að fá til sýn- ingar einhverja af hinum geysi- vinsælu amerisku skemmtiþátt- um, þ.e. Dynasty, Falcon Crest eða nýja þætti af Dallas. Staðreyndin er, að kannanir hvarvetna erlendis sýna ótvírætt, að þættir þessir eru meðal lang- vinsælasta skemmtiefnis hjá öll- um þorra almennings og hér á landi má nær daglega lesa áskor- anir til sjónvarpsins í lesenda- bréfum dagblaðanna að hafnar verði útsendingar á einhverjum af ofannefndum þáttum. Bókun þessi er því tilkomin til að knýja á, hvað þessum málum viðvíkur." Mbl. leitaði álits tveggja um- boðsmanna skemmtiþáttanna um möguleika sjónvarpsins á því að fá þá til sýningar. Að sögn Péturs Kristjánssonar, hjá Steinum hf., sem er umboðsað- ili fyrir Dynasty, hefur fyrirtækið einkaumboð fyrir þættina hér á landi. í samningi þeirra við framleið- endur er ákvæði um að sjón- varpsstöðvar í viðkomandi landi fái ekki þættina til sýningar fyrr en eftir eitt og hálft ár. Nýlega gerði fyrirtækið nýjan samning um kaup á 65 þáttum í viðbót við þá 35, sem þegar eru komnir til landsins. Sömu sögu er að segja af Falcon Crest. Umboðsmaðurinn, Rolf Jo- hansen, hefur einkarétt á þáttun- um hér á landi næstu fimm árin. Fyrirtækið hefur þegar dreift til sýningar 29 þáttum, af þeim 98 sem framleiddir hafa verið, en ákveðið hefur verið að framleiða 28 þætti til viðbótar, sem fyrir- tækið mun dreifa hér á landi. Grænlenski fán- inn ekki við hún ÓLÍKLEGT er að hinn nýi þjóðfáni Grænlendinga muni blakta framan við Þjóðleikhúsið meðan á þingi Norðurlandaráðs stendur í næstu viku, að því er Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar ráðsins, sagði á fimmtudag. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Danmörku er enn óvíst hvort ákvörðun Grænlendinga um fána sinn verð- ur búin að fara í gegnum allar stjórnarráðsdeildir þar í landi áð- ur en þingið hefst," sagði Snjó- laug. „Grænlendingar munu koma með einn fána og honum verður flaggað ef það verður hægt. Hér er ekki til grænlenskur fáni en vita- skuld væri hægt að láta sauma hann. Ef á þarf að halda verður til fánastöng fyrir Grænlendingana." Philips PACT 250 er nýstárlegur fjarriti sem hefur ekki aöeins útlitið fram yfir stéttarbræöur sina. Hann getur nefnilega gegnt hlutverki sínu óháð því hvaö er aö gerast á fjarskipta- línunni. Hann leyfir þér í senn aö senda skeyti eöa taka á móti, á meðan þú semur annaö, án þess að ein aögeröin trufli aöra. Þú ert þvi alveg laus við þessar leiöinlegu truflanir þegar einhver sendandi erlendis „hringir" í fjarritann þinn i miðri setningu. Vinnslan byggist öli á fjölmörg- um sjálfvirkum þáttum og ein- földum aðgerðum í ætt viö tölvuritvinnslu. Þaö er létt verk aö nota PACT 250 fjarritann, sem vegna <ö> smæöar sinnar og hljóöleysis passar hvar sem er á skrif- stofunni. Þar að auki eru Philips fjarritarnir þekktir fyrir aö bila sjaldan og hönnunin tryggir lág- marks viögeröartíma. Meö Philips PACT 250 fjarrit- anum áttu snuröulaust samband viö umheiminn. Eigum nokkur tæki til afgreiðslu í næstu viku. Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Simi 27500. - — ----------— - —. - -M , oorp róLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.