Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 26

Morgunblaðið - 02.03.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Tvær hliðar kennaradeilu Afundi hins íslenzka kenn- arafélags í fyrrakvöld var samþykkt tillaga þess efnis að þeir framhaldskólakennarar, sem sagt hafa upp störfum, hlíti ekki framlengingu um- sagnarfrests um þrjá mánuði, sem menntamálaráðherra hafði kunngjört, þótt ráðherr- ann hafi í einu og öllu farið að lögum. Þar með ljóst að allt starf í framhaldsskólum landsins færi úr skorðum, a.m.k. um stundarsakir og hugsanlega um lengri tíma. Afleiðingin bitnar fyrst og síð- ast á þeim sem sízt skyldi, nemendum. Kjaradeila kennara hefur tvær hliðar, eins og flest önn- ur mál. Horfa verður til þeirra beggja þegar hún er vegin og metin. Neikvæða hliðin, séð frá sjónarhóli samfélagsins, kemur m.a. fram í eftirfrandi: • Kennarar neita að virða löglega ákvörðun ráðherra og þar með landslög. • Líta verður á þá ákvörðun sem framhald af hliðstæðum í fyrri kjaraátökum opinberra starfsmanna, sem hinsvegar eiga sér ekki fordæmi á hinum almenna vinnumarkaði. Þessi ákvörðun kennara er gagnrýni verð, hóflega orðað, og veikir málstað þeirra, sem studdur var ýmsum rökum er síðar verður vikið að, sem og stéttarlega virðingu. Hún er og alvarleg áminning til lög- gjafans, þ.e. Alþingis, og framkvæmdavaldsins, þ.e. rík- isstjórnar, þess efnis, að til lít- ils er að hafa lög, sem ekki eru virt í landi. Þau fornu sann- indi, sem kynslóð hefur fært kynslóð, að með lögum skuli land byggja, verður að varð- veita til langrar framtíðar sem einn af hornsteinum sam- félags okkar. Hin hliðin á málinu, sem jafnskylt er að skoða, kemur m.a. fram í áliti stjórnskipaðr- ar nefndar, er unnið hefur að endurmati á störfum kennara. Inga Jóna Þórðardóttir, að- stoðarmaður menntamála- ráðherra, gerir grein fyrir þessari hlið málsins í viðtali við Morgunblaðið nú í vikunni. Helztu niðurstöður eru þessar: • Kennarar hafa, kjaralega séð, dregizt afur úr sambæri- legum starfsséttum, á sama tíma og menntunarkröfur til þeirra hafa aukizt. Nú er kraf- izt háskólamenntunar bæði grunnskóla- og framhalds- skólakennara, auk ýmiss kon- ar sérhæfðs viðbótarnáms hinna síðar nefndu. • Verulegar breytingar hafa orðið á hlutverki kennara, t.d. varðandi uppeldisþátt kennsl- unnar. • Veigamiklir þættir hafa verið vanmetnir í starfsmati þeirra, svo sem ábyrgð, áreynsla, sjálfstæði og frum- kvæði. Það er hafið yfir allan vafa að almenn og sérhæfð mennt- un og þekking vegur þyngst á vogarskálum velferðar hverr- ar þjóðar, bæði í samtíð og framtíð, hvort heldur sem horft er til framvindu í at- vinnu- og efnhagslífi eða til vísinda, menningar og lista. Það er því mjög miður, raunar hættuboði, þegar atgervis- flótti gerir vart við sig í ís- lenzkri kennarastétt. Hinsvegar er óhjákvæmi- legt að skoða þetta afmarkaða kjaramál í víðara samhengi. Opinberir starfsmenn, sem vóru 13% starfandi íslendinga 1963, eru nú 25% þeirra. Þetta þýðir að fjórði hver vinnandi Islendingur er starfandi hjá ríki og sveitarfélögum. Á sama tíma hefur þeim, sem starfa við frumframleiðslu og úrvinnslu, þ.e. við öflun þeirra þjóðartekna sem bera uppi lífskjör í landinu, fækkað hlutfallslega. Þjóðartekjur, skiptahluturinn, hafa rýrnað þrjú sl. ár í röð, m.a. vegna aflabrests, viðskiptakjara og vanrækslusynda við nýsköpun íslenzkra atvinnuhátta. Það eru tammörk fyrir því, hve fámennt þjóðfélag, sem telur rétt rúmlega eitt hundrað þús- und vinnandi manna, getur risið undir stórri yfirbygg- ingu. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, og sam- starfsmenn hennar í mennta- málaráuneytinu hafa lagt nótt við dag undanfarið í þeirri við- leitni að finna samningsflöt milli stjórnvalda og kennara. Nefnd sú, sem vann að endur- mati á störfum kennara á veg- um ráðuneytisins, hefur tví- mælalaust styrkt stöðu þeirra mjög. Því miður náðust endar ekki saman fyrir næstliðin mán- aðamót með þeim afleiðingum, sem nú blasa við. Það þjónar engum tilgangi að hafa uppi stór orð nú, jafnvel þó að ástæða væri til. Góðviljaðir menn, sem tvímælalaust eru beggja vegna samningsborðs, verða að taka höndum saman um viðunandi sátt, er tekur mið af aðstæðum öllum — og þá ekki sízt aðstæðum nem- enda. fikmiM DaáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 277. þáttur Enn hefur mér borist Pálsbréf og tek ég því með sömu þökkum og atugasemd- um og fyrr. Páll Helgason hef- ur bréfið á vísu eins og hans er vandi: Vart mun reynast vænlegt enn vöndun máls til þrifa, það sem blankir blaðamenn bögglast við að skrifa. Blaðamönnum er að sjálf- sögðu, eins og áður, boðið að svara fyrir sig hér á þessum vettvangi. Eins og fyrr hefur Páll Helgason tínt til sitthvað úr blöðum eða tímaritum, og skal nú reynt að gera flestu því ein- hver skil. ☆ Algengustu málglöpin, sem dæmi eru tekin af í nýjustu syrpu Páls, eru stagl, samruni og skökk föll. Koma hér á eftir nokkur sýnishorn af þessu og öðru keimlíku: 1) „Kaj hefur nú tilkynnt viðskiptavinum sínum frá því að ...“ Hér er samruni. Að réttu lagi segja menn frá ein- hverju eða tilkynna eitthvað. Hitt telst ekki rétt að tilkynna eða kynna frá einhverju. 2) „Hann vissi á hvaða öld hann hafði verið uppi á.“ Aug- ljóst er að þarna er síðara á-inu ofaukið. 3) „En í verkum sem þessum eru verk hans iðulega mjög lír- isk og falleg." Hér er aftur staglast á orðinu verk. 4) „Við þetta hafði hún að sjálfsögðu ekki sætt sig við.“ Hér verður við fyrir barðinu á staglaranum. 5) „En nákvæm tímasetning þeirrar vinnu liggur ekki nákvæmlega fyrir.“ Hér skort- ir sem sé á nákvæmnina! 6) „Ber sjúklingi að greiða sérfræðingi 270 krónur fyrir hverja komu til sérfræðings." Látum þetta dæmi vera hið síðasta af staglinu í bili. 7) „Formaður Sjálfstæðis- flokksins var spurður hvaða efnahagsaðgerðir hann teldi stjórnvöld verða að standa fyrir.“ Þarna er á einum stað rangt fall. Menn standa fyrir einhverju (ekki eitthvað) í þeirri merkingu sem í klaus- unni greindi. ☆ Lítum á nokkur dæmi gall- aðs málfars: 1) „ ... en samtals var ís- lenska liðið útaf í 18 mínútur." Lið getur farið út af velli, svo og einstakir leikmenn. En lið er ekki út af velli. Það er utan vallar. 2) „ ... og þótti mikill klassi yfir því starfi." Ekki fer vel á slettunni klassi í þessu sam- bandi. Reynandi væru orð eins og svipur, stíll eða reisn. 3) „Þegar sást til Stefáns koma í átt að húsinu, hlakkaði alla til kaffitímans." Sögnin að hlakka á að vera persónuleg. Allir hlökkuðu til kaffitímans. 4) „ ... og síðan eru þær festar með þar til gerðum hóffjöðrum sem eru hnykktar og þjalaðar niður.“ Ekki kann umsjónar- maður frekar en Páll Helgason við sögnina að þjala í staðinn fyrir að sverfa. Þess konar tal líkist því að sagt væri bíla eða sleða í staðinn fyrir að keyra og aka, eða hnífa fyrir skera og rokka fyrir spinna. 5) „ ... en massinn (eggja- massi) verður laus við skurn- inn.“ Orðið skurn er bæði kvenkyns og hvorugkyns (hún skurnin og það skurnið), svo að ofrausn virðist að hafa það líka í karlkyni. 6) „Hann kvaðst hafa rætt við Landhelgisgæsluna um að skjóta fénu niður úr þyrlu." Hér var reyndar um að ræða kindur, sem voru í sjálfheldu í bjargi. En . hvernig líst mönnum annars á að skjóta „fénu niður" úr þyrlunni? 7) „Á valddreifingin að koma í veg fyrir að hlutur minnihlut- ans verði ekki fyrir borð bor- inn.“ Hér er orðinu ekki ofauk- ið, enda snýr það merkingunni við. 8) „ ... og þakkar þeim kump- ánum Hrafni Gunnlaugssyni og Lárusi Óskarssyni fyrir framlag þeirra við að glæða nýju lífi í sænska kvikmynda- gerð.“ Ekki þykir þetta fim- lega orðað, að glæða nýju lífi í eitthvað. Líklega hefur hér átt að standa, að gæða sænska kvikmyndagerð nýju lífi, eða þá að glæða hana, sama sem kveikja í henni nýja glóð. 9) „Ég er búin að kynnast fullt af skemmtilegum krökkum og kennurum." Við getum auðvit- að sagt • að einhvers staðar væri fullt af fólki eða eitthvað þvílíkt. En orðin fullt af er ekki hægt að nota sem óbeygjanlegt lýsingarorð eða fornafn. Hægt er hins vegar að kynnast fjöl- mörgum skemmtilegum krökk- um og kennurum. ☆ Þrjár klausur í Pálsbréfinu eru svolítið sérstaks eðlis. Sjá- um þær allar snöggvast: 1) „Engin plata er eins; mynstrið sem steinarnir mynda er margbreytilegt." 2) „Það hefur víst enginn sama smekk." 3) „Það er engin síða (blaðs- ins) eins.“ í öllum þessum dæmum vantar viðmiðun. Engin plata er eins og önnur, eða: það eru engar tvær plötur eins. Það hefur víst enginn sama smekk og annar, eða: það hafa víst engir tveir sama smekk. Það er engin síða blaðsins eins og önn- ur, eða: það eru engar tvær síð- ur blaðsins eins. ☆ Að síðustu verða svo teknar úr Pálsbréfi þessu nokkrar málsgreinar án athugasemda annarra en þeirra, að umsjón- armaður hefur reynt að búa til á þær fyrirsögn. Það er reynd- ar vandi, og gegnir furðu að sumt af þessu skuli hafa kom- ist í íslensk blöð: Vonbrigdi: „ ... þótt verkfall starfsmanna Dalvíkurbæjar stæði skemur en vonir stóðu til.“ Kossaflens: „Enda siður á þeim tíma að kyssa gestkomandi með kossi.“ Vinningur: „ ... en komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að enginn vann hákarlinn á sama hátt.“ Yfirbreiðsla: „Og leikstjórar okkar hafa ekki hikað við að leggja allar eigur sínar undir verk sín.“ Geometria: „Toppurinn er stór steinn, lk fermeter í þvermál." Tónaflóð???: „Það sem ein- kennir preludíurnar er einföld tónskipan tónhugmynda og endurtekning þeirra á sömu tónsætum oftlega til að trufla framvindu verksins." ☆ Ofan á allt þetta er mér sagt að talað hafi verið um verstu gæðin í fréttaviðtali í útvarp- inu, og tekur þá steininn úr, þegar gæðin eru jafnvel orðin vond. Þjóðrekur þaðan kvað: Ég vil ekki að skorið sé skæði úr skinnum með allraverst gæði; fláðu kind eða kú, ekki kött, ref né sú. Þannig kenndi oss Sigga í Svæði. Sigurður Líndal prófessor: Álíta stéttarfélög utan laga og réttar „ÉG HEF ekki rannsakað þetta, en í mjög fljótu bragði sýnist mér sem þetta brot kennaranna gæti fallið undir 140. grein hegningarlaganna, þar sem segir: „Opinber starfsmað- ur, sem synjar eða af ásettu ráði lætur fyrirfarast að gera það sem honum er boðið á löglegan hátt, sæt- ir sektum eða varðhaldi“,“ sagði Sigurður Líndal lagaprófessor, er blm. Mbl. spuröi hann í gær hverja hann teldi lagalega stöðu fram- haldsskólakennara vera, sem ákváðu að mæta ekki til starfa í gær, þrátt fyrir þá ákvörðun menntamála ráðherra að framlengja uppsagnar- frest þeirra til 1. júní nk. Sigurður sagði jafnframt: „Ef menn ætla að fylgja þessu máli til laga, sem maður hefur þó fyllstu ástæðu til að ætla að verði ekki gert, þá er það helst þessi grein hegningarlaganna, sem til álita kæmi. En mér virðist sem þeir, sem stéttarfélögum ráði, álíti þau utan við lög og landsrétt og hald- ast það uppi.“ Aðspurður um hvort hann teldi að lagaleg staða kennaranna breyttist í einhverju við það, að þeir fengu laun greidd í gær- morgun sagði Sigurður: „Ef þeir ætla ekki að vinna sitt starf og halda lögbrotum til streitu, þá veikja þeir málstað sinn enn frek- ar með því að taka við laununum. Að sjálfsögðu getur ríkið endur- heimt þau, en kennarar ættu þó að hafa frumkvæði um endur- greiðslu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.